Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 Politiken: Stefnan í síldveiði- málum óverjandi Kaupmannahöfn 19. marz NTB. DAGBLAÐIÐ Politiken gagnrýn- ir í ritstjórnargrein í dag afstöðu danskra stjórnvalda til síldveið- anna á NA-Atlantshafi. Segir blaðið m.a.: „Afstaða opinberra aðila í Danmörku gagnvart hafinu og auðæfum þess virðist nokkuð ruglingsleg. Það er hægt að skilja þau skammtimasjónar- mið, sem marka stefnu Dana f þessum málum, en þau eru aiger- lega överjandi með það í huga, að það er ljóst, að síldin er að hverfa.“ 1975 — ALÞJOÐ- LEGT KVENNAÁR Frá ársfundi Osta- og smjörsölunnar sf. OSTASALA HEFUR AUKIZT STÖÐUGT Á SÍÐUSTU ÁRUM HEILDARSALA Osta- og smjör- sölunnar sf. nam 1.125 milljónum kr. á árinu 1973 og hafði aukizt um 217 milljónir kr. frá árinu áður, eða um 23,9%. Smjörsalan stóð því nær í stað, en veruleg aukning varð á sölu annarra mjólkurvara og munaði þar mest um aukna ostasölu. Þetta kom fram í skýrslu fram- kvæmdastjórans, Öskars H. Gunn- arssonar, á ársfundi fyrirtækisins 15. marz sl. Kom þar ennfremur fram, að ostaneyzla er nú um 5,2 kg. á hvern íbúa landsins á ári, en þó allmiklu meiri á höfuðborg- arsvæðinu, eða um 7,5 kg á mann. Hefur ostaneyzlan aukizt stöðugt á undanförnum árum og jókst t.d. sala á 45% osti um 10,7% í fyrra. — Á árinu 1973 var tekin í notk- un mjög fullkomin ostapökkunar- vél og jókst sala á pökkuðum osti um 40%. Tilraunasendingar af — Frummyndir Framhald af bls. 2 og hefur af mörgum verið talin eitt merkilegasta rit um Island fyrr og siðar. í þeirri útgáfu var 51 myndablað, og voru það eir- stungur, sem flestar voru gerðar eftir frumteikningum Eggerts. En lengi hefur verið kunnugt um, að Eggert gerði fleiri myndir en þær, sem prentaðar voru, og Vil- hjálmur Þ. Gíslason segir i ævi- sögu sinni um Eggert, að Vísinda- félagið danska geymi ein 113 myndablöð og væru flest þeirra lituð. Það var svo ekki fyrr en rann- sókn dr. Egils Snorrasonar, yfir- læknis í Kaupmannahöfn, á Ferðabókinni og myndum hennar kom fyrir almenningssjónir á ís- landi í Árbók Fornleifafélagsins árið 1972, að menn hér á landi vissu nánari deili á þessum myndum, en rannsókn þessi er talin mjög ítarleg. Þessar lit- myndir eru taldar mun betri en eirstungurnar, auk þess sem þær eru um þriðjungi fleiri. Þýðing Steindórs Steindórs- sonar ko.m út árið 1943, og hefur verið ófáanleg um langt skeið. Steindór kannaði þetta mynda- Athugasemd VEGNA viðtals við Hermann Guðmundsson í Mbl. í gær skal það tekið fram, að er Hermann sagði, að samninganefnd verka- lýðsfélaganna, sem samdi við íslenzka álfélagið, hefði ekki brugðizt stefnu kjaramálaráð- stefnu ASÍ, átti engin fullyrðing að vera um, að samninganefndin væri sú eina, sem staðið hefði við stefnu ASÍ. Ber ekki að skilja þétta atriði í viðtalinu sem verið sé að snupra aðrar samninga- nefndir fyrir að hafa samið gegn stefnu kjaramálaráðstefnunnar. Þá skal þess og getið, að fullyrð- ing um, að iðnaðarmenn innan girðingar hjá ÍSAL séu á lægra kaupi nú en starfsfélagar þeirra utan girðingar, er samkvæmt dómi og mati iðnaðarmannanna sjálfra, er vinna hjá ÍSAL, en ekki var um skoðun Hermanns sjálfs að ræða. Segir Hermann, að iðnaðarmenn hjá ÍSAL hafi látið þessa skoðun f ljós við sig. safn Vísindafélagsins danska árið 1972 og kvaðst hann hafa séð, að i nýrri íslenzkri útgáfu Ferða- bókarinnar yrðu þessar frum- myndir að vera. Þegar svo bo'kaút- gáfan Örn og Örlygur ákvað að gefa Ferðabókina út, fóru þeir Steindór og Örlygur Hálfdánar- son til Hafnar og tókst að fá allt myndasafnið léð hingað heim í stuttan tíma fyrir milligöngu Sigurðar Bjarnasonar sendiherra og greiðvikni Asger Lomholt safnvarðar. Veitti síðan dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnasafns, myndunum viðtöku hér heima 4. október s.l., en þær verða geymdar f Arnagarði og þar verður unnið að undirbúningi prentunar þeirra. Er fyrirhugað að halda sýningu á myndunum í húsakynnum Þjóð- minjasafnsins. Gert er ráð fyrir, að enska útgáfan komi út með vorinu, og hafa ymsar endur- bætur verið gerðar á þeirri þýðingu, sem notuð er, en hún kom út 1805. islenzka útgáfan ætti síðan að öllu forfallalausu að komast út í haust. Hönnun bók- anna og uppröðun mynda annast Hilmar Þ. Helgason f samráði við þýðanda og útgefendur. Nixon pökkuðum osti hafa farið til út- landa og eru horfur á að útflutn- ingur osts f neytendaumbúðum eigi framtfð fyrir sér, einkum til Bandaríkjanna. Utflutningur mjólkurvara, ann- arra en undanrennudufts, dróst nokkuð saman á árinu. Mest var flutt til Svíþjóðar og Bandaríkj- anna eins og áður. Hæst verð fékkst fyrir svonefndan Óðalsost, en framleiðsla hans hefur farið vaxandi undanfarin þrjú ár. Birgðir mjólkurvara i ársbyrjun og árslok 1973 voru svipaðar og ekki umfram eðlilegar þarfir. Innvegin mjólk til mjólkursam- laganna jókst um rúmlega 2,5% og varð aukningin hlutfallslega mest á Hornafirði. Af þeim vör- um, sem Osta- og smjörsalan verzlar með, voru framleiddar rúmlega 1.600 lestir af smjöri, 2.100 lestir af osti, 850 lestir af nýmjólkur- og undanrennudufti, 260 lestir af kaseini og 650 lestir af kálfafóðri. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri, sem verið hafði í stjórn frá 1961, gekk nú úr stjórn, en í hans stað var kjörinn Vernharður Sveinsson. Aðrir í stjórn eru: Stefán Björnsson, for- maður, Erlendur Einarsson, Einar Ólafsson, Hjalti Pálsson og Grétar Simonarson. KVENRÉTTINDAFÉLAG tslands hefur nýlega haldið aðal- fund sinn. Kom þar m.a. fram hvatning frá Alþjóðlega kvenrétt- indasambandinu, The Inter- national Alliance of Women um að aðildarfélög þess, en K.R.F.l. er eitt þeirra, noti vel alþjóðlega kvennaárið 1975 til að efla fram- farir á sviði félags- og stjórnmála, og vinni að jafnari skiptingu auðæfa heimsins. Verður f til- efni af þessu kvennaári skipuð nefnd innan K.R.F.l. og höfð samvinna við kvenréttindasantök hinna Norðurlandanna. t frétt frá félaginu segir, að einmitt sé nú i undirbúningi samnorrænn fundur um þetta efni, og verður hann haldinn í Finnlandi í júnf n.k. Að þessi sinni átti að ganga úr stjórn K.R.F.Í. varaformaður, sem kosinn er til tveggja ára í senn. Fráfarandi varaformaður, Ásta Björnsdóttir, baðst eindregið undan kosningu, enda hefur hún árum saman verið í stjórn félagsins eða gegnt þar öðrum trúnaðarstörfum. Stjórnin er nú þannig skipuð: Guðný Helgadóttir formaður, Bryn- hildur Kjartansdóttir varafor- maður, Lára Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Anna Valdimarsdóttir og Þóra Brynjólfsdóttir. Einnig Fanney Long Einarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Margrét Einarsdóttir og Valborg Bents- dóttir, sem eru tilnefndar af Landsfundi K.R.F.I. — Heath Framhald af bls. 1 fyrir aðild Bretlands að EBE. Hann sagði, að samningaviðræður um þetta mál myndu byrja á því, að kannað yrði hvort hinar EBE- þjóðirnar sýndu skilning á hags- munum Breta. „En ekki munum við reyna að leysa slfkan ágrein- ing,“ sagði ráðherrann. Hann sagði, að stjórn Verkamanna- flokksins myndi vinna að því að opna meir evrópska markaði, en ekki taka þátt í tilraunum til að byggja um evrópska einingu á „andbandariskum grundvelli". — Israelar Framhald af bls. 1 i fréttum frá Beirut segirí dag, að Assad Sýrlandsforseti muni á næstunni fara i ferðalag til Moskvu og ræða þar við áhrifa- menn. Fyrr í þessum mánuði kom Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, til Sýrlands, eins og frá hefur verið sagt. Galdrabók frá 16. öld á uppboði London 18. marz AP. SJALDGÆF fyrsta útgáfa af 16. aldar bók um galdra var í dag seld á uppboði hjá Sothebys í London fyrir um 5 þús. dollara, eða um 450 þús. ísl. krónur. Bókin heitir „The Discovery of Witchcraft" eftir Reginald Scott og var hún gefin út árið 1584. Aðeins örfá eintök hafa varðveitzt, þar sem bókin var bönnuð og gerð upp- tæk. Kjölturakkar Brezhnevs Framhald af bls. 1 næsta hausti, vegna Watergate- málsins, svo og vegna skattamis- ferlis Nixons, sem hann er grunaður um. Buckley sagði, að sigur Nixons árið 1972 hefði verið traustsyfir- lýsing, sem hefði gefið honum tækifæri til að framkvæma sögu- legar umbætur. — En nú, sextán mánuðum síðar, er ég sannfærður um, að forsetinn hefur glatað hæfileikanum til að uppfylla þær vonir, sem við kosningu hans voru bundnar, bætti Buckley við. Hugh Scott, leiðtogi repúblik- ana í öldungardeildinni, var spurður álits á orðum Buckleys og sagði hann það vera heiðarlega sannfæringu Buckleys, sem hann hefði látið í ljós. Barry Goldwater kvaðst ekki taka undir afsagnar- kröfu Buckleys á þessu stigi en kæmi í ljós, að Nixon hefði verið viðriðinn eitthvað, sem teljast mætti glæpsamlegt, myndi hann endurskoða afstöðu sina og styðja kröfu Buckleys. FJÓRIR hippar í Menntaskólan- um við Hamrahlið senda skáldinu og mikilmenninu Alexander Solzhenitsyn ,,kveðju“ sina i Morgunblaðinu 1. þ.m. Lýsa þeir velþóknun sinni á þeirri ákvörð- un sovézku ríkisstjórnarinnar að vfsa þessum landráðamanni, sem þeir nefna svo, úr landi. Þegar ég las þessa orðsendingu, flaug mér ósjálfrátt í hug það alþekkta eðli hundanna að vilja glefsa íhælaþess manns, sem fall- inn er í ónáð hjá húsbónda þeirra. Hundarnir eru ótrúlega fljótir að átta sig á slíku og haga gerðum sínum samstundis samkvæmt því. Tilgangur þessara tryggu dýra i þessu tilviki er óefað sá einn að votta húsbóndanum hollustu sína. Hið nefnda, vanhugsaða brölt hippanna er trúlega nákvæmlega sama eðlis. Ekki virðist hvarfla að hippun- um, að Solzhenitsyn er margfald- ur ofjarl þeirra, svo að í saman- burði við hann eru þeir undur lítil peð á taflborði viðburðanna. Solzhenitsyn er ekki einungis mikill andans maður, hann er og hetja, því að ekki munu innan landamæra Rússlands aðrir en hetjur voga sér að andmæla gerð- um valdhafanna. Slíkt ætla ég, að ekki sé áhættulaust. Það er athyglisvert, að Solzhenitsyn er að dómi hippanna landráðamaður. Samkvæmt því eru það landráð að segja sannleik- ann. Ef hipparnir halda, að slíkur þvættingur gangi í islendinga al- mennt, er dómgreind þeirra langt undir meðallagi. Solzhenitsyn hefur líklega aldrei orðið samur maður eftir dvöl sína í hinum illræmdu fanga- búðum Stalíns. Kvalaóp þeirra, sem böðlar kommúnismans píndu, hafa ömað í vitund hans æ síðan og ekki gefið honum frið. Hans eina hugsvölun hefur þá verið sú að bera sannleikanum vitni og það gerði hann, enda þótt honum hafi hlotið að vera ljóst, að slíkt gat kostað hann lífið. Sjálfur þekkir hann af biturri reynslu það víti á jörðu, sem fangabúða- lífið í höfuðríki kommúnismans er, og getur því um það rætt af fyllstu þekkingu. Nart og baknag hippanna í Menntaskólanum við Hamrahlíð skaðar Solzhenitsyn ekki. Hann er meiri persóna en svo. Hefði hippunum óneitanlega verið holl- ara að leiða hugann að því, að löngu eftir að þeirra nöfn verða gleymd og vindurinn úr þeim far- inn, mun nafn Solzhenitsyns vera þekkt um víða veröld 'sem eins af mikilmennum mannkynssög- unnar. Þeirri augljósu staðreynd fá hipparnir ekki breytt. Eyþór Erlendsson. — Listahátíð Framhald af bls. 14 eftir Fjölni Stefánsson, sem þeir Kristján Þ. Stephensen og Einar Jóhannesson flytja á obo og klari- nett, og Trio eftir Skúla Halldórs- son, sem þau flytja Jón H. Sigur- björnsson á flautu, Pétur Þor- valdsson á selló og Helga Ingólfs- dóttir á sembal. Þá verður fluttur sembalkonsert eftir Manuel de Falla fyrir sembal og fimm hljóð- færi. Helga leikur einleikshlut- verkið, og auk þeirra, sem fyrr eru nefndir, bætist í hópinn Rut Ingólfsdóttir með fiðlu. Síðasta verkið á þeim tónleikum er Tríó opus 8 eftir Brahms. Það leika Rögnvaldur Sigurjónsson á píanó, Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Pétur Þorvaldsson á selló. — Þetta verða mjög fjöl- breyttir tónleikar og mikið í þá lagt, sagði Kristinn Gestsson. Margir menn leggja þarna hönd að verki. Vonandi verða tón- leikarnir vel sóttir. Ekki þarf raunar annað en lfta á myndirnar hér á síðunni til að sjá, hve margir leggja þarna hönd að og eru að undirbúa tónleikana, svo þeir megi verða sem bezt úr garði gerðir. Þegar svo mikið er um að vera, eins og er á skömm- um tíma á listahátið, er hætt við, að fólk missi af ýmsu, sem það hefði viljað sjá og heyra. En kammertónleikarnir á siðustu listahátíð voru ekki eins vel sóttir og efni stóðu til. Nú er bæði lengri tími til listahátíðar og heldur dregið úr fjölda atriða, svo fólk ætti að hafa betri möguleika á að ná i það, sem eftirsóknarvert er.eins og t.d. kammertónleikana. E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.