Morgunblaðið - 24.11.1973, Page 21

Morgunblaðið - 24.11.1973, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÖVEMBER 1973 21 Litla félagið í Olafsvík, sem hafnaði styrktar- félögum A UNDANFÖRNUM árum hef- ir félag nokkurt með löngu nafni, Landgræðslu- ' og náttúruverndarfélag Ólafsvfk- ur og nágrennis, vakið all-mikla athygli héraðsbúa fyrir starfsemi sína, sem segja má, að nái nú til allra íbúa Ólafsvíkur og raunar fjölda íbúa á utan- verðu Snæfellsnesi. Fimmtudaginn 1. nóv. sl. var aðalfundur félagsins hér í Safnaðarheimilinu, var hann vel sóttur og vakti nokkra athygli vegna mála, sem þar komu fram. Af því tilefni átti fréttamaður blaðsins tal við for- mann félagsins, Stefán Þor- steinsson, sem er kunnugur vegna blaðagreina og útvarps- erinda, og leitaði frétta um starfsemi þessa félags. —Það er rétt að taka það Frá Ólafsvík Ætla að skapa útivistarsvæði, skóg- ræktarland og fólkvangálö hekturum strax fram, sagði Stefán, að starfsemi þessa litla félags okkar miðast fyrst og fremst við Ólafsvík og nágrenni. Þó má kannski segja, að þessi starfsemi okkar hafi „smitað út frá sér“ hér um slóðir og er okkur sérstakt gleðiefni að hafa getað greitt fyrir allfjöl- mennu og ötulu félagi burt- fluttra Fróðárhreppinga og Stapabúa en á báðum þessum stöðum er hafin all umfangs- mikil landgræðsla. Þá hafa leit- að til okkar kvenfélög og sér- samtök, bæði í Grundaifirði og Staðarsveit og hafa a.m.k. verið mjög þakklát fyrir örlitla að- stoð. —Þú talar um lítið félag, mér finnst einmitt, að allur fjöldinn hér í kauptúninu hafitekið þátt í störfum ykkar og ,,leikjum“, landgræðslu á vorin, náttúru- skoðunarferðum á sumrin og t.d. skemmti- og kynningar- fundum ykkar á veturna, sem hafa verið mjög vinsælir. —Þetta er alveg rétt hjá þér, og það er mér sérstök ánægja að gera örstutta grein fyr- ir þessu en verð þá að- eins að stikla á því helzta: Félagið var stofnað 16. jan. 1970 og voru stotnenu- ur um 30. Við tókum það strax fram, að við óskuðum ekki eftir neinum styrktarfélögum svo- kölluðum, aðeins „virkum“ og kenndi þar kannski nokkurs yfirlætis í upphafi en Ólafs- vikurbúar hafa þá a.m.k. ekki tekið það illa upp hjá okkur, þvf svo sannarlega hafa þeir starfað með okkur í blíðu og stríðu þótt sannast að segja hafi fæstir þeirra gerzt „skrásettir“ féíagar, enn sem kornið er, en það verður of langt mál að koma inn á það allt saman, sem f heild er þessum góðu íbúum til sóma. Og við höfum staðið í nánum tengslum við félögin á staðnum, Rotarj'-félagið, kven- félagið, ungmennafélagið, Lionsklúbburinn og fleiri. Bók- staflega hver einasti vörubíl- sUóri a staðnum hefirávalltver- io boðinn og búinn að hlaupa undir bagga og eru þeir þó sannarlega störfum hlaðnir á vorin. I upphafi var ég náttúru- fræðikennari hér við skólann og þá komu heilu bekkirnir með og ég er á því, að samvistir okkar út í náttúrunni á kvöldin og sumrin hafi verið á við marga innilokaða vetratíma, sem á vissan hátt virðast oft miðaðir við að fjarlægja nemandann töfraheimi hinnar fsl. náttúru. Annars voru bókstaflega allir með frá upphafi og ég hef stundum strítt vinkonum mín- um, „ffnu frúnum" hér, á því, að þær væru fyrstar á vettvang, hefðu auðsjáanl. mesta þörf fyrir náttúruna" okkar, sem hér um slóðir er kannski sú fegursta og unaðslegasta i víðri veröld, þegar fólkið fer að kynnast henni og skilja. Það er ótrúlegt hve margir innfæddir Ólafsvíkurbúar hafa komið á marga dásamlegustu staðina í næsta nágrenni. Ég má ekki gleyma hrepps- nefndinni okkar, sem kom óbeðinn með alla þá fyrir- greiðslu, sem hún hefur getað látið okkur f té, og kannski er- um við stoltastir af þeirri viður- kenningu, en slíkar nefndir þykja oft íhaldsamar og skammsýnar. Það getum við ekki sagt um okkar hrepps- nefnd. —Já, hvernig er það, er hún ekki að láta ykkur fá einhver ósköp af hreppslandinu til að ráðskast meðí framtíðinni? —Þetta mál má ekki mis- skilja og þarf skýringar við, en ég hef orðið var við, að önnur hreppsfélög fylgjast náið með þessum aðgerðum, sem væntan- legar eru í þessum efnum. — 1 stuttu máli: Hreppsnefndin hefir samþykkt og tilkynnt okk- ur með bréfi, að láta okkur í té um það bil 16 hektara úr landi sínu, við svonefnt Tvífossagil sem útivistarsvæði, skóg- ræktarland og fólkvang f>TÍr Ólafsvíkurbúa framtiðarinnar til 50 ára skv. væntanlegum samningi. Tilgangur félagsins er, að sem flest félög og raunar allir kauptúnsbúar vinni að og njóti þessa framtíðarútivistar- svæðis en félagið hafi for- ustuna um að byggja upp slíkt samstarf frá grunni. Sérstak- lega vill félagið taka fram, að framkvæmdstjóri Skógræktar- félags Islands Snorri Sigurðs- son hefur verið sérstakur ráðu- nautur félagsins um þessi mál, komið hingað vestur og lagt geysilega vinnu í að undirbúa jarðveginn og vinna að þessum málum fyrir félagið, og fáum við honum það aldrei full- þakkað. Einnig má nefna Gunnar Finnbogason, skógar- vörð í Eyjafirði, sem einnig hef- ir komið hingað og lagt okkur mjög gott til málanna, þannig að allt ætti að vera vel undir- búið frá okkar hendi í þessum efnum til ánægju og velfarnað- ar fyrir Ölafsvíkurbúa framtið- arinnar, en geta má þess að Ólafsvík er að verða lang stærsta kauptún á Snæfellsnesi og aðeins timaspursmál um að ræða hvenær hún öðlast kaup- staðarréttindi, en það er mál út af f yrir sig. Ekki má gleyma einum skógræktarmanninum, sem hefur verið félagi voru mjög innan handar og tíður gestur undanfarin sumur. Er það Ilaukur Ragnarsson, tilrauna- stjóri Skógræktarinnar á Mó- gilsá, sem þegar hefur unnið hér merkilegt starf við undir- búning og ræktun skjólbeltis í Geirakoti í Fróðárhreppi, fjxir tilstuðlan félagsins og ábúndans Bjarna Ólafssonar, sem að sjálfsögðu er hinn raun- verulegi eigandi þessa viðfegna skógarbeltis, sem er hið fyrsta í þessum landshluta. —Hvað getui ðu sagt mér um kynningar og náttúruskoðunar- ferðir félagsins? Of langt mál yrði að koma inn á þá starfsemi okkar. Við höf- um farið út og suður hér um nesið, með unga og aldna, inn- lenda og útlenda, en allir eru hjartanlega velkomnir f þessa túra okkar, og sannast að segja. ég held að allir hafi verið ánægðir og ég held að vart verði um það deilt að við höfum getað kynnt marga af dásam- legustu stöðum þessa lands. Annars langar mig aðeins til að vitna I þá Steindór Steindórs- son, Arna Óla og Lúðvík Kristjánsson og hvað þeir hafa sagt um Snæfellsnesið, hver á sinn hátt en allir á eitt sáttir um að það sé einn mesti furðu- heimur á landi hér. —Eruð þið ekki I Land- vernd ? —Við erum meðal stofnaðila Landverndar og höfum öðlazt talsverða lífsreynslu á þeim vettvangi. Auk þess erum við í tengslum við náttúruverndar- samtökin bæði á Norðurlandi og Austurlandi og vildum gjarnan mega hafa nánari sam- starf við þau. Þá höfum við verið í nokkuð nánu. sambandi við náttúruverndarsamtök í Norður-Noregi okkur til Framhald á bls. 18 Sigurður H. Jónsson, hjúkrunarnemi: LAUN HKIMSINS Fáein orð um stofnun námsbrautar í hjúkrun við Háskóla Islands Allt frá árinu 1898 hafa konur með hjúkrunarmenntun stundað hjúkrunarstörf á íslandi. Ekki ætla ég hér að tekja sögu hjúkr- unarmála á íslandi, en hollt er að hugleiða. hvaða umbun þær kon- ur hafa hlotið, sem við frumstæð skilyrði og vinnuþrælkun, hafa haldið lífinu í þjóðinni í þrjá ald- arfjórðunga. Hjúkrunarkonur hafa allt fram á þennan dag háð óslitna baráttu við þröngsýni og skilningsleysi og þurft að þola nánasarhátt og van- þakklæti af ríkisvaldinu, þegar þær hafa krafist sanngjarnra launa. Það er auðvelt að sanna að Ujúkrunarfélag Islands hefur aldrei gert óhóflegar launakröfur og aldrei látið kjarabaráttu bitna á skjólstæðingum sfnum. Þess hafa þær Iíka goldið dýru verði. Fyrir nokkruin árum báru hjúkrunarkonur fram þá hóg- væru ósk, að þeim yrði gert kleift að bæta við menntun sína svo að þær gætu veitt sjúklingum sínum betri þjónustu og staðið jafnfætis starfssystrum sínum í öðrum vel- ferðar- og menningarríkjum. Þessi krafa var svo sjálfsögð, að ekki einu sinni ríkisvaldið gat neitað þeim um liðsinni og þann 1.11.1970 skipaðimenntamálaráðu- neytið nefnd til að kanna rnögu- leika á hjúkrunarnámi á háskóla- stigi hér á landi. Iljúkrunai'stétt- in gladdist, sem vonlegt var, enda var látið í veðri vaka, að nú gæti hún litið björtum augum til fram- tíðarinnar. Það virtist nú eðlilegt, að hjúkrunarkonur tilnefndu leiðtoga sinn og félagsformann, Maríu Pétursdóttur, sem fulltrúa sinn í nefndinni, enda treystu þær ekki öðruin betur til að gæta hagsmuna sinna. Auk þess er María merkiskona, sem hefur haldið ræður í útlöndum og orðið aðnjótandi margs konar sóma. Nefnd þessi lauk svo störfum siðari hluta ársins 1971 og sendi frá sér greinargerð til mennta- málaráðuneytisins, sem hafði málið til athugunar uin nokkurt skeið, en siðan var skipuð önnur nefnd, sem ætlað var að komast til botns í þessu sameiginlega áhugamáli hjúkrunarkvenna og menntamálaráðherra. Að sjálf- sögðu sat Maria Pétursdóttir í þessari nefnd fyrir hönd hjúkr- unarkvenna. Það er skemmst frá að segja að nefndin sökkti sér svo niður í störf, að henni gafst ekki tími til að skýra hjúkrunarstétt- inni frá því, þegar málið tók óvænta stefnubreytingu. Það leið semsé ekki á löngu þar til nefndin komst að þeirri niðurstöðu að óþarft væri að elta ólar við kvabb hjúkrunarkvenna, betra væri að láta þessa vesölu stétt róa og búa til almennilegar hjúkrunarkonur, sem gætu gengið til kjarasamn- inga með akademiskri reisn og lyft líknarhugtakinu upp f þær hæðir, sem þvi ber í hugum allra góðra manna og á launaskýrslum ríkissjóðs. En þvi miður, hver hefur sinn djöful að draga, og nú gerði menntamálaráðherra nefndinni þann grikk, að skrifa Iláskóla- rektor bréf og reka á eftir þvi að háskólinn veitti hjúkrunarkonum frá Ujúkrunarsköla íslands og Nýja hjúkrunarskólanum það tækifæri til framhaldsmennt- unar, sent hann hafði áður óskað eftir. Nú voru góð ráð dýr. Eina leiðin til að leika á menntamálaráðherra var að hlaupa hann af sér. Eins og mönn- um mun kunnugt vera, er Háskól- inn okkar síblankur, og mennta- málaráðherra átti því síst von á þvi, að hægt væri að bæta nýrri námsbraut við, svona alveg i hvelli, það yrði nú að senija við Halldór um það. Þá var það, að nefndinni birtist engill með hring i miðsnesinu og rauðan kross dinglandi í hringnum. Þarsem nú tveir nefndarmanna, þau Maria Pétursdóttir og Arinbjörn Kol- beinsson áttu sæti í stjórn Rauða kross íslands, var ekki hægt að misskilja þetta tákn. Þau Maria og Arinbjörn gengu nú á fund Björns Tryggvasonar formanns Rauða krossins og tjáðu honum vandræði nefndarinnar. Björn er maður brjóstgóður og tók þeirn vel, enda sagði hann Rauða kross- inn öðrum fremur eiga að hjálpa bágstöddum. Eftir að hafa boðið þeim bæði skreið og ullarteppi, féllst Björn á að 1.5 milljón i peningum værí auðveldari f flutn- ingutn. og þar að auki er ágætis mötun-eyti í Iláskólanum og húsa- skjól gott. Nú stóð nefndin með pálmann (1,5 millj.) i höndunum og menntamálaráðherra treysti sér ekki til að lúndra stofnun náms- brautarinnar. Ilann samþykkti því ævintýrið með þeim fyrirvara. að reynt yrði að gera eitthvaö fyrir hjúkrunarkonur. Þegar búið var að ganga frá stofnun hinnar nýju námsbrautar við Iláskólann. dró svo úr önnum nefndarmanna, að þeim van'nst tími til að skýra hjúkrunarkonum frá, hvernig þeir hefðu ráðið bót á öllum þeirra vanda. Nú væri ekki langt að bíða þess að allar yfir- hjúkrunárkonur. aðstoðar yfir- hjúkrunarkonur. deildarhjúkrun- arkonur. forstöðukonur. aðstoðar- forstöðukonur o.s.frv. yrðu há- skólamenntaðar og þá mundi hjúkrun öðlast þann virðíngar- sess að hverri hjúkrunarkonu yrði það ómetanlegur sómi að fá að starfa undir styrkri stjórn svo föngulegs hóps. Valinn maður í hverri stöðu. studdur af hinni þrautseigu ómetanlegu lijúkr- unarstétt. sem þjóðin á svo mikið að þakka. Nú mætti ætla, að hjúkrunar- konur hefðu orðið harla glaðar. Svo var þó ekki. Þær gerðu upp- steyt og veittust nteira að segja að Maríu. sem alltaf hefur þó borið hag þeirra fyrir brjósti. Þær héldu fundi, skrifuðu í blöðin. fóru til alþingis, gengu meira að segja svo larig't að starida saman eins og alvöru stéttarfélag. og nú er allt útlit fyrir að þær nuini gera það áfram. Þær telja mælinn vera fullan og mál til kornið að beita venjulegtun stéttarbaráttu- vopiium. Það má geta þess. að þau tæp 300 hjúkrunarnema. sem nú eru á Islandi standa einhuga að baki hjúkrunarkonum, og eru jafnvel herskárri en þær. Já. laun heimsins eru vanþakk- læti. Sigurður ll.Jóiisson hjúkrunarnemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.