Morgunblaðið - 13.02.1974, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974
25
fclk í
fréttum
° O
Útvarp Reykjavík
MIÐVIKUDAGUR
13. febrúar
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kL 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl 7.20. Fréttir kl.
7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kL 7.55.
Morgunstund barnanna kL 8.45: Vik
borg Dagbjarlsdóttir heldur áfram að
lesa söguna ,,Börn eru bezta fólk“ eftir
Stefán Jónsson (8).
Morgunleikfimi kL 9.20. Tilkynningar
kL 9.30.
Þíngfréttir kL 9.45. Létt lög á milli
atriða
Úr játningum Ágústfnusar kirkjuföð-
ur kL 10.25: Séra Bolli Gústafsson i
Laufási les þýðingu Sgurbjöms
Einarssonar biskups (12).
Ki rkjutónl ist k L 10.40
Tónlist eftir Brahms kL 11.00: Bracha
Eden og Alexander Tamir leika fjór-
hent á pianó Ungverska dansanr. 1-10
/ Elisabeth Schwarzkopf og Dietrich
F'ischer-Dieskau syngja þjóðlög í út-
setningu Brahms.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
13.30 Meðsínu lagi
Svavar Gests kynnir lög af hljómplöt-
um.
14.30 Sfðdegissagan: „Dyr standa opnar"
eftir Jökul Jakobsson höfundur les
(11).
15.00 Miðdegistónleikar Filharmóníu-
sveitin í Lundúnum leikur „Hungaria",
sínfónískt ljóð nr. 9 eftir Franz Liszt;
Bemard Haitinik stj. Arthur Rubin-
stein og Sinfóníuhljómsveitiní Chicago
leika Píanókonsert nr. 2 i c-moll eftir
Sergej Rakhmaninoff; Fritz Reiner stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veður-
fregnir.
Á skjánum
MIÐVIKUDAGUR
13. febrúar 1974
18.00 M agg i næ rsýni
Teiknimynd.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.05 Skippf
Ástralskur rpyndaflokkur fyrir börn og
unglinga.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.30 Gluggar
Breskur f ræðslumyndaflokkur.
Þýðandiog þulur Gylfi Gröndal.
18.50 Gítarskólinn
Gítarkennsla fyrirbyrjendur.
2. þáttur.
Kennari EJyþór Þorláksson.
19.20 Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Llf og fjör I læknadeild
Breskur gamanmyndaflokkur.
Þýðandi Jón ThorHaraldsson.
20.55 Nýjasta tækni og vfsindi
Læknisfræði og geimkönnun Kohoutek
fer frá sól u og geimf lug hjá Júpíter. ís
16.25 Popphornið
17.10 Útvaipssaga barnanna:
,J>m> glararnir f skerjagarðinum" eftir
Jón Björnsson. Margrét Helga
Jóhannsdóttir les sögulok (8).
17.30 Framburðarkennsla f spænsku
17.40 Tónleikar. Ti lkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55
Tilkynningar.
19.00 Veðurspá.
Orð af orði
Gerður Óskarsdóttir stýrir umræðum
um stöðu fatlaðra innan skólakerfisins.
Viðræðendur: Bryndis Viglundsdóttir,
Guðni Jónsson og Sylvia Guðmunds-
dóttir kennarar.
19.45 Húsnæðis- og byggingamál
ólafur Jensson sér um þáttinn.
20.00 Kvöldvaka: Svarfdælingakvöld
Erindi og frásagnir flyfja Snorri Sig-
fússon, sem minnist nokkurra Svarf-
dæla fyrri alda, Ingimar óskarsson,
sem talar um gróðurfar i Svarfaðardal,
og Sigriður Thorlacius, sem flytur
bemskuminningu. Hugrún skáldkona
les kvæði sitt um Svarfðardal, Gunnar
Stefánsson les frásögn Sigurðar P.
Jónssonar um Dalvik og Anna Kristin
Arngrimsdóttir fer með kvöldsálm
eftir Þorstein Þorkelsson. Tónlist
flytja Gestur Guðmundsson söngvari,
Kristinn Gestsson píanóleikari. Jakob
Tryggvason organleikari og söngkvart-
ett undir stjórn Magnúsar Ingimars-
sonar. Gisli Kristjánsson ritstjóri teng-
i r saman atriðin með kynningum.
21.30 Útvarpssagan: „Trfstan og Isól"
eftir Joseph Bédier
Kristin Anna Þórarinsdóttirles (4).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Lestur Passfusálma (3)
22.25 Kvöldsagan: „Skáld pf s larvæt tis-
ins“ eftir Sverri Kristjánsson Höfund-
ur les (2).
22.45 Djassþáttur
í umsjá Jóns Múla Árnasonar.
23.30 Frét tirí stuttu málL Dagskrárlok.
I gufuhvolfinu. Náttúrvemd f fenja-
landi.
Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius.
21.25 íþrótti r
Sjónvarpsupptaka f rá frjálsiþrótta-
móti, sem fram fór siðastliðinn laugar-
dag.
Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson.
21.55 Nótt veiðimannsins
(The Nightof the Hunter)
Bandarisk biómynd frá árinu 1955,
byggð á sögu eftir Davis Grubb.
Leikstjóri Charles Laughton. Aðalhlut-
verk Robert Mitchum, Shelley Winters
og Lillian Gish.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
Mynd þess er tæpast við hæf i bama.
Sagan hefst á þvi, að maður nokkur
rænir banka og felur ránsfenginn i
brúðu dóttur sinnar. Hann er tekinn
höndum og liflátinn fyrir ránið. En
kk?fafélagi hans ákveður að komast
yfir féð og svifst einskis til að ná þvi
takmarki.
23.25 Dagskrárlok.
Nótt veiðimannsins
Enda þótt áður hafi verið
fjallað ýtarlega um kvik-
myndina, sem sjónvarpið sýnir
í kvöld, hér í blaðinu, skal enn
vakin athygli á henni hér,
sökum ágætis hennar. Hér er á
ferðinni eina kvikmyndin, sem
Charles Laughton gerði um
dagana, en þegar sýnt var
hvefsu til hafði tekizt, þótti
mikill skaði að þvi, að Laughton
hefði ekki lagt kvikmyndagerð
fyrir sig í rikari mæli.
Laughton er frægari leikari en
svo, að þörf sé á að útmála
afrek hans á því sviði, en
raunar þarf það ekki að vera
neitt undrunarefni þótt svo frá-
bær leikari hafi líka getað
stjörnað töku frábærrar kvik-
myndar.
Myndin er byggð á sögu eftir
Davis Grubb, en með aðalhlut-
verk fara Shelley Winters,
Robert Mitchum og Lillian
Gish.
Pétur Östlund
í jazzþætti
I kvöld kl. 22.45 er jazzþáttur
í útvarpinu, og er hann í umsjá
Jóns Múla Arnasonar. Er við
inntum hann eftir innihaldi
þáttarins, sagðist hann ætla að
halda áfram að montast af þeim
íslenzku listamönnum, sem
einna fremstir standa og láta
þess vegna minnst á sér bera,
t.d. Pétur Östlund. Jón sagði, að
Pétur hefði verið hér heima um
daginn, en þó hefðu fáir orðið
varir við ferðir hans. Annars
dvelst Pétur langdvölum i Sví-
þjóð, þar sem hann hefur getið
sér góðan og mikinn orðstir. Nú
eru nýútkomnar a.m.k. þrjár
plötur þar sem hann leikur með
heimsfrægum jazzleikurum, og
er óhætt að segja, að Pétur hafi
nú getið sér „jazzheimsfrægð'*
fyrir trommuleik sinn. Margir
gera sér góðar vonir um að sjá
og heyra Pétur í slagtogi með
þeim jazzleikurum, sem munu
koma fram á næstu listahátíð,
en það er óákveðið ennþá. I
jazzþættinum í kvöld verða
leikin lög af nýútkomnu plöt-
unum hans Péturs. Því miður
tókst okkur ekki að komast yfir
betri mynd af Pétri en þá, sem
hér birtist, en hún er frá því í
gamla daga, þegar Pétur lék
með Óðmönnum. Ef einhverjir
eru, sem vita ekki hvaðan Pétri
koma tónlistarhæfileikarnir,
skal þess getið, að hann er
sonur Maríu Markan.
Soga eftir
Bitl Sigurgeirsson
í CBC
á næstunni
Innan skamms á að birt-
ast í CBC sjónvarpi kvik-
mynd gerð eftir sögunni
„The Inbreafker," sem ung-
ur lögfræðingur af íslensk
um ætturri í Vamcouver,
W. (Bi-11) Sigurgeirsson,
hefir samið. Aætlað mun
að kvikmyndin verði sýnd
í febrúar, og hefir allmikið
verið vandað til hennar.
Söguhöfundur rekur föð
urætt sína til séra Sigur-
geirs heitins Jakobssonar
& Grund í Eyjafirði og
mun afi hans, Jaikob Pét-
ur Sigurgeirsson, hafa
flutt til Mikleyar ungur
með móður sinni, Mad-
dömu Ingibjörgu Jóns-
dóttur, ekkju séra Sigur-
geirs. Foreldrar Billa eru
Sigurgeir Hermanius Sig-
urgeirason og kona hane
Victoria, sem nú búa að
Richmond, B.C. Hann er
bróðursonur séra Skúla
SigurgeirsBonar og ná-
frændi frú Ingibjargar
Jónsson, fyrrverandi rit-
stjóra Lögbergs-Heima-
kringlu.
PRINSINN ORÐINN SKÁTI
Persakeisari sést hér binda skátaklút um háls
syni sínum, krónprinsinum Reza, en móðir
drengsins, Farah Diba keisarainna, horfir á með
velþóknun. Sjálf er hún klædd skátabúningi.
Þessi athöfn fór fram fyrir nokkru í skáta-
heimili i Teheran, en þar voru krónprinsinn og
16 aðrir drengir að vinna skátaheitið og þar með
að ganga formlega i skátahreyfinguna.
GULLBRÚÐKAUP
Hirohito Japanskeisari og
Nagako keisaraynja héldu
hátíðlegt gullbrúðkaupsafmæli
sitt á dögunum. Hirohito, sem
er 124. keisari Japans, er sá
fyrsti, sem nær því að halda
upp á gullbrúðkaupsafmæli sitt
á meðan hann situr á veldis-
stóli. Hirohito er 73 ára, en
Nagako 70 ára. Þau eiga sjö
börn.
SEKTAÐUR
Einn kunnasti nautabani
Mexíkó, Manolo Martinez,
hefur verið sektaður um 4.000
dollara (rúmlega 350 þús. ísl.
kr.) fyrir að drepa naut í nauta-
atshringnum. Hann var nefni-
lega of lengi að þvi. Reglur
kveða svo á, að nautabanar
berjist við nautin og sálgi þeim
á 12 minútum eða minna, en
Martinez, hvattur áfram af
áhorfendum, fór yfir tímann
um daginn.
nír,
FANNST EFTIR
MEIRA EN AR
Frú Thomas Lauver ljómar
af gleði, er hún hringir i móður
sína og segir henni frá því, að
tveggja ára gamall sonur
hennar, Tommy, sé kominn í
leitirnar. Hann fannst á
dögunum I Kaliforníu, nánast
ómeiddur. Honum hafði fyrir
rúmu ári sfðan verið rænt og
síðan stóð yfir geysileg leit að
honum, þar sem rannsóknarlög-
reglumenn voru fremstir i
flokki.
Þessi klausa birtist fyrir
skömmu í blaðinu
Lögberg—Heimskringla, sem
gefið er út í Kanada, CBC er
skammstöfun á kanadfska ríkis-
útvarpinu.
PASSIÐ YKKUR Á ÍSLENZKU HESTUNUM
I nýjasta tölublaði Tölts, tímarits danska Islandshestasam-
bandsins, er þessi mynd birt og í myndartexta segir, að Erhard
Jakobsen hafi i fyrra farið i fyrsta skipti á bak íslenzkum hesti.
Síðan sé hann búinn að fella ríkisstjórnina, stofna nýjan flokk og
gjörsamlega breyta stjórnmálalífi Danmerkur. Segjum svo, að
íslenzku hestarnirséu lltilfjörlegir!