Morgunblaðið - 10.02.1974, Page 21

Morgunblaðið - 10.02.1974, Page 21
or • MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974 21 Rcett við Sigurð Bjöntsson óperusöngvam noma mjög takmarkað. Ég hef séð menn beita ýmsum og stundum miður þokkalegum aðferðum 1 samkeppni, séð þá olnboga sig áfram af fullkomnu miskunnar- leysi og skeytingarleysi gagnvart öðru fólki, og mér hrýs hugur við slíku. Þar fyrir utan er sam- keppnin ósleitileg hvar í hlut- verkastiganum, sem söngvarinn stendur. 1 hverri viku kemur fjöldi ungra og efniiegra söngvara til óperustjóranna að syngja fyrir þá í von um ráðn- ingu. Söngvarinn, sem er svo heppinn að vera í starfi er sér þess þvf alltaf meðvitandi, að mis- takist honum einu sinni, kann hann að vera úr leik fyrir fullt og allt. Þessu fylgir mikil spenna og álag. Einsöngvari á sviði er ger- samlega aieinn, það getur enginn mannlegur máttur komíð honum til aðstoðar, ef eitthvað fer úr- skeiðis, hann stendur og fellur einn. Við hverfum á ný aftur í tím- ann, allt til bernsku — og æsku- ára Sigurðar f Hafnarfirði, þar sem hann ólst upp i dálæti, yngstur barna foreldra sinna, Guðfinnu Sigurðardóttur og Björns Árnasonar, og eftirlæti eldri systranna tveggja, Sigur- laugar og Guðlaugar. Fjölskyldan var öll sönghneigð, systurnar hafa báðar sungið í söngsveitinni Fíl- harmoniu um árabil. A þessum árum byrjaði Sigurður að fást við músik, spilaði eftir eyranu á orgelið heima hjá sér, þar til for- eldrarnir ráðlögðu honum að fara í spilatíma, lék síðan á gítar undir söng í skólanum, á blásturshljóð- færi i lúðrasveit og söng öllum stundum, í karlakörnum Þröstum f Hafnarfirði og Þjóðleikhúskórn- um og Föstbræðrum i Reykjavík — og á sumrin söng hann uppi f tunnu í hvalveiðiskipi, meðan hann skimaði eftir blæstri ein- hvers staðar úti í hafsauga. í tón- listarskólanum lærði hann á fiðlu og lék með skólahljómsveitinni — og alltaf fannst honum jafn gam- an. Ég spurði, hvort svo væri enn eða hvort honum fyndist hann hafa breytzt. — 1 þá daga var lífið leikur einn, sagði hann — spennandi leikur og maður lifði fyrir hvern dag. Með árunum breytist þetta viðhorf, tilveran fær meiri dýpt, aðrar \tddir og aukinn tilgang. Hann horfir fram fyrir sig um stund eins og dálítið annars hug- ar, tekur siðan viðbragð og slær aftur á létta strengi: „Að öðru leyti finnst mér ég ekkert hafa breytzt, mér hefur alltaf fundizt Sem Froh ( Rtnargulli Wagners, 1 Graz. ég heldur litill karl, óttalegt peð á skákborði mannlifsins, þannig hugsaði ég heima hér áður fyrr og ennþá frekar úti í hinum stóra heimi, þar sem allt umkring er hafsjór af fólki og svo margt stór- kostlegt að sjá og heyra. — Engu að síður ertu mikill einstaklingshyggjumaður? — Já, það er rétt, kð því leyti að ég hef viljað standa á eigin fótum, treysta á sjálfan mig og nýta þá hæfileika, sem mér voru gefnir. Ber okkur ekki að smíða gæfu okkar eftir þvi sem við getum og hver hefur vit til? — Mundirðu fara sömu leið, ef þú ættir val að nýju? — Það hugsa ég, svaraði Sigurður hægt — alla vega geri ég ráð fyrir, að ég hefði ekki orðið ánægður í lifinu nema með því að fást við músik með einhverjum hætti. Starf söngvarans er skemmtilegt en jafnframt ákaf- lega erfitt, ég gerði mér aldrei i hugarlund að það gæti orðið svona erfi tt. A móti kemur margt , til dæmis kynnist maður mörgu skemmtilegu fóLki í þessu starfi — þau kynni eru kannski tfðum yfirborðsleg, en oft tekst lika varanleg vinátta. A hinn bóginn skal ég viðurkenna, að það veldur mér stundum öþægindum, hve ómannglöggur ég er. Maður kynnist fölki, m.a. hér heitna, kannski skamma stund og sér það svo ekki aftur fyrr en eftir árabil og kannast þá kannski við and- litið, en kemur þvi.ekki fyrir sig — það getur verið öþægilegt. Þá getur það verið ákaflega fróðlegt að sjá, hversu marg- breytilegar og misjafnar mann- eskjur söngvarar eru eins og aðrir — ekki sízt að sjá hvern mann miklir og frægir listamenn hafa að geyma. Það eru ekki allir frægir menn jafn miklir lista- menn né jafn miklar manneskjur. Sem nærtækt dæmi um mikinn listamenn mundi ég taka James King, sem syngur hlutverk Othellos núna í Graz, þar sem ég syng Gassio. Ég hafði heyrt mikið af honum látið, hann er heims- nafn, en ekki kynnzt honuin fyrr. Nú kom hann þarna þessi stóri maður, stóri söngvari, gersamlega laus við mikillæti og hofmóð — umgengnin við samstarfsmenn og fasið allt bar merki þess, sem ég tel einkenna mikilhæfa mann- eskju. Það var orðið skuggsýnt áður en samtali okkar lauk — sólin gengin til viðar í vestrinu og Keili og suðurfjöllin bar sem svarta skugga við kaldan himinbláinann. tslenzkur vetrardagur eins og hann getur hvað fallegastur orðið — og umhverfis kyrrð og ró. Eg spurði Sigurð að lokum, hvort hann langaði heim. Hann svaraði þvi játandi: Ég hef haft ákaflega gaman af því að dveljast og starfa erlendis og hefði ekki viljað fara á mis við að kynnast þeirri rótgrónu menn- ingarhefð, listaverkum, músik og söfnum, sem eru svo ríkur hluti í lífi manna þar. Mér er lika Ijóst, að hér heima hef ég enga starfs- möguleika sem öperusöngvari. Engu að síður langar mig alltaf heim — og ég kem hingað eins oft og ég fæ við koinið. Hér á ég mina fjölskyldu og þar fyrir utan er eitthvað sérstakt við tsland, sem alllaf heillar mig, ég veit ekki glöggt hvað það er, kannski loftið eða kyrrðin — að geta ekið hér suður í hraun eða smáspöl inn með hliðum, verið aleinn með sjálfum sér og hlustað á þögnina. — mbj. Sigurður Björnsson ásamt konu sinni Sieglinde Kahmann. Myndin var tekin við upptöku hjá íslenzka sjónvarpinu. Sem Aimaviva greifi í Rakaranum frá Sevilla — sýning íGraz. Sem Fernando 1 Cosi Fan Tutte eftir Mozart, frá sýningu i Kassel. Sigurður (lengst til vinstri) sem Jaek í Mahagony Bertholds Breehts og Kurt Weills, á sýningu í Kassel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.