Morgunblaðið - 10.02.1974, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974
Fa
hu.a t \
'AlAlt"
220-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
BILALEIGA
CAR RENTAL
n 21190 21188
tel 14444 • 25555
[BÍLALEIGA CAR RENTAL
SENDUM
'&ms
OAA-mNTAL.
Hverf isgötu 18
f \ 86060
(g
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
V24460
í HVERJUM BÍL
PIO NEER
ÚTVARP OG STEREO
KASETTUTÆKI
SAFNAST ÞEGAR
SAMAN
SKILTI Á GRAFREITI
OG KROSSA
Flosprent s.f.
Nýlendugötu 1 4,
sími 1 6480.
ffiffl®®
MARGFALDAR
' I
Gegn betri vitund-herfjötur heimsins
Ekkert er undarlegra i þess-
um heimi en allt, sem gert er
móti betri vitund. Stundum er
eins og allir séu brjálaðir og
heimurinn eitt sameiginlegt
samsafn sinnisveikra, heltek-
inna illmenna. Þetta kemur sér-
staklega fram í styrjöldum. En
samt miklu oftar. Og þá likt og
herfjötur á öllum hinum, sem
standa hjá oghorfa á.
Svona er sú kynslóð, sem enn
lifir, búin að horfa á tvær
heimsstyrjaldir. Horfa og
hlusta á kvalaóp og dauðastun-
ur milljóna og aftur milljóna.
Þanriig var og er horft og hlust-.
að til landflótta Araba, til út-
skúfaðs Israels, til mannræn-
ingja, morðsveita, flugræn-
ingja. Eins og enginn geti neitt
nema þá helzt æst til enn meiri
vitleysu, grimmdar og brjálæð-
is.
Þannig er einnig með ein-
staklinga. Allur heimurinn
virðist ekki geta bjargað einum
Solzhenitsyn, ekki bætt um fyr-
ir einum blökkumanni í Suður-
Afríku, ekki bjargað einum
unglingi í Norður-Irlandi. Allt
gert og ógert látið gegn betri
vitund. En við þurfum ekki að
fara út í heím. Við þurfum ekki
heillar aldar sögu til sönnunar.
Það er nóg að litast um á
bæjarhlaði í daglegu lifi hér
heima á Eyjunni hvitu, regn-
eyju Atlantshafsins með aðeins
200 þús. sálum. Hér etur og
drekkur fólk sér öl dómsáfellis
í veizlum og mannfagnaði með-
an það veit, að fjöldi fólks er að
deyja úr hungri vegna allsleys-
is og vanþekkingar. Hér eru
börn látin tæta sundur lesbæk-
ur og lærdómskver, listilega
skreyttar bókmenntir og dýrar,
meðan milljónir barna eignast
aldrei bók. Hér og um öll Vest-
urlönd eru keyptir og notaðir
bílar, þótt allir viti, að bifreiða-
eign er löngu úrskeiðis gengin.
Hún eyðileggur fjárhag alþjóð-
ar og þjóða, spillir heilsu, veld-
ur óþægindum, kostnaði, slys-
um, hörmum, þjáningum og
dauða, mengun og óþrifnaði um
öll Vesturlönd.
Allt er þetta gegn betri vit-
und. Hversu rík gæti islenzka
þjóðin verið og hraustari fyrir
hjarta, ef hún notaði blátt
áfram almenningsvagna og svo
leigubíla, þegar ástæða þætti
til. En þetta er mál einstakl-
ings, frelsi má ekki skerða við
sjálfan sig, dýrð handa mér. Og
svo eru oliulindir og bensín-
uppsprettur áþrotum. Það vita
allir. En samt er eytt og sóað,
allt gegn betri vitund um synd
gegn nútíð og framtíð. Samt er
þetta ekkert samanborið við
alla vitleysu gegn betri vitund
með brennivfn, tóbak og fíkni-
íyf-
Ungar fallegar konur klæða
sig i gullskart og brakandi silki
frá hvirfli og fram eða niður á
tær, strá síðan heitri ösku um
allt saman. Þær ,,dyfta“ sig og
,,stenka“ en anga siðan eftir
örstutta stund eins og reykt
hrossabjúgu, alltgegn betri vit-
und. Þær eignast stofur og
íbúðir eftir útreikningum arki-
tekta sprenglærðra sunnan eða
vestan úr heimi, og kaupa siðan
dýrmæt húsgögn allt eftir nýj-
ustu tízku til að ata allt út í
ösku, ryki og reyk, brenna
bletti á fleti borða og stóla, yfir-
borð teppa og púða. Þar getur
einn brunablettur lækkað fín-
heiún um tugþúsundir á einu
augabragði — eða kveikt í öllu
saman. Alltgegn betri vitund.
Og samt er þetta ekkert við
það, sem bókstaflega er brennt
til óþrifnaðarins, ef miðað er
við tóbaksverð, þar sem ein
myndarhjón geta reykt fyrir
hundruð þúsunda króna á ári
ásamt gestum sínum. Og eitt
enn, það allra versta, reykt sig í
hel með lungnakrabba, hjarta-
bilun og æðakreppu. Allt gegn
betri vitund.
Og allt er þetta ágætt, aðeins
vani, sjálfsagðir hlutir, eigin-
lega lifið sjálft, tízkan, sem að-
eins hlægilegir kjánar amast
við. Hugsunin einnig mót betri
vitund. Eigum við annars að
halda lengra? Þai'f nokkuð að
minna á brennivínið, vodkað
eða viskíið eða kannski ,,kogg-
ann“og „dingalingið"?
Og allt, sem af neyzlu þess
leiðir, áflogin,, rifrildið, hjóna-
skilnaðina, þjófnaði, falsanir,
innbrot, svik, manndráp og
morð, kostnað við löggæzlu á
þrautpíndar pyngjur skattborg-
ara, þar sem vakt yfir einum
meðalbrjálæðingi innan fang-
elsismúra getur kostað milljón-
ir til viðbótar við allar yfir-
heyrslurnar, málaferlin og rétt-
arþrasið?
Nei, heyrið þið mig nú? Er
þetta ekki allt saman ágætt?
Þetta tiiheyrir, er ekki svo, hér
á íslandi 20. aldar? Og svo vesa-
lingarnir, sem eru lokaðir inni
ár eftir ár, — já, áratug eftir
áratug, af þvi að þeir hafa verið
fullir eins og aðrir — en
óheppnari en ég eða þú, eða
hinir, sem eru kannski í hlekkj-
um í fangelsi af því að fölkið,
sem kastar milljónum í vörð
yfír föngum, getur ekki kostað
eins miklu til geymslu og bata
fyrir vitlaust fólk.
Og hjónin, sem skildu i gær
og ætla að láta tryggingarnar
ala upp börn sín?
Nei, heyrið og sjáið kæru
samlandar. Er ekki rétt að
stanza, líta í kringum sig,
breyta um stefnu. Við þekkjum
öll stefnuna. Vitum hvað gera
skal. Láta skynsemi og mann-
dóm, sannleika og sjálfsvirð-
ingu taka í tauma áður en ailt
verður gegn betri vitund?
Árelius Níeisson.
Við
gluggann
eftir gt. ÁreUns Níelsson J t !s!m
FYá Bridgefélagi Akureyrar.
Sveitakeppni félagsins er nú
lokið með sigri sveitar Páls
Pálssonar, og hlýtur hún titil-
inn Akureyrarmeistarar 1974.
Ásamt Páli eru í sveitinni
Frímann Frímannsson,
Soffía Guðmundsdóttir,
Magnús Aðalbjörnsson og
Gunnlaugur Guðmundsson.
Tvö sl. ár hefur sveit Alfreðs
Pálssonar unnið titilinn, en
varð nú að láta i minni pokann,
enda þótt baráttan hafi verið
afar tvísýn.
Röð sveitanna varð þessi:
Sveit:
Páls Pálssonar 220
Alfreðs Pálssonar 217
Þormóðs Ei narssonar 216
Sigurbjörns Bjarnasonar 176
Guðmundar Guðlaugssonar 168
Grettis Frímannssonar 151
Sveinbjörns Sigurðssonar 148
GunnarsBerg 139
Finns Marinóssonar 91
Bjarka Tryggvasonar (MA) 89
Ásgeirs Valdimarssonar 62
Stefáns Jónssonar 58
Tómasar Sigurjónssonar 44
Valdimars Halldórssonar 43
Næsta keppni félagsins
verður firmakeppni, og hefst
hún nk. þriðjudag.
— O —
BRIDGEKLOBBUR
AKRANESS
Nýlokið er sveitakeppni, sem
10 sveitir tóku þátt i. Röð efstu
sveita var þessi:
Sveit:
Halldórs Sigurbjörnssonar 160
Þráins Sigurðssonar 142
Þórðar Elíassonar 134
Alfreðs Viktorssonar 117
Baldurs Ólafssonar 94
Nú stendur yfir Akranes-
meistaramót í tvímenningi. Að
Ioknum 2 umferðum af 5 er röð
efstu para þessi:
Alfreð Viktorsson —
ÓIi Örn Ólafsson 276
Hörður Jóhannesson —
Kjartan Guðmundsson 241
Hallgrímur Árnason —
Valur Sigurðsson 239
Ólafur G. Ólafsson —
Þórður Elíasson 234
Guðjón Guðmundsson —
Hörður Pálsson 230
Að loknum 5 umferðum í
svæðismóti Vesturlands er röð
efstu sveita þessi:
Sveit:
ÞórðarElíassonar, Akranesi 68
Arna Bragasonar, Akranesi 60
Halldórs Sigurbjörnss., Akr. 53
Eyjólfs Magnúss., Borgarn. 51
Alfreðs Viktorssonar, Akr. 49
I sveit Halldórs spila auk
hans þeir Skúli Þórðarson,
Guðni Eyjólfsson, Ólafur Guð-
jónsson, Askell Jónsson og
Björn Viktorssón.
__ 9 __
Frá Bridgefélaginu Asunum f
Kópavogi.
Fírmakeppni félagsins er
lokið og var spilað í 10 riðlum.
Sigurvegari varð verktakinn
Guðni Stefánsson, (spilari Ólaf-
ur Valgeirsson) en hann hlaut
123 stig.
Sigurvegarar í öðrum riðlum
urðu þessir:
stig.
Blómabúðin Mímósa
(Olafur Lárusson) 117
Pétur Arnason múrari
(Þórarinn Arnáson) 114
Fasteignasalan Húsával
(Þorvaldur Þórðarson) 116
Réttingaverkstæði Guðlaugs
Guðlaugssonar
(Ragnar Sæmundsson) 113
Kristinn og Einar
(Hermann Finnbogason) 110
Aðalbraut hf.
(Guðmundur Jónasson) 118
Aladín (Hermann Láruss.) 118
Ora hf. og Húsgagnahúsið
(Jón Hermannsson og
Guðmundur Kristjánss.) 104
Nesti hf. (Jóhann Jónss.) 110
Hæstu skor einstaklinga voru
þessi:
Þórarinn Árnason 408
Guðmundur Kristjánsson 400
Páll Þörðarson 386
Á morgun hefst baromelér-
keppni félagsins. Spilað er i Fé-
lagsheimili Kópavogs og eru fé-
lagar hvattirtil að fjölmenna.
— O —
Að fimm umferðum loknum í
meistarakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur er staða efstu
sveitanna þessi:
Sveit:
Hjalta Elíassonar 94
Harðar Arnþórssonar 73
Guðmundar Péturssonar 73
Gylfa Baldurssonar 70
Axels Magnússonar 65
Þóris Sigurðssonar 64
Braga Jónssonar 55
Viðars Jónssonar 46
Sveit Axels á ennþá ólokið
leik sínum við sveit Hannesar
Jónssonar og hafa sveitir þeirra
því spiiað einum leik færra en
hinar.
Næsta umferð verður spiluð í
Domus Medica n. k. miðviku-
dagskvöld kl. 20.
Bridgefélag Keflavfkur og ná-
grennis.
Meistarakeppni B.K.N. í tví-
menningi er nú hafin með þátt-
töku 22 para og er spilað eftir
barometerkerfi.
Staðan eftir 8 umferðir er nú
þessi: Efstu pör:
Gunnar og Sigurbjörn 85
Alfreð og Guðmundur 73
Björgvin og Ingimundur 71
Lárus og Þórir 68
Gestur og Sigurjón 59
Gunnar og Skúli 57
Marteinn og Sigurður 57
Einar og Sumarliði 44
Spilað verður næst 14. febr. í
litla sal Stapa. Keppnisstjóri er
Sigurður Steindórsson.
Orslit J.G.P. mótsins i sveita-
keppni, sem lauk fyrir
skömmu, urðu þessi:
1. Sv. Vals Símonarsonar 138
stig, I sveitinni ásamt Val voru
Runólfur, Lárus og Þórir.
2. Sv. Sigurhans Sigurhans-
sonar 122 st. Með Sigurhans
voru Hreinn, Gunnar, Skúli,
Guðmundur og Kjartan.
3. Sv. Loga Þormóðssonar 117
st. Með Loga voru Rúnar Einar,
Helgi, Jóhannes og Hjálmtýr.
4. Sv. Marons Björnssonar
105 stig.
5. Sv. Dagbjarts Einarssonar
101 stig.
6. Sv. Gunnars Guð-
björnssonar 97 stig.
7. Sv. Sigurðar Þorsteins-
sonar79 stig.
8. Sv. Haralds Brynjólfssonar
68 stig.
9. Sv. Sigurðar Margeirssonar
37 stig.
10. Sv. Gests Rösinkarssonar
36 stig.
Keppnisstjóri var Gestur
Auðunsson.
A.G.R.