Morgunblaðið - 24.11.1973, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973
15
Útlægir
Grikkir
hvetja til
frekari
baráttu
Aþenu, Parts 23. n<5v., AP.
RÖSKLEGA eitt hundrað útlægir
Grikkir, ýmsir þeirra þekktir,
gáfu í dag út yfirlýsingu I París,
þar sem þeir hvetja til þess, að
grfsk alþýða haidi ótrauð áfram
baráttunni gegn stjórn Papado-
poulosar og vottastúdentum og
verkamönnum óskipta aðdáun
fyrir að sýna þá hreysti og hug-
rekki að ganga kvíðaiausir fram
gegn b.vssukjöftum skriðdrek-
anna.
Öllum Grikkjum ber skylda til
að styðja þessa baráttu." sagði f
yfirlýsingunni.
Þar er skorað á svokallaða
bandamenn og vini grísku þjóðar-
innar — og segir AP, að þar sé
væntanlega sneitt að Bandarikja-
mönnum og ýmsum Evrópulönd-
um, sem hafa stutt grísku stjórn-
ina — að hætta þegar stuðningi
við Papadopoulos. Meðal þeirra,
sem undirrita áskorunina, er leik-
konan Melina Mercuri, tónskáldið
Theodorakis, blaðaútgefandinn
Helen Vlachos, Lady Fleming og
fleiri.
I Aþenu hefur stjórnin slakað á
reglum um útgöngubann, og er
það nú í gildi frá klukkan 1 eftir
hádegi til fimm síðdegis. Ekki
kom til óeirða í dag, en fréttir
herma, að handtökum sé haldið
áfram. Nú hefur verið staðfest að
þrettán manns hafi látið lífið í
átökum við hermenn og lögreglu
á dögunum.
Skip f órst i höfn
1 óskaplegu veðri
Ashod, ísrael, 23. nóv., AP.
FJÖGUR þúsund lesta flutninga-
skip frá Kýpur fórst í höfninni í
Ashod í Israel í dag og með því 21
maður. Ástæðan fyrir slysinu var
óskapiegt óveður, og var sjógang-
urinn svo mikill, að öldur risu
marga metra upp fyrir brimgarða
hafnarinnar. Ein aldan þeytti
skipinu utan í brimgarð og brotn-
aði það þá mikið og sökk skömmu
sfðar.
Veðurofsinn var svo mikill, að
björgunarsveitir í landi gátu ekk-
ert aðhafzt, það hefði verið hrein-
asta sjálfsmorð að hrinda út báti
til að reyna að komast út að skip-
inu. Talsmaður björgunarsveita
ísraelska flotans sagði, að eina
leiðin, sem þeir hefðu séð til
bjargar, hefði verið að áhöfnin
henti sér fyrir borð með björgun-
arvesti til að láta sig reka upp að
ströndinni, en það hefði hún ekki
gert.
Þrír menn björguðust, nokkurn
veginn á þennan hátt. Þeir stukku
að vísu ekki sjálfviljugir frá borði
heldur hrifu öldur þá með sér, en
þeir bárust að landi, þar sem
björgunarsveitarmenn óðu út eft-
ir þeim.
GADDAFIIPARIS
MEÐ FÖRUNEYTI
Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hefur ákveðið að
draga úr bensfnnotkun um hrfð vegna ástandsins f eldsneytismál-
um í heiminum. Þessa dagana ferðast hún um Nýju-Delhi f
léttikerru, sem hún fékk léða, ásamt hesti og ökumanni, hjá
forsetaembættinu. Sem sjá má notar forsætisráðherrann tfmann,
sem fer f ferðir um borgina, til lesturs.
Ekki er eldsneytissparnaðurinn þó lengra kominn en svo, að
öryggisverðirnir, sem fylgja forsætisráðherranum að jafnaði, aka
enm um f bifreið.
Paris, 23. nóvember, AP.
MOAMMAR GADDAFI leiðtogi
Libýu kom til Parísar í dag og er,
að sögn, f einkaheimsókn. Föru-
neyti hans og undirbúningur all-
ur er þó á þann veg, að líkara er
opinberri heimsókn. Hann hefur
beðið um og mun fá fundi með
ýmsum frönskum ráðamönnum.
Pierre Mesmer forsætisráð-
herra tók á móti Gaddafi á flug-
vellinum og þykir þar með hafa
undirstrikað ákafa Frakka í að
hafa gott samband við Arabarík-
in. Um 200 lögreglumenn, vopn-
aðir vélbyssum, héldu vörð um
flugvöllinn, þegar vél Gaddafis
lenti og hans verður vandlega
gætt meðan hann dvelur i París.
I för með leiðtoganum eru með-
al annars yfirmaður herráðs-
Libýu, yfirmenn flotans og flug-
hersins og ráðherrar þeir, sem
hafa með höndum fjármál, efna-
hagsmál og olíumál. Þegar hefur
verið ákveðið að Gaddaf i eigi fund
með Pompidou forseta og verður
hann haldinn á laugardagsmorg-
Suður-Vietnam, Kambódía:
Búizt við stórsókn komm-
únista í byrjun árs 1974
Saigon, 23. nóvember, AP.
Suður-víetnamska herstjórnin
tilkynnti í dag, að Norður-
Vfetnam hefði um nokkurt skeið
verið að undirhúa stórsókn, sem
líklega hæfist í byrjun næsta árs,
en þurrkatíminn í Vfetnam er frá
sfðari hluta desember fram f lok
HAMINGJUOSKIR
FRÁ TED WILLIS
MORGUNBLAÐIÐ hefur borizt
bréf frá Lord Willis, sem á sæti í
lávarðadeild brezka þingsins og
hefur margsinnis lýst opinber-
lega stuðningi við Islendinga í
fiskveiðideilu þeirra og Breta.
Þar segir: „Ég er himinlifandi
yfir því, að deilan vegna fisk-
veiðilandhclginnar hefur nú
verið til lykta leidd, og mig
langar að óska öllum tslending-
um til hamingju með það sam-
komulag, sem nú hefur náðst.
Þessi ánægjulega lausn hefði
ekki verið hugsanleg, cf ekki
hefði komið til staðfesta og skyn-
semi fslenzku þjóðarinnar."
Lord Willis segir síðan, að hann
sé þeirrar skoðunar, að lausnin á
deilunni hafi áhrif langt út fyrir
íslandsstrendur og feli í sér
mikilvægt spor í þá átt að vernda
náttúruauðlindir. „Með þessari
viðleitni hafið þið tryggt framtíð
komandi kynslóða íslenzku
þjóðarinnar og sýnt afdráttar-
laust, hvers smáþjóð er megnug,
þegar meginreglum er framfylgt
af einurð.“
Ted Willis þakkar síðan öllum
þeim tslendingum, sem hafa ritað
honum til að votta honum þakkir
fyrir „þann smáa skerf, sem ég
hef verið fær um að Ieggja af
mörkum í þessari baráttu svo og
mörgum öðrum, serú ég ræddi við,
þegar ég var á íslandi fyrir
skemmstu."
Lávarðurinn lætur í ljós
ánægju með það, að gömul
bræðrabönd og forn vinátta
íslendinga og Breta skuli hafa nú
verið styrkt að nýju og vonandi
aukist gagnkvæmar heimsóknir
þessara þjóða. Kveðst hann meðal
annars hafa rætt við fulltrúa sam-
takanna „Friends of Iceland“ um
það, hvernig efla megi og styrkja
samtökin, svo að þau geti átt sinn
góða þátt í, að góð samskipti dafni
milli þjóðanna tveggja.
júnf. Sagði herstjórnin, að
kommúnistar myndu beita öllu
tiltæku liði sínu f þessari sókn.
Að undanförnu hafa verið að
berast fréttir frá Víetnam um
mikla birgðaflutninga
kommúnista til þeirra svæða, sem
þeir hafa á sinu valdi í Suður-
Víetnam. Einnig hefur verið
unnið að lagningu nýrra vega.
í dag var svo upplýst, að
Norður-Vfetnam hefði kvatt
margar hersveitir heim til að
endurþjálfun þeirra gæti hafizt
og væri áherzla lögðá að samhæfa
sókn fótgönguliðssveita, stór-
skotaliðs og skriðdreka.
Frá Kambódíu berast þær frétt-
ir, að stjórnin þar sé einnig að
búa sig undir, að kommúnistar
hefji mikla sókn, þegar þurrka-
tfminn hefst. Hersveitir stjórnar-
innar hafa hafið sókn gegn ýms-
um stöðvum kommúnista og
leggja sérstaka áherzlu á að opna
þjóðveg númer fjögur, sem er
eina samgönguæðin á landi milli
höfuðborgarinnar Phnom Penh
og einu úthafshafnar landsins.
Mannrán
Mflanó, 23. nóv. AP.
ITÖLSKUM iðjuhöldi, Aldo
Cannevale, sem rekur mikla
plastverksmiðju f Mflanó var
rænt úti fyrir heimili sínu aðfar-
arnótt föstudags. Var þetta annað
mannránið á Norður-ítalfu á tfu
dögum og það sjöunda í röðinni
s.l. tfu mánuði.
Lýðveldissinnar í Fær-
eyjum bjóða fram til
danska þjóðþingsins
Þórshöfn, föstudag,
frá Jogvan Arge.
SJÖ framboðslistar hafa verið
lagðir fram fyrir þjóðþingskosn-
ingarnar, sem fara fram f Færeyj-
um 13. desember næstkomandi.
Meðal annars hefur verið lagður
fram listi hins lýðveldissinnaða
Þjóðveldisflokks. en þetta er í
fyrsta skipti, sem hann býður
fram til kosninga á danska þing-
Ákveðið var á fundi fyrir
nokkrum dögum að bjóða fram,
og er flokksleiðtoginn, Erlendur
Patursson, einn af sex mönnum á
listanum. Hinir fimm flokkarnir í
færeyska lögþinginu hafa einnig
lagt fram sína lista og svo er einn
utanflokka listi. Færeyjar velja
tvo menn á danska þjóðþingið og
nú sitja þar fulltrúar sósíaldemó-
krata og Fólkaflokksins.
Ungverjaland hættir við
frjálsar fóstureyðingar
BREZKA blaðið Daily Tele-
graph, skýrði frá þvf fyrir
skömmu, að miklar breytingar
væru fyrirhugaðar á fóstur-
eyðingaiögum í Ungverjalandi,
en þar eru þær nú löglegar og
auðvelt að fá þær framkvæmd-
ar. Breytingarnar verða gerðar
vegna þess, að sögn stjórnar-
innar, að ekki fæðist nóg af
börnum til að tryggja æskilega
aukningu þjóðarinnar.
íbúar Ungverjalands eru alls
10,5 milljónir og eru að meðal-
tali 14 fæðingar á hverja
þúsund íbúa, en dánartala er 10
til 12 á hverja þúsund íbúa.
Þetta er ekki talið nægilegt til
að tryggja eðlilegt fólksfjölg-
un. Meðan fóstureyðingar voru
algerlega bannaðar fæddust 23
börn á hverja þúsund íbúa.
Á síðasta ári voru fram-
kvæmdar 178.400 iöglegar
fóstureyðingar, en á sama tíma
fæddust ekki nema 153.265
heilbrigð börn. Stjórnin hefur
nú gert áætlun um að fjölga
fæðingum upp í 16 á hverja
þúsund íbúa og draga mjög úr
fóstureyðingum.
Ófrískar konur hafa undan-
farin ár haft óskoraðan rétt til
að láta framkvæma fóstur-
eyðingu. Ástæðurnar fyrir þvf,
að fæðingarhlutfallið er nú svo
óhagstætt eru meðal annars
þær, að mikill skortur er á hús-
næði, laun eru svo lág, að konur
verða að halda áfram að vinna
úti eftir að þær gifta sig og svo
hafa orðið miklar breytingar til
batnaðar á úrvali neyzluvöru.
Fólk kýs þvf að takmarka við
sig börnin til að geta lifað
betra lifi.
MÆÐRALAUN
Til þess að örva fólk til barn-
eigna verða meðal annars tekn-
ar upp fjölskyldubætur i ýms-
um myndum. Kona, sem er
heima og lítur eftir tveim smá-
börnum, mun t.d. fá hærri laun
frá ríkinu en meðaltekjur
kvenna nema, þegar þær vinna
úti.
Þá verða einnig settar upp
ráðteggingastofur fyrirfólksem
vill gera fjölskylduáætlanir, ög
kennsla aukin í heimilis- og
kynferðisfræðslu í skólum.
Samkvæmt hinum nýju lögum
um fóstureyðingar verður að
leggja umsókn fyrir þriggja
manna ráð sem tekur af stöðu til
hvers tilfellis fyrir sig. Hægt
verður að áfrýja til fimm
manna æðra ráðs ef óskað er.
I Ungverjalandi eru þegar til
ströng viðurlög við ólöglegum
fóstureyðingum, og margir
læknar hafa Verið fangelsaðir
fyrir að framkvæma þær á
einkalækningastofum sfnum.
Nýju lögin munu koma harðast
niður á stúlkum undir 18 ára
aldri. Samkvæmt þeim hafa
þær ekki réttindi til að fá pillur
til að hindra þungun.