Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 23

Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1974 23 Ég varð kristinn fyrir aðeins fjórum árum. Ég finn, að ég stend að baki öðru fólki f söfnuðinum, sem ég tilheyri. Ég hef verið heðinn að kenna í sunnudagaskóla. En ég sé, að ég er ekki eins hæfur til þess og aðrir safnaðarmenn. Hvað ætti ég að gera? Það eru þeir, sem hafa enga vanmetakennd, sem eiga við erfiðleika að etja. Það er eðlilegt að finna sig minni máttar, af þvf að við erum minni máttar. Við erum ósköp smá í samanburði við hinn mikla alheim, sem við lifum í. Við erum veikburða og óhæf til alls í samanburði við Krist. Samt er þetta ekki svo að skilja, að við getum ekkert gert. Þar sem við erum börn Guðs, verðum viðsamverkamenn hans, og ef viðleitum leiðsagnar hans, veitir hann okkur styrk til að þjóna sér. Ef ég hefði lagt hendur í skaut í hvert skipti, sem ég fann til ófullkomleika mfns, hefði ég ekkert gert. Þér verðið aðtileinka yður fyrirheitið: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“ Raf- magnsvírinn er ekkert í sjálfu sér. En þegar hann er tengdur á réttan hátt við rafstrauminn, getur hann lýst upp herbergi, dælt vatni eða annazt uppþvott- inn. í sjáifum okkur erum við ekkert, en séum við í tengslum við kraft Guðs, verðum við farvegur elsku hans og náðar. Takið að yður bekk í sunnudagaskóia. Fólkið, sem bað yður að annast hann, ber traust til yðar. Þér lærið og þroskizt, þegar þér kennið öðrum — og þau munu hljóta blessun af þjónustu yðar. Tættur saltfisk- ur úr marningi — Undirréttar- dómur Framhald af bls. 21 fjárhæð þeirrar kröfu hljóti að vera matskennd. Varðandi aðrar bætur bendir stefnandi á, að at- vinnugrein sín, kvikmyndagerð, eigi mjög undir högg að sækja. Óvinsamleg áhrif geti haft alvar- leg áhrif á aívinnumöguleika sina. í þessu sambandi verði að hafa í huga, að Morgunblaðið sé stærsta blað landsins. Stefnandi kveðst þegar hafa gert tvo samn- inga um kvikmyndina Róður, þeg- ar ummælin birtust, og hafi greiðslur frá þeim aðilum numið um það bil kr. 170.000,00. Enn- fremur segir hann, að myndin Róður sé upphaf myndaflokks með 8 myndum um sjávarútveg. 3. 2. Stefndu halda því fram, að f umræddri grein kenni aðeins þess misskilnings, að kvikmynd sú, sem um ræði i málinu, hafi verið tekin í línuróðri á hálfum degi. í grein Morgunblaðsins 13. desember 1972, sbr. 2. 1. hafi stefnanda verið boðið að leiðrétta þetta mishermi og að Morgun- blaðið bæðist afsökunar. Eftir að greinargerð stefnanda hafi verið lögð fram, þar sem skýrt hafi verið frá kvikmyndatökunni, hafi afsökunarbeiðni verið birt í Morgunblaðinu 7. febrúar 1973, sbr. 2. 1. Stefndi telur ályktanir þær, sem stefnandi dregur af viðtali Morgunblaðsins við Má Elisson, al gerlega rangar og tilefnislausar. í greininni segi það eitt, að Fiskifé- lag íslands hafi einu sinni styrkt gerð kvikmyndar, en aldrei feng- ið myndina. Hvergi sé minnst á eða átt við stefnanda í þeim um- mælum. Ummæli fiskimálastjóra „en slíkt styrkjum við ekki" feli ekki i sér nokkuð meiðandi eða móðgandi ummæli í garð stefn- anda eða kvikmynd hans. Þá benda stefndu á, að það sé enginn grundvöllur meiðyrða- máls, þótt sýningartími kvik- myndarinnar reynist 20 minútur í stað 15 min. Þannig telja stefndu, að grund- völlurinn fyrir málssókn stefn- anda sé ýmist horfinn eða ekki á rökum reistur. Mótmælt er, að greinin hafi verið skrifuð af i 11- fýsi og gegn betri vitund. Því er ennfremur mótmælt, að í grein- inni séu einstök ummæli til þess fallin að valda stefnanda fjár- hagslegu tjóni. iMálssókniini í heild og einstök- um kröfuliðum er mótmælt. 4.0. 4. 1. Umrædd Morg- unblaðsgrein birtist nafnlaus. Stefndu eru allir ritstjórar Morgunblaðsins. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. 1. nr. 57/1956 um prentrétt bera þeir því refsi og fébótaábyrgð á efni greinarinnar, enda er ekki um það deilt í mál- inu. í greininni eru þessi ummæli höfð eftir Má Elissyni, fiskimála- stjóra: „Már sagði, að Fiskifélag Islands hefði einu sinni styrkt gerð kvikmyndar, en aldrei feng- ið m.vndina, en „slíkt styrkjum við ekki“ sagði hann um kvik- m.vndina Róður“. í vitnaskýrslu Más Elissonar hér fyrir dómi felst það, að ummælin eru efnislega færð úr lagi. Ekki verður þó full- yrt, að þarna sé þvi dróttað að stefnanda, að hann hafi gerst sek- ur um refsiverðan eða siðferði- lega ámælisverðan verknað þannig, að refsivert sé. i tilvitnuð- um ummælum, einkum niðurlagi, felst auk þess lítilsvirðing um kvikmyndagerð stefnanda. Hér þykir þó ekki svo gróft vegið að æru stefnanda, að ákvæði 234. gr. eða önnur refsiákvæði XXV. kafla almennra hegningarlega nr. 19/1940 eigi við. í lok umræddrar Morgunblaðs- gi-einar er sagt: „myndin var tek- in í línuróðri á liállum degi og enginn texti lesinn með mynd- inni“. Hér er farið með rangt mál og villandi og auk þess tengt frá- sögn um opinbera styrkveitingu til stefnanda, þannig að álíta mætti, að hann hafi hagnast með auðveldum hætti. Þrátt fyrir þetta þykja ummælin þó frekar bera keim af ónákvæmum frétta- flutningi heldur en að í þeim felist bein aðdróttun í garð stefnanda. Þykir hvorki unnt að refsa stefndu fyrir þessi ummæli á grundvelli 234. eða 235. gr. áður tilvitnaðra laga, en önnur ákvæði þeirra eiga hér ekki við. Auk áðurgreinds hefur stefn- andi bent á önnur ummæli i greininni og talið þau meiðandi og röng. Eru þau rakin i 3.1. hér að framan. Engin ástæða er þó til að refsa stefndu fyrir ummæli þessi. Kröfu stefnanda i þá átt verður því ekki sinnt. Krafa stefnanda um refsingu á hendur stefndu samkvæmt ákvæðum 11. gr. 1. nr. 84/1933 verður ekki tekin til greina þegar af þeirri ástæðu, að stefnandi á ekki sókn sakar i slíku máli sbr. 16. gr. sömu laga. Miðað við þessi úrslit er enginn grundvöllur til að verða við kröfu stefnanda um miskabætur sam- kvæmt 264. gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940 eða kröfu hans um kr. 25.000,00 til þess að standast kostnað af birt- ingu dóms samkvæmt 2. mgr. 241. gr. sömu laga. Hins vegar þykja hin auð- kenndu ummæli hér að framan vera óviðurkvæmileg. Ber að ómerkja þau, en ekki er ástæða til að ómerkja greinina að öðru leyti. Ennfremur er rétt að verða við kröfu stefnanda samkvæmt 22. gr. 1. nr. 57/1956 og dæma stefndu til að birta forsendur og niðurstöðu dóms þessa í Morgun- blaðinu í 1. eða 2. tölublaði, sem út kemur eftir birtingu dómsins fyrir stefndu. Stefnandi hefur krafist bóta úr hendi stefndu vegna ummælanna samkvæmt al- mennu skaðabótareglunni. Hann þykir þó ekki hafa sýnt nægjan- lega fram á, að hann hafi orðið fyrir fjárhagstjóni af þessum sök- um. Kröfu þessari verður því ekki sinnt. Rétt er að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað, sem er hæfilega ákveðinn kr. 20.000,00. Stefán M. Stefánsson, borgar- dómari, kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ. Framangreind ummæli eru ómerk. Stefndu, Eyjölfi Konráð Jóns- syni, Matthíasi Johannessen og Styrmi Gunnarssyni, er skylt að birta forsendur og niðurlag dóms þessa í 1. eða 2. tölublaði Morgun- blaðsins, sem út kemur, eftir birtingu dómsþessa fyrir þeim. Stefndu, Eyjólfúr Konráð Jónsson, Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, greiði stefnanda, Þorgeiri Þoi'geirssyni, kr. 20.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Stefán M. Stefánsson — Minning Arni Framhald af bls. 22 Árni Einarsson var viðlesinn og átti gott bókasafn, einnig var hann fróður vel um sögu Reykja- vikur frá fyrri árum. Núna minnist ég margra ánægjustunda með Arna, þegar hann lýsti mönnum og málefnum, horfnum húsum og húsum, sem standa enn hér f Re.vkjavík. At- burðir tengdir framámönnum í verslunar- og embættismanna- stétt fyrri ára urðu oft býsna lif- andi þegar Árni lýsti þeim á sinn hnitmiðaða hátt, sem oft var blandinn góðlátlegri kímni, er engan sakaði. A löngum æviferli eignaðist Arni marga kunningja og vini. Þau vináttubönd héldust til æviloka enda var Arni vinfast- ur maður. Á síðust árum ævi sinn- ar hafði Arni stundum orð á því við mig hve hann væri lánsamur maður, og hversu börnin hugsuðu vel um hann. Aldurinn bar Arni mjög vel ogheimsótti t.d. öll börn- in sin, sem búa hér i borg, á síðustu jólum. Síðdegis laugar- daginn 19. janúar fékk Árni hægt andlát eftir stutta legu. Þar leið mætur maður, sem seint mun gleymast. Ég votta börnum hans og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. B.II.J. SAMKVÆMT tilraunum, sem Rannsóknastofnun f iskiðnaðarins hefur unnið að, verður ekki annað séð en nota megi marning til framleiðslu á tættum saltfiski. En hins vegar virðist ekki vera fjárhagsgrundvöl lur fyrir fram- leiðslunni með þvf verðlagi, sem nú er á frystum marningi í blokk og tætta saltfiskinum.-En verðlag á fiskafurðum er mjög breytilegt. Um alllangt skeið eða að minnsta kosti sl. 20 ár hefur verið á Bandarikjamarkaði tættur salt- fiskur, sem er beinlaus og roð- laus. Er þessi tætti saltfiskur yfir- leitt mjög Ijós og mun fram- leiddur úr völdum, pækilsölt- uðum fiski. Er saltfiskurinn fyrst pressaður og síðan hreinsaður af roði og beinum og loks tættur i sérstökum vélum. Síðan er hann þurrkaður hæfilega, sums staðar við útfjólublátt ljós. Sennilega lýsist fiskurinn eitthvað við slika þurrkun. Þessi vara er m.a. notuð til bragðbætis í sérstaka rétti i verksmiðju Sölumiðstöðvar hrað- frystihússanna i Bandaríkjunum, segirí skýrslu Páls Ölafssonar. Rannsóknastofnunin hóf könn- un á framleiðslu á tættum salt- fiski á árinu 1971 og þá einkum hvort framleiða mætti hann úr lakari tegundum saltfisks. Kom i ljós, að tætta saltfiskinn má fram- leiða með því að þurrka fyrst roð- lausa og beinlausa saltfiskinn hæfilega eða þannig, að vatns- magn hans sé ekki yfir 40% og mala hann síðan og tæta í venju- legri hamrakvörn. Virðist ekkert til fyrirstöðu að framleiða þessa vörutegund eins og lýst hefur v-erið. Hins vegar virðist ekki fjár- hagsgrundvöllur til slikrar fram- leiðslu. Annað hráefni, sem kannað hefur verið til framleiðslu á tætt- um saltfiski, er marningur, sem frystihúsin framleiða úr afskurði Félag um klassíska gítartónlist ÞANN 11. nóvember s.l. var stofn- að „Félag áhugamanna um klass- íska gitartónlist". Stofnendur eru rúmlega 20, og hefur Kjartan Eggertsson, Unufelli 9, Reykja- vík, verið kösinn formaður félags- ins. Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess: o.fi. og frysta nú í blokkir til út- flutnings. Eru þær notaðar i fisk- rétti. Til framleiðslu á tættum saltfiski var marningur saltaður i grisjum i plastnetkörfum, svo pækill ætti auðvelt með að renna úr fiskinum. Niðurstöður voru þær, að ekki yrði annað séð en nota mætti marninginn til þess- arar framleiðslu, en fjárhags- grundvöllur ekki fyrir hendi. Í skýrslunni segir, að verðið á tætta saltfiskinum á Bandaríkja- markaði hafi verið um 120—130 kr. á kg í byrjun ársins 1973. Norðurlanda- ráðherrar þinga í Norr- æna húsinu Samstarfsráðherrar Norð- urlandanna halda fund í Norræna húsinu í Revkjavík 31. janúar n.k. Ráð- herrarnir, sem sækja fund- inn, eru Pekka Tarjanne samgöngumálaráðherra, frá Finnlandi, Bjartmar Gjerde, menntamálaráð- herra Noregs, Ove Gulberg, utanrikisráðherra Danmerk- ur, Olaf Feld, viðskiptaráð- herra Svíþjóðar, og Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra. Þá munu embættismenn frá Norðurlöndunum fylgja ráðherrunum til fundarins, sem standa mun í einn dag. a. að efla kynni félagsmanna og annarra áhugamanna á klass- iskum gítarleik með tónlistar- og kynningarfundum; b. að koma upp nótna- og bóka- safni til afnota fyrir félagsmenn; c. að auka áhuga almennings á klassískum gítarleik með hljóm- leikum félagsmanna og konsert- gítarleikara. Félagsmenn geta orðið allir áhugamenn um klassiska gítar- tónlist. Upplýsingar um félagið má fá hjá formanni i sima 43389, og hjá Gunnari H. Jónssyni i síma 25828. NauðungarupDboð Eftir kröfu Sigurðar Sveinssonar lögfræðings verður haldið opinbert uppboð við Lögreglustöðina Suðurgötu 8, Hafnarfirði i dag laugardaginn 26. janúar kl. 1 4. Seld verður bifreiðin G-3874 Scania Vabis vörubifreið árg. 1961. Hafnarfirði 26. janúar 1 974. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Vinnlngsnúmer I happdrættl Kvenfélagstns Vdku. Dalvlk Grillofn nr. 4301 Málverk nr. 1781 Stóll nr. 4584 Málverk nr. 48 Kommóða nr. 2901 Málverk nr. 1068 Tjald nr. 4884 Málverk nr. 4658 Tjald nr. 3310 Málverk nr. 3179 Hárþurrka nr. 4003 Keramik nr. 767 Bakpoki nr. 4167 Keramik nr. 945 Vöfflujárn nr. 1123 Keramik nr. 3260 Brauðristnr. 2739 Bakkasett nr. 901 Saumastóll nr. 1113 Vasi nr. 2884 Myndavál nr. 3203 Myndavél nr. 3150 Svefapaki nr. 4049 Vinninga vitja-ð í sfmum 61308 Svehi'iauáu iw. 49C9 L •«61183. Delvik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.