Morgunblaðið - 24.11.1973, Page 8

Morgunblaðið - 24.11.1973, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973 Thors svarar fyrir- formanns Kven- félags Breiðholts Ólafur B. spurnum Ilinn 9. október s.l. birti Morgunblaðið úrdrátt úr ræðu, sem Olafur B. Thors, borgarfull- trúi flutti í borgarstjórn Reykja- víkur, 4. október s.l. um fram- kvæmdir i Breiðhoiti. I framhaldi af frásögn Morgunblaðsinas af ræðu borgarfulltrúans bárust Lesendaþjónustu Morgunblaðsins fyrirspurnir frá Birnu G. Bjarn- leifsdóttur formanni Kvenfélags Breiðholts. Hér á eftir birtast þessar fyrirspurnir og svör Olafs B. Thors við þeim. Fyrirspyrjandi er beðinn velvirðingar á þvi, að nokkur dráttur hefur orðið á birt- ingu svaranna. í fyrsta lagi vegna þess, að fyrirspurnirnar kröfðust nokkurrar gagnasöfnunar og í öðru lagi vegna þrengsla hér í blaðanu. Ómálaður skóli? 1) í grein Ölafs B. Thors í Morgunblaðinu 9. okt. s.l. segir m.a.: „... að í Breiðholti I hafi verið lokið við skóla 1972.“ Spurning: Á skólinn þá að vera ómálaður bæði að innan og utan? Ef svo, hver er ástæðan? Svar Ólafs B. Thors: Frágangur hússins að því er málningu varð- ar, er samkvæmt ákvörðun arkitekta og var útboð verksins gert í samræmi við þá ákvörðun. nú liggja hins vegar fyrir óskir arkitekta um, að húsið verði mál- að að utan, og er áætlað, að fram- kvæma það verk næsta vor. Að því er varðar frekari innanhúss- málningu. er það mál í athugun, en verði af framkvæmdum á því sviði teljast þær til breytinga á þegarfullbyggðu húsi. Skólamál í Breiðholti 2) Ólafur B. Thors sagði sam- kvæmt Mbl. 9. okt.: „... að bæta þurfti færanlegum kennslustof- um við Breiðholtsskólann um sinn.“ Spurning: Hver var áætlaður nemendaf jöldi f Breiðholti I. þeg- ar Breiðholtsskóli var teiknaður? Ilver hefur hann verið í reynd og hver áætlaður næstu ár? Hvað er kjallari skólans stór, og til hvers var hann ætlaður, þegar skólinn var byggður? Hver var byggingar- kostnaður skólans? Svar Ólafs B. Thors: Þegar Breiðholtsskóli var teiknaður, lágu fyrir upplýsingar um, að fjöldi fbúða í Breiðholti I, full- byggðu, yrði 1298, eins og raun hefur orðið á. Þá var reiknað með rúmlega 4 íbúum á íbúð (meðaltal f borginni er nú um 3,5) eða 5000- 5500 manns. Samkvæmt nýjustu íbúaskrá borgarinnar eru nú 5465 fbúar í hverfinu. Meðalfjöldi í hverjum aldursflokki skólabarna í borginni er rétt innan við 2% af íbúafjölda. Breiðholtsskóli, sem og aðrir barna- og unglingaskólar, sem reistir eru, er miðaður við þetta og byggður fyrir fjórar bekkjardeildir f aldursflokki (eða 100—110 nemendur). Vitað var þó, að barnafjöldi í Breiðholti, eins og í öðrum ungum byggða- hverfum færi talsvert yfir þetta mark á vissu árabili, en tæki þó fijótlega að lækka. Þessu hámarki í nemendaf jölda er mætt með því að þrísetja í stofur yngri barn- anna, sem styttra dvelja f skóla dag hvern og/eða með notkun færanlegra kennslustofa. Bæði þessi úrræði eru notuð í Breið- holtsskóla eins og er. I Breiðholts- skóla eru nú alls 1435 nemendur f níu aldursflokkum eða 199 að meðaltali í aldursflokki. í þeirri tölu eru fáein börn úr Blesugróf, en samt er Ijóst, að barnafjöldi í Breiðholtshverfi er enn um 50% meiri en meðaltalið f borginni. Stærð Breiðholtsskóla er 25491 rúmmetri og kostaði bygging hans 138 milljónir króna. Stærð kjall- ara er um 400 fermetrar. Þar hafa skátar nokkurt húsnæði, eins og ráð var fyrir gert í upphafi. Enn- fremur eru þar geymslur skólans og búningsklefar og snyrting er fylgja leiksviði samkomusalar. Heilsugæzlustöð 3) Ólafur B. Thors sagði: „... að í Breiðholti I sé framkvæmdum á vegum byggingardeildar borgar- verkfra*ðings lokið nema unnið sé aðhönnun Heilsugæzlustöðvar." Spurning: Við hvað er átt? Að horgin ráðist ekki I fleiri fram- kvæmdir í Breiðholti I en heilsu- gæz.lustöð? Svar Olafs B. Thors: Byggingar- deild borgarverkfræðings hefur með höndum undirbúning og eft- irlit með húsabyggingum Reykja- víkurborgar. Samkvæmt skipu- lagi er ekki gert ráð fyrir fleiri byggingum, sem reistar verði á vegum borgarinnar í Breiðholti I utan heilsugæzlustöðvar í mjódd- inni. Leiksvæði 4) „... að f Breiðholti I sé lokið við sex Ieiksvæði og næstu ár verði unnið við tvö í viðbót.“ Spurning: Hver eru þessi sex leiksvæði og hver þessi tvö? Verð- ur byggður starfsvöllur í Breið- holti I, (sbr. beiðni Kvenfélags Breiðholts sl. 2 ár?) Hefur borgin kannað, hvort útbúa megi ódýrt skautasvell í Breiðholti I (sbr. beiðni Kvenfélags Breiðholts sl. 2 ár), Svar Ólafs B. Thors: Lokið er við eftirtalin leiksvæði: Gæzluvöll við Arnarbakka, opið leiksvæði við Arnarbakka, opið leiksvæði við Fremristekk, sparkvelli við Arnarbakka (2), sparkvöll við Álfabakka, körfuboltavöll við Arnarbakka, Á næsta ári (1974) er gert ráð fyrir, að unnið verði við eftirtalin svæði til viðbótar: Gæzluvöll við Leirubakka, starfs- völl við Eyjabakka eða Dverga- bakka. Eins og fram kemur í þess- ari upptalningu er á áætlun næsta árs bygging starfsvallar. Leik- vallanefnd hefur þegar samþykkt gerð þessa vallar, en borgarráð á eftir að fjalla um málið. Að því er varðar gerð skautasvells í Breíð- holti, hafa starfsmenn borgarinn- ar í samvinnú við áhugamenn, gert tílraunir til þess að búa til slfk svell, en þær tilraunir hafa ekki tekizt sem skyldi. Veruleg vandkvæði eru á því að dæla nægjanlegu vatni á jörð, þannig að það frjósi á þann hátt, að nota megi sem skautasvell. Þessum til- raunum er þó haldið áfram. i--------------------------- Lesendaþjónusta Morgunblaðsins Gangstígar 5) „... að f Breiðholti hafi mikið verið unnið viðgangstfga s.l. sum- ar“. Spurning: Telja borgaryfirvöld að gangandi íbúum Breiðholts I, sé tryggt nægjanlegt öryggi innan hverfis á Ieið í verzlanir og skóla? Hafa zebrabrautir á Arnarbakka verið lagðar niður? Telja borgar- yfirvöld æskilegt, að umferð gangandi fólks í hverfinu sé annaðhvort beint út á akbraut eða inn á svæði, sem verið er að rækta upp? Svar Ölafs B. Thors: Þótt veru- lega hafi verið unnið að gangstíg- um í Breiðholti s.l. sumar er þó gangstigakerfið ekki frágengið. Samkvæmt tillögu að gatna- gerðaráætlun frá borgarverk- fræðingi fyrir árið 1974 er gert ráð fyrir miklum framkvæmdum við gangstígakerfið innan hverfis- ins næsta ár. Að þeim fram- kvæmdum loknum ætti gangstíg- kerfið að vera fullnægjandi og veita nægilegt öryggi. Fyrirhugað var að setja malbikslag á Arnar- bakka nú í haust og þvi voru zebrabrautir ekki gerðar þar. Nú er ljóst, að ekki reynist unnt að leggja þetta lag, og því mun nú á næstunni gerð zebrabraut. Æski- legast er, að gangbrautarkerfið sé sem samfelldast og því óæslilegt, að umf erð gangandi fólks sé beint út á akbraut eða inn á ræktað svæði. Að því mun stefnt, að slik samfelldni náist í gatnakerfið. Ferðir SVR 6) „... að strætisvagnaleið nr. 12 muni fara fjórar ferðir á klst. eftir 1. nóv.“ Spurning: Hve margar ferðir á klst. mun leið II (Breiðholt I) fara eftir þann 1. nóv.? Hvers vegna hafa verið tíðari ferðir í Árbæjarhverfi en Breiðholt I? Hver hefur verið viðkomustaða- fjöldi þessara leiða hvorra fyrir sig. I fyrsta lagi frá Grensásstöð að hverfismörkum og í öðru lagi hringurinn í heild? Hvernig verð- ur þessu háttað eftir 1. nóv.? Svar Ölafs B. Thors: Eftir leiða- breytinguna, sem framkvæmd var fyrir skömmu verða á leið 11 farnar 3 ferðir á klst. Þrir vagnar annast ferðir í Árbæjarhverfi (leið 10) og þrír í Breiðholt I (leið 11). Vagnarnir á leið 10 ná því að fara fjórar ferðir á klst., en vagnarnir á leið 11 ná því ekki og fara þeir því þrjár ferðir á klst. Leiðin til Arbæjarhverfis er því fljótfarnari. Þegar þessi tilhögun komst á (1970) áttu SVR ekki völ á fleiri vögnum. Síðan hafa SVR eignazt nýja vagna, en jafnframt kom þörf fyrir nýja strætisvagna- leið í Breiðholt III, sem nú er leið 12. A þeirri leið voru farnar tvær leiðir á klst. en eru nú fjórar á klst. Leið 12 er lögð þannig, að hún liggur um Breiðholt I vestan- vert og veitir þvf þjónustu í því hverfi, sem margir íbúar nota sér. Leiðin kemur á þrjá viðkomustaði í Breiðholti I af þeim átta, sem þar eru. Hún kemur því ekki öll- um íbúum í hverfinu að jafn mik- lu gagni. Á hitt má líta, að göngu- leiðir frá húsum að viðkomustöð- um eru yfirleitt tiltölulega stuttar í Breiðholti I. Geta margir, sem búa inni í Arnarbakkahringnum haft gagn af auknum ferðamögu- leikum, sem leið 12 veitir. Til viðbótar leiðum 11 og 12 eru farn- ar sérstakar aukaferðir án við- komu milli Breiðholts og mið- bæjarins við upphaf og lok vinnu- tíma. Ferðir þessar eru farnar samkvæmt auglýstri tímaáætlun, tvær á morgnana og þrjár á eftir- miðdögum. í þeim er komið við á nær öllum viðkomustöðum í Breiðholti I og III. Tala viðkomustaða: Leið 10: Milli Grensársstöðvar og Árbæjarhverfis 5 I Árbæjarhverfi 4. Leið 11: Milli Grensásstöðvar og Breiðholts I 8. í Breiðholti I 8. Leið 12: Milli Grensásstöðvar og Breiðholts I 4 en voru áður 7. Í Breiðholti I 3, í Breiðholti III 5. Æskulýðsstarf 7) i fjölmiðlum undanfarið hefur verið greint frá væntan- legri aðstöðu Æskulýðsráðs Reykjavíkur í hinum ýmsu hverf- um borgarinnar. Þar hefur ekkert komið fram um aðstöðu fyrir tóm- stundastörf æskufólks I Breið- holti I. Spurning: Telja borgaryfirvöld aðstiiðuna f Breiðholti I þegar fullnægjandi? Ef ekki, hvað er ráðgert til að bæta hana? Svar Ólafs B. Thors: Aðstaða til almenns æskulýðs- og félagsstarfs í Breiðholti I er ófullnægjandi. Skátar eru tiltölulega vel settir með sérstakt húsnæði í kjallara skólans. KFUM er með aðflutt bráðabirgðahús f hverfinu, sem talið er nægja í nokkur ár og íþróttahús skólans er not- að af íþróttafélagi. Æsku- lýðsráð hefur haft mjög góða samvinnu við skólayfirvöld á staðnum, og haft opið hús í skóla- anddyrinu einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina og tvisvar í viku yfir sumarmánuðina s.l. l'A ár. Aðsókn að þessari starfsemi er nú slík, að til beinna vandræða horf- ir eða u.þ.b. 160 — 190 gestir á kvöldi, en hæfilegur hámarks- fjöldi er 100. Þarna eru þó með- taldir unglingar úr Breiðholti III og standa vonir til, að þeir geti komizt i athvarf í sínu hverfi síð- ar í vetur. Gerðar hafa verið ráð- stafanir til að skipta þessari starf- semi með því að fá einnig sam- komusal Breiðholtsskóla til afnota. Auk þessa starfa í Breið- holtsskóla 9 flokkar í tómstunda starfi á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Innan marka núver- andi hverfis í Breiðholti I, er þvf miður ekki svigrúm til áætlana um gerð félagsmiðstöðvar eftir þvf, sem skipulagsyfirvöld hafa upplýst. Forráðamenn æskulýðs- mála borgarinnar hafa átt fundi með hönnuðum skipulags hinnar svokölluðu „mjóddar" og þar er gert ráð fyrir rými fyrir félags- miðstöð, sem hefði 600 fermetra gólfflöt. Henni er ætlaður staður í fyrsta áfanga skipulags á svæð- inu. En að öðru leyti er ekki ákveðið, hvort um verði að ræða sérstaka byggingu húsnæðis I tengslum við aðra byggingu borg- arinnar eða sambyggt þjónustu- byggingum einkaaðila á svæðinu. Lögð verður rik áherzla á, að að- staða þessi verði eins nánum tengslum við byggðina í Breið- holti I og verða má. Tfmamörk með tilliti til ofanritaðs er lítið hægt að segja um að svo komnu máli. Iþróttastarf 8) Hve stór fþróttasvæði eru fyrirhuguð i Breiðholti I, II og III, hverju hverfi fyrir sig? Hvaða íþróttafélög fá aðstöðu í þessum hverfum hverju fyrir sig? Svar Ólafs B. Thors: Breiðholt I. Þar er ekki get ráð fyrir sér stöku íþróttasvæði. Við Breið- holtsskóla er malbikaður hand- knattleiksvöllur og á nærliggj- andi leiksvæði er einn knatt- spyrnuvöllur af fullri stærð, sem undanfarin ár hefur verið notað- ur til æfinga og keppni. Breiðholt II: Þar er gert ráð fyrir íþróttasvæði yzt í mjóddinni. Stærð svæðisins er um 11 hektar- ar. Áætluð mannvirki eru: einn sérstakur keppnisvöllur, einn malarvölluræfingavellir (grasvell- ir), íþróttahús, sundlaug, æfinga- svæði fyrir köst (kringlukast, sleggjukast, spjótkast og kúli- varp). Breiðholt III. 1 Breiðholti III eru íþróttasvæðin byggð f tengsl- um við skólana. Þar verður eitt samfellt íþróttasvæði með þrem- ur knattspyrnuvölllum og aðstöðu fyrir frjálsar fþróttir, samtals 4,6 hektarar. Auk þess eru malbikað- ir handknatleiks-, körfuknatt- leiks- og blakvellir i tengslum við svæðið 0,3 hektarar. Auk þessa eru sundlaug og íþróttahús tengd svæðinu. i iþróttabandalagi Reykjavfkur eru nú 8 félög, sem hafa á stefnuskrá fleiri en eina íþróttagrein og sum þeirra flestar íþróttagreinar, sem hér eru iðkað- ar. Það eru því að jafnaði um 10.000 fbúar á bak við hvert þess- ara félaga. Auk þessara félaga eru nokkur, sem einbeita sér að einni grein íþrótta, s.s. golfi, borð- tennis, sundi o.s.frv. Slík félög geta aldrei orðið hverfisfélög. í Breiðholtiergert ráðfyrir tveimur svæðum, þar sem fþróttafélög geta haft nokkuð alhliða íþrótta- starfsemi, þ.e. i Breiðholti III og Breiðholti II. í Breiðholti I er ekki gert ráð fyrir iþróttasvæði fyrir félag. Fyrir nokkrum árum flutti ÍR starfsemi sína í Breið- holt. Var því þágefið fyrirheit um aðstöðu á fþróttavöllunum í Breiðholti III, þegar þeir yrðu byggðir. Nú hefur nýtt íþrótta- félag verið stofnað í Breiðholti og hefur það óskað eftir inngöngu í ÍBR. Athuga þarf því sérstaklega, hvernig afnotum þessara félaga að íþróttamannvirkjum í Breið- holti III verður háttað, en um það hefur ekki verið tekin ákvörðun enn. Ekki hefur heldur verið áveðið hvaða félag fær afnot af íþróttasvæðinu í Breiðholti II. íbúafjöldi 9) Ilver er áætlaður fbúaf jöldi f Breiðholti I, II og III, hverju hverfi fyrirsig? Svar Olafs B. Thors: Fjöldi fbúa í Breiðholti I er nú um 5500 og er áætlaður óbreyttur næstu árin, en síðan lækkandi. Hverfið er þvf sem næst fullbyggt, þar sem að- eins nokkrum raðhúsum er ólok- ið. Fjöldi íbúa í Breiðholti III er Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.