Morgunblaðið - 26.01.1974, Qupperneq 32
margfnldar
markað yðar
magatttÞItifrUk
JM*r$uni>Tðfeft
nuGivsinGnR
^-«22480
LAUG ARDAGUR 26. JANUAR 1974.
Tillögur Einars Ágústssonar:
VARNARLIÐIÐ FARI
f ÁFÖNGUM
Lendingarleyfi fyrir hreyfanlegar
flugsveitir — gæzla mannvirkja
Á ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag
lagði Einar Agústsson utanríkis-
ráðherra fram ákveðnar tillögur í
varnarmálunum. í sjónvarps-
þættinum Landshorni f gærkvöldi
upplýsti utanríkisráðherra,
hverjar þessar tillögur væru f
meginatriðum. Sagði hann, að hér
væri um að ræða drög að viðræðu-
grundvelli við Bandaríkjamenn.
Tillögur ráðherrans eru þessar:
P] Bandaríska varnarliðið
hverfi af landi brott í áföng-
um, fyrr en síðar.
□ Vegna skuldbindinga við
NATO fái hreyfanlegar flug-
sveitir NATO eða Banda-
ríkjamanna lendingarleyfi á
Keflavíkurflugvelli.
[J Sérstök sveit flugvirkja verði
staðsett á Keflavíkurflug-
velli til að annast viðhald
flugvélanna.
l) Ixiggæzlu verði haldið uppi
til að gæta mannvirkjanna á
Keflavíkurflugvelli.
Utanrikisráðherra fullyrti, að
þessi tillaga hefði hlotið sam-
þykki þingflokks Framsóknar-
flokksins og tók fram, vegna fyr-
irspurnar, að hann vissi ekki bet-
ur en Jón Skaftason væri því sam-
þykkur, að þessar tillögur yrðu
lagðar fram sem viðræðugrund-
völlur við Bandaríkin.
Geir Hailgrímsson formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði í sjón-
varpsþættinum, að enda þótt
hann hefði heyrt þessar hug-
myndir á skotspónum, væri það
fyrst nú að hann heyrði þær frá
utanrikisráðherra og gæti hann
því ekki tekið afstöðu til þeirra
umfram það að vekja athygli á
þeirri grundvallarstefnu Sjálf-
stæðisflokksins, að öryggis lands-
ins yrði gætt.
Ragnar Arnalds formaður Al-
þýðubandalagsins sagði, að flokk-
ur sinn væri rétt nýbúinn að fá
þessar tillögur. Alþýðubandalagið
legði áþað megináherzlu, að allur
her færi af landinu og myndi Al-
þýðubandalagið meta tillögurnar
í ljósi þess. Aðspurður um það,
hvort tillögur utanríkisráðherra
þýddu ekki, að hér yrði áfram
her, sagði formaður Alþýðu-
bandalagsins, að það færi mjög
eftir því, hvernig þetta væri fram
sett og framkvæmt. Afleiðing
NATO-aðildar væri sú, að ekki
væri hægt að hreinsa allt út af
Keflavíkurflugvelli ,,en við
munum ekki samþykkja dulbúna
eða ódulbúna herbækistöð'f En
við verðum að skoða það, hvort
NATO á að fá rétt til að láta
flugvélar sínar lenda hér. Hann
bætti því við, að það mætti ganga
út frá því sem algjörlega gefnum
hlut, að Alþýðubandalagið færi út
úr stjórninni, ef herlið yrði hér
áfram.
Einar Ágústsson kvaðst ekki
líta svo á, að hér yrði her, þótt
flugvélar hefðu lendingarleyfi,
Framhald á bls. 18
Kristinn Jónsson
skipstjóri á Víði II.
Giftusamleg björgun
3ja ungra sjómanna
Þorsteinn Lavoque og Hólmar Vlðir Gunnarsson — skipbrots-
menn af Skálafelli SH 40. — Ljósm.: Sv. Þorm.
ÞRÍR ungir sjómenn björguðst á
elleftu stundu, er bátur þeirra,
Skálafell SH — 240, sökk skammt
fyrir utan Sandgerðishöfn í fyrra-
kvöld. Geta þremenningarnir
þakkað lifbjörg sína tilviljunum
og snarræði skipshafnarinnar á
Víði II. Skipstjóri hans er korn-
ungur Sandgerðingur — Kristinn
Jónsson að nafni, og er þetta
fyrsta úthald hans sem skip-
stjóra. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að hann teldi
vafasamt, að hann ætti eftir að fá
betri róður á sinni skipstjórnar-
tíð.
„Við höfðum ^verið að veiðum
vestnorðvestur af Eldey, sem er
talsvert dýpra en við sækjum
venjulega," sagði Kristinn. „Við
vorum búnir að draga línuna um
kl. 8.30 og tókum þá stefnuna á
land. Við vorum svo búnir að sigla
í um 2 klst. og 20 mínútur, þegar
við urðum varir við ljósið. Þetta
var smá ljóstýra og nokkurn vég-
inn i stefnunni vegna þess, að við
höfðum verið í dýpra lagi."
Kristinn sagði, að strax og þeir
hefðu verið farnir að nálgast ljós-
ið að ráði, hefðu þeir orðið varir
við brak og þá gert sér grein fyrir,
hvað um var að vera. Litlu síðar
heyrðu þeir svo mennina kalla.
„Þarna var þá nýafstaðið svarta
él, vindurinn var suðvestan, 7—8
stig, og sjór talsverður. „Ég fann
svo mennina fljótlega með ljós-
kastaranum, þeir héngu þá þrír á
blástefninu. Ég tók þá þegar að
snúa bátnum í hring, þannig að ég
gæti haft hann á hléborða til að
taka mennina inn. Ég held líka,
að það hafi bjargað mönnunum,
að ég gat lagt bátnum alveg að
stefninu og við gátum dregið þá
beint upp. Það liðu varla nema 10
mínútur frá því að ég byrjaði að
snúa og þar til mennirnir voru
komnir um borð. En þá mátti það
ekki tæpara standa, því að 2—3
mínútum eftir að við vorum búnir
Framhald á bls. 18
Prófkjör
í Reykjavík
EINS og áður hefur verið skýrt
frá, ákvað aðalfundur fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, að viðhafa opið próf-
kjör við val frambjóðenda vegna
borgarstjórnarkosninganna nú í
vor.
Skv. prófkjörsreglum fulltrúa-
ráðsins skulu frambjóðcndur í
prófkjöri vera úr hópi flokks-
bundinna sjálfstæðismanna, sem
kjörgengir verða í Reykjavík við
borgarstjórnarkosningarnar. —
fYamboðstillögurnar skulu vera
bornar fram af minnst 25 og mest
40 flokksbundnum sjálfstæðis-
mönnum í Reykjavík, en engin
flokksmaður getur staðið að f leiri
en þrem tillögum.
Frestur til að skila tillögum er
til kl. 17.00 8. febrúar og ber að
skila framboðunum á skrifstofu
fulltrúaráðsins að Galtafelli,
Laufásvegi 46.
„Vissum, að við vorum
dauðans
99 SAMTAL VBÐ SKIP-
a Ti i if| BROTSMENNINA Á
„VIÐ gerðum það, sem við gát-
um, reyndum að halda hópinn,
vera rólegir og telja kjark
hver í annan,“ sagði Hólm-
ar Víðir Gunnarsson, 22ja ára
Reykvíkingur og skipstjóri á
vélbátnum Skálafelli SH 40,
sem sökk rétt fyrir utan Sand-
gerði í fyrrakvöld. Hólmar Víð-
ir hafði nýlega keypt bátinn
ásamt tveimur félögum sínum,
Þorsteini Lavoque, 19 ára, og
Guðjóni Ingvarssyni, 23ja ára,
en hann var vélstjórinn um
borð. Þetta var þeirra fyrsti
róður, en fall er fararheill og
vonandi sannast það á þessum
ungu mönnum.
Morgunblaðið ræddi við
Hólmar Víði og Þorstein á
heimili þeirra á Hverfisgötu
100. Þeir sögðust hafa farið að
draga netin aðfararnótt
fimmtudagsins, en fundu ekki
trossurnar og gáfust því upp og
ákváðu að halda heim. Settu
þeir stefnuna til Keflavíkur, en
þegar þeir voru komnir á móts
við Sandgerði, var kominn
haugasjór. „Við urðum lens,"
sagði Hólmar Víðir, „ogfengum
brot aftan á bátinn, sem kom
honum á hliðina."
„Við Guðjón vorum staddir
inni í brú, þegar báturinn fór á
hliðina," sagði Hólmar Víðir.
„Hann lagðist á þá hlið, sem
útgöngudyrnar úr brúnni voru
á, svo að við áttum engan kost
annan en aðsteypa okkur niður
í sjóinn og komast þannig úr
brúnni. Þorsteinn var frammi í
lúkar og svaf ‘
„Ég vaknaði við, að allt var
komið á rú og stú í lúkarnum,"
sagði Þorsteinn. „Ég leitaði
strax að lúkarskappanum (þ.e.
SKALAFELLI SH 40
útgöngunni úr lúkarnum) og
komst út.“
„Já og þegar við vorum allir
sloppnir út fórum við að reyna
að koma bátnum á réttan kjöl.
Vélin var enn í gangi og geng-
um við allir á síðuna. Báturinn
var rétt um það bil að komast á
réttan kjöl, þegar drapst á vél-
inni. Var þá öll von úti um, að
okkur tækist að rétta hann við.
Eftir það fór báturinn að siga
að aftan smátt og smátt og loks
stóð aðeins stefnið upp úr. Lok-
Framhald á bls. 18
ASI með tilboð
og VSÍ
með gagntilboð
SATTASEMJARI rfkisins hóf í
gær, kl. 4, fund með fulltrúum
Alþýðusamhandsins og Vinnu-
veitcndasambandsins, og stóð sá
fundur ennþá, þegar Morgunblað-
ið hafði síðast fregnir af honum.
Nokkur hreyfing virðist þó vera
komin á samningamál þessara að-
ila.
Þannig höfðu fulltrúar Alþýðu-
sambandsins fyrir fundinn í gær
lagt fram gagntilboð til vinnuveit-
enda, þar sem nokkuð er slegið af
fyrri kröfum. Þessu tilboði svör-
uðu svo vinnuveitendur síðdegis í
gær með öðru tilboði, sem síðan
var til umræðu hjá aðilunum á
áframhaldandi sáttafundi í gær-
kvöldi. Hins vegar fékk Morgun-
blaðið ekki upplýsingar um, hvers
eðlis þessi tvö tilboð væru, en
ennþá berþó nokkuð á milli.
Þá hélt sáttasemjari i gær fund
með fulltrúum útgerðarmanna og
yfirmanna á fiskiskipaflotanum,
og stóð sá fundur einnig fram á
kvöld