Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NOVEMBER 1973 25 fclk f fréttum SKILAR UND- IRSKRIFTUM Ib Larsen, formaður Mið- demókrataflokks Erhards Jac- obsens í Danmörku, var að von- um kampakátur, þegar hann skilaði 51400 undirskriftum til stuðnings framboði flokks síns til innanríkisráðuneytisins danska á dögunum. Þar hafa menn nú hafizt handa um að bera listana saman við lista stuðningsmanna annarra flokka, til að ganga úr skugga um, að sömu undirskriftir komi ekki fyrir á listum tveggja eða fleiri flokka, því að þá eru þær ógildar. En ráðuneytið lætur sér nægja að finna 16.480 gildar undirskriftir, sem lög og reglur krefjast, til að flokkurinn fái að bjóða fram. — Sumir töldu, að það kynni að reynast flokknum erfitt að safna 16.480 undir- skriftum á þeim nauma tíma, sem til stefnu var, en flokkur- inn safnaði þrisvar sinnum fleiri undirskriftum en þörf var á. UPP MEÐBUDDUNA! Gömul ást slokknar aldrei. Að minnsta kosti ekki, þegar pen- ingar eru með i spilinu. Það hefur Alexander Dalison, eftir- launamaður í enska bænum Folkestone, komizt að raun um. Þótt 19 ár séu siðan hann fékk skilnað frá f.\Tri konu sinni, hefur hann nýlega verið dæmdur til að greiða henni líf- eyri. Alexander Dalison, fyrrum blaðamaður og ljósmyndari, kvæntist i fyrsta skipti árið 1936 ungfrú Susanne Therese Steffan. 18 árum síðar skildu þau. Ilún fékk vinnu sem ráðs- kona hjá auðugum presti, Walter Mayjes, á Suður-Spáni. Nokkrum ái'um síðar kvæntist Dalison að nýju og hafði að mestu gleymt fyrri konu sinni, er hann fékk óvænt bréf frá henni fyrir nokkru. 19 árum eftir skilnaðinn krafðist hún Iífeyris, þvi að henni hafði lánazt að evða öllum auði prestsins. — Auðvitað vildi ég borga, segir Alexander Dálison. Hann lét málið ganga til dómstólana, sem komust að þeirri niður- stöðu, að honum bæri að senda vikulega nær 3.000 ísl. kr. til fyrri konu sinnar og prestsins hennar á Spáni. Alexander Dalison og eiginkona hans, Renée, sem hefur orðið á gamals aldri að fara að vinna til að afla fjár, sem bóndinn þarf að greiða fyrri konu sinni f lífeyri. Ilún segir: —Við höfum um margra ára skeið lifað i fátækt. Ég hef orðið að selja alla skart- gripi mína og það eru ár síðan ég hef getað ke.vpt mér nýjan kjól. En fyrii Alexander Dalison hafa þessi aukaútgjöid, sem skerða eftirlaun hans um fimm- tung, þýtt það, að Renée, núver- andi eiginkona hans, sem hann gekk að eiga fyrir 13 árum, hefur orðið að fara að vinna. ★ FARINFRÁ yale-háskOla Eric Segal, höfundur hinnar geysivinsælu skáldsögu „Love Story“, hefur sagt lausu starfi sínu sem aðstoðarprófessor í klassískum bókmenntum við Yale-háskóla I Bandaríkjunum, einn kunnasta háskólann þar i landi. Fyrir 3‘A ári sóttist Segal eftir prófessorsembætti við skólann, en eftir talsvert þöf var það veitt öðrum. í fyrra bauðst honum annað kennslu- starf við skólann, þannig að hann gæti einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum utan skól- ans í framfaldi af vinsældum hans, og væri laus við rann- sóknaskyldu. Hann tók þvl boði ekki. SKIPTAST A UM VEGABREFIÐ DÓMARI í Los Angeles hefur kveðið upp þann úrskurð. að leikarinn Gary Grant og fyrr- verandi eiginkona hans, leik- konan Dyan Cannon. eigi að skiptast á um yfirráðaréttinn yfir vegabréfi döttur þeirra, Jennifer, sem er sjö ára gömul. Þessi úrskurður var upp kveð- inn vegna óska Garys um að fá framvegis að hafa vegabréf dótturinnar alltaf í sinum fór- um. Dyan mun fá að hafa vega- bréfið þau árin, sem númerúð eru oddatölu, og hefur lnin því vegabréfið til áramöta. Gary er nú 69 ára gamall, en Dyan er 35 ára gömul. LILA LEE LATIN Lila Lee, sem með dökkum, glampandi augum og óvenju- legri framkomu heillaði kvik- myndahúsagesti og Hollywood- 'stjörnur eins og RudolphValen- tino og Charlie Chaplin, er látin, 68 ára að aldri. Fröken Lee, stjarna þöglu myndanna og bardagamynda á fjórða áratugnum, lézt sl. þriðjudag af hjartaslagi i sjúkrahúsi f Bandaríkjunum. Á tjaldinu vann hún sér frægð og vinsældir sem ást- vinur margra dáðustu stjarna þessa tíma, en ástarævintýri hennar í einkalífinu með Valentino, Chaþlin og fleirum voru a.m.k. eins umtöluð í blöðum. Hún hóf barn að aldri að leika á skemmtunum og 13 ára gömul var hún „uppgötvuð" og gefin kvikmyndaprófun hjá leikstjóranum Esse Lasky. Hún lék fyrst barnahlutverk í kvikmyndum, en var síðan ráðin til hins fræga kvikmynda- félags Players-Lasky hf., sem var fyrirrennari Paramount- kvikmyndafélagsins. Fyrsta fillorðinshlutverk hennar var í kvikmyndinni „Male and Female“ undir stjórn Cecil B. DeMille. Hún lék með Valen- tino f myndinni „Blóð og sandur". 18 ára gömul giftist hún í fyrsta skipti og var eiginmaður- inn einnig kvikmyndastjarna, James Kirkwood. Eftir átta ára sambúð skildu þau og hún sneri sér aftur að kvikmyndaleik. Á fimmta áratugnum lék hún i mörgum leikhúsum i New York og víðar. Sfðari hjónabönd hennar, með fjármálamann- ínum Jack Peine, og síðar fjár- málamanninum John E. Murphy, enduðu bæði með skilnaði. Sonur hennar, James Kirk- wood, er leikritaskáld og rithöf- undur. AZNAVOURSPAIR í AÐRA SÆNSKA Franski söngvarinn Charles Aznavour hefur valdið aðdá- endum sínum í Frakklandi miklu áfalli með því að til- kynna, að hann ætli að draga sig I hlé og flytjast til Svf- þjóðar með konu sinni Ullu, sem er sænsk, og börnum. Opinbera skýringin er sú, að hann sé einfaldlega þreyttur á að vera í sviðsljósinu og kjósi rólegra líf f Svíþjóð, sem honum finnst fallegt land. Óopinber skýring er sú, að vissulega telji Aznavour sænskt landslag fallegt, en þó séu það fremur ljóshærðar stúlkur, sem heilli hann. Er sagt, að hann hafi i fyrri heimsóknum til Sviþjóðar oft farið út að skemmta sér án þess að taka frúna með sér og mörgum sinnum hafi hann sézt á næturklúbbum i fylgd með ungri og enn óþekktri sænskri leikkonu. Og nú snvria menn: Er það hennar vegna, sem hann hyggst flytjast til Sví- þjóðar? Utvarp Reykjavík * LAUGARDAGUR 24. nóvemher 7.00 Morguniitvarp Vc*ðurfreKnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (ofi forustugr. dagbl.). 9.00 o« 10.00. MorgunhaEn kl. 7.55 Morgunstund harnanna kl. 8.45: Olga Guðrún Árnadóttir heldur áfram að lesa söguna „Börnin taka til sinna ráða" eftir dr. Gormander (9). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atr. Morgunkaffið kl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ra?ða um útvarpsdaí»skrána. Auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 íþróttir Umsjónarmaður: Jón Ásgeirsson. 15.00 tslenzkt mál Asgeir Blöndal Magnússon eand. ma« talar. 15.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Siskó og Pedró“ eftir Estrid Ott í leikgerð Péturs Sumarliðasonar. Fimmti þáttur. Persónurog leikendur: Pedro.......... ÞórhallurSigurðsson SLskó............ BorgarGarðarsson 1. smyglari.................. Rúrik Haraldsson 2. smyglari................... Arni Tryggvason V'arðmaður ...... Knútur Magnússon Sögumaður....... Pétur Sumarliðason 16.00 Fréttir. A skjánum LAUGARDAGUR 24. nóvember 1973 17.00 íþróttir Meðal efnis er mynd frá Norðurlanda- móti kvenna í handknattleik og Enska knattspyrnan, sem hefst um klukkan 18.15. U msjónarmaður ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veðurog augtýsingar 20.25 Brellin blaðakona Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 20.50 Ugla sat á kvisti Skemmtiþáttur með söng og gleði. Meðal gesta eru hljómsveitin Lítið eitt Magnús Sigmundsson og Jóhann Helgason. 16.15 Veðurfregnir. Tfu á toppnum Öm Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.15 Framburðarkennsla í þýzku 17.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. FréttaspegiII 19J20 Framhaldsleikritið: „Snæbjörn galti“ eftirGunnar Benediktsson. Fjórði þáttur. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónurog leikendur: Asleif........... Þóra Friðriksdóttir Agata...... Margrét Guðmundsdóttir Eðna ........... Bryndís Pétursdóttir Jórunn.... Guðbjörg Þorbjamardóttir Hallbjörn........ Gunnar Eyjólfsson Tungu-Oddur Jón Sigurbjörnsson Hallgerður......... Kristbjörg Kjeld Snæbjörn galti Þorsteinn Gunnarsson Alfur............... Pétur Einarsson Dagur............... Gísli Alfreðsson Geirlaug..................... Guðrún Stephensen Sögumaður..................... Gísli Halldórsson 19.50 Vínarvalsar Hljómsveit Alþýðuóperunnar i Vín leikur valsa eftir Fucik. Waidteufel. Kalman og Lehar. Stjórnandi: Josef Le o G rube r. 20.15 Urnýjum bókum 20.50 Frá Norðurlöndum Sigma r B. Hauksson talar 21.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Frétti r 22.15 Veðurfregnir 22.30 Danslög 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. * Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. Stjóm upptöku Egill Eðvarðsson. 21.20 Serengeti lifir Bresk fræðslumynd um dýralíf í Serengeti-þjóðgarðinum í Tansaniu í Afríku. Þýðandi og þulur Gísli Sigurkarlsson. 21.50 Égheiti Jerfkó (Je m’apelle Jerico) Frönsk bíómynd, byggð á sögu eftir Catherine Paysan. Aðalhlutverk Marie Dubois, Jules Borkon, Michel Simon og Yves Lefebvre. Leikstjóri Jacques Poitrenaud. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Aðalpersónur myndarinnar eru ung hjón. Sambúð þeirra hefur gengið heldur brösótt, og þau hafa ákveðið að skilja, en dag nokkurn fá þau óvænt boð frá afa gamla i sveitinni, sem biður þau að koma og eyða sumarleyfinu hjá sér. 23.30 Dagskrárlok fclk i 1 fjclmiélum * G Kl. 21.15 er Þorsteinn Hannesson með Hljómplötu- rabb. Þorsteinn sagðist að þessu sinni eingöngu ætla að leika lög úr óperum, sungin af John McCormack. Hann var irskur að uppruna. og var einn mesti tenórsöngvari á sínum tíma. Hann fæddist árið 1884, og fékk fyrstu tilsögn sína í söng við dómkirkjuna í Dyfl- inni, en nam síðar í Mflanó. Hann söng slðar við Covent Garden, víðs vegar í Evrópu og Ameríku. I fyrstunni söng hann aðallega í óperum, en sneri sér síðan að því að syngja „Lieder“ og önnur sönglög. John McCormack lézt árið 1945. l] í kvöld kl. 20.25 er síðasti þátturinn með Shirley McLaine í hlutverki brellnu blaða- konunnar á dagskrá Sjónvarps- ins. Blaðakonan hefur verið reglulegur gestur á skjánum siðan í fyrra, en að undanförnu hefur hún verið á ferðinni í Hong Kong. Að þessu sinni er henni fengið það yerkefni að gera úttekt á skemmtanalifi bandarískra hermanna í Hong Kong. Hún kemst i kynni við stúlku af kínverskum ættum, og hefur sú lent i kasti við fjárkúgara. En nú segjunt við ekki meira, þvi að þá væri víst lítið eftir til að skemmta sér við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.