Morgunblaðið - 03.11.1973, Síða 7

Morgunblaðið - 03.11.1973, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973 7 Hér fer á eftir spil frá leiknum milli Hollands og Bretlands í Evrópumótinu 1973. Norður. S. Á-K-10-7 H. G T. 7-3 L. Á-G-8-6-5-3 Vestur. Aiístur S. D-G-9-4-3 S. 8 H. A-10-9-8 H. K-3 T. G-5 . T. A-K-D-10-9-6-4-2 L.9-7 L. K-10 SÚður. S. 6-5-2 H..D-7-6-5-4-2 T. 8 L. D-4-2 Norður opnaði á 2 spöðum og samkvæmt sagnkerfinu þá þýðir þessi sögn, að norður eigi 4 spaða og 5 eða fleiri lauf. Þá þýðir hún, að um sé að ræða minna en 17 punkta. — Austur var nú í vand- ræðum og eftir nokkra umhugsun valdi hann að segja 4 tígla. Þetta varð lokasögnin, þvf félagi hans taldi sig ekki geta farið í 5 tígla. Sagnhafi fékk 11 slagi og 5 tíglar vinnast alltaf. — Ekki er gott að gefa ráð um, hvað segja á í stöðu eins og þessari. Sennilega er þetta bezta sögnin, og er þá undir félaga komið, hvort þetta verður lokasögnin, eða ekki. ÁRNAÐ HEILLA Sextugur er í dag, 3. nóvember, Ari Þorleifsson frá Norðfirði, nú bóndi að Klausturhólum í Gríms- nesi. í dag verða gefin saman í Dóm- kirkjunni af séra Þóri Stephen- sen, Kristín Magnúsdóttir, lyfja- fræðinemi, Grundarstíg 9, Reykjavik og Kristján Skúli Sig- urgeirsson, laganemi, Sunnuvegi 9, Hafnarfirði. Heimili þeirra verður að Bústaðavegi 55, R. í dag verða gefin saman í Bú- staðakirkju af séra Ólafi Skúla- syni, Margrét Jóhannsdóttir, Sæ- viðarsundi 60, og Jón G. Sigurðs- son Selvogsgrunni 9. Heimili þeirra verður að Æsufelli 4, Reykjavík. i dag verða gefin saman í Bústaðakirkju af séra Ölafi Skúlasyni, Guðrún Kristinsdóttir, Hvassaleiti 28, og Jóhann Guð- mundsson Brekkugerði 28. 1 dag verða gef in saman í hjóna- band af séra Ólafi Skúlasyni, Halldóra Þórisdóttir og Ásgeir Ragnarsson. Heimili þeirra er að Litlagerði 8, R. 1 dag verða gef in saman í hjóna- band í Dómkirkjunni af séra Þóri Stephensen, Kristín Einarsdóttir, Álftamýri 38, og Ingvar H. Jakobsson frá Hvammstanga. Heimili þeirra verður að Heiðar- gerði 76, R. PENNAVINIR Syed Shahjamal Munsi (Selim), 121, North Hostel, Chittagong Engineering College, Chittagong, Bangladesh. Hann er 20 ára og stundar nám við tækniskóla. Hann safnar mynt, frimerkjum, ljósmyndum og óskar eftir að komast í bréfa- samband við íslenzka stúlku. Danmörk Elsebeth Rasmussen, Östergárd, 9340 Asá, Danmark. Hún er 15 ára, og skrifar bæði ensku og dönsku. Áhugamál hennar eru bækur, frímerki, handavinna o.fl. Hún vill skrifast á við jafnaldra sína. DAGBÓK BARWWA.. Þýtur í skóginum — Eftir Kenneth Grahame 3. kafli — STÓRISKÓGUR Þegar þeim var loks orðið vel heitt, bað greifing- inn þær að gera svo vel að koma að borðinu, þar sem hann hafði borið fram alls konar góðgæti. Þær voru satt að segja glorhungraðar, og þegar þær sáu allar kræsingarnar, virtist aðalvandinn sá að ákveða, á hverju skyldi byrja. Samræður voru útilokaðar lengi vel, og þegar þær voru loks mögulegar, þá urðu þær heldur stirðar, eins og verða vill, þegar reynt er að tala meðfullan munninn af mat. Greifingjanum stóð reyndar alveg á sama. Hann skeytti því heldur ekki, hvort einhver studdi olnbogunum á borðið eða allir töluðu í einu. Þar sem hann var ekki félagslyndur og tók ekki þátt í samkvæmislífi, vissi hann ekki betur en þannig ætti það að vera. Hann sat í stólnum sínum fyrir borðsendanum og kinkaði kolli til þeirra til skiptis á meðan þær röktu sögu sína. Hann virtist ekki undrandi eða skelfdur yfir neinu, sem þær sögðu og hann sagði aldrei: „Já, vissi ég ekki,“ eða „einmitt það, sem ég hef alltaf sagt,“ og hann sagði heldur ekki, að þær hefðu átt að gera þetta eða hitt, eða þær hefðu farið vitlaust að ráði sínu. Moldvörp- unni fór að verða mjög hlýtt til hans. Þegar kvöldverðinum var loks lokið, og ailir voru orðnir svo saddir að þeim fannst ekki ráðlegt að fylla sig meira, settust þau við arininn, þar sem enn lifði f glæðunum og hugsuðu um það, hvað það væri skemmtilegt að vera á fótum svona seint, vera svona sjálfstæður og svona saddur. Þegar þau höfðu rætt um hversdagsleg málefni um stund sagði greifinginn: „Jæja, segið þið mér nú fréttir heiman að frá ykkur. Hvernig líður froski núna?“ „Hann fer úr öskunni í eldinn,“ sagði rottan alvarleg í bragði, og moldvarpan, sem hafði tyllt fótunum hærra en höfuðið náði, reyndi aðsetja upp áhyggjusvip. „Annar árekstur í síðustu viku og það slæmur. Hann heimtar að fá að sitja sjálfur við stýri, en hann kann alls ekki að aka bifreið. Ef hann fengist til að ráða til sín færan og öruggan bílstjóra, sem hann borgaði góð laun, þá væri öllu borgið. En FRAMHflLDSSAGAN það er ekki við það komandi. Hann er sannfærður um, að hann sé sjálfur kjörinn bílstjóri og enginn geti kennt honum neitt. Og þvf fer sem fer.“ „Hversu oft hefur hann lent í árekstrum ?“ spurði greifinginn. „Árekstrarnir hafa verið jafnmargir og bílarnir. Þetta er sá sjötti," sagði rottan. „Þú manst eftir vagnskýlinu hans. Það er alveg troðfullt upp undir þak af brotum úr bílunum hans og ekkert brotanna er stærra en hatturinn þinn.“ „Hann hefur þurft að fara á sjúkrahús þrisvar sinnum,“ sagði moldvarpan. “Og sektirnar, sem hann hefur orðið að borga, eru auðvitað óskaplegar." „Já, það er nú sú hliðin á málinu,“ sagði rottan. „Froskur er ríkur, við vitum það. En hann er enginn milljónamæringur. Og hann er hræðilega lélegur bílstjóri og virðir að vettugi lög og rétt. Endirinn er augljós. Annað hvort drepur hann sig eða verður gjaldþrota . . . fyrr eða síðar. Greifingi, við erum vinir hans. Eigum við ekki að reyna að hefjast handa til að bjarga honum ?“ Greifinginn hugsaði sig um lengi vel. „Heyrðu mig,“ sagði hann loks dálítið byrstur, „Þú veizt, að ég get ekki gert neitt eins og er.“ Vinkonur hans kinkuðu báðar kolli. Það er ekki hægt og ætlast til þess af nokkru dýri, að það reyni verulega á kraftana eða geri nokkuð, sem krefst áreynslu á veturna. Öll dýrin eru þá syfjuð, sum jafnvel steinsofandi. Öll eru háð veðurbreytingum meira eða minna og öll hvfla þau sig eftir erfiði sumarsins, þegar hver taug og hver vöðvi hefur verið strengdur til hins ýtrasta svo að segja bæði nótt og dag. Að teikna kalkún Með þvf aS breyta auSveldu bragSi er auSvelt aS teikna þennan kalkún. LeggSu vinstri hönd á blaSið og strikaðu meðfram henni og öilum fingrum. Snúðu svo hendinni án þess að færa þumalfingur og strikaðu aftur meðfram fingrunum. Nú tekurðu hendina upp teiknar fætur, nef og pokann undir nefinu. Smáfólk 1) Mammasegir, aðþúeigir að koma strax heim! 2) Hún segir, að það verði að koma þér heim, jafnvel þótt ég verði að DRAGA þig! 3) Eg vildi, að þú gerðir það ekki. 4) Ég fæ alltaf velgju af að horfa afturábak á ferð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.