Morgunblaðið - 24.11.1973, Side 7

Morgunblaðið - 24.11.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NOVEMBER 1973 7 Sadat stendur einn EFTIR IRENE BEESON TTl^Pf V>--v - v / THE OBSERVER Sadat og Kissinger ræðast viS í Kafró, ÞETTA var dýrðarstund í lífi Anwars Sadats forseta. Mikill mannfjöldi hyllti hann með hrópum og köllum, er hann ók um Kaíró til að ávarpa þjöðþingið við opnun þess. Það gerðist 16. október, 10 dögum eftir að eg.vpzki forsetinn hefði heimilað hernum að ráðast vfir Su ezskurð. Þessi mynd minnti helzt á það, þegar Gamal Abdel Nasser var á hátindi vinsælda sinna. Þó var þar um grundvallarmismun að ræða. Nasser, þessi ungi b.vltingarsinnaði leiðtogi, hafði verið hylltur og virtur alla tíð frá því hann tók við völdum í Egypta- landi. A fyrstu þremur forsetaár- um sfnum hafði Sadat hvorki ver- ið hylltur né dáður, jafnvel ekki virtur. Egypzka þjóðin sneri við honum baki vegna þess, að hann virtist ófær um að efna loforð sitt um að hefja „frelsisstríðið". Þegar hann svo skvndilega varð við sffelldum kröfum þjóðarinn- ar, allt frá árinu 1967, um að fá að berjast til að endurheimta virð- ingu sína og landsins, varð hann þjöðhetja. Þegar Sadat samþykkti vopna- hlé 22. október batt hann ekki eingöngu enda á bardagana, held- ur einnig á þá þjóðareiningu, sem hann hafði sjálfur vakið. Seinni ákvarðanir hans — óskýranleg al- úð hans í garð Bandaríkjanna og skyndileg endurupptaka stjórn- málasambands við Washington; einhliða ákvörðun hans um að undirrita vopnahlé við israel sam- kvæmt bandariskri forskrift — vörpuðu ljósi á veikleika þessa nýja dýrðarljóma, sem lék um Sadat. Öánægjualda reið yfir landið. Nú var tími til að berjast, ekki sýna óvininum undanláts- semi, sagði almennigsálitið. Spennan jiikst áþreifanlega 9. nóvember, þegar birting sex liða samkomulagsins staðfesti grun- inn um, að rikisstjórnin hefði blekkt þjóðina með því að neita því stöðugt, að Súezborg og þriðji herinn egypzki væru einangruð bak við umsátur Israela. Breytt- istspennan í ákafa reiði, þeg- ar fulltrúar ísraela komu saman við „Kilometre 101“, vega- merkið við þjóðveginn frá Kafró, til samningaviðræðna — ekki svo ýkjafjarri úthverfum höfuð- borgarinnar. í opinberum fréttum hafði jafnan verið gert lítið úr sókn israela inn í Egypta- land, og Sadat sjálfur lýst þvf vfir að þar væri aðeins um smá- vægilegar aðgerðir að ræða og auðvelt að hrekja herlið israels á brott. Fréttir um fundina við Kilometre 101 voru fyrsta stað- festingin, sem Egyptar fengu á því, hve vel israelum hafði orðið ágengt Eg>T)talandsmengin við Súezskurðinn og á því. hve rangar upplýsingar stjórnin hafði gefið um gang styrjaldarinnar. Iietjan Sadat riðar til falls. Völd hans hanga nú i bláþræði, þjóðin vill gefa honum tækifæri til að reyna að leysa málin á sómasamlegan hátt. Ströng ritsköðun í Egyptalandi kemur í veg fyrir, að gagnrýni á stjórnina birtist i fjölmiðlum, en í öðrum Arabaríkjum hafa komið fram grunsemdir og vantraust í garð Sadats, og skýrt hefur verið frá ört minnkandi vinsældum hans heima fyrir. Mörg blöð Araba hafa gagnrýnt Sadat fyrir að hafa, eins og blað eitt í Kuwait orðar það; „Hvað eftir annað átt forgöngu um að bæta samskiptin við Bandaríkin f nafni allra Araba, á meðan Bandaríkin halda áfram að gefa israelum vopn, en Aröbum aðeins loforð." Iieilu borgarhverfin i Beirut eru þakin veggspjöldum með myndum af Nasser heitnum for- seta og vígorðum hans: „Enga uppgjöf, enga samninga, enga viðurkenningu (á ísrael)." „Einnig hafa flokkar vinstri manna og kommúnista í Araba- ríkjunum efnt til skyndifunda til „kynna sér síðustu þróun mála". Gaddafi ofursti, þjiiðhöfðingi í Lýbfu, fór flugleiðis til Damaskus og Bagdad, skömmu eftir vopna- hléi var komið á, og var þá sagður vera að reyna að sameina óánægjuöflin meðal Sýrlendinga, íraka og Palestínu-Araba til áframhaldandi baráttu. í opnu bréfi til Sadats gagnrýndi Gaddafi egvpzka forsætisráðherr- ann fyrir að taka einhliða ákvörð- un um að hætta bardögum. „Við börðumst til að endurheimta landsvæðin, sem hertekin voru 1967. og nú höfum við fallizt á vopnahlé án þess að frelsa þessi landsvæði,41 segir Gaddafi í bréfinu. Gaddafi hefur ásamt stjórn iraks ákveðið að mæta ekki til fyrirhugaðrar ráðstefnu Araba- leiðtoga i Algeirsborg. Segir hann, að hlutverk þjóðhöfðingja Arabarikjanna sé ekkert orðið. Hafi ísraelar ekki dregið her- sveitir sínar til baka að vopna- hléslínunni frá 22. október fyrir 26. þessa mánaðar — annaðhvort fyrir afskipti Bandaríkjanna eða aðgerðir af hálfu Egypta — breytist leiðtogaráðstefnan i Al- geirsborg í rannsóknardóm til að kanna aðdraganda Kilometre 101. Núna er það Feisal konungur Saudi-Arabíu, sem er áhrifamesti leiðtogi Arabaog getur hann ef til vill komið því til leiðar með oliu- auði sínum, sem öðrum leið- togum Araba tökst ekki að ná með vopnavaldi. Feisal hefur einnig beitt utanríkismálum sem vopni til að fá Bandarfkin til að bre.vta stefnu sinni varðandi deilur Araba og ísraela. Saudi-Arabía hefur aldrei tekið upp stjórn- málasamband við Sovétríkin og er talin allra Arabarikja mest and- snúin kommúnisma. En Feisat notaði tímann meðan dr. Kissinger var í heimsókn hjá hon- um til að senda fyrstu hamingju- óskir sinar til stjórnar Sovétríkj- anna í tilefni byltingarafmæl- isins. Sagt er nú, að Saudi-Arabía og fleiri Arabaríkja séu að ihtiga að taka upp stjörnmálasamband við Sovétríkin. Sadat forseti stendur einn — við Kilometre 101. BÍLAVIÐGERÐIR Bílaverkstæðið Bjarg Bjargi við Dundlaugaveg, sími 38060. Tökum að okkur allar almennar bílaviðgerðir. Bílaverkst Bjarg Bjargi, s. 38060 PLYMOUTH DUSTER '72 Til sölu DUSTER 72 vel með farinn einkabill, ekinn 28 þús mil- ur, 6 cyl. bemskiptur. blár að lit. 2ja dyra. Upplýsingar í síma 23676 ÍBÚÐ ÓSKAST Háskólastúdent og sjúkraþjálfari óska eftir 2—3 herbergja íbúð sem fyrst, erum barnlaus Reglu- semi og skilvísum greiðslum heit- ið. Sími 1 4302 ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svínasulta. Úrvals- hákarl, sild og reyktur rauðmagi. Harðfiskur, bringukollar. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2. simi 35020 KVENFÉLAG ÓHÁÐA SAFNAÐARINS Basar félagsins verður laugardag 1 des. kl 2 í Kirkjubæ. LAND ROVER DIESIL 71 til sölu á hagstæðu verði Upp- lýsingar í sima 30131 SENDIBIFREIÐ — STÖÐVARPLÁSS Hanomag sendibifreið, árg 1967, 3,3 tonn til sölu Stöðvarpláss, gjaldmælir og talstöð fylgir Sími 83839 TOYOTA CARINA til sölu árg. '72. Ekinn 21 þús km. Útvarp, Stereo-segulband Bill i sérflokki Upplýsingar i síma 92-2341 í dag og á morgun. TILSÖLU ER MERZEDES BENS 1518 með framdrifi. Burðarmagn á palli 8 700 kg. Upplýsingar i síma 31217. FORD CORSAIR '64. Til sölu Ford Corsair '64 i góðu lagi og útliti. Litur rauður Verð 160 þús. Útb eftir samkomulagi * Uppl. í sima 23676 HALLÓ HALLÓ Ég er 21 árs sænskur piltur og vantar tilfinnanlega herbergi á leigu. Ef einhver gæti hjálpað mér, vinsamlegast hringið í sima 24950 Eftir kl. 5. 3JA HERB. góð kjallaraíbúð í Hliðunum til leigu í 6 mánuði Fyrirfram- greiðsla Tilboð merkt 6 mán. — 4706 sendist Mbl fyrir miðviku- dagskvöld ÍSLENZKAR MYNTIR: 1 eyrir — 5 — 10 -— 25 aurar og 2 krónur. Ca. 50 000 peningar. flestir „uncirculated" Sendið nafn yrðar til afgr. Mbl. fyrir 2. des. merkt ,.Góð fjár- festing — 3275" TILSÖLU NÝ Alveyler-spildæla 1700, 1308 lítra á mín. Vélaverkstæði J. Hinriksson, Skúlatúni 6, símar 23520, 26- 590, heimasími 35994. FISKIBÁTUR Til sölu 51 tonna bátur með 240 ha GM vél Báturinn var endur- byggður 1970 Hagstæð greiðslu- kjör. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Keflavík. Símar 92-1 263 og 92-2376. TIL SÖLU Caterpillar-vél uppgerð 100 hest- öfl, 1 550 snúninga á min Vélaverkstæði J. Hinriksson, Skúlatúni 6. simar 23520 26590. heimasími 35994. ÓSKA EFTIR 'T. |W o rmittblabib 3ja — 4ra herb íbúð í Keflavík eða Njarðvíkum Upplýsingar í síma 1 7927 eða’Keflavik. 2631 Villum taka á leigu verzlunarhúsnæði 50—100 fm í Breiðholti. Tilboð sendist Mbl. merkt ,,3276" Kiarvaismálverk frá 1932 stærð 53X68 cm Þeir sem hafa áhuga að kaupa þessa mynd sendi nöfn sín og simanúmer til afgr. Mbl. merkt „Þingvellir 32" fyrir næstkomandi mánaða- mót. Kúplings- dlsKar í flestar gerðir bifreiða fyrirliggjandi STORÐ H Ármúla 24. Sími 81430.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.