Morgunblaðið - 24.11.1973, Side 18

Morgunblaðið - 24.11.1973, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR24. NÓVEMBER 1973 Basar Vinahjálpar VINaHJÁLP — félag sendiráðs- kvenna og annarra heldur ár- legan basar sinn að Ilótel Sögu á morgun. Félag þetta hóf starf sitt árið 1963 og á þvf 10 ára afmæli um þessar mundir. Félagið rekur góðgerðarstarfsemi og aflar fjár með basar og rekur einnig bridge- klúbb. Basarinn í ár er sá stærsti til þessa — margt glæsilegra muna, einnig verður skyndihappdrætti með óvenju góðum dráttum, sem velunnarar félagsins hafa gefið. Allar basarvörur eru handunnar af félagskonum, sem eru eriendar konur úr sendiráðunum, Matreiðslu- bók á ensku KOMIN er út bók sem heitir Some Icelandic Recipes“ og eru í henni ýmsir íslenzkir réttir. Ilef- ur Elín Kristjánsdóttir valið upp- skriftirnar og Ilólmfríður Jóns- dóttir snúið á ensku. Þá eru í bókinni teikningar eftir Ilauk Ilalldórsson og Tómas Tómasson. Meðal uppskrifta eru ýmsir laxaréttir, humar og rækjuupp- skriftir, ýmsar leiðbeiningar um matreiðslu á lambakjöti, hrein- dýrakjöti og rjúpum, svo að eitt- hvað sé nefnt. Bókin 76 bls. og prentuð í Ingólfsprenti. Lei ðrétting Þau mistök urðu f þætti af fólki í fjölmiðlum í gær, að mynd birtist af Baldri Öskars- syni, fréttamanni hjá Utvarp- inu án þess að birting myndar- innar væri f samræmi við með- fylgjandi texta. Er Baldur hér með beðinn velvirðingar á þessu. Fimmtugsafmæli Fimmtugur er í dag, laugardag, Ásgeir Magnússon, Fálkagötu 27 hér í borg. Leikir fyrir heimili og skóla BÓK AÐALSTEINS Hallssonar, Leikir fyrir heimili og skóla, er nú komin út í nýrri prentun. Höfundur segir m.a. í inngangs- orðum, að bókin sé ekki eingöngu ætluð íþróttakennurum heldur einnig kennurum almennt. „Og fleiri gætu vafalaust notað hana“, segir hann, „svo sem gæzlufólk á barnaleikvöllum, leiðtogar íþrótta- og ungmennafélaga o.s.frv. Og loks mætti ætla, að hún gæti orðið forvitnilegt efni fyrir foreldra." nokkrar konur af Keflavíkurflug- velli og svo íslenzkar konur. Núverandi formaður félagsins er frú Doris Briem, kona Helga P. Briem, sendiherra. (Frá Vinahjálp) Bókauppboð hjá Knúti Bruun A MÁNUDAG nk. heldur Knútur Bruun 17. bókauppboð sitt f Átt- hagasal Hótel Sögu og hefst það kl. 17. A uppboðinu verða seld 100 númer og verða bækurnar til sýnis f verzluninni Klausturhól- ar, Lækjargötu 2 á laugardag og f Átthagasalnum á mánudag. Meðal bóka á uppboðinu má nefna Biskupssögur, gefnarútaf Hinu íslenzka bókmenntafélagi I. — II. bindi, Reykjavík 1858 — 78, Grýla Jóns Mýrdal, Grjót Jóhann- esar Kjarvals, og meðinnbundið Meira grjót, Enn grjót og einn þáttur, Leikur. Eins má nefna ferðabók Collingwood og Jóns Stefánssonar — „A pilgrimage to the Sagasteads og Iceland“ frá 1899. Nokkuð er af tímaritum — á Alþingi og ennfremur verða seld á uppboðinu allmörg leikrit, trúmálarit, fornirtaútgáfur og fræðirit, auk almennra ritverka. — Olíumál Framhald af bls. 1 fregnir, að menn þar þurfi ekki að óttast neina olíuskömmtun og engar takmarkanir verði þar sett- ar á bensín- og olíusölu. Aftur á móti bentu niðurstöður skoðana- könnunar til þess, að 65% þjóðar- innar teldu þó hyggilegra að grip- ið yrði til einhvers konar sparnað- ar til vonar og vara. —--------- — Framkvæmda- stofnunin Framhald af bls. 14 hefði aldrei verið hægt að skilja þetta á annan veg en að fram- kvæmdaráði hefði verið heimilt að veita lánið. Einnig virtist ríkis- stjórnin hafa ætlast til þess, að lánin yrðu veitt. Lán sem þessi hefðu verið veitt s.l. vetur tal kaupa á notuðum skipum, annað hefði farið til Austfjarða, hitt til Reykjavíkur. Hér væri verið að mismuna mönn- um. Jón Arnason (S) taldi afgreiðslu þessa máls algjört einsdæmi, og yrði ríkisstjórnin að taka tíí sinna ráða. Minntist hann á það, að aflakóngi íslands á síðustu vetrarvertíðum hefði verið neitað um fyrirgreiðslu til kaupa á nýju skipi. Sverrir Hermannsson (S) taldi afgreiðsluna hringlandahátt, sem næði engu tali. Ingólfur Jónsson sagði, að for- sætisráðherra hefði lofað sér, að málið yrði athugað nánar. Hann treysti honum og ríkisstjórninni [ til að leysa þetta mál. Ragnar Arnalds sagði, að stjórn Framkvæmdastofnunarinnar hefði ekki verið að mismuna mönnum. Matthías Bjarnason (S) taldi ekki alltaf rétt að lána 5% til skipakaupa, því ráðstöfunartekj- ur Byggðasjóðs hefðu farið ört minnkandi og veita þyrfti önnur lán úr sjóðnum. Ingvar Gfslason (F) sagðist hafa greitt atkvæði með því að lánið yrði veitt og sömuleiðis flokksbróðir hans Guttormur Öskarsson. Benodikt Gröndaj hefði setið hjá, en á móti hefðu verið Ragnar Arnalds, Magnús Jónsson, Matt- hías Bjarnason, og Halldór Magnússon. Garðar Sigurðsson (Ab) sagði, að ef öll vinnubrögð Fram- kvæmdastofnunarinnar væru með þessum hætti, þá væru þau einstök. Hér væri farið aftan að mönnum, en ef hægt væri þá þyrfti að endurskoða málið. — Veitingamenn Framhald af bls. 32 lýstu opinberan dansleik f gær- kvöldi. Hugðist Konráð þar selja öl og gosdrykki og ómenntaðar framreiðslustúlkur önnuðust sölu á þeim. Eins kvað Konráð þann hátt hafa verið á í gær að færa hótelgestum mat á herbergin, og hefði það gengið eins og í sögu. Á skrifstofu Félags fram- reiðslumanna fékk Morgunblaðið þær upplýsingar, að félagið hefði haldið mjög fjölmennan félags- fund f gær og þar var rætt um það, hvernig bregðast ætti við síð- ustu aðgerðum veitingamanna — þ.e. dansleikjahaldi á skemmti- stöðunum með sölu á veitingum. A þessum fundi var samþykkt að herða enn aðgerðirnar, þar sem þjónar telja, að með þessu sé ver- ið að fara inná þeirra starfssvið og þar af leiðandi sé þetta ský- laust verkfallsbrot. „Við munum ganga eins langt og lögin Ieyfa,“ sagði einn þjónanna, „til að hindra þetta.“ Talsmaður þjón- anna minnti á, að veitingamenn væru nú búnir að fá hækkun á álagningarprósentunni og þeir hlytu því að verða samvinnuþýð- ari á sáttafundinum f dag. Þokist ekkert í átt til samkomu- lags á fundinum f dag má því búast við, að deilan harðni enn. Af samtölum við veitingamenn í gær mátti heyra, að þeir eru bún- ir undir langt verkfall jafnvel að það standi fram yfir áramót, og hóteleigendur eru ákveðnir í að halda rekstrinum gangandi þenn- an tíma, þrátt fyrir að fram- reiðslumennina vanti. „Þetta er heppilegasti tfminn fyrir okkur,“ sagði Erling Aspe- lund hótelstjóri á Hótel Loftleið um,„úr þvf að verkfall þurfi á annað borð að skella á.“ Hann sagði, að yfirleitt væti hótelnýt- ingin verst einmitt í nóvemberog desember, og desember væri einnig lélegasti mánuðurinn. hvað veitingasölu áhrærði. Hins vegar kvaðst hann gera ráð fyrir að þetta verkfall myndi hafa í för með sér, að forráðamenn hótel- anna færu nú að hyggja að breyttu rekstrarformi með það f huga, að fyrirtæki þeirra Iömuð- ust ekki fyrir tilstilli fámenns hóps manna. - Ólafur B. Thors Framhald af bls. 8 nú talinn vera rúmlega 5000 og er áætlaður 6500 um næstu áramót. Áætlaður fjöldi íbúaí árslok 1974 hefur verið talinn verða 8500—9000, en vegna þess hve hratt þetta hverfi byggist er eins líklegt að fjöldinn verði yfir 10000. Upphaflega var gert ráð fyrir 12000 manns í hverfinu full- byggðu en sú tala verður að lik- indum öllu hærri. Ekki er gert ráð fyrir íbúum í Breiðholti II fyrr en um áramót 1974—’75. Um 8000 manns verða í hverfinu full- byggðu, en að öllu óbreyttu verð- ur um helmingur þess fjölda kominn í hverfið i árslok 1976. — Hitaveitan Framhald af bls. 32 ingu rannsókna á hugsanlegum hitaveituframkvæmdum og auk- inni fjáröflun til þeirra fram- kvæmda, sem hagkvæmt reyndist að ráðast í. Voru rannsóknir fram- kvæmdar á Akranesi, Akureyri, Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarn- arnesi og Siglufirði og ráðizt var í framkvæmdir á Dalvík, Húsavík, Ölafsfirði, Reykjahlíðarhverfi við Mývatn, Hvammstanga og Sel- tjamarnesi, auk þess sem fram- kvæmdum i Reykjavík var hrað- að. Á undanförnum árum hefur hins vegar dregið úr rannsóknum og framkvæmdum á þessu sviði á vegum ríkisins. Hins vegar hafa verið gerðir samningar við Garða- hrepp eru á lokastigi, en hætta er á, að framkvæmdir dragist, þar sem ríkisstjórnin virðist ekki ætla að leyfa eðlilegar hækkanir á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur. Undirbúningur og rannsóknir hafa farið fram vegna hitaveitu- framkvæmda á Suðurnesjum og í Borgarfirði, en fjármagnsskortur hefur mjög tafið fyrir, enda þótt talið sé, að mjög góður grundvöll- ur sé fyrir hitaveituframkvæmd- um á báðum þessum jarðhita- svæðum. Sjálfsagt eru mun fleiri jarðhitasvæði I landinu, sem hag- kvæmt væri að virkja til húsahit- unar, og hefði f för með sér mik- inn sparnað fyrir neytendur. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að einskis má láta ófreistað til að flýta því, að unnt reynist að ráðast í þessar og aðrar fram- kvæmdir, sem til greina geta kom- ið. íslendingar hljöta að leggja aukna áherzlu á nýtingu sinnar eigin orku til upphitunar híbýla sinna, svo og annarrar hagnýtrar notkunar, enda atburðir siðustu vikna til aðvörunar í þessum mál- um. — Landnýting Framhald af bls. 2. son, fulltrúi landgræðslustjóra, mun hafa framsögu um hlutverk Landverndar í landgræðslu og gróðurvernd. Samtökin Landvernd voru stofnuð árið 1969, og eru nú i þeim um 50 aðildarfélög. Um 100 fulitrúar þessara félaga sækja aðalfundinn nú um helgina. Fé til starfseminnar fæst með félags- gjöldum, framlögum styrktar- félaga og framlagi úr ríkissjóði. — Ólafsvík Framhald af bls. 21. óblandinnar ánægju og teljum okkur hafa lært margt af þeim frændum vorum. —Þið hafið sem sagt unnið merkilegt og mikið starf ? —Það er svo aftur sem sagt unnið allt annað mál og of langt til að skýra, en eitt get ég sagt þér: Starfið hefur veitt okkur mikla ánægju, ekki bara hinum skráðu félögum heldur Ölafs- víkurbúum í heild og við horf- um vonglöð fram á veginn. Hinrik — Upplýsinga- skipti Framhald af bls. 3. Dr. Ray er doktor í líffræði sjávar og hefur hún gegnt fjöldamörgum störfum fyrir hið opinbera og ýmsar vísinda- stofnanir. Ilún tók við núverandi embætti sínu i febrúar sl. af Arthur Schlesinger núverandi vamar- málaráðherra. Dr. Ray er talin valdamesta kona í stjórn Bandaríkjanna. Dr. Ray er for- maður nefndar, sem Nixon for- seti skipaði f sumar til að vinna að skýrslu- og tillögugerð um, hvernig bezt má verja 10 milljörðum dollara á næstu fimm árum til að leita nýrra orkulinda og nýrra leiða til orkuframleiðslu. Verður skýrsla þessi, sem 400 sér- fræðingar hafa lagt sitt af mörkum til, lögð fram á mánu- dag. Af orðum dr. Rays i gær mátti skilja, að stóraukin kola- notkun, nýting sólarhitans og nýting olíublandins jarðvegs o.fl. væru meðal úrræða til lausnar á orkuskorti, en hún gat eðlilega ekki skýrt nánar frá innihaldinu. Öll mál, er snerta orkuframleiðslu og neyzlu eru mjög í deiglunni í Bandaríkjunum um þessar mundir og þurfti dr. Ray að hraða för sinni heim til Banda- ríkjanna til að mæta á fundum þingnefnda um þessi mál og skipulagsbreytingar á stofnun- um, er um þau fjalla. Er m.a. gert ráð fyrir, að kjarnorku- málanefndin verði lögð niður og felld inn i mun stærri heildarstofnun. — Bréf borgarstjóra Framhald af bls. 32 semi Hitaveitunnar yrði fullnægt á þessu ári. Rikisstjórnin hafði áður synjað erindi þessu, sbr. bréf ráðuneytisins frá 8. þ.m. Hækkun þessi mun því koma til framkvæmda 1. desember n.k. Borgaryfirvöld hafa að sjálf- sögðu fullan hug á því, að af þeirra hálfu verði staðið við samninga við Kópavog og Hafnar- f jörð um lögn og rekstur hitaveitu í þessum sveitarfélögum. Fyrir- vari þessa efnis í bréfi iðnaðar- ráðuneytisins er því óþarfur, enda er þá reiknað með, að af hálfu ráðuneytis yðar og ríkis- stjórnarinnar verði ekki staðið á móti því, að gjaldskrá Hitaveit- unnar verði á hverjum tíma ákveðin þannig, að veitan skil’ þeirri lágmarksarðsemi, sem fyrr nefndur lánasamningur og samrt- ingar við nágrannasveitarfélögin gera ráð fyrir. Svo sem ráðuneytinu hlýtur að vera kunnugt um hefur allur til- kostnaður við framkvæmdir og rekstur Hitaveitunnar, eins og annarra atvinnu- og þjónustu- fyrirtækja, farið ört hækkandi að undanförnu. I þvf sambandi má benda á, að á sl. ári hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 32.5% og kaupgjaldsvísitala um 28.1% miðað við 1. næsta mánað- ar. Verður því að reikna með, að Ilitaveitunni sé nauðsyn á frekari hækkun til að tryggja áðurnefnda lágmarksarðsemi á næsta ári, sem einnig er forsenda þess, að skyn- samlegt og mögulegt sé að afla lánsfjár til aukinnar fjárfestingar veitunnar og tryggja þannig þann framkvæmdahraða, sem er bæði Ilitaveitunni og íbúum Reykja- víkur og nærliggjandi bæja hag- kvæmur. Verður ráðuneytinu fljótlega sent erindi um þetta efni og mun þannig reyna á það, hvort ráðuneytið og ríkisstjórnin vilja fyrir sitt leyti stuðla að áfram- haldandi og hagkvæmari stækkun Ilitaveitunnar, eða hvort búseta „vísitölufjölskyldunnar" ræður afstöðu ráðamanna. Borgaryfirvöld Reykjavíkur hafa í verki sýnt, að þau vila stuðla að lækkun á hitakostnaði borgar- búa. Þau hafa einnig sýnt með áðurnefndri samningagerð við Kópavog og Hafnarfjörð, að þau vilja láta aðra íbúa höfuðborgar- svæðisins njóta sömu kjara í þess- um efnum. Er þá ekki verið að draga dul á, að þessi samnings- gerð er einnig talin hagkvæm fyrir íbúa Reykjavíkur og að stærri veita mun framvegis þurfa lægri gjaldskrá en ella hefði verið, til að skila nauðsynlegri arðsemi. Til grundvallar þessum niður- stöðum liggja að sjálfsögðu út- reikningar og athuganir, sem gerð hefur verið grein fyrir í samningaviðræðum við nágranna- bæi Reykjavíkur. Ráðuneyti yðar hafa til þessa verið veittar allar upplýsingar um framkvæmdir og gjaldskrármál Hitaveitu Reykjavíkur. Er jafn sjálfsagt, að ráðuneytið fái að- gang að framangreindum gögn- um, sé þess óskað.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.