Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
266. tbl. 60. árg.
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973
Prentsmiðja Morgunblaðsins
IRA
GEGN
SAM-
STEYPU
STJÓRN
Belfast.23. nóv.,NTB.
IRA- eða hinn ólöglegi írski IýS-
veldisher, hafnaði í morgun
fyrirætlunum um myndun sam-
steypustjórnar með fulltrúum
mótmælenda með meirihluta
þeirra síðarnefndu. Samsteypu-
stjórnin er „brezk framleiðsla“
og dæmd til að verða að engu,
sagði í tilkynningu, sem send var
út í Dublin í morgun. Sagði þar
einnig, að IRA myndi skipuleggja
og leiða Norður-Ira í baráttunni
gegn Bretlandi, „sem hefur nú á
þennan hátt reynt að herða tökin
á landi okkar“.
Það var Norðurírlandsmálaráð-
herrann William Whitelaw, sem
kunngerði þetta í neðri deild
þingsins í gær og sagði, að stjórn-
málaforingjar f Belfast hefðu orð-
ið sammála um þetta, A fyrr-
verandi forsætisráðherra, Brian
Faulkner, að vera fyrir þessari
nýju stjórn.
Mohammed Heikal:
Áskorun til
Nóbelshafa
— um að skila aftur verðlaunum
Vfnarborg,23. nóv. AP.
SIMON Wiesenthal, sem hefur
getið sér mikið orð fyrir að hafa
uppi á stríðsglæpamönnum nas-
ista, þar á meðal Adolf Eichman,
hefur sent áskorun til Konrad
Lorenz prófessors um að hann
afsali sér Nóbelsverðlaunum f
eðlisfræði, sem hann fékk fyrir
skömmu. Wiesenthal sagði þetta f
bréfi til Lorenz og benti honum á,
að vfsindamaðurinn hefði í grein
árið 1940 látið í ljós skoðanir um
útrýmingu á óæðri kynstofnum
og augljóst hefði verið, við hvað
hann hefði átt, þar sem nasistar
hefðu notað slík orðatiltæki, þeg-
ar hvatt var til útrýmingar áGvð-
ingum.
Wiesenthal sagði í bréfi sínu, að
hann hvetti Lorenz til að afsala
sér verðlaununum og sýna þar
með, að hann hefðí ekki lengur
þessar skoðanir. Wiesenthal sendi
afrit af bréfinu til Nóbelsnefndar
sænska þingsins.
Fréttaritari AP í Vínarborg
reyndi að hafa samband við Lor-
enz til að fá svör hans, en varsagt,
að hann væri staddur í Vestur-
Þýzkalandi.
9 stiga frost
I gærmorgun, þegar Reykvík-
ingar risu úr rekkju var nfu
stiga frost í borginni. Sfðan dró
úr því, þegar á daginn leið og
var um 6 stig i gærkvöldi.
Veðurfræðingar spá, að frost
herði á ný um helgina. Ljósm.
Mbl. ÖI.K.Mag.
Arabaríkin sameinist um að
útvega sér kjarnorkuvopn
Kairó, 23. nóvember, AP.
MOHAMMED Heikal, hinn
áhrifamikli og virti ritstjóri
blaðsins AI Ahram, sem er hálf-
opinbert málgagn egypzku stjórn-
arinnar, hvatti f dag til þess, að
Arabaríkin sameinuðust um að
afla sér kjarnorkuvopna og upp-
lýsti, að þegar hefðu verið gerðar
þrjár misheppnaðar tilraunir til
þess. Hann kvaðst hafa áreiðan-
legar heimildir fyrir þvf, að ísra-
elar ættu a.m.k. þrjár kjarnorku-
sprengjur.
Heikal sagði, að á hættustund
gætu Arabar e.t.v. fengið kjarn-
Enginn árangur
r
Israela og Egypta
Tel Aviv og Kairó, 23. nóv., AP.
NTB.
FULLTRÚAR ísraela og Egypta
komu enn saman til fundar á
þjóðveginum milli Súez og Kairó
f dag, og segjast báðir aðilar hafa
lagt fram nýjar tillögur um brott-
flutning herja. Moshe Dayan
varnarmálaráðherra ísraels sagði
í Tel Aviv, að enginn umtalsverð-
ur árangur hefði náðst.
Abba Eban utanríkisráðherra
kom i dag úr heimsókn til Banda-
ríkjanna. Þar ræddi hann m.a. við
Henry Kissinger og kvaðst Eban
hafa sagt honum, að það væri
hreint ekki víst, að ísraelar gætu
gert neina samninga um vopnahlé
og friðarviðræður, sem Banda-
ríkjamenn vilja að fari fram í
desember, því að kosningaryrðu í
Israel þann 31. desember n.k.
orkuvopn frá Sovétríkjunum eða
Kfna, en ef því yrði neitað yrði að
taka málið fyrir á fyrirhugaðri
ráðstefnu leiðtoga Arabaríkj-
anna. Hann lagði til, að sett yrði á
fót nefnd með fulltrúum allra Ar-
abaríkjanna og yrði hlutverk
hennar það eitt að útvega þeim
kjarnorkuvopn. Hann lagði til, að
til þessa yrði varið milli 250 og
770 milljón dollurum.
Iíeikal sagðí, að Nasser heitinn
hefði fyrst gert tilraun til að út-
vega Egyptum kjarnorkuvopn, en
kostnaðurinn hefði verið of mik-
ill. Ekki tókst honum heldur að fá
kjarnorkuvopn frá Kfna, þegar
það var reynt árið 1967, árið, sem
sex dagastríðið var háð. Arið 1970
reyndi Muammar Gaddafi leiðtogi
Libýu svo að kaupa kjarnorku-
sprengjur, en komst að því, að
þær voru ekki til sölu, sagði Heik-
al. Hann skýrði ekki frá því, hvað-
Vilja ekki
fangaskipti
Damaskus,23. nóvember. AP.
SÝRLENZKA stjórnin harð-
neitaði í dag að flýta stríðsfanga-
skiptum viðlsrael. 1 orðsendingu,
sem hún gaf út um þetta mál, var
ennfremur látið að þvf liggja, að
svo kynni að fara, að Sýrland sæti
ekki fyrirhugaða ráðstefnu um
frið f Miðausturlöndum. Sagt var
að ekki yrði hugsað um nein
fangaskipti nema í sambandi við
áætlun um, að Israelar skili aftur
öllum þeim landsvæðum, sem
þeir hertóku 1967.
an Gaddafi hefði reynt að fá
sprengjur.
Heikal kvaðst hafa bandarískar
heimildir fyrir þvi, að Israelar
ættu kjarnorkusprengjur. Á
sjötta degi síðasta stríðs hefði það
komið til umræðu á kvöldverðar-
fundi, sem setinn var m.a. af ein-
um af ráðherrum Nixons og þing-
manni, sem á sæti í hermálanefnd
Bandaríkjaþings.
— Þingmaðurinn sagði við ráð-
herrann: — Ég er hræddur um,
að fólkið í Tel Aviv missi kjark-
inn og noti eina af kjarnorku-
sprengjunum þrem, sem það á, til
að reka Arabana af höndum sér.
Mér er sama, hvað verður um
Arabana, en ég er hræddur um,
að hvers konar kjarnorkuspreng-
ing gæti haft hræðilegar afleið-
ingar.
1000
deyja
daglega
París, 23. növ., AP.
FRANSKUR vísindamaður,
Pierre Boiteau að nafni, sem
starfar hjá Frönsku visinda-
og rannsóknastofnuninni befur
skýrt frá því, að um eitt þús-
und manns deyi á degi hverj-
um vegna næringarskorts á
svæðum suður af Sahara og
sömuleiöis f mjög hrjóstrug-
um héruðum í Eþíópíu. F'lutt
voru um 600 þúsund tonn af
korni á árinu til þessara lands-
hluta, en það dugir hvcrgi og
þarf að auka magnið um 900
þúsund tonn á næsta ári, ef
einhver árangur á að nást. að
því er vísindamaðurinn sagði.
Boiteau skýrði frá þessu á
fundi Vináttusamtaka Frakk-
iands og Afríkuríkja. Hann
hvatti einnig óspart til aö iðnað
arríkin hlvpu undir bagga og
sagði, að ef Afríkavrði að eyði-
mörk væri hætta á því. að það
hefði stórkostleg áhrif á aðrar
álfur með hinum hrikalegustu
af leiðingum.
Olíumálið:
Æ fleiri ríki gera
sérráðstafanir
London Bonn, Kaupmanna-
höfn,
Paris 23: nóv., AP — NTB.
ÁSTANDIÐ í olfumálum hefur
versnað skjótar en búizt hafði
verið við fyrir viku og æ fleiri
Evrópulönd hafa nú sett ákveðn-
ar sparnaðarreglur um olíu- og
benzínnotkun. Á ítalíu hefur
sunnudagsakstur verið bannaður
nema í neyðartilvikum og bensín-
stöðvar eru lokaöar. I Belgfu hafa
ýmsar frekari sparnaðarráðstaf-
anir verið gerðar í viðbót við þær,
sem komnarvoru.
I Vestur-Þýzkalandi hefur verið
ákveðið að gera einnig víðtækari
ráðstafanir, og samgönguráð-
herra landsins sagði á blaða-
mannafundi I dag, að settar yrðu
hraðatakmarkanir og gripið til
ýmissa annarra ráða, til dæmis
verður nú tekið harðar á því, ef
ökumenn aka undir áhrifum víns.
A hraðbrautum verður hámarks-
hraði lækkaður í eitt hundrað km
og á öðrum vegum I áttatíu kiló-
metra. Margt annað er í bfgerð til
að spara bensin og sömuleiðis eru
borgarar hvattir til að spara húsa-
olíu, eins og viða annars staðar.
Brezka stjórnin ásakaði i dag
alþjóðaolíufélög fyrir, hvernig
komið væri og sagði, að þeirra
væri sökin frekar en Arabarikj-
anna, þar sem þau hefðu skert
oliuflutninga til Bretlands.
A fundi með fréttamönnum i
Kaupmannahöfn sagði olíumála-
ráðherra Saudi-Arabíu, Ahmed
Zaki Yamani, að Arabaríkin gætu
sem hægast dregið úr framleiðslu
sinni um 80%, ef þeim sýndist
svo. Yamin hefur átt viðræður við
K.B. Andersen utanríkisráðherra,
en hann var í forsæti fulltrua frá
EBE-löndum í gær, þar sem rædd-
ar voru hugsanlegar aðgerðir
Arabarikjanna í olíumálum.
Frá Frakklandi berast þær
Framhald ábls. 18