Morgunblaðið - 03.11.1973, Page 11

Morgunblaðið - 03.11.1973, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1973 11 Freysteinn Þorbergsson: Fjarvera Fischers og fjármálin ARÁS I dagblaðinu Tfminn í gær, 30. október, birtist greinarstúfur eftir Kristján B. Þórarinsson undir nafninu „Ödrengileg skrif“. Má segja að réttnefni sé, ef þessu er snúið upp á höfund sjálf- an, a.m.k. að því er varðar árás hans á undirritaðan. Greinarhöf- undur segir svo orðrétt: Ennþá er mönnum í fersku minni, þegar Mbl. lausréð Freystein Þorbergs- son sem blaðamann til að sverta Guðmund G. Þórarinsson, þar sem of mikill ljómi þótti stafa af frammistöðu þessa borgarfulltrúa Ff'amsóknarflokksins við heims- meistaraeinvígið í skák í fyrra- sumar. Ekkert var til sparað, og fór Freysteinn margar ferðir til Bandaríkjanna i þeim erinda- gjörðum „á eigin kostnað". Oftók Freysteinn sig þó svo á níðskrif- unum, að almenningur leit á þau sem óráðshjal, enda urðu þau Freysteini einum til minnkunar. Tilvitnun endar. Sökum þessarar fólskulegu og ómaklegu árásar á undirritaðan af einum af bræðrum og Iofsöngvurum Guð- mundar G. Þórarinssonar, tel ég mig knúinn til andsvara. Fyrst er þá fram að telja, að þótt ég á sínum tíma teldi mig knúinn til að rita ýmsar greinar í þeim tilagangi að knýja fram ein- vxgið á Islandi, þegar aðrir höfðu gefist upp við hugmyndina, til að uppfræða almenning um sann- leikann í einvígismálum, að ekk- ert orð í öllum skrifum mínum um málið til þessa dags hefir verið hrakið. ÁSKORANDA VANTAR Rétt er að vísu, að á aðalfundi Skáksambands Islands 1972, þar sem ég var fjarstaddur og gat ekki varið mál mitt, lét meirihluti fundarmanna ekki hjá líða að taka nafn mitt inn í málsgrein, þar sem stjórn Skáksambands Is- lands voru þökkuð störf þess að einvígismálinu. Þetta var vita- skuld skiljanleg ráðstöfun, þar sem kunnugt er, að ég var feng- inn til að semja einvígistilboð Is- lands, afla upplýsinga erlendis frá um nauðsynlegt verðlaunatil- boð, láta vélrita tilboð Islands, innsigla það og fara með það til Amsterdam, satmikilvæga fundi f Amserdam, New York og síðar xirslitafund F.I.D.E. í Reykjavík, sem skar úr um hvort ísland fengi frest á einvíginu meðan ég sótti Fischer til Bandaríkjannna, þegar Guðmundur G. hafði enn endanlega klúðrað málinu. Eins og fram mun koma í bók minni „Áskoranda vantar" sem koma mun út á íslandi hátíðaárið 1974, voru úrslitaorð dr. Euwe á nefndum fundi alþjóðaskáksam- bandsins þessi, þegar örlög ein- vígisins voru ráðin hinn 2. júlí 1972. „Jæja herramenn, höfum við þá ekki, með því að samþykkja sendiferð þessa manns, einnig samþykkt frestun einvígisins? Eini gallinn á nefndri sam- þykkt á aðalfundi Skáksambands Islands var, að orðin um mig voru ekki þakkarorð sem vera bar, heldur niðrandi orð. Þessu svar- aði ég m.a. í grein sem nefndist Sauðargæra. Þar líkti ég starfsað- ferðum Guðmundar G. Þórarins- sonar í einvfgismálinu við aðgerð- ir Úlfs irndir sauðagæru og með- stjórnendum hans við saklaus lömb, þar er eð þeir fengu aðeins stundum að vita sannleik mála. Nú er komið á daginn, að ég hafði rétt fyrir mér í tvennum skilningi. LÖMB I fyrsta lagi var meirihluti stjórnar Skáksambands Islands á einvigistfmanum leiddur til slátr- unar sem saklaus lömb á næsta aðalfundi eftir einvígið á dular- fullan og ódrengilegan hátt. Og það sá hlutinn, sem betur hafði unnið að margra mati. Þetta olli miklu uppistandi á fundinum og leiddi til ævareiði þeirra, sem of seint skildu, að þeir höfðu óafvit- andi verið hafðir að peðum í ref- skák á bak við tjöldin. Refskák, sem leiddi til þess, að Guðmundur G. gat að mestu óhindraður farið áfram með fjármál einvígisins, sem fram kom á fundinum að hann hafði þá undir höndum. Hin sönnunin um að meðstjórnendur Guðmundar G. í skáksambands- stjórninni voru eins konar lömb í nálægð úlfs eru orð þeirra sjálfra. Eitt sinn drukku sumir þessara skáksambandsmanna kaffi í Hveragerði. Sétti þá að þeim mik- inn hlátur á eftir, er þeir urðu þess varir, að þeir höfðu setið í svokölluðu Lambhúsi. Þetta var eftir þann tíma, er þeir fóru að sjá í gegnum starfsaðferðir Guð- mundar og nú er þeim ekki hlátur f hug, þegar þeir játa að hafa langtímum saman verið blekktir sem lömb. Hér er um að ræða sömu menn, sem ásamt Bárði Jó- hannessyni má segja að hafi í raun bjargað fjármálum einvígis- ins., þar sem allir fjórir milljóna- samningar Guðmundar G. við bandaríska aðila hafa farið I vaskinn. Sjá sfðar. Af ofanskráðu er ljóst, að svonefndar vítur á undirritaðan eru nú orðnar mark- leysa ein, enda stöfuðu þær upp- haflega af röngum upplýsingum. LOKASVAR Kristján B. Þórarinsson skrifar um að ég hafi verið lausráðinn hjá Morgunblaðinu til að skrifa m'ð um bróður hans. Hið sanna er þetta: 1. Ég skrifaði ekki níð heldur sannleika. 2. Ég var ekki lausráðinn hjá nefndum aðila eða beðinn um neina af greinum mínum að því undanskildu, að ég var beðinn af blaðinu að hringja til Fischers, þegar hann lokaði sig inni í Gross- ingers og skellti á íslenska blaða- menn sem aðra. 3. Enga af greinum mínum í Morgunblaðinu um einvígið á þeim tíma sem Kristján mun eiga við fékk ég greidda svo ég muni. Einvfgið var mér hjartans mál, sem fram mun koma i bók minni. Ég fórnaði f björgun þess miklum tfma og fé. Og Morgunblaðið greiddi ekki eyri i sambandi við neina af Bandaríkjaferðum mín- um. Læt ég þar með svari mínu til Kristjáns B. Þórarinssonar lokið, en skrif hans gefa tilefni til nokk- urs framhalds. Einkum eru það orðin „lausréð" og „ljómi" sem stinga f augu. Það skyldi þó aldrei vera, að orðið lausréð eigi betur við í öðru samhengi þessa máls. A þeim tima, sem Guðmundi G. mun hafa fundist stafa fullmikill ljómi af nafni mínu í einvígismál- inu, m.a. af því, að mörgum hefir verið ljóst frá upphafi, að ég en ekki hann var potturinn og pann- an í að fá hingað einvígið, þá ritaði einn vina hans árásargrein á mig. Maður sá var Guðmundur Einarsson, formaður Sálarrann- sóknarfélags Islands. HANDLANGARAR Eftir upphaf einvígisins bauð sami Guðmundur Einarsson til mikillar veizlu, heima hjá sér. Boðnir voru keppendur, aðstoðar- menn og fjöldi fólks sem var hér í sambandi við heimsmeistaraein- vígið. Þótt keppendur mættu ekki, fór veizlan að sögn allvel fram, enda dýrar veigar á boðstól- um. Sumir skáksambandsmanna mættu þó ekki í mótmælaskyni, þar sem þau fáheyrðu tíðindi gerðust, að Guðmundur G. fékk þvf framgengt, að veizla þessi á nafni prfvatmanns var að miklu leyti kostuð af Skáksambandi Is- lands! Þá er það alkunna meðal skák- manna, að einn af albræðrum Guðmundar G. sem hafa mun milljónatekjur af einvíginu vegna sérréttinda sem hann fékk hjá Skáksambandi Islands og af ýmsum öðrum ástæðum hefir ritað heiftarlégt níð um undirrit- aðan í málgagni sinu Skákritinu. I Einvígisriti hans, var þess hins vegar gætt, að minnast aldrei á þann Islending, sem framar öðrum bjargaði einvfginu í höfn. Loks er það svo ljómi Guð- mundar sjálfs: Að margra dómi gildir sá ljómi einn í svona mál- um, sem eftir verður, þegar öll gögn málsins eru komin fram. Og þá framar öðru allar einvígisbæk- urnar sem út koma á íslenzku að ógleymdri hinni einu opinberu bók Skáksambands Islands um einvígishaldið, sem út kom, þótt hún væri prentuð á ensku. Mun ég siðar rita um bókina „Heims- meistaraeinvígið f réttu ljósi", sem að mínu viti ber algert rang- nefni og var jafnvel gagnrýnd harkalega af Skáksambandi Is- lands, þrátt fyrir hatramma mót- stöðu Guðmundar G. Hér verður hins vegar nokkuð rætt um opin- beru islensku einvigisbókina sem út kom í New York eftir einvígið og telja verður á ábyrgð forseta Skáksambands Islands, þar sem hann samdi einn um útgáfu hennar og bókin ber yfirtitilinn: Icelandic chess federation official commenotative program þ.e. Opinbert minningarrit Skáksam- bands íslands. SLÚÐURBÖKIN Þegar ljóst varð á tímum einvig- isins, að ýmsar fjármálahug- myndir Guðmundar G. höfðu farið í vaskinn, lét hann itrekað hafa eftir sér í fjölmiðlum, að sterkar líkur væru á, að bók sú, sem hann hugðist gefa út í Banda- ríkjunum á vegum Skáksambands Islands myndi skila drjúgum hagnaði, sem riðið gæti bagga- muninn um fjárhagsafkomu ein- vigisins. Bókin, sem gefin var út í 125.000 eintökum hafði inni að halda langa níðgrein um Ro'bert Fischer, en það sem vakti mesta reiði Henry Kissingers og ann- arra ráðamanna vestra og átti þátt i að orsaka mótmælaskrif, m.a. til forsætisráðherra Islands voru ummæli tengd prestinum Willam ■Lombardy, sem er hinn mesti heiðursmaður. I þessu riti Guðmundar, sem eftir orðanna hljóðan á forsíðu ætti að vera minningarit um ein- vígið í hundrað ár og auðvitað helst gott sýnishorn af verkum hinnar miklu bókaþjóðar Islend- inga, er ritað sérstaklega um sal- ernisferðir Lombardys og berum orðum gefið í skyn, að Lombardy hafi staðið í að útvega smástúlkur fyrir Fischer. Um fjármál bókarinnar: Guð- mundur G. lét Skáksamband Is- lands leggja út 15.000 dollara, eða um 1,3 milljónir króna vegna út- gáfu bókarinnar. Samkvæmt orð- ræðum hans í fjölmiðlum áður, hefði fé þetta átt að vera komið tvöfalt eða þrefalt til baka. Þrátt fyrir fjölmargar ólíkar yfirlýs- ingar Guðmundar á ýmsum tímum, er enn í dag enginn eyrir kominn inn til Skáksambandsins af þessu útlagða fé, hvað þá heldur ágóði. Margir deila því áliti ýmissa er til þekkja, að út- lagður kostnaður af nefndri bók, muni aldrei fást allur inn, ef þá nokkuð kemur, þrátt fyrir að svo virðist, sem óhróður þessi hafi selst vel í Bandarikjunum, af því að útlit bókarinnar á kápu var villandi — var gott. Hins vegar hefir Guðmundur sjálfur upplýst á skáksambandsfundi, að einn af albræðrum hans, Jóhann Þórir Jónsson, muni fá ákveðna centa- tölu af hverju seldu eintaki bók- arinnar, þegar komið er upp fyrir ákveðna sölutölu. Undirrituðum er ekki kunnugt um hve mikið Jóhann eða lögfræðingur hans, Sigurður Gissurarson, hafa þegar fengið í hendur af þessu fé. Nefnda þóknun fær Jóhann Þórir, af þvf að hann, eins og einnig Chester Fox, átti þátt í stuldi skákskýringa frá Gligoric í bókina. FJARMALIN Það er raunar ekkert einsdæmi, að fjármálasamningar Guð- mundar G. Þórarinssonar í Bandaríkjunum fari í vaskinn. Hann gerði alls fjóra samninga við bandaríska aðilja út af einvíg- inu. Það voru allt milljónasamn- ingar — um kvikmyndun, ljós- myndun, slúðurbókina og það, sem sumir telja að hafi á vissan hátt kostað Skáksamband íslands æruna — samning um fréttaein- okun til fyrirtækisins World Chess Network. Þrátt fyrir marga fallna gjald- daga f flestum þessara samninga hefir enginn þeirra staðist. Þrír hafa ekki skilað eyri, en sumir kostað stórfé. Aðeins einn — sá sem kostaði æruna, hefir skilað 5.000$, sem er aðeins brot af því fé, sem hann átti að gefa af sér. En komin er hörð krafa frá viðkomandi aðilja um, að nefndri upphæð verði skilað aftur. Það er í dag álit sumra af meðlimum Skáksambands Islands frá eiri- vígistímanum, -að viðkomandi muni að líkindum takast að ná þessu fé aftur af skáksamband- inu, af ástæðum, sem ekki er rúm til að rekja hér. Þá hefir borist krafa frá banda- rískum aðilja um lögfræðikostnað að upphæð 5.000 dollarar. FJARVERA FISCHERS I grein minni Landkynning, sem birtist í Morgunblaðinu 3. janúar i ár, kom fram að Róbert Fischer var ákaf lega sár, þegar ég síðastur Islendinga hitti hann í Los Angeles í árslok 1972. Var það vegna þeirrar rýtingsstungu i bakið, sem slúðurbók Guðmundar á Bandarikjamarkaði verkaði gagnvart Fischer. Tel égvafalítið, að hér sé komin skýringin á, að Fischer kom ekki til Islands í sumar. Einnig er sennilegt, að sú staðreynd, hve Fischer dró sig lengi í hlé frá umheiminum eftir einvígið, sé sumpart út af þessum sama rýtingi. Þess ber að gæta, að Fischer var varnarlaus gagnvart þessum skrifum, af þvf að þau voru á nafni og ábyrgð Skáksam- bands íslands. Þau viðkvæmu tengsl milli Islands og Bandaiikj- anna, sem eru hinum frjálsa heimi nær Iífsnauðsyn, hefðu getað beðið of mikinn hnekki, ef lögfræðingar Fischers hefðu ekki hætt við þá ráðagerð að höfða mál gegn Skáksambandi Islands út af bókinni. Látum við hér staðar numið um ljóma þann, fjármálalegan, bók- menntalegan eða annan, sem sumir handlangarar forseta Skák- sambands tslands munu enn telja, að af honum stafi, því ann- ars gæti fölva slegið á, að lokum. 31. október 1973, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 'u y. ,* * *•• *•*»!- •* - Sýnishorn af munum, sem verða á basarnum. KVENNADEILD Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður með sinn árlega basar í Lindarbæ, Lindagötu 9, á morgun, sunnu- dag. Húsið verður opnað kl. 2 e.h. — A boðstólum verður falleg handavinna, matvara, kök- ur, lukkupakkar o.fl. Allur ágóð- inn rennur nú sem enda- nær til Æfingarstöðvarinnar að Háaleitisbraut 13 og starfseminnar f Reykjadal. Nýlega gaf kvennadeildin Æfingarstöðinni 8 sjúkrabekki af fullkomustu gerð, en er nú að styrkja stúlku til náms erlendis i iðjuþjálfun. Áður hafði önnur stúlka verið styrkt til náms í sjúkraþjálfun. Einnig hefur félagið gefið ýmiss konar húsbún- að til starfseminnar í Reykjadal. Aðsókn að basar félagsins hefur ætíð verið mjög mikil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.