Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 Dr. Róbert A. Ottósson F. 17. maf 1912 D. 10. marz 1974. Vinarkveðja „Maðurinn fer til sins eilífðar- húss og grátendurnir ganga um strætið; áður en silfurþráðurinn slitnar og gullskálin brotnar og skjólan mölvast við lindina og hjólið brotnar við brunninn." Þessi orð spekingsins duttu mér fyrst í hug, þegar mér var til- kynnt lát eins bezta vinar míns, dr. Róberts A. Ottóssonar, sunnu- dagsmorguninn 10. marz 1974. I mínum huga var hann í bldma lífsins, enda ekki aldinn að árum. Andlegt fjör hans hafði verið óskert, þegar ég talaði síðast við hann. Hæfileikar hans hafa, að því er mér virtist, aldrei notið sín betur en nú síðari árin, og áhuga- málin voru stórbrótin og óþrjót- andi. Hann sagði mér meðal ann- ars skömmu áður en hann lézt, að hann hefði í hyggju að flytja ýmis stórvirki tónbókmenntanna, áður langt um liði. Það var enginn feigðarómur í rödd hans. En nú er hann farinn til sfns eilífðarhúss. „Þetta getur enginn læknað nema guð einn", voru einhver síð- ustu orð, sem Róbert sagði við mig. Hann átti ekki við sjálfan sig, heldur sjúkan vin okkar. Ég hefi að vísu vitað frá fyrstu kynn- um, að Róbert var trúmaður, en aldrei hefi ég fundið meiri trúar- legan aivöruþunga í rödd hans en í þetta sinn. Trúarlíf hans var auðugt, en það var ekki fdlgið í fylgi við eitthvert kenningakerfi. Hann virti öll trúarbrögð og gerði ekki mun á stefnum. Þessi víðsýni kom einnig fram f mati hans á tónlist. Hann mat veraldlega tón- list jafnt trúarlegri, eh allt um það virtist mér alvarleg tðnlist jafnan fá trúarlegan blæ i túlkun hans. Hljóðfæri sín — hvort sem þ.iu voru kór og hljómsveit eða flygillinn einn — hafði hann fylli- lega á valdi sínu, og úr varð dýr- legur trúaróður, s.em hreif áheyr- endur og veitti þeim fullnægju. Þeir, sem meðtóku boðskapinn, gengu frá hljóðir og hógværir, ef til vill ekki betri menn, en að minnsta kosti þess vísir, að þeir höfðu tekið þátt i þakkargjörð til þess, sem þeim var heilagt, hver svo sem skoðun þeirra á triímál- um annars kunni að vera. Mér virtist afstaða Róberts til tónlistar alitaf vera öðrum þræði trúarleg. Tónlistin var honum heilög á sama hátt og guð er heilagur trú- uðu fólki. Frá því að við kynntumst fyrst — á öndverðum vetri 1935 — hef- ir maðurinn Róbert A. Ottósson verið mér sífelld ráðgáta. Ég hefi engan þekkt honum líkan, svo að mér er vandi á höndum að reyna að lýsa honum, þar sem ég hefi ekkert til samanburðar. Skapgerð Róberts var gerð af hinum undarlegustu andstæðum, en allt um það hefi ég vart þekkt heilli persónuleika en hann. Þott andstæðurnar berðust um í hon- um, tókst honum að hafa þann hemil á þeim, að dr þeim varð samstæð heild. Það voru meðal annars þessi innri átök, sem gerðu hann að yfirburðamanni — einhverjum þeim mesta, sem ég hefi haft náin samskipti við. Erfið hlýtur þessiglima áhafa verið en upp af henni reisheill og óskiptur persónuleiki: maður, sem tókst á við víðfangsefnin, hvorki að- þrengdur, ofþrengdur né efa- blandinn. Hann örvænti ekki. Andstæðurnar f sálarlífi Ró- berts komu fram með ýmsum hætti. Stundum var hann barns- legur — allt að þvi barnalegur — en jafnframt lífsreyndur og spek- ingur að viti. Hann var ofsafeng- inn í skapi, en samtimis var hann hjartagæzkan og mildin sjálf. Hann var vinnuþjarkur, sem oft á tfðum unni sér engrar hvíldar.en þó undi sér enginn maður betur að leik og skemmtan með góðum vinum. Hann var metnaðargjarn í lífi og starfi, en þó gat ekki lítil- látari mann. Allt er þetta satt, en ef lýsa ætti Róbert miðað við eitthvert eitt einkenni, sem ég hefi nú rakið, fengist alveg röng mynd. Hann tamdi ótemjuna í sjálfum sér og lét hvern eðlisþátta sinna njóta sín sem hæfði hverju atviki. Per- sónuleiki hans var ekki hljóm- kviða í moll eða dúr. Hann var i mörgum öðrum tóntegundum og þeim næsta sjaldgæfum. Menn líta — sumir hverjir að minnsta kosti — á vísindi og listir sem andstæður. Við skulum láta það liggja milli hluta, enda hygg ég, að þekking manna á því sé i molum. Hitt er víst, að ýmsa sömu hæfileika þarf til þess að verSa sannur listamaður og sannur vís- indamaður. Hér er oft að ferðinni munur á áhugaefnum. Róbert A. Ottósson renndi eng- um stoðum undir þá kenningu, að vísindi og listirgætu ekki átt sam- leið f sömu persónu. Mér segja fróðir menn, sem betur geta um dæmt en ég, að hann hafi verið jafnvígur á báðum sviðum og náð svo hátt, að hvort um sig hefði nægt honum til langlífis. Ég skal ekki skýra þetta nánara, því að ég er hvorki sérfróður um list hans né vísindi, en hvors tveggja hefi ég notið á minn hátt. Eg vil heldur víkja að þeim þáttum í vitsmunum Róberts, sem mér virtist mest kveða að og vafa- laust hafa verið undirstaðan að list hans og vísindum. Hann hafði tii að bera óvenjumikla næmi, ná- kvæmni, sköpunarmátt, sjálfs- gagnrýni og skerpu i hugsun auk þeirrar andlegu forvitni, sem olli því, hve áhugasvið hans var vítt, svo að hann gat aldrei lokazt inni áneinum þröngum bás. Allir þeir eðlisþættir, sem ég hefi nú talið, eru, að mínu viti, jafnnauðsynlegir listamanni og vísindamanni. Ef þeir eru á háu stigi — eins og þeir voru í fari Róberts — eru þeir ein forsenda þess að geta leyst vitsmunaleg verkefni. En með þessu er engan veginn sagt, að maður með svo ævintýralega vel gerðan heila ljúki nokkru frumlegu eða frá- bæru verki. Til þess þarf jafn- framt aðra eðlisþætti. Það er eitt af furðuverkum náttúrunnar, að sumum — en aðeins sumum — er jafnframt gefið þess konar eðlis- far, að þeim nýtast miklir hæfi- leikar. Hér á ég einkum við þrennt í fari Róberts: eihstæða verklund, mikinn metnað og auð- ugt tilfinningalíf. Mér er það mjög til efs, að það sé í sjálfu sér persónuleg gæfa að fá ívöggugjöf svo fjölþætta hæfi- leika og Róbert vinur minn hlaut. Auk þeirrar dvenjulegu sjálf- stjórnar, sem ég hefi vikið að, nýtast þessir hæfileikar ekki nema í umhverfi, sem er hliðholit þvi, að þeir fái notið sín. Skýring- arinnar á lífsgæfu Róberts er meðal annars að leita í umhverfi hans. Það er ákaflega ósennilegt, að Róbert A. Ottósson hefði orðið sá Róbert, sem við þekktum, ef hann hefði ekki fæðzt í Berlfn og verið uppalinn þar framyfir tvítugsald- ur á menningarheimili, þar sem fjölskyldan lifði og hrærðist í tón- list — ekki aðeins tilþess að njóta hennar — heldur fékkst faðirinn einnig við vísindalegar rannsókn- ir í tónmennt. Og það er næsta ólíklegt, að trúrækni hans hafi ekki átt rætur í móðurarfi hans, en móðir hans og frændur hennar stóðu föstum fótum í kristinni menningu. Og ekki má gleyma þvf, að á þessum tima stóð list- menning Berlfnar I miklum blóma. Það eru sömuleíðis litlar lfkur á því, að Róbert A. Ottósson hefði lagt jafnmikla rækt við íslenzka tónlistarsögu, fengizt við íslenzk handrit og samið og varið með sæmd doktorsrit um Þorlákstíðir, ef hann hefði ekki flutzt til Is- lands og orðiðmeira handgenginn íslenzkri hámenningu en flestir Islendingar og numið tungu þjóð- arinnar svo vel, að fáir samtima- menn hans á Islandi urðu honum ritfærari á hana. Þá ber þess að gæta, að Róbert A. Ottóssyni hefði ekki orðið jafn- mikið úr verki, ef hann hefði ekki fengið jafngott tækifæri til að sinna hugðarefnum sinum og eig- inkona hans og venzlafólk hans sköpuðu honum. En því má held- ur ekki gleyma, að Róbert reynd- ist vandamönnum sínum góður drengur. Mér er vel kunnugt um, að hann var móður sinni um- hyggjusamur sonur, og tengdafor- eldrum sinum, eiginkonu og öðru venzlafólki var hann mikils virði á sama hátt og þau honum. Þessi saga sýnir, að samleikur frábærra hæfileika og um- hverfis, sem þeim hæfir, getur skapað hið furðulega ævintýri Ró- bert A. Ottósson, eins og við kynntumst honum. Þetta ævintýri hefir auðgað íslenzkar listir og visindi og þokað okkur íslending- um nær því marki að vera menn- ingarþjóð. Hlutdeild Róberts í því er ekki enn að fullu metin, en væntanlega verður það svo. En alltaf rekumst við á eitt- hvert ,,en". Ævintýrið Róbert A. Ottósson varð alltof endasleppt. Hann átti eftir að kæta og gleðja, auka lífsnautn manna og stunda víðtækari rannsóknir, leiða í Ijós nýjan sannleika. Lff hans var „ófullgerð hljómkviða". Vitanlega koma maður eða menn og leysa Róbert vin minn af hólmi. En þótt hann hafi gefið gott fordæmi, er hættulegt að stæla hann. Til þess var hann alltof mikill persónuleiki. Hann vann óll verk sín yfirburðavel, og það geta að vísu fleiri gert. En enginn dregur, þótt ætli sér, ann- ars f isk úr sjó. Mér er efst i huga, að Róbert lifði með sæmd. Hann fékk „góðs tírar", eins og forfeður vorir kepptu að. „En kveld lifir maðr ekki eptir kvið norna". Halldór Halldórsson. Kveðja frá Félagí fslenzkra tón- listarmanna Með þessum fátæklegu orðum er ekki ætlunin að rekja feril dr. Róberts A. Ottóssonar, það munu áreiðanlega aðrir gera af þeim myndugleik, sem minningu hans sæmir — heldur að kveðja látinn félaga og minnast starfs hans í þágu íslenzks tónlistarlffs. Dr. Ró- bert gerðist meðlimur Félags ís- lenzkra tónlistarmanna 1948. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í þágu félagsins, var rit- ari þess 1948—'56 og nokkrum sinnum fulltrúi þess í Bandalagi íslenzkra lístamanna. Hvort sem hann gegndi sérstökum störfum í félaginu eða ekki, einkenndi það dr. Róbert jafnan, að hann var svo virkur félagi. Þótt hann nú hin siðari ár væri störfum hlaðinn, kom það mjög sjaldan fyrir að hann vanrækti fundi og hafði hann jafnan eitthvað viturlegt til málanna að leggja. Sýndi þetta helztu einkenni hans: hvað sem hann tók sér fyrir hendur, gerði hann af heilum hug, braut sér- hvert mál til mergjar og var hvers konar hálfvelgja fjarri eðli hans. Þannig voru allir hlutir í lífi hans, hvort sem það var kennar- inn Róbert, hljdmsveitar-eða kór- stjórinn, fræðimaðurinn eða fé- laginn — öll þessi hlutverk ein- kenndust af dy'pt og vitsmunum þeirrar persónu, sem i þeim birt- ist. A vettvangi félags okkar var það fslenzkt tónlistarlíf, vöxtur þess og viðgangur á hverjum tima það, sem hann lét sér sérstaklega annt um. Auk hinnar virku þátt- töku hans þar, var hin beina þátt- taka hans í íslenzku tónlistarlífi mikil, þvi segja má, að hann hafi verið ein af máttarstoðum ís- lenzks tónlistarlffs. Það er erfitt að gera sér í fljötu bragði grein fyrir því, hvert fram- lag dr. Róberts var til islenzkra tónlistarma'Ia — svo umfangsmik- il voru störf hans. Minnisstæðast verður þó það, að ár hvert gekkst hann fyrir flutningi helztu stór- verka tónbókmenntanna, og var það jafnan hápunktur hérlends tónlistarlífs. Þær stundir eru iS 1- um ógleymanlegar, — þar lyftist íslenzkt tónlistarlíf upp á hærra svið. Dr. Róbert skilur eftir sig mikið skarð, fráfall hans var svo óvænt, en frá honum var enn stórverka að vænta. Þess vegna er mikil eftirsjá að þessum ágæta manni. Segja ma' með sanni, að við höfum verið mjög lánsöm að fá að njóta starfskrafta þessa manns hér á landi og má telja túlkun dr. Rö- berts á Messíasi eftir Handel nú fyrir jólin sem hámark ferils hans. Við í Félagi íslenzkra tónlistar- manna vottum eiginkonu Róberts, frú Guðríði Magnúsdóttur og syni þeirra, innilegustu samúð okkar. I minningu okkar lifa ánægjuleg- ar stundir mð gdðum félaga og vin, þar sem við nutum þekkingar hans, reynslu og ekki sízt hlýrrar kfmnigáfu. Kveðja frá guðfræðidei Id Há- skóla Islands. I dag er kvaddur hinztu kveðju dr. phil. Róbert A. Ottósson. And- látsfregn hans barst skyndilega og óvænt. Þau válegu tíðindi höfðu borizt viku fyrr, að dr. Róbert hefði veikzt, þar sem hann var staddur erlendis í fyrirlestraför. En þvílíkur var lífsþróttur þessa manns alla tið, að þeir, sem þekktu hann, bægðu þeirri hugs- un frá, að senn drægi að kveðju- stundu. Seint munum vér og sætt- ast á þær lyktir, þótt undan þeim verði ekki lengur vikizt. Guðfræðideild Háskóla Islands átti því láni að fagna að njóta starfskrafta dr. Róberts um margra ára skeið. Hann var skip- aður dósent í sálma- og messu- söngfræði og tónflutningi á miðju sumri árið 1966, en hafði þá gegnt störfum sem aukakennari viðguð- fræðideild frá árinu 1961. Auk þess hafði hann áður haldið nám- skeið í söngstjórn og námskeið í fornum tónsöng fyrir guðfræði- nema. Hér verður ekki gerð tilraun til að gera grein fyrir merku fram- lagi dr. Róberts til vísinda á sviði litúrgfskra söngfræði og tónlistar- sögu. Aðeins skal þess getið, að auk gagnmerkrar doktorsritgerð- ar um Þorlákstíðir liggja eftir hann margar vísindalegar ritgerð- ir, sem skipa honum veglegan sess á meðal tónvísindamanna nær og f jær. Það dylst vist engum, sem til þekkja, hvílíkur missir fráfall dr. Róberts er guðfræðideildinni og Háskóla Islands. Undir öruggri leiðsögn hans urðu tónmenntirn- ar, söngurinn, listin, brátt að veigamiklum þætti i lifi og starfi deildarinnar. Jafnhliða komu hans að guðfræðideild var gerð sii breyting á reglugerð hennar, að stúdentum var gert kleift að stunda sérnám í tónlist. Stendur það nám jafnfætis öðru sérnámi í hinum hefðbundnu kennslugrein- um guðfræðinnar. Nemendur dr. Róberts, sem lögðu stund á sér- nám ýmist i lftúrgískri söngfræði, hljóðfæraleik eða söngstjdrn, eru margir komnirtilstarfaí íslenzku þjóðkirkjunni, þar sem verkin lofa meistarann. Þó lýsir þessi þáttur, sérnámið, aðeins hluta þeirra áhrifa, sem nærvera dr. Röberts hafði á guðfræðideildina. Sjálfur lagði hann ætíð á það áherzlu, að tónlistin, eins og önn- ur sönn list, sem á hljdmgrunn f hjörtum allra manna, stæði guð- fræðinni jafn nær og fræðin sjálf. Kynnin af dr. Róbert nægðu og til þess að láta sannfærast, að þannig sé þessu farið. Orðið af vörum hans, í tali eða tónum, var hið lifandi orð, sem flytur sann- leikann um Guð og menn nær þeim, sem það nemur. Aldrei lét hann sér það lynda, að stúdent bæri því við, að hann hefði ekki tóneyra. Allir, undan- tekningarlaust, skyldu vera með. Þeir eru þá einnig margir, sem nú lofa meistarann fyrir það náðar- verk, sem hann vann á þeim, er hann lauk upp fyrir þeim áður dþekktum eða óræktuðum vídd- um í þeirra eigin sálarlífi. Mun ekki ofmælt, að dr. Róbert hafi a' þennan hátt unnið sérstætt geð- verndarstarf ámeðal stúdenta. I kennaraliðinu var þáttur dr; Róberts sizt ömerkari. Lífsþróttur hans, borinri upp af hjartahlýju og göfgi, efldi og styrkti þreytta önd í daglegri önn. Á næsta ólýsanlegan hátt bar hann eftir- vænting og nýja von i fari sínu. Honum hæfði hlutverk fagnaðar- boðans, sem gleðitiðindin flytur. Það var vart nokkur tilviljun, að sú heilsan, sem dr. Róbert var tömust, var hið fagnaðarríka ávarp: Gleðilega hátið! Hann bar með sér hátið inn i hljómlistarsalinn, kennslustof- una, margt dapurt hjarta. Því er hann syrgður af heilli þjdð. Guð- fræðideild Háskdla íslands þakk- ar Guði, föður, fyrir frábært starf dr. Róberts A. Ottðssonar. Eigin- konu, frú Guðriði Magnúsddttur, og syni, Grétari Ottd, vottar guð- fræðideild dýpstu samúð. Björn Björnsson deildarforseti. Þegar kær vinur er kvaddur fer ekki hjá þvi að persdnulegar minningar sæki á, ekki sízt þegar hann var allt í senn, vinur, leið- beinandi, ráðgjafi og kennari. Það var á fyrstu árum síðari heimsstyrjaldar þegar ég var unglingur í heimahúsum, að knú- ið var dyra á æskuheimili mínu að Mímisvegi 2. Ég fór fram og lauk upp. Fyrir utan stóðu tvær manneskjur, ungur, dökkhærður maður fremur lágur vexti og fal- leg miðaldra hefðarkona með grátt hár. Maðurinn spurði eftir föður mfnum og kynnti sig, Róbert Abraham, og mdður sína, Framhald á bls. 24. 'MmWWWWWWWMtHtHHMtW-'.'.''.-'''.-'-'" iil>miiiijiiliimimiiiimlHI.H>»M»" ¦ «..<. 4 .... . .............. ..........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.