Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 3
3 AFNAMI PRESTS- KOSNINGA HAFN- AÐ KURTEISLEGA FRAM hefur verið lagt f efri deild Alþingis nefndarálit menntamálanefndar deildarinn- ar um frumvarp um veitingu prestakalla, en í því frumvarpi var lagt til, að prestskosningar yrðu afnumdar. Var frumvarpið flutt á Alþingi að ósk biskups. Nú ieggur menntamálanefnd til, að frumvarpinu verði vísað til ríkis- stjórnarinnar, en Ölafur Jó- hannesson segir um þá meðferð þingmála i bók sinni Stjórnskip- un Islands, að það sé aðferð til að fella þingmál með kurteislegum hætti. I upphafi nefndarálitsins eru raktar ýmsar umsagnir, sem nefndin hafði aflað sér um frum- varpið hjá ýmsum geistlegum aðilum á landinu. Sfðan segir nefndin: Nefndin telur eðlilegt, að gerð- ar verði breytingar á lögum nr. 32 1915, um veitingu prestakalla, með hliðsjón af óánægju með prestskosningar, sem virðist vera ríkjandi meðal presta, guðfræði- nema og ýmissa kirkjunnar manna. Hins vegar getur nefndin ekki fallist á það skipulag, sem felst í frumvarpi Kirkjuþings, að valdið til að velja prest verði fyrst og fremst í höndum sóknarnéfnda og safnaðarfulltrúa í stað sóknar- búa. I trausti þess, að rikisstjórnin leggi fram frumvarp um breyt- ingar á lögum um veitingu presta- kalla að höfðu samráði við Kirkju- þing og biskupsembættið og að fengnu áliti almennra safnaðar- funda, leggur nefndin til, að því frumvarpi, sem hér liggur fyrir, verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Efsta myndin er af verksmiðjunni, miðmyndin er frá löndun Sveins Sveinbjiirnssonar NK. Neðst sést í stefni Suðurlands, sem tók loðnu- mjöl, en í baksýn eru bátar, sem bfða löndunar. Aldrei meiri loðna borizt til Akraness Akranesi, 19. marz. NÚ ERU allar þrær Sildar- & fiskimjölsverksm. Akraness h/f., fullar af loðnu, en þær rúma um 12 þúsund lestir. — í dag er samtals búið að taka á móti 27 þúsund lestum, og er það mesti loðnuafli, sem borizt hefir til verksmiðjunnar frá upphafi. — Megnið af loðnunni er geymt í gamalli grjótnámu nálægt Berja- dalsá, en hún var lagfærð og steypt í botninn, þegar loðnuveið- in fór að aukast. Þróin geymir loðnuna óskemda í langan tíma. Næstu daga verður aðeins hægt að taka á móti sama magni og unnið er, eða 4—450 lestum á sólarhring. Nú þegar er búið-að vinna úr 13.300 lestum. V/S. Suðurland lestaði hér loðnumjöl til útflutnings þann 12.3. s.l. Frystihúsin fjögur hafa fryst um 1200 lestir af hrygnu fyrir Japani. Afli skipa, sem veiða í þorska- net, hefir verið frá 8—25 lestir í róðri. — Togarinn Víkingur er á útleið til Bremerhaven, með um 180 lestir af þorski og öðrum fiskteg. — Skuttogarinn Krossvik er á veiðum. Júlíus. Hópurinn ásamt Óskari Ólafssyni yfirmanni umferðardeildar og Garðari Halldórssyni flokksstjóra í bifhjóladeild. SJÖ NYLIÐAR I BIFHJOLA- DEILD LÖGREGL UNNAR ÞEGAR blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins voru á ferð við Nauthólsvfkina einn góðviðrisdaginn nú f vikunni, rákust þeir á vörpulegan flokk bifhjólamanna, sem brunaði þar um f skipulegri röð. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að hér voru á ferð nem- endur úr lögregluskólanum, nánar tiltekið nýliðar f bif- hjóladeild lögreglunnar og að sjálfsögðu var myndavélin þrif- in upp og kapparnir festir á filmu. Garðar Halldórsson flokksstjóri í bifhjóladeildinni leiðbeindi piltunum og tjáði hann okkur, að sjö nýliðar væru nú við æfingar þrjár klukkustundir á dag f háifan mánuð, en eftir þann tíma taka þeir við störfum í bifhjóladeild lögreglunnar. Á planinu hjá flugskýli Land- helgisgæzlunnar setti Garðar upp keilur og lét nýliðana spreyta sig á jafnvægisæf- ingum, sem voru fólgnar í því að aka löturhægt á milli keiln- anna, en mun erfiðara er að halda jafnvægi á hjólunum þeg- ar svo hægt er ekið. Á meðan á æfingunni stóð kom Óskar Ölafsson yfirmaður umferðar- deildar lögreglunnar og fylgd- ist með piltunum um stúnd. Sagði Óskar, að námskeið sem þessi væru haldin af og til þeg- ar þörf krefði en um þessar mundir er einmitt þörf fyrir fjölgun í bifhjöladeildinni. Sjö nemendur úr lögregluskól- anum, sem luku fyrri hluta námskeiði frá skólanum í desember s.l.,voru valdir úr og er reiknað með, að þeir taki til starfa við bifhjóladeildina eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Nýliðar í jafnvægisæfingu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Verður Svartá virkjuð? Mælifelli 19.3. MIKIÐ er rætt hér um slóðir um hugsanlega virkjun Reykjafoss i Svartá. Hreyfing komst á málið á Alþingi fyrir nokkru, en ört hækkandi olfuverð og jafnvel mögulegur hörgull á oliu hafa rumskað við íslendingum að nota sitt eigið olíu-ígildi, — vatnið, sem rennur af háum fjöllum. Undanfarin ár hefur verið mik- ið tíðkað að vera á móti virkjun- um vegna þeirrar röskunar, sem þær valda á náttúrufari. Er þó vfðast ólíku saman að jafna og við Laxá i S-Þing. og Mývatnssvæðið, sem á sérstöðu á veraldarmæli- kvarða, þótt mönnum hætti til að fara að þvi skörulega og virð- ingarverða dæmi. Hér sem annars staðar útheimtir virkjun sann- girni og þjóðhagslegan skilning þeirra, sem verða aðþiggja fébæt- ur fyrir ræktað og ræktanlegt land og jafnvel meiri röskun á högum. Við Svartárvirkjun færist töluvert land undir vatn á Reykja- völlum og jafnframt heit upp- spretta, en nýbýlin Laugabakkar og Reykjaborg yrðu sennilega óbyggileg. Þá er að vega og meta og leita ful ls samkomulags. Það gagn, sem flestir hér i sveit eru sammála um, að verði heima fyrir af virkjuninni, er til dæmis A-Skaftafellssýsla SVERRIR Hermannsson alþm. boðar til almenns stjórnmála- fundar á Höfn í Hornafirði laugardaginn 23. marz kl. 16.00 i Sindrabæ. Á fundinum munu auk hans flytja ræður alþingismenn- irnir Halldór Blöndal og Pétur Sigurðsson. Fundurinn er öllum opinn. BÍL STOLIÐ LJÓSGRÆNNI Vauxhall Victor- bifreið, árgerð '66, með einkenn- isnúmerinu R-7006, var stolið frá Drápuhlíð 38 aðfararnött sl. mánudags. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar frá þvi á aðfarar- nótt mánudags eða hvar hana er nú að finna, eru beðnir að láta lögregluna vita. brú yfir ána, sem mjög er brýnt að fá, fullnægjandi frágangur á laxastiga, en Svartá er enn gersamlega dauð sem kallað er og veiðihlunnindi engin. Þá fengist þriggja fasa rafmagn og tryggt rafmagn, sem er undirstaða hugsanlegs iðnaðar og þéttbýlis við Steinstaðaskóla, og til mikillar hagræðingar á hverjum bæ, nýr vegur á umtalsverðum kafla, fast- eignaskattur, nokkur hundruð þúsund á ári, og að sjálfsögðu gífurleg atvinna meðan fram- kvæmdir standa yfir og svo nýr starfsmaður með búsetu í hreppn- um. Þessum hlutum velta menn nú fyrir sér af miklum áhuga. Þeir, sem vilja fá virkjunina og telja það sóma fyrir þessa sveit að leggja nokkuð af mörkum í orku- málum, hafa óskað, að þeirra sjónarmið kæmu fram, enda beiú hinir sér töluvert, sem enga virkj- un vilji, og beri fyrir sig lax, sem þó er enginn i ánni, og landspjöll, sem er þeirra mál einna, sem landið eiga. Loks telja virkjunar- sinnar, að stórt stöðuvatn yrði sveitarprýði. Síra Ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.