Morgunblaðið - 24.11.1973, Side 31

Morgunblaðið - 24.11.1973, Side 31
31 » Lið FH: Hjalti Einarsson 4, Birgir Björnsson 2, Sæmundur Stefánsson 2, Viðar Símonarson 4, Ami Guðjónsson 1, Auðunn Óskarsson 1, Jón Gestur Viggósson 1, Öm Sigurðsson 2, Gunnar Einarsson 3, Ólafur Einarsson 1, Þórarinn Ragnarsson 3. LIÐ VALS: Ólafur Benediktsson 2, Hermann Gunnarsson 1, Gísli Blöndal 4, Gunnsteinn Skúlason 2, Bergur Guðnason 3, Stefán Gunnarsson 3, Ögmundsson 2, Ólafur H. Jónsson 1, Jón Karlsson 2, Jóhann Ingi 1, Ólafur Guðjónsson 1. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBE Mistök Valsmanna færðu FH sigur 23:16 ISLANDSMEISTARAR Vals I handknattleik færðu FH-ingum sigurinn á silfurbakka, er liðin mættust í fyrri leik sínum í 1. deildar keppni Islandsmótsins I Hafnarfirði I fyrrakvöld. Eft- ir tiltölulega jafnan og góðan leik, tóku Valsmenn upp á því að rétta FH-ingum knöttinn, eða missa hann með ónákvæmum sendingum. FH-ingar þökkuðu að vonum gott boð og skoruðu hvert markið af öðru á lokamfnútum leiksins. Og úrslitin urðu 23:16 sigur FH.sem er nú eina liðið í 1. deild, sem ekki hefur tapað stigum — nokk- uð, sem enginn hafði búizt við fyrirfram, þar sem allir töldu, að Þýzkalandsdvöl Geirs Hallsteins- sonar myndi nánast þýða hrun FH-liðsins. Það var einkum tvennt, sem varð Valsliðinu að falli í fyrra- kvöld. Ótrúlega mikiil taugaslapp- leiki, þegar mest á reyndi, og það, að Ólafur H. Jónsson var ekki svipur hjá sjón miðað við það venjulega. Hefur það sennilega verið misráðið hjá Valsmönnum að tefla Ólafi fram í þessum leik, en það varð til þess, að félagar hans treystu um of á hann. Þá er ekki ósennilegt, að hagkvæmara hefði verið fyrir Valsmenn að hafa Ólaf inni á línunni og freista þess að.skapa þannig ógnun. Þetta var aðeins einu sinni reynt, og fengu Valsmenn þá þegar víta- kast dæmt. Aðalmunurinn hjá liðunum var þó markvarzlan, en í FH-markinu var Hjalti Einarsson í sínu bezta formi, og varði hvað eftir annað stórkostlega vel. Ólafur Bene- diktsson, Valsmarkvörður, varði vel til áð byrja með, en datt svo skyndilega úr formi og náði varla að verja eitt einast skot eftir það. Skiptu Valsmenn varamarkverði sínum inn á, meðlitlum árangri. Viðar Sfmonarson átti nú enn einn stórleikinn með FH. Hann ógnaði stöðugt í sóknarleiknum og var einn bezti varnarleikmað- urinn. Var hannnúnánast óþekkj anlegur frá landsleiknum við Svía á dögunum. Gunnar Einarsson átti einnig góðan leik með FH, — lipur piltur með framúrskarandi knattmeðferð. Þessir þrír menn: Hjalti, Gunnar og Viðar, bera FII- liðið uppi, en þó er greinilegt, að aðrir leikmenn þess, t.d. Sæmund- ur og Þórarinn, eru að ná sér á strik. Gísli Blöndal átti beztan leik Valsmanna og virðist nú vera kominn í sitt bezta form. Þá átti Bergur einnig góðan leik, lengst af, en taugaslappleikinn háði hon- um, eins og öðrum Valsmönnum, undir lok leiksins. Annars má segja, að hin rómaða „mulnings- vél“ hafi brugðizt alvarlega, þeg- ar á leikinn leið. Því hefur reynd- ar stundum verið spáð, að hún færi að bræða úr sér, en ekki er ástæða til að álykta þannig nú. Þetta var einfaldlega ekki dagur Valsliðsins. I STUTTU MALI: ísiandsmótið 1. deild. Iþróttahúsið Hafnarfirði 22. nóv. Urslit: FH — VALUR 23 — 16 (8 — 8) Gangur leiksins: Mfn. FH Valur 2. Viðar 1:0 3. 1:1 efsli (v) 7. 1:2 Gfsli 8. ViSar 2:2 9. Viðar 3:2 10. 10. Viðar 11. 13. 16. Gunnar (v) 19. Þóríirinn 20. Þórarinn 21. 26. 28. 28. Gunnar (v) 32. Viðar 33. 34. Öm 35. 36. Gunnar 37. 38. Gunnar 43. Gunnar (v) 45. Jón 45. 46. Viðar 47. 48. 49. Viðar 54. Þórarinn 56. Gunnar 56. Þórarinn 57. 58. Viðar 59. Þórarinn 59. 60. Ölafur 60. Gunnar 3:3 4:3 4:4 4:5 5:5 6:5 7:5 7:6 7:7 7:8 8:8 Gunnsteii Gfsli Bergur Gfsli Gfsli (v) Gfsli Hálfleikur 9:8 9:9 10:9 10:10 11:10 11:11 12:11 13:11 14:11 14:12 15:12 15:13 15:14 16:14 17:14 18:14 19:14 19:15 20:15 21:15 21:16 22:16 23:16 Bergur Gfsli Gfsli Bergur Bergur Gfsli (v) Jón K. ólafur r Ovænt frammistaða Þórs Jafntefli 22:22 við Hauka LIÐHAUKA: Ómar Karlssoti 2, Sturla Haraldsson 1, Sigurður Jóakimsson 2, Ólafur Ólafsson 1, Stefán Jónsson 2, Guðmundur Haraldsson 2, Hörður Sigmarsson 2, Frosti Sæmundsson 2, Gunnar Einarsson 1, Arnór Guðmundsson 1. LIÐ ÞÖRS: Tryggvi Gunnarsson 2, Aðalsteinn Sigurgeirsson 2, Sigtryggur Guðlaugsson 3, Páll Sigurgeirsson 1, Ólafur Sverr- isson 2, Arni Gunnarsson 1, Þorbjörn Jensson 3, Benedikt Guðmundsson 1. EFTIR fyrsta leik Hauka f 1. deildarkeppni Islandsmótsins ! handknattleik, er þeir gerðu jafn- tefli við Fram, töldu margir, að liðið myndi verða I baráttu um Islandsmeistaratitilinn f ár. En eftir tvo sfðustu leiki liðsins við Víking og Þór frá Akureyri, má Ijóst vera, að ef liðið tekur sig ekki verulega á, þá verður það fremur í baráttunni á botninum en á toppnum. t fyrrakvöld gerðu Haukarnir jafntefli við Þör á heimavelli sfnum í Hafnarfirði, eftir að hafa haft góða forystu f leiknum megin hluta hans. Má segja að Haukamir hafi fært Þórsurum annað stigið með frá- munalegum klaufaskap fsending- um, þar sem reyndustu menn liðs- ins áttu hlut að máli. Það, sem einkum hrjáir þó Haukaliðið þessa dagana, er það Leikir Pancevo LIÐIÐ Dynamo Pancevo frá Júgóslavíu lék sinn fyrsta leik í tslandsferðinni við Fram á fimmtudaginn og tapaði þá með einu marki. Um hclgina leikur Pancevo þrjá leiki f við- bót, við Val klukkan 16 í dag, við FH á morgun klukkan 15 og á mánudagskvöldið klukk- an 20.30 hefst leikur Pancevo og Iandsliðsins. Eftir fyrsta leik Pancevo virðist styrkleiki liðsins fyrst og fremst liggja í varnarleikn- um og markvörzlunni. Sóknar- leikurinn var hins vegar nokk- uð þunglamalegur, en þeir, sem til þekkja, segja, að liðið geti leikið mun betur, en ferðaþreyta, kuldinn hér á landi og taugaóstyrkur hafi háð liðinu. Þessi atriði ættu þó að vera komin í lag í leikjun- um um helgina og þá fáum við væntanlega að sjá beztu hliðar júgóslavnesks handknattleiks. að vörn þeirra er ákaflega sund- urlaus og opin. Hún hefur fengið á sig 50 mörk f tveimur sfðustu leikjum. Varnarleikur hefur löng um verið ein sterkasta hlið Haukaliðsins, en að undanförnu hefur mjög sigið á ógæruhliðina. Það er ekki nóg að skora mörk. Til þess að vinna leik þarf einnig að verjast mörkum. Við raunir Haukanna bætist svo, að lands- liðsmarkvörður þeirra, Gunnar Einarsson, virðist vera í ein- hverri lægð þessa dagana, og stóð hann sig illa í leiknum á móti Þór. I sóknarleik sínum í leiknum í 'fyrrakvöld voru Haukarnir oft of gráðugir og reyndu skot f vonlitl- um færum. Þar var Hörður Sig- marsson fremstur i flokki, og þrátt fyrir 7 mörk, sem hann gerði í leiknum, var skotanýting hans slæm. Eftir þessa tvo síðustu leiki hljóta Haukarnir að hugsa mál sín, og reyna að ná fram meiri festu í liðinu. Lið Þórs kom undirrituðum á óvart. t því eru þrír prýðisgóðir einstaklingar: Sigtryggur, Þor- UBK heiðrar hina yngstu UNGLINGANEFND Knatt- spyrnudeildar Breiðabliks efnir til fundar í Köpavogsbíói á morg- un, laugardaginn 24. nóvember, klukkan 13.30. Þar verður m.a. flutt ávarp, verðlaun í skólamóti utanhúss afhent, kosnir „knatt- spyrnumenn ársins" í 3., 4. og 5. flokki, kvikmyndasýning og síðast en ekki sízt verða tslandsmeistar- ar Breiðabliks í 5. flokki heiðrað- ir. Flokkur þessi náði frábærum árangri á síðastliðnu sumri, bæði 5. a og 5. b fóru taplausir í gegn- um alla leiki sumarsins, mótaleiki jafnt sem æfingaleiki, og umiu öll mót, sem liðin tóku þátt i. Ur 24 mótaleikjum fengust 47 stig og markatalan varð 163:11. Ungir Blikar og foreldrar eru hvattir til aðmæta. björn og Tryggvi markvörður. Þessir þrír einstaklingar eru burðarásar liðsins, sem allt snýst um, og þeir voru sannarlega traustsins verðir í leiknum í Hafnarfirði. Þörsliðið leikur skynsamlega — virðist þekkja sin takmörk, og barátta liðsins, einkum í síðari hálfleik, er það var ar að vinna upp forskot Ilaukanna, var mjög skemmtileg og um leið árangurs- rík. Greinilega er það aðalveikleiki Þórsliðsins, hversu fáa menn það hefur. Sömu leikmennirnir voru inni á nær allan leikinn, og sumir reyndar allan. Til þess að geta leikið þannig þurfa menn að hafa mikið þrek, og það verður að segj- ast eins og er, að furðu má gegna, hvað leikmennirnir spjöruðu sig. Þessi mannafátækt kemur nokk- uð niður á spili liðsins. Sóknir þess eru hægfara, þar sem leik- mennirnir freista þess þá að hvíla sig ofurlftið en oft var „keyrsla “ liðsins í vörninni góð. Þeir Þorbjörn og Sigtryggur skoruðu 15 mörk af 22 mörkum Þórs, enda hjálpuðu félagar þeirra þeim n\ikið f sókninni, einkum þó Þorbirni, sem hvað ■eftir annað tókst að „blokkera" vel fyrir. Þorbjörn virðist bæði skotharður og skotviss, þannig að mörkin, sem hann skoraði í þess- um leik, voru flest hver hin fall- egustu. ISTUTTU MALI: íslandsmótið l.deild. íþróttahúsið Ilafnarfirði 22. növ. Urslit: Haukar — Þór 22 — 22 <12 -8) Gangur leiksins: Mín. Haukar Þör L 0:1 Þorbjörn 1. Stefán 1:1 3. Sigurður 2:1 4. 2:2 Sigtryggur & 2:3 Sigtryggur 9. Iförður 3:3 11. Hörður 4:3 13. 4:4 ólafur 15. Hörður 5:4 16. 5:5 Sigtryggur 18. Sigurður 6:5 20. 6:6 Þorbjörn 22. Frosti 7:6 23 7:7 Sigtryggur (v) 25. Guðmundur 8:7 26. 8:8 Arni 27. Ólafur (v) 9:8 28. Hörður 10:8 29. Frosti 11:8 30. Ólafur (v) 12:8 Hálfleikur 31. Sigurður 13:8 31. Guðmundur 14:8 32. 14:9 Þorbjörn 32. Hörður 15:9 33. 15:10 ólafur 34. 15:tl Ólafur 35. 15:12 Sig(r>'ggur (v) 36. Stefán 16:12 37. 16:13 Þorbjörn 38. 16:14 Þorbjörn 39. Ólafur (v) 17:14 39: 17:15 Þorbjörn Mörk FH: Viðar Símonarson 8, Gunnar Einarsson 7, Þórarinn Ragnarsson 5, Ólafur Einarsson 1, Jón Gestur Viggósson 1, Öm Sig- urðsson 1. Mörk VALS: Gísli Blöndal 9, Bergur Guðnason 4, Ólafur Jóns- son 1, Gunnsteinn Skúlason 1, Jón Karlsson 1. Brottvfsanir af velli: Hermann Gunnarsson, Val, f 2. mín., Ólafur Einarsson og Gunnar Einarsson, FH.Í2. mín. Misheppnuð vítaköst: Engin. Dómarar: Karl Jóhannsson og Ilannes Þ. Sigurðsson. Þeir dæmdu vel og höfðu góð tök á leiknum, nema helzt á lokamín- útunum, er leikur var kominn í upplausn. — stjl. 42. Stefán 18:15 43. 18:16 ólafur 45. Ólafur (v) 19:16 46. Hörður 20:16 48. 20:17 Sigtryggur 49. 20:18 Aðalsteinn 51. Hörður (v) 21:18 53. 21:19 Aðalsteinn 55. 21:20 Sigtryggur 56. 21:21 Sigtnggur (v) 57. Stefán 22:21 58. 22:22 Þorbjörn Mörk Ilauka: Hörður Sigmars- son 7, Stefán Jónsson 4, Sigurður Jóakimsson 3, Frosti Sæmunds- son 2, Guðmundur Ilaraldsson 2, Ólafur Ólafsson 2. Mörk Þórs: Sigtryggur Guð- laugsson 8, Þorbjörn Jensson 7, Ólafur Sverrisson 4, Aðalsteinn Sigurgeirsson 2, Arni Gunnarsson 1. Brottvísanir af velli: Aðal- steinn Sigurgeirsson, Þór, f 2 mfn. Misheppnuð vftaköst: Ómar Karlsson varði vítakast Sigtryggs á 6. mfn. Tryggvi Gunnarsson varði vítaköst frá Herði á 8. mfn og 58. mín. Dómarar: Alf Pedersen og Ingvar Viktorsson og dæmdu þeir yfirleitt vel. Danir unnu A-Þjóðverja ÞESS A dagana stendur yfir mót i Rúmeníu með þátttöku Austur- Þjóðverja, Dana, Júgóslava, Sovétmanna og tveggja liða frá Rúmeniu. Urelit fyrstu leikjanna urðu þau að Danir unnu A-Þjóð- verja 24:18, Júgóslavia vann Sovétrikin 25:19 og Rúmenía (a) vann Rúmeníu (b) 20:19. Landsliðið valið ÍSLENZKA landsliðið, sem mætir júgóslavneska liðinu Dynamo Pancevo á mánudags- kvöldið, hefur nú verið valið, og verður það þannig skipað: Markverðir: Gunnar Einarsson, Haukum Sigurgeir Sigurðsson, Víkingi Aðrir leikmcnn: Axel Axelsson, Fram Björgvin Björgvinsson, Fram Auðunn Óskarsson, FH Gunnsteinn Skúlason, Val Agúst Svavarsson, IR Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Ólafur H. Jónsson, Val Ilörður Sigmarsson, Haukum Einar Magnússon, Vfkingi Gfsli Blöndal, Val

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.