Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24, NÓVEMBER 1973 23 Minning: Halldór Sveinsson Hauks Gíslasonar, búsett í Ilafnarfirði. Þórey f. 17-5 1930, k. Jóns F. Jönssonar málarameist- ara, búsett í Reykjavík. Dýrólína f. 13-11. 1932, k. Knúts Bergsveinssonar, búsett í Kópavogi. Haukur f. 27-2. 1936, k. Árný Jóhannesdóttir, búsett í Kópavogi. Drengur fæddur andvana 12-11-1937. Karl f. 13-11 1938, bóndi í Vatnshlíð, k. Margrét Þórhallsdóttir. Nú eru barnabörn þeirra hjóna 42 og barnabarnabörn 21. Það gefur auga leið, að ekki mun ævi þeirra Kristínar og Eiríks hafa verið eintómur dans á rósum, þeg- ar litið er til þess ástands, sem ríktií atvinnumálum hérlendisog víðar á þriðja og fjórða tug þess- arar aldar. Þá var lítið um tæki nema handverkfæri.húsakosturlé- legur, ræktun skammt á veg kom- in, rafmagn óþekkt f byggð um landsins, þægindi afstætt hug- tak í vitund sveitafólksins, fátækt við flestra dyr og svo mætti lengi telja. Við upptaldaraðstæður fæddust öll þeirra mörgu börn. Þau urðu því að vinna hörðum höhdum — vinna, vinna — og neita sér um allt nema brýnustu nauðþurftir, en þrautseigjan — arfur feðranna — brást ekki. Lffsgleðin hélt velli, baráttuviljinn stæltist. Á fimmta tug aldarinnar tók aftur að rofa til. Kreppan leið hjá. Nýir tímar voru í uppsiglingu. Tæknin síaðist smátt og smátt inn f þjóðlífið. Vinnuafl, sem áður ei verðgildi náði á vettvangi tvenn- um nú kaupstreitu háði. Tímarnir breyttust og „velferðarþjóðfélag- ið“ varð til með sínum kostum og stóru göllum: Umburðarlyndi, þjónustuvilji og tillitssemi rénaði að sama skapi sem kröfuharka og sérhyggja óx — En nóg um það Lífsstarf Kristínar var heimilið — undirstaða þjóðfélagsins. Þar var hennar vettvangur. Og hún stóðst raunina: Manni sínum var hún samhent og ástrík eiginkona, börnum sín- um góð móðir, barnabörnum og barna-barnabörnum, tillitssöm hlý og gjafmild amma, samferða- mönnum velviljuð og veitul hús- móðir — styrk stoð í undirstöðu þjóðlífsins — . Þeir verða ekki í tölum taldir, sem að garði hennar gengu og nutu gestrisni og veit- inga, sem ætíð voru reiddar fram sem sjálfsagt skyldustarf — aðals- merki íslenzkrar sveitamenning- ar. Ilugðarefni Kristínar urðu að sjálfsögðu að sitja á hakanum vegna þeirra fjölþættu hversdags- starfa, sem lífið lagði henni á herðar og hún rækti af kostgæfni. Þógáfust henni, sérstaklega á sfð- ari árum, tómstundir, er hún not- aði gjarnan til bóklestrar og las þá helzt ljóð eða dulrænar frá- sagnir, hún var kona trúuð og átti sér örugga vissu fyrir því, að fegri tilverusvið tækju víð að jarðvist- inni endaðri. Barnatrú sinni glat- aði hún ekki fyrir gagnrýni eða umþenkingar, en geymdi hana sem gullinn sjóð í leynum hugans og sótti þangað styrk til að aðlaða sig kröppum kjörum og hrjúfum tökum örlaganna. Nú við leiðarmörkin, þegar ég kveð Kristínu, tengdamóður mfna, verður mér efst í huga minningin um mæta konu, sem með trúartrausti og þolinmæði tók hverju sem að höndum bar f þeirri öruggu trú, að allt væri undir æðri stjórn og handan endi- marka Iífs og dauða mættust leið- irnar aftur. Minningar um eina af þeim mörgu konum, sem í hvers- dagsleika sínum hafa gegn um aldirnar með þjónustulund, fórn- fýsi og sjálfsafneitun átt sinn stóra þátt í því að fleyta kynslóð- unum yfir brim og boða harðæris, kúgunar og drepsótta. Slíkrar konu er gott að minnast. Eiríki Sigurgeirssyni, sem nú dvelur blindur og þrotinn að kröftum, en hugarrór og æðru- laus á ellideild Sjúkrahúss Sauðárkróks, bið ég allrar bless- unar með þeirri einlægu ósk, að hann missi ekki — unz yfir lýkur — sjónar á þeirri leiðarstjörnu, sem var honum sannur stefnuviti i brimróti og harðbýli erilssamr- ar ævi og veitti honum yl, birtu og munaðshlýju, sem gaf lífinu gildi og tilgang, þótt hún sé horfin af okkarsjónarsviði. Vfðiholti 24-11. Hjalti Jónsson. F.26. febrúar 1971. D. 13. nóvember 1973. 0 Jesú bróðir bezti, og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á baræskuna mína. Halldór Sveinsson var fæddur á hinu sögufróða höfuðbóli Bræðra- tungu í Biskupstungum, sonur hjónanna Sveins Skúlasonar og Sigríðar Stefánsdóttur. Halldór litli lést í Landsspítalanum af afleiðingum slyss, er hann varð f yrir f júlímánuði síðastliðnum. Fæddur 20. janúar 1951. Dáinn 16. nóvember 1973 „Sofðu góði, ljúflingsljóði leiðið vefur blærinn hljóði. Æskan þýðast allra síðast ástvin sinn, er kveður blíðast. Eftir genginn góðan drenginn grípum viðí dýpsta strenginn. G.G. Það er svo undarlegt að kveðja allt í einu þá, sem eru ungir og sýnast eiga aliar vonir fleygar á framtíðarbraut. Þrátt fyrir allt, Laugardaginn 17. nóvember síð- astliðinn lézt á Sjúkrahúsi Kefla- víkur, amma okkar, Helga Þor- björnsdóttir. Með andláti hennar er sá logi kulnaður, sem yljað hefur ástvinum hennar allt til hins síðasta dags. Amma var fædd á Seyðisfirði hinn 29. maí árið 1900 og var því rúmlega 73 ára, er hún kvaddi þennan heim. Föður sinn missti hún ung að árum, og var henni þá komið í fóstur til hjóna á Álfta- nesi. Minntist hún þeirra ætfð með þakklæti og virðingu. Um 1920 kemur hún til Keflavíkur, þar sem leiðir hennar og afa lágu saman. Þau giftu sig hinn 28. október 1921. Hafa þau síðan stutt hvort annað í gegnum öldurót lifs- ins þar til nú, er leiðir skiljast að sinni. Amma var alþýðukona, sem helgaði líf sitt heimilinu. Hún skildi starfssvið og hlutverk móð- urinnar og vissi hversu mikilvægt starf hennar var. Af níu börnum sínum missti hún tvö í greipar dauðans. Það var mikið áfall, en hún lét ekki bugast. Hinum sjö kom hún til þess þroska, sem sér- hvert býr að alla sína ævi. Okkur barnabörnum hennar var það mikilvægur skóli að alast upp í návist hennar. Þar lærðum við að mál hjartans væri eitt hið mikilvægasta í þessu lífi, því það mál skilja allir menn. Henni var einnig svo lagið að létta byrðar lffsins með alúð sinni og innileik. Hún var sá klettur, sem aldrei brást. En þrátt fyrir alla sína eiginleika barst hún ekki á. Slíkt var ætíð á móti hennar skapi. Hógværð og hjálpsemi voru hennar aðalsmerki. Nú á þessum tímamótum, er efst f huga okkar þakklæti til okkar elskulegu ömmu, við vitum að henni verður vel launað af frelsara sínum Jesú Kristi, sem hún elskaði og virti. Amma var alltaf svo þakklát öllu, er gert var fyrir hana. Ef hún mætti mæla uíyndi hún vilja Skammri ævi erlokið. Þau voru fögur æviárin. Það var eins og sólarblik, hvernig þau hófust og enduðu og allt þar í milli. Foreldrar og aðrir vandamenn standa þögulir og horfa á eftir honum. Við sjáum frelsarann allra manna og allra þjóða taka á móti honum og leggja hönd sína á höfuð hans eins og hann gerði svo oft, er hann kallaði til barnanna og bað þau að koma til sin. Og þau gerðu það. Þau komu til hans og hann blessaði þau. Jesús vill að börnin heiðri þá eldri og líki eftir þeim, og hann segir einnig, að sem erfitt kunni að þykja, þá átt- um við svo bjartar vonir um hann, sem við kveðjum í dag aðeins rúmlega tvítugan að aldri. Ilans hlýja mund, hans bjarta bros, var okkur svo kært og þá ekki sízt ömmu; sem oft vafði hann verndar- og vinarörmum. Hún þakkar bros hans og allt sem þau áttu saman, frá þvf að hann var litill drengur og fram til hinzta dags. Hún man hann sem litla, ljúfa drenginn, sem gaman var að gleðja, en átti líka svo margt til að gleðja með, svo við- kvæmt hjarta. Og í fyrra, þegar hann átti svo vonglöð jól með ungu, fallegu konunni, brúðinni sinni, þá urðu seinast allar vonir fleygar. þakka öllum þeim, er veittu henni aðstoð og styrk í veikindum sfnum, en þó sérstaklega afa, sem ætíð var henni svo góður, og börn- um sínum, sem sýnt hafa í verki hversu mikilvæg hún var þeim. Við vitum, að amma er sammála skáldinu er það segir: Églifi f Jesú nafni. 1 Jesú nafni eg dey. Þó heilsa og lif mér hafni, hræðist eg dauðann ei. Dauði, eg óttast eigi afl þitt né valdið gilt. í Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Guð blessi minningu þína. K.G. E.G. Minning: Einar Magnússon Jónína Helga Þor- björnsdóttir—Kveðja þeir eldri eigi að reyna að líkjast barninu. Barnseðlið kemur fram hjá hinum helga manni, hjá fátækhngum og hjá skáldinu. Barnið er hreint í hugsun og ein- lægt, eins og hinn helgi maður, hjálparþurfi eins og fátæklingur- inn, og hrifið eins og skáldið. Jes- ús finnur hjá börnunum fyrir- mynd handa þeim, sem eiga að fá inngöngu í ríkið. Einfeldni þeirra og einlægni er hreinni og skýrari en lærdómur og rökfærslur. Og dýrðarljómi opinberunarinnar getur aðeins speglazt í því, sem er hreint og skært. Við kveðjum, lítinn vin og frænda, með þessum fáu orðum og óskum honum góðrar heim- komu á landi lifenda. Við erum svo mörg, -sem söknum hans, en þó mest af öllum foreldrar hans, sem nú syrgja hann sérstaklega. Og öll þökkum við honum svo undramargt á stuttri ævi. í Guðs friði. Jón Gunnlaugsson. En nú er það þögnin ein, sem hefur völd — vetrarrökkrið með allar sínar gátur, öll sín óræðu djúp bíður við gluggann. Við þökkum allt sem var, hverja gleðistund og vitum, að aftur kemur vor eftir vetur hvern. Og amma hans og föðursystkini signa rúmið hans, horfa á öfyllt skarð ættarinnar með söknuði í hjarta og tár á brá. Samt er sú gjöf veitt, sem von og trú leggja í lófa með ósk um draumaland æðri heima, Ljósa- land lifs — „þar'sem meinin jafnt sem meinanna bætur blika eins og stjörnur á bládjúpi nætur." „Hve fögur sól á forgarð himins stafar, er fellur veldissproti úr dauðans hönd.“ í þeirri von segjum við öll: „Vertu sæll við söknum þín.“ Amma, föðursystkini og frændfólk. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM J Það er svo erfitt að hlýða boðum Guðs. Þó vil ég þjóna honum, en enginn þroski virðist sjást hjá mér. Spurning yðar birtir að minnsta kosti tvær orsak- ir til þess, að trúarlíf yðar skortir vöxt. Fyrst er það, að þér hugsið of mikið um vöxtinn sjálfan en minna um þroskaleiðina. Bóndinn situr ekki sífellt og bíður þess, að vöxturinn komi, heldur er hann önnum kafinn að útrýma illgresi, bera á og hlynna að gróðrinum, svo að hann vaxi. Viljið þér vaxa, verðið þér að nota yður það, sem Guð hefur ætlað yður til þroskunar; Bænina, íhugun Orðsins, þjónustu, tilbeiðslu o.s.frv. í öðru lagi sýnist mér þér álíta það einhverja nauðung að gera Guðs vilja. Þér segið, að það sé erfitt að hlýðaboðum Guðs. En þegar við elskum einhvem af allri sál og huga og mætti, þá er aldrei erfitt að hlýðnast. Rannsakið hjarta yðar. Þjónið þér Guði af ótta éða af elsku? Kristnir menn segja glaðir: „Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni,“ af því að þeir gera sér ljóst, að ástríkur og alvitur faðir á himnum léti aldrei börn sín leiðast afvega. Vilji hans og vegur er okkur f yrir beztu, og okkur er óhætt að fela honum allt. Ef við gerum Guðs vilja að reglu, þá verður fyrirheit Guðs styrkur okkar. Hver byrði verður þá létt og sérhver skylda ljúf. Þjóðsögur frá Eistlandi LEIFTUR hefur sent frá sér nýtt þjóðsagnsafn að þessu sinni frá Eistlandi, og nefnist bókin Þjóð- sögur frá Eistlandi. Á bókarkápu segir svo um þjóðsagnabók þessa: „Þetta kver veitir nokkra inn- sýn í hugarheim eistnesku þjóðar- innar á liðnum öldum, fjölþætta þjóðtrú hennar á gott og illt, á dularfullar vættir í skógum, ám og vötnum. Sumar sögurnar minna á íslenzkar þjóðsögur. Má þar minna á sækýr og viðureign manna við kölska sjálfan, þar sem hann i allri flærð lýtur í lægra haldi fyrir mannlegu viti, aðrar eru þeim alveg óskyldar. Viða gætir hér djúprar lifs- speki, þar sem náttúran hefnir sín, sé gegn henni syndgað. Flestar eru sögurnar byggðar á siðferðilegum grunni. Dyggðin uppsker sin laun, en svikin fá makleg málagjöld að lokuml! Tvær drengjabækur MEÐAL drengjabóka, sem Leift- ur gefur út, er „Ævintýri um mið- nætti", ný Frank og Jóa-bók. Frank og Jóa-bækurnar „sameina það tvennt, sem unglingar hafa mesta ánægju af,“ segir á kápu- síðu, „þær eru mjög spennandi, og drengirnir koma fram af snilld og drenglyndi f öllum málum '. Einnig er komin út ný Bob Mor- an-bók, eftir Henri Vernes. Nefn- ist hún „Leynifélag löngu hníf- anna“. Söguhetjan á hér í höggi við hættulega andstæðinga, sem loks hafa fundið ofjarl sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.