Morgunblaðið - 03.11.1973, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973
13
Siguröur B. Gröndal
sjötugur í dag
VINUR minn Sigurður Guð-
mundur Benediktsson Gröndal
er sjötugur í dag, laugardaginn 3.
nóvember. Vegna atvinnu minnar
verð ég fjarverandi, og get því
miður ekki þrýst hönd hans á
þessum degi, en í stað þess ætla
ég að rita nokkrar línur til hans.
Starfssaga hans er það viðburða
rík, að ég kemst i vanda með að
velja, hvar eða á hverju byrja
skal. Hann fæddist á Ólafsvík, var
sonur hjónanna Sigurlaugar Guð-
mundsdóttur og Benedikts Grön-
dal Þorvaldssonar skólastjóra á
Ölafsvík og siðar bæjarfógeta-
skrifara í Rvk.
Sigurður B. Gröndal lærði gos-
drykkja- og aldinsafagerð i
Reykjavik, var um hríð bæjar-
póstur og verzlunarmaður í
Reykjavík. Hann gerðist árið 1925
meðeigandi í gosdrykkjaverk-
smiðjunni KALDÁ, en árið 1927
seldi hann og félagar hans verk-
smiðjuna fyrirtækinu NÓA h/f,
og vann hann við ýms störf til
ársins 1932, en það ár gerðist
hann yfirframleiðslumaður á
Hótel Borg, en áður hafði hann
stundað námíframreiðsluáHótel
Island. A Hótel Borg starfaði Sig-
urður til ársins 1943 um vorið, en
þá hóf hann störf á Hótel Valhöll
á Þingvöllum, og vann hann þar á
hveriu sumri bar til fvrir rúmum
tíu árum, og var hann lengst af
hótelstjóri. A vetrum vann hann
lengst af á ýmsum veitingastöð-
um í Rvík, þar til hann hóf störf
við Matsveina- og veitingaþjóna-
skólann, sem nú heitir Hótel- og
veitingaþjónaskóli Islands. Fyrst
í stað rak Sigurður mötuneyti í
húsakynnum skólans, ýmist
sjálfur, eða á vegum skólanefndar
skólans, en þegar skólinn tók til
starfa árið 1955 var Sigurður
Gröndal skipaður yfirkennari
skólans. og jafnframt aðalfram-
reiðslukennari. Þegar skólastjór-
inn, Tryggvi Þorfinnss., féll frá i
blóma lífsins, var Sigurður Grön-
dal settur skólastjóri um skeið.
Áður en skólinn tók til starfa, eða
siðast á árinu 1949 skipaði þáver-
andi samgönguráðherra Sigurð
sem formann skólanefndar, og sat
hann í skólanefnd til ársins 1958.
Sigurður hefur mikið látið félags-
mál stéttar sinnar til sín taka,
hann var i stjórn innan samtaka
matreiðslu- og framreiðslumanna
í 10 ár, þar af formaður i 5 ár.
Hann var fyrst kosinn formaður
árið 1933. Hann var lengi for-
maður prófnefndar i framreiðslu-
iðn. Hann hefur mikið ritað í blöð
og tímarit um hin óskyldustu mál-
efni. I félagsmálastarfi sínu var
hann röggsamur, tillögugóður og
fylginn sér. Sem prófnefndar-
maður og siðar kennari og skóla-
stjóri hefur hann verið strangur,
en hollur ráðgjafi þeim mörgu
sem til hans hafa leitað.
Eins og ég sagði áðan var Sig-
urður Gröndal skipaður fyrsti for-
maður skólanefndar Matsveina-
og veitingaþjónaskólans, og í 13
ár átti ég sæti i þessari skóla-
nefnd. Sigurði hefur verið það
mikið áhugamál, að skólinn gæti á
sem fyllsta hátt rækt það hlut-
verk sitt að mennta sem færasta
menn í þessum starfsgr. Tala
ég þar fyrir hönd okkar allra,
sem nálægt þessum málum hafa
komið. Það var gifta skólans, að
hann skyldi fá að njóta hinna
ágætu starfskrafta Sigurðar B.
Gröndals, allt frá fyrstu tíð, þar
til nú á þessu ári, að hann hættir
störf um fyrir aldurs sakir.
Við Sigurður Gröndal kynnt-
umst fyrir þremur áratugum, og
höfum við mikið starfað saman að
félagsmálum. Við þessi timamót
ermérbæðiljúftogskyltað þakka
Sigurði B. Gröndal samstarfið.
Þegar við kynntumst fyrst, voru
til tvö stéttarfélög fyrir þessar
starfsgreinar, og þannig var það í
níu ár. Félagar I báðum þessum
félögum fólu mér og Sigurði B.
Gröndal að vinna að sameiningu
þessara tveggja félaga, og okkur
tókst það þannig, að Samband
matreiðslu- og framreiðslumanna
var stofnað 16. janúar 1950.
Sem vott þakklætis og virðingar
fyrir störf sín að félagsmálum var
Sigurður B. Gröndal á árinu 1964
gerður að heiðursfélaga í Félagi
framreiðslumanna; var hann sá
fyrsti, er þann sóma hlaut. Efast
ekki nokkur um, að hann var vel
að því kominn.
Sigurður B. Gröndal giftist 15.
nóvember 1924 Mikkelínu Maríu
Sveinsdóttur Amasonar bónda og
búfræðings á Hvilft í önundar-
firði, síðar á Flateyri. Hafa þau
eignast sjö börn, sem öll eru á lffi
og uppkomin; þau eru: Benedikt
alþingismaður, kvæntur Heidi
Jeager. Sigurlaug, gift Arent
Claessen. Séra Halldór, prestur í
Grenásprestakalli í Reykjavik,
kvæntur Ingveldi Lúðvfksdóttur.
Ragnar sölumaður, kvæntur Ingu
Hjartardóttur. Þórir yfirsölu-
stjóli SlS I Ameríku, kvæntur
Erlu Ólafsson. Ragnheiður, gift
Birgi Þorgilssyni deildarstjóra
hjá Flugfélagi Islands. Gylfi rit-
stjóri Vikunnar, kvæntur Þór-
unni Tómasdóttur.
Ég hef hér að framan getið
framreiðslumannsins, hótelstjór-
ans, kennarans, skólastjórans og
félagsmálaleiðtogans Sigurðar
Guðmundar Benediktssonar
Gröndals, en ekki má í línum
þessum gleyma rithöfundinum.
Eftir Sieurð B. Gröndal hafa kom-
ið út þessar bækur: Glettur, ljóð,
1929; Bárujárn, smásögur, 1932;
Opnir gluggar, smásögur 1935;
Skriftir heiðingjans, ljóð 1938;
Svart vesti við kjólinn, smásögur
1945; Dansað I björtu, saga, 1947;
Eldvagninn, skáldsaga, 1949.
Þessi orð mín mun ég ekki hafa
öllu lengri. A þessum degi munu
margir samfagna þeim heiðurs-
hjónum frú Mikkelínu Maríu og
Sigurði B. Gröndal, svo og böm-
um þeirra, tengdabörnum og
barnabörnum. I hópi þeirra, sem
Flugdjörgunar
sveltln
óskar eftir
sölubörnum í dag,
laugard.
Komið í eftirtalda skóla kl.
13.00.
Reykjavík:
Álftamýrarskóla
Árbæjarskóla
Austurbæjarskóla
Breiðagerðisskóla
Breiðholtsskóla
Fellaskóla
Langholtsskóla
Laugarnesskóla
Melaskóla
Vogaskóla
Kópavogur:
Kársnesskóla
Digranesskóla
Hafnarfjörður:
Öldutúnsskóla
Söluverðlaun
eftir fyrstu 1 5 seld merki.
þrýsta hönd þeirra i dag, til að
óska allra heiila og þakka liðin ár,
hefði ég sannarlega óskað eftir að
vera. En eins og ég gat um í
upphafi, á ég þess ekki kost, þar
sem ég verð staddur í fjarlægum
landshluta. En úr fjarlægðinni
sendi ég mínar innilegustu heilla-
og hamingjuóskir að Flókagötu 58
i Reykjavík.
Framhald af bls. 8.
fær sér hressingu i fallegu um-
hverfi með suðrænum gróðri. Inn-
réttingar allar eru þar sérkenni-
legar og segja má, að allt sé þar til
sóma, bæði innanhéraðsmönnum
og landinu, því flest erlent ferða-
fólk sækir þennan stað heim.
Gróðurhúsamenn hér í borg
hafa, að því er mér er tjáð, lagt
mesta áherzlu á blómasölu, þvi
hitakostnaður er of mikill til þess
að reka hér sams konar fyrirtæki
og gert er í Hveragerði, en þeir
telja, að það myndi opna nýjar
leiðir, nýja möguleika, ef þessi
hitakostnaður iækkaði verulega,
eða til samræmis við það, sem
gerist í Hveragerði. Gaman væri,
ef þeir borgarbúar, sem ekki eiga
bifreiðir, gætu líka komist í snert-
ingu við slíka menningarstöð í
hjarta borgarinnar.
Oft hefur verið á það minnst og
um það skrifað, að nýta mætti og
nýta ætti heita vatnið betur en
hingað til hefur verið gert, t.d. að
byggja yfir útivistarsvæði sund-
lauga borgarinnar, hafa þarraun-
verulegt baðstrandarandrúmsloft
og veitingar. Þeir Islendingar,
sem ferðast erlendis og koma á
slíka staði og kynnast af eigin
raun þeim lífsgæðum, sem hiti og
þægindi veita, ásamt aðgengilegri
þjónustu á öllum sviðum, telja
ávallt sjálfsagt, að slíkir staðir
séu til, en þegar gera á sama
heima fyrir, eru svo mörg ljón á
veginum, að áhugasamir ungir
menn með djarfar hugmyndir
missa móðinn og gefast upp eða
biðin eftir samstarfi og skilningi
þeirra, sem málum ráða, reynist
svo löng, að þessir ungu menn
telja sig á orðna of gamla til
þess að ryðja nýjum hugmyndum
braut, þegar svör berast.
Við, sem erum kjörnir fulltrúar
f borgarstjórn Reykjavíkur, erum
ef til vill ekki reiðubúnir til þess
að samþykkja tillögur, sem opna
ungum mönnum nýjar leiðir, þvi
ávallt má búast við því, að aðrir
aðiljar komi til skjalanna og
heimti sömu fyrirgreiðslur, eins
og umsögn stjórnar Veitustofn-
ananna ber með sér. Þar kemur
fram, að ef gróðurhús fái hita-
Sigurður B. Gröndal: Þér eru
hér með færðar innilegustu þakk-
ir fyrir störf þín til heilla stéttum
okkar og þjóðfélagi. Þökk þér
fyrir heilladrjúgt samstarf að
sameiginlegum áhugamálum um
langan tfma.
Lifðu heill sem lengst heiðurs-
maður.
Böðvar Steinþórsson.
gjaldið lækkað, þá verði að
athuga samtímis með lækkun á
heitu vatni til iðnaðar í borginni
almennt. Þetta eru tvö óskyld
mál, og lit ég svo á, að ekki eigi að
ræða þau samtimis. En mér er
það ljóst, að borgarfulltrúar
framtíðarinnar munu skilja betur
og betur þörfina fyrir aukinni
fjölbreytni í borgarlífinu og
fegrun mannlífsins á fleiri
sviðum en nú er unnið að, og
verða þá áreiðanlega uppi margar
tillögur um notkun á ódýru heitu
vatni. Þá má einnig hugsa sér, að
Hitaveita Reykjavíkur sjálf geri
nú á sinn kostnað eitthvað, sem
sýnt gæti möguleika heita vatns-
ins til annars en húsahitunar eða
til sundlauga. Reykjavfk fékk
nafn sitt frá gufu heita vatnsins,
líklega úr Laugardalnum, og
finnst mér ekki óeðlilegt, að
borgarstjórn reisi myndarlegan
gosbrunn með heitu vatni, þar
sem gufan stigur hátt til lofts og
minnir á nafngiftina, væri það
verðug afmælisgjöf borgarbúa til
heimabyggðar okkar og fæðingar-
staðar flestra okkar, á afmælisár-
inu, sem óðum nálgast. Slíkur gos-
brunnur væri einstakur i veröld-
inni og vekti tvímælalaust mikla
athygli um heim allan.
Hugmyndirnar fæðast ört, sér-
staklega hjá ungu og djörfu fólki,
vandi okkar er að fylgjast með
timanum og skilja þetta unga
fólk, taka undir með því, hjálpa
því til að framkvæma djarfar hug-
myndir. Þetta er fólkið, sem bygg-
ir borgina og landið eftir okkar
dag.
Því legg ég til, að við gerum
þessu unga fólki, sem nú leitar til
okkar í von um góðan skilning á
þörfum þess fyrir stórlækkuðu
verði á heitu vatni, góð skil, og
sjáum svo til, hvort ekki ris hér
gróðurhús í náinni framtíð, sam-
bærilegt við það, sem svo myndar-
lega hefur byggstf Hveragerði.
Sigurjón Pétursson (K): Þessi
tillaga Alberts er með nokkru
öðru sniði en fyrri tillaga hans
um svipað efni í borgarráði, þar
sem aðeins var fjallað um umsókn
Vandad bordstofusett
til sölu borð og 6 stólar. Stór skeinkur, lítill skápur, og 6
hansahillur í horn. Upplýsingar í síma 31 165.
Ný hárgreldslustofa
óskar eftir að ráða sveina og nema. Uppl. í síma 1 2274,
milli kl. 1 og 6.
Borgarnes
Húseignin Kveldúlfsgata 2 — íbúðarhús 2 X 145 ferm
--er til sölu ef viðunandi tilboð fæst.
Bjarni Jóhannesson, Sími 93-722.
— Aldingarðar
eins ákveðins gróðurhúss í borg-
inni. Þessari tillögu tel ég rétt að
vísa til stjórnar veitustofnana.
Kristján' Friðriksson (F): Eg
hefi oft bent á, að nauðsynlegt er,
að sérstök gjaldskrá gildi um sölu
á heitu vatni til fyrirtækja, sem
að mestu eða öllu leyti byggja
tilveru sína á heita vatninu. Ég
mæli þvi með að vísa tillögunni til
veitustofnananna.
Birgir Isleifur Gunnarsson
borgarstjóri sagði, að veitustofn-
anirnar ynnu að endurskoðun á
gjaldskrám sínum, en ekki væri
unnið að þvi innan þeirra að gera
sér taxta fyrir gróðurhús. Sjálf-
sagt væri því að samþykkja til-
lögu Alberts eins og hún lægi
fyrir.
Tillaga Alberts Guðmundssonar
var að svo búnu samþykkt með 9
samhljóða atkvæðum.
vetrarsKór
Karlmanna
og drengla
stærðir 35 — 45
Loðfóðruð með rennilás.
Litur: dökkbrúnt.
Efni: Cherrox
Kvenstlgvél
með rennilás.
Litur: svart og brúnt.
Loðfóðruð
Kvenkuldastlgvél
efni: Cherrox.
Litur: svart og brúnt
Póstsendum.
Skóverzlun Péturs
Andréssonar,
Laugavegi 1 7, og
Framnesvegi 2,
sími 1 7345.