Morgunblaðið - 24.11.1973, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. NÖVEMBER 1973
22
Minning:
Ruth Inger Krist
ensen Einarsson
ENGINN má sköpum renna.
Unga húsfreyjan á Teigi er látin.
Helfregnin barst að morgni hins
15. nóvember, á afmælisdegi
eiginmanns hennar, Matthíasar
Einarssonar að Teigi í Mosfells-
sveit.
Aðdragandinn var ekki langur,
en snemma á sxðastliðnu sumri
kendi hún nokkurs lasleika, en að
hausti var ljóst að þetta var alvar-
legs eðlis. Þungbær er hverjum
sú lífsreynsla að missa konu frá
ungum bornum, en Inger heitin
var aðeins nýlega 36 ára, er hún
lézt.
Inger Kristensen Einarsson er
fædd í Danmörku á eyjunni
Falstri þann 10. nóvember 1973
og ólst þar upp. Var hún næstelzt
fjögurra barna þeirra hjónanna
Amalie og Tómasar Kristensen og
ólst upp með foreldrum sínum í
hópi samhentra systkina.
Danskir bændur eru taldir með
hagsýnustu og dugmestu búhöld-
um, sem við höfum spurnir af.
Kosti þessa ágæta fólks hafði hún
erft og áunnið sér í ríkum mæli.
Inger heitin tók snemma til
hendi, og um fermingu var hún
t
Móðir okkar'
SIGURBJÖRG
JAKOBSDÓTTIR,
frá Siglufirði,
verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju, laugardaginn
24. nóvemberkl. 10.30.
komin til sjálfstæðra starfa. Lagði
hún gjörva hönd á margvísleg
störf og varð fljótt eftirsótt.
Að loknu prófi frá hxismæðra-
skóla 1957 tók hún þá ákvörðun,
að yfirgefa ættland sitt og kynn-
ast öðrum þjóðum. Henni bauðst
þá starf í Noregi, en ekki tókust
um það samningar. Þá sá hún
auglýsingu frá íslandi, sem varð
henni afdrifarík, og raunar var
framtíð hennar ráðin er hún
ákvað að fara þangað.
Hingað kom hún svo þann 5.
nóvember 1957 og hóf störf með
konu minni á stóru heimili hér að
Reykjum. Inger heitin bættist hér
í hóp nokkura landa sinna, sem
ílengzt hafa hér í Mosfellshreppi
við ágætan orðstir og vinsældir.
Um störf hennar hér á heimil-
inu þarf ekki að fjölyrða, kostir
hennar komu fljótt í ljós, og öll
störf voru unnin af hagsýni og
dugnaði.
Einar Matthías Einarsson var
heimilismaður á Reykjum á árun-
um fyrir stríðið er hann vann að
hitaborunum og nú dvaldi hann
hér einnig og vann að því, að
stofna og byggja upp fyrirmyndar
alifuglabú, nýbýlið er hann
nefndi Teig, á landi er hann hafði
fest kaup á úr landi jarðarinnar
Efrahvols.
Örlög og framtíð hinnar dönsku
stúlku réðust endanlega á næstu
mánuðum því að vorið 1959 settu
þau Inger og Matthías saman bú
sitt á nýbýlinu. I sameiningu tók-
ust þau á við hin margslungnu
verkefni og telst alifuglabúið
Teigur tvímælalaust í fremstu röð
að allri gerð og þar er tækninni
beitt á öllum sviðum. Augljós
myndarskapur er þar úti sem inni
og vel fyrir öllu séð enda voru
þau hjón samtaka um allar fram-
kvæmdir.
Hlýlega íbúðarhúsið var svo
byggt eftir líkani, sem húsbónd-
inn dverghagi smfðaði sjálfur en
hin unga húsmóðir mótaði allt
innanstokks af sérstakri smekk-
vísi með blómaræktun og fá-
gætum listmunum.
Blómaherbergið og trjágarður
umhverfis húsið ber glöggt vitni
um dugnað þeirra hjóna og
smekkvísi. Inger féll aldrei verk
úr hendi því auk þess að stýra
stóru heimili, gaf hún sér tíma til
ræktunar og hannyrða og síðast
en ekki sízt var hún stoð og stytta
bónda sins og tók virkan þátt í
búrekstri. Inger vareinaf þremur
hér á landi, sem náði tökum á því
vandasama verki að kyngreina
hænuunga og stundaði það starf
meðan heilsan leyfði.
Nú er skarð fyrir skildi og
vandi á höndum er hún er burt
kölluð frá elskuðum eiginmanni
og ungum börnum og frá mikil-
vægum hlutverkum I lífi þeirra
og starfi.
Þau hjónin, Inger og Matthías
eignuðust þrjú börn, Einar
Matthias elztan, Tómas Pétur og
Þóru, sem er á þriðja árinu.
Inger heitin verður jarðsett að
Lágafellskirkju í dag og vil ég
votta vini mfnum Matthíasi og
börnunum ungu innilega samúð
okkar. Einnig öldruðum foreldr-
um og systkinum í fjarlægð og
öðrum ástvinum.
Við hjónin og fjölskyldan
þökkum tryggð og vináttu frá
fyrstu kynnum og æ síðan og hið
góða samband, sem ríkt hefur
milli heimilanna. Við óskum
Inger allrar blessunar handan
móðunnar miklu og biðjum al-
mættið að styðja og styrkja þá,
sem um sárt eiga að binda.
Jón M. Guðmundsson,
Reykjum.
INGER var borin og barnfædd í
Danmörku, en kom hér fyrst, er
hún var um tvítugt. Þá líklega
eins og margt ungmennið aðeins
til þess að kynnast landi og þjóð
um tíma. En forlögin höfðu
ákveðið annað^ því að á þessum
árum kynntist hún hér þeim
manni, sem varð hennar lífsföru-
nautur, og það átti fyrir henni að
liggja að lifa hér og starfa það
sem eftir var ævinnar. Ég kynnt-
ist Inger lítilsháttar á þessum
árum og svo aftur betur síðar, er
hún hafði stofnað heimili með
manni sínum, Matthfasi Einars-
syni, miklum dugnaðar- og
syni, miklum dugnaðar- og at-
orkumanni. Hennar ævi leið svo
sig heimili, eiginmanni og
börnun. Hún vann sín verk af
stakri trúmennsku og dugnaði.
Inger var heimili sinu allt, og
rómaður er myndarbragurinn á
heimilinu að Teigi, innan húss
sem utan. Auk þess að Veita for-
stöðu stóru og umsvifamiklu
heimili, hvíldi á henni, ásamt
eiginmanni, umsjá og uppeldi
þriggja barna þeirra hjóna. Inger
og Matthfas unnu saman af
miklum kjarki og atorku að upp-
byggingu eigin fyrirtækis, sem nú
er eitt stærsta og fullkomnasta
alifuglaræktarbú á Iandinu. Þetta
eitt út af fyrir sig væri merkileg
saga, en hér liggur meira á bak
við, og það er þess vegna sem ég
tek mér penna í hönd nú til þess
að minnast Inger á Teigi.
Mér finnst núna, þegar ég
hugsa til baka, að hún hafi haft
Ieynda tilfinningu fyrir því, að
ævi hennaryr&ekki löng því að
hún var svo óskiljanlega afkasta-
mikil og eljusöm í öllum sínum
verkum, að undrum sætti. Sffellt
var hún að keppast við að ljúka
ákveðnum verkefnum. Auk heim
Sigríður Guðlaugsdóttir,
Ottó R. Guðlaugsson,
Stefnir Guðlaugsson.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓNA ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR,
frá Suðureyri, Tálknafirði,
lést að kvöldi 22 nóv. að heimili sínu, Rauðalæk 71
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
JÓNS G. JÓNSSONAR,
Neðri-Hrepp,
Fyrir hönd vandamanna, Kristln Jónsdóttir,
Ásgeir Jönsson,
Einar Jónsson.
....... ........................................
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlá't og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur,
HANSÍNU GUNNARSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
Háteigsvegi 8, Reykjavlk.
Anton Bjarnasen, Gunnar Bjarnasen,
Jakob Ó. Ólafsson,
Guðrún Jakobsdóttir, Sigrlður Jakobsdóttir,
Ólafur Ó. Jakobsson,
Abellna Gunnarsdóttir.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug víð
andlát og jarðarför eiginkonu, dóttur, móður, systur, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
VALBORGAR STEINGRÍMSDÓTTUR.
Fyrir hönd okkar allra, Kristinn Guðmundsson,
útvarpsvirki, Siglufirði.
ilisstarfanna vann hún mikið x' fyr
irtæki þeirra hjóna, því að hún
var sérmenntuð í einni grein ali
fuglaræktar. Hugðarefnum sfnum
gat hún sinnt þrátt fyrir miklar
daglegar annir. Inger var afburða
hannyrðakona, listræn og smekk-
vís, og hafði mikinn áhuga á alls
kyns föndurvinnu, enda gædd
góðri sköpunargáfu. Heimilið var
prýtt fegurstu verkum allt frá fín-
legustu dúkum til smærri og
stærri leirmuna. Sumt af því, er
hún vann og saumaði, eru hrein
listaverk. Hún unni útiveru og
átti þess kost að stunda hesta-
mennsku og ferðalög. En þótt
efnin væru góð á heimilinu á
Teigi, þá voru tómstundir fáar
hjá hjónunum, því að ávallt var
unnið langan vinnudag og allt
miðað við það að gera hag
heimilisins, barnanna og annars
heimilisfólks sem beztan. Inger
átti fleiri áhugaefni en sköpun
fallegra muna, hún unni blómum
og allri ræktun trjáa og matjurta,
og átti hún mjög fallegan blóma-
og trjágarð við hús sitt. Einnig
átti hún blómastofu innan húss,
þar sem hún ræktaði suðrænar
jurtir. Hjá henni mátti finna
sjaldgæfustu tegundir blóma og
gaman var að fylgjast með áhuga
hennar á hverri nýrri jurt, sem
hún var að ala upp. Á vorin beið
hún eftir að jörð yljaðist af sól,
svo hún gæti farið að sinna
ræktunarstörfunum.
Þó er mér Inger hvað minnis-
stæðust í sambandi við félagsstarf
í' Kvenfélagi Lágafellssóknar.
Hún gekk fljólega í félagið, eftir
að hún var orðin húsmóðir. Þar
var hún hinn góði félagsmaður
með ríka félagsvitund, enda var
það á þeim vettvangi eins og alls
staðar annars staðar, hún Inger
hafði áhuga á öllu, sem var að
gerast í félagsskapnum, bæði
starfi og leik. Allar munum við
félagssystur hennar eftir
kvöldunum á hlýlega og fallega
heimilinu á Teigi, þegar Enger
tók á móti hópnum, sem var að
undirbúa fjáröflunarstarf. Við
munum, hvað hún var samvinnu-
þýð og skemmtileg og vakti vinnu-
gleði, hvarsem hún fór. Hún lagði
félagi sínu mikið af mörkum og
fyrir það erum við félagssysturn-
ar þakklátar. Hún var sannarlega
eftirbreytni verð og er hverri
sveit sómi að slíkri konu.
Svo dregur skyndilega fyrir
sólu og þessi starfsama, unga
kona verður að sætta sig við það
að leggja frá sér störf, mitt í lífs-
ins önn, og bíða síns skapadóms.
Móti hinum þunga dómi var
gengið af kjarki og lífstrú. Þegar
séð var, að hverju fór, var stað-
reyndum mætt með opnum
augum og fullri vitund og
trúnaðartrausti. Manni sínum fól
hún forsjá barna og heimilis og
nú verður það hans styrkur í sorg-
inni að halda merki hennar uppi.
Börnin hafa eignast góðan móður-
arf, sem er sú vitneskja að hafa
átt góða og duglega móður. Manni
sínum skilur hún eftir ljúfar
minningar um farsæla sambúð.
Minningin um góða eiginkonu og
móður mun milda söknuðinn, en
aldrei verður fyllt það skarð, er
unga húsfreyjan að Teigi skilur
eftir.
Eiginmanni hennar, börnum,
foreldrum, systkinum, ættingjum
og tengdafólki votta ég og maður
minn dýpstu samúð.
Hughrein kona í blóma lífsins
hefur kvatt. Blessuð sé minning
hennar.
Freyja Norðdahl.
Kristín Vermunds-
dóttir — Minning
í dag verður til moldar borin
frá Sauðárkrókskirkju Kristín
Vermundsdóttir, fyrrverandi hús-
freyja I Vatnshlið. Hún andaðist í
sjúkrahúsi Sauðárkróks þann 11.
þ.m.
Kristín var fædd á Sneis á Lax-
árdal ytri 20. júlí 1898. Foreldrar
hennar voru Vermundur
Guðmundsson og sambýliskona
hans, Arnfríður Sigurðardóttir,
bæði af húnvetnskum ættum. Al-
bróðir Kristfnar er Jónas
Vermundsson, fyrrverandi veg-
hefilsstjóri á Blönduósi. Hálf-
systkini Kristfnar, börn Arnfríð-
ar, voru: Sigurður Berndsen —
kunnur maður í Reykjavík um
langa tíð —, Marsilía Jónsdóttir,
einnig búsett i Reykjavík og Sól-
veig Gísladóttir — bjó í Ilafnar-
firði —. Börn Vermundar og
Lovísu Iljálmarsdóttur voru
Jakobína kona Guðmundar, sem
lengi bjó í Holti á Ásum og Pétur,
var búsettur á Siglufirði og Anna,
sem var ráðskona um nokkurra
ára skeið hjá Birni bónda Páls-
syni á Ytri-Löngumýri.
Kristín mun hafa verið á vegum
móður sinnar til 7 ára aldurs, en
flyst þá til Skagafjarðar — til
Soffíu móðursystur sinnar og
dvelst hjá henni í þrjú ár. Urþví
fer hún til vandalausra og dvelur
á ýmsum bæjum í Staðarhreppi.
Á þeim árum kynntist hún, 16 til
17 ára gömul, heillandi stúlka,
tilvonandi lífsförunaut sínum,
Eiríki Sigurgeirssyni.
Þau Eiríkur og Kristfn lögðu
land undir fót á útmánuðum á því
herrans ári 1917, þegar öll Evrópa
var í báli og brandi, frá Vík í
Sæmundarhlíð til Sauðárkróks og
voru gefin saman í hjónaband af
séra Ilálfdáni Guðjónssyni. Á
þessum tímum var öldin önnur en
nú til dags og ekki árennilegt
fyrir allslaus ungmenni að stofna
heimili, en þó mun í þann tið eins
og á öllum tímum eldmóður ung-
dómsins og ylur ástarinnar hafa
blásið hinum ungu hjónum f
brjóst þeim vitaðsgjafa bjartsýn-
is, elju og atorku, sem átti eftir
að fleyta þeim yfir allar torfærur
langrar ævi og strangra og erils-
samra lífdaga, svo að þau brotn-
uðu ekki, en fóru með sigur af
hólmi að enduðu miklu dagsverki
íþágu lands og þjóðar.
Þau hjónin, Eiríkur og Kristín,
voru næstu þrjú árin í hús-
mennsku í Vík, en árið 1920 hef ja
þau búskap í Auðnum í
Sæmundarhlíð og búa þar til
1928, er þau flytjast að Varma-
landi. Þaðan flytja þau að Bessa-
stöðum 1934 og búa þar til 1938,
en flytjast síðan að Vatnshlíð á
Skörðum og búa þar til 1963, fyrst
sem leiguliðar, en síðar sem eig-
endur jarðarinnar í félagi við syni
sína.
Arið 1963 brugðu þau búi og
fluttust um eins árs skéið til
Blönduóss, en 1964 keyptu þau
sér íbúð á Sauðárkróki og dvöldu
þar til síðasta vors, er þau, bæði
vanheil flytja á Sjúkrahús
Sauðárkróks.
Börn þeirra hjóna voru:
Skarphéðinn, f. 24. júlí 1917, d.
12. okt. 1973, bóndi Vatnshlíð.
Ólína f. 12-9. 1918 k. Hjalta Jóns-
sonar Vfðiholti. Ragnheiður f. 19-
10. -1920, k. Gissurar Jónssonar
Valadal. Valdimar f. 21-2. -1921, d.
5-2. -1942. Ámi f. 7-2. -1923, skrúð-
garðyrkjumeistari, k. Þóra
Sæmundsdóttir, búsett f Hafnar-
firði. Vermundur f. 14-2. -1925, d.
3-3 -1964, húsasmíðameistari, var
kvæntur Rut Pálsdóttur.
Sigurgeír f. 10-5. -1926, málari, k.
Jóhanna Gunnarsdóttir, bxisett í
Kópavogi. Sigríður f. 1-6. -1928, k.