Morgunblaðið - 24.11.1973, Page 32

Morgunblaðið - 24.11.1973, Page 32
TÆNGIRf SÍMAR: 26060 OG 26066 ÁÆTLUNARSTAÐIR AKRANES. FLATEYRI. HÓLMAVÍK, GJÖGUR. STYKKISHÓLMUR, RIF. SIGLUFJÖROUR. BLÓNDUÓS. HVAMMSTANGI. R HAFIO M ECD hafskip h.f LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973 Bréf borgarstjóra: Á búseta „vísitölufjöl- skyldu,, að ráða úrslitum? BORGARSTJÓRINN í Reykja- vík, Birgir Isl. (junnarsson, hefur svarað bréfi því, sem Magnús Kjartansson iúnaðarráðherra sendi í fyrradag, þar sem tilkynnt var, að ríkisstjórnin hefði breytt fvrri ákvörðun og fallizt á 12% hækkun hitaveitugjalda, en jafn- framt hafði ráðherrann í hótun- um við borgina. 1 svarbréfi sínu segir Birgir ísl. Gunnarsson borg- arstjóri, að fyrirvari ráðherrans sé óþarfur „enda er þá reiknað með, að af hálfu ráðuneytis yðar Veitingamenn fengu hækkun SATTASEMJARI hefur boðað þjóna og veitingamenn á sátta- fund í dag kl. 3. í gær dró nokkuð til tíðinda í þjónadeilunni. Þjón- ar hættu að framreiða veitingar fyrir fastagesti hótelanna, þrír veitingastaðir héldu opinberan dansleik, þar sem öl og gosdrykk- ir voru á boðstólum, þjónar héldu fjölmennan félagsfund, þar sem rætt var um gagnráðstaf anir vegna þessa og loks fengu veit- Framhalds- saga eftir Diirrenmatt t DAG hefst í blaðinu ný fram- haldssaga „Grunurinn", eftir hinn heimsfræga, svissneska rithöfund Friedrich Diirren- matt. Jóhanna Kristjónsdóttir hlaðamaður sneri sögunni á ís- len'zku. Hér á landi hafa verið flutt leikrit eftir hann, m.a. „Eðlis- fræðingarnir" og „Sií gamla kemur í heimsókn“, og einnig hafa nokkur verka hans verið flutt i útvarpi. Diirrenmatt hefur skrifað ailmargar skáld- sögur og getið sér orð fyrir sakamálasögur sínar, sem þykja í senn bera vott listrænu handbragði hans, hugarflugi og mannþekkingu í betra lagi. Aðalpersónur í „Grunur- inn“, Bárlaeh lögregluforingi, kemur við sögu í allmörgum skáldsögum Durrenmatts og hafa Bárlach-sögurnar öðlazt miklar vinsældir og margir telja, að í sakamálaskrifum sínum sé Durrenmatt ekki óá- þekkur belgíska höfundinum Georges Simenon. ingamenn langþráða hækkun á álagningarprósentu áfengra drykkja. Nú er að sjá, hvort þessi hækkun liðkar deiluaðila eitt- hvað á samningsfundinum í dag, ellegar er hætt við að deilan harðni enn og eru menn þá allt eins undir það búnir, að hún standi f ram yfir áramót. Að sögn Konráðs Guðmunds- sonar á Hótel Sögu fengu veit- ingamenn í gær heimild til þess að hækka álagningarprósentuna á áfengum drykkjum og kvað hann hækkunina vera um 8%. Sam- kvæmt því hækkar prósentan á 'éttum vfnum úr 26 upp í 40% og á sterkum drykkjum úr 66 í 80%. Konráð sagði þó, að það væri langt frá því að nú hefði fengizt nægileg leiðrétting á álagnings- unni, þvf að hún hefði á sínum tfma verið 110% á sterkum drykkjum. Hins vegar kvað Kon- ráð vetingamenn nú hafa gert sér vonir um, að álagningar- prósentan yrði 85% eða áþekkþvf, sem þeir hefðu haft í fyrra. En reyndin hefði orðið önnur. Hótel Saga var annars einn þeirra skemmtistaða, sem aug- Framhald á bls. 18 og ríkisstjórnarinnar verði ekki staðið á móti þvf, að gjaldskrá Hitaveitunnar verði á hverjum tíma ákveðin þannig, að veitan skili þeirri lágmarksarðsemi, sem fyrrnefndur lánasamningur og samningar við nágrannasveitarfé- lög gera ráð fyrir.“ Síðan bendir borgarstjóri í bréfi sínu á gegndarlausar verð- hækkanir og nauðsyn Hitaveit- unnar á frekari hækkun og segir: „Verður ráðuneytinu fljótlega sent erindi um þetta efni og mun þannig reyna á það, hvort ráðu- neytið og ríkisstjórnin vilja fyrir sitt leyti stuðla að áframhaldandi og hagkvæmari stækkun Hitaveit- unnar eða hvort búseta „vísitölu- fjölskyldunnar" ræður afstöðu ráðamanna. Bréf borgarstjóra fer hér á eftir í heild: „Með bréfi iðnaðarráðuneytis- ins frá í gær er tilkynnt, að ráðu- neytið heimili þá 12% hækkun á gjaldskrá Ilitaveitu Reykjavíkur, sem ráðuneytinu var tilkynnt hinn 22. ágúst sl. að nauðsynlegt væri. Hækkunarbeiðni þessi var miðuð við, að skilyrði lánasamn- ings ríkisstjórnurinnar við Al- þjóðabankann frá 1962 um arð- Framhald á bls. 18 Reykjavík og Esjan — séð milli hitaveitugeymanna á Öskjuhlfð. Heita vatnið ætlar að reynast Reykvíkingum happadrjúgt og á næsta ári sparar það þeim einn og hálfan milljarð í húsahitunarkostnaði — miðað við að húsin hefðu annars verið kynnt meðolíu. (Ljósm. Mbl. Öl. K. M.) „Allt óljóst um ráðherraviðræður,” — segir utanríkisráðherra „Það er nú allt óljóst um það, hvort af ráðherraviðræðum verður milli okkar og Vestur- Þjóðverja,“ sagði Einar Agústs- son utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Upp- haflega var rætt um ráðherra- viðræður í desember, en eftir fund embættismannanna hér í Reykjavík í fyrradag, þar sem ekkert þokaðist til samkomu- lags, hafa vonir manna um sam- komulag á næstunni dofnað mjög. Um leið hafa líkurnar á því, að samkomulag íslands og Efnahagsbandalagsins um tollalækkanir á fiskafurðum okkar til þessara landa taki gildi um áramótin, minnkað verulega. Um það atriði sagði utanríkisráðherra, að hann teldi þýðingarlaust að fá Þjóð- verja til að falla frá þeirri ákvörðun sinni að standa í vegi fyrir gildistöku þessa ákvæðis EBÉ-samníngsins. „Við erum búnir að reyna, hvað við getum í þeim efnum,“ sagði Einar, og kvaðst hann ekki gera ráð fyrir, að Þjóðverjar létu af mótstöðu sinni fyrr en þeir hefðu fengið fullnægjandi samning í land- helgisdeilunni. Hitaveitan sparar Reykviking- um 1565 milliónir á næsta ári Tillaga siálfstæð- Tillaga sjálfstæð ismanna um hagnýt- ingu jarðhita ÆJTLA má, að sparnaður Reyk- víkinga á næsta ári vegna hita- veitu í stað olíukyndingar muni nema um 1565 milljónum króna, eða um 50 þúsund krónum á hverja 4ra manna fjölskyldu.1 ár er hitunarkostnaður Reykvíkinga talinn vera uin 450 milljónir króna, en með olíu hefði hann orðið um 1130 milljónir. Hitaveit- an sparar þvf Reykvfkingum á þessu ári um 680 milljónir, og nemur sá sparnaður um 23 þúsund kr. á hverja 4ra manna fjölskyldu. Nú er gert ráð fyrir, að olíu- kostnaður hækki á næstunni um 90%. Væri Reykjavík hituð upp með oiíu mundi hitunarkostnað- ur horgarhúa nema 2150 milljón- um á næsta ári, en ef miðað væri við 30% hækkun gjaldskrár hita- veitunnar á næsta ári yrði hitun- arkostnaður með hitaveitu um 585 milljónir króna, eða áætlaður sparnaður sem að framan segir. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð þingsályktunartil- lögu, sem 9 þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt inn á Alþingi þess efnis, að hraðað verði ,,skipu- legri athugun á því, hvar hag- kvæmast er að nýta jarðhita í stað olíu til húsahitunar og gera sem skjótast ráðstafanir til nýtingar hans í þessu skyni. Þá ályktar Alþingi að skora á ríkisstjórnina að gera hið bráðasta allar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að hraða þeim hitaveituframkvæmd- um, sem undirbúnar hafa verið.“ í greinargerð þingmanna Sjálf- stæðisflokksins segir ennfremur: Á árunum 1969 — 70 beitti At- vinnumálanefnd ríkisins, er þá starfaði, sér fyrir mikilli aukn- Framhald á bls. 18 30 % hækkun: Forsenda fyr- ir útbreiðslu Hitaveitunnar JÓHANNES Zöega hitaveitu- stjóri hefur gert það að tillögu sinni fyrir borgarráði, að gjald- skrá Hitaveitunnar verði ha*kk- uð um 30% á næsta ári. Hins vegar hefur nú iðnaðarráð- herra heimilað 12% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavík- ur og jafnframt sett það skii- yrði, að þessari hækkun verði varið til framkvæmda í þvf skyni að auka útbreiðslu dreifi- kerfis Hitaveitunnar. Morgun- blaðið sneri sér til hitaveitu- stjóra og spurði hann, á hverju þessi ósk um 30% hækkun byggðist. Jóhannes svaraði því til, að það væri sú hækkun á gjald- skránni, sem hann teldi Ilita- veituna þurfa til að geta skilað eðlilegum arði af rekstrinum, sem væri um leið algjör for- senda þess, að hægt væri að ráðast í stækkun á dreifikerfi Hitaveitunnar. Hann sagði, að með 30% hækkun á gjald- skránni væri stefnt að því, að fyrirtækið skilaði 7% arði. Benti hann á í því sambandi, að Ilitaveitan yrði að fjármagna sínar framkvæmdir með er- lendum lántökum og þessar er- lendu lánastofnanir tækju að sjálfsögðu mið af þvf við veit- inu lána, hversu arðbær rekst- ur viðkomandi fyrirtækis væri. Kvað Jóhannes7% rekstrararð vera algjort lágmark til að fyrirtækið gæti búizt við hag- kvæmri lánafyrirgreiðslu er- lendis. Hann sagði að 12% hækkunin, sem iðnaðarráð- herra hefur nú heimilað, myndi skila um 4,7% arði í rekstri Hitaveitunnar og væri það þvf engan veginn nóg til að standa undir æskilegri útþenslu dreifi- kerfisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.