Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 Eldfærin eftir H. C. Andersen „Húrra!“ Og strákarnir blístruðu í fingur sér, og dátarnir heilsuðu með byssunum. Kóngsdóttirin var leyst úr koparhöllinni og varð drottning, og þótti henni ekki margt að því. Brúðkaupið stóð yfir í átta daga, og sátu hundarnir þar með öðrum til borðs og gláptu stórumaugum. SÖGULOK. Ló, ló mín, Lappa Jón Arnason, Islenzkar þjóðsögur Það var á bæ einum fyrir vestan, að fjósamaðurinn fór um veturinn eftir vöku, eins og hann var vanur, í fjós, að gefa kúm ábæti, áður en stúlkan fór út, sem mjólkaði. Þegar hann kom f fjósið, stóðu 4 kýr á flórnum. Hann hélt, að þetta væru kýrnar, er ættu að vera í fjósinu, og mundu þær hafa slitið sig allar. Maður þessi var skapstyggur í lund og gætir nú einskis, þar eð hann reiddist. Hann tekur nú með harðneskju í eyrað á einni og vill koma hinni á bás, en hún var treg, og í bráðræði bítur hann í hrygginn á henni svo fast, að blóð sprakk út. En í þessum svifum kom stúlkan, sem átti að mjólka, í fjósið með ljós og spyr, hvað á gangi; því að hún heyrði svæsin orð til mannsins og umgang í fjósinu. Þegar ljósið skein í fjósinu, sá fjósamaður, að kýrnar voru á básunum, eins og þær áttu að vera en engin fleiri í fjósinu en átti að vera nema sú, er hann var að stíma við og hann hafði í reiði bitið í; henm var ofaukið. En hinar 3 voru burtu farnar. Stulkan spyr, hverju þetta gegni. Hann kvaðst ekki vita það og sagði henni frá, hvernig hefði staðið á, þegar hann hefði komið f fjósið, og hefði hann haldið, að það væru sínar kýr, er á flórnum hefðu staðið, og væru allar orðnar lausar. Það hefði þá komið í sig gremja við þær, og hefði hann því gripið þessa, er hann nú héldi í, og ætlað að koma henni á bás, en ekki getað það, en í básana kveðst hann ekki hafa gáð. „Þetta gerðir þú illa, “ sagði stúlkan, „og er ég hrædd um, að þú hafir illt af þessu.“ Fer hún síðan inn og segir húsbóndanum frá. En húsbændum þeirra þótti þetta hafa mjög illa til tekizt. Fer húsbóndinn nú í fjósið og ávítar fjósamann fyrir þetta. Hann vildi láta kúna fara út úr fjósinu, en kom henni þaðan ekki. Var hún síðan látin í bás, sem auður var. Þessi kýr var með fullu júgri og stóru. Sagði hann stúlkunni að mjólka hana, en hún gat litlu náð úr henni. Síðan reyndi konan, og fór það á sömu leið, þar eð kýrin ólmaðist. Gekk þetta í tvo daga, að litlu varð náð úr henni. En um kvöldið á hinum öðrum degi, er kýrin hafði þar verið, var konan sjálf í fjósi, eftir það er inn var farið, og hafði ekki ljós. Þegar hún hafði verið þar litla stund, heyrði hún, að farið var um dyrnar inn í fjósið, upp í básinn til kýrinnar og svo þaðan út. En konan fór inn, og er mjólka átti, fór húsfreyja í fjós að mjólka. En er hún fór að mjólka þessa aðkomu kú, lét hún eins og hún hafði áður látið. Þá heyrði hún sagt á glugga fjóssins: „Ló, ló mín, Lappa, sára ber þú tappa, það veldur þvf að konurnar kunna þér ekki að klappa.“ Þá fór konan að klappa kúnni og nefna nafni sínu, sem hún heyrði, að hún var nefnd í vísunni af álfkonunni á fjósglugganum. Gat hún þá mjólkað hana , þar eð hún stóð þá kyrr, og mjólkaði mikið. Ekki er þess getið, að hjónin hafi sakað; en fjósamað- urinn varð lánlítill. Margar kýr höfðu komið af þessari kú, og var svo að orði kveðið, að þær væru af Löppu-kyni. DRATTHAGI BLYANTURINN (tylonni ogcTVÍanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi mannagjá á Þingvöllum. sem mamma hafði svo oft sagt okkur frá. En hvað áttum við nú að taka tii bragðs, vesling- arnir. Ekki gátum við klifrað upp þessa flughamra. \ ið stóðum við um stund og litum hvor á annan í -tandandi vandræðum. Loksins sagði Manni: ..Eigum við saint ekki að fara upp að hömrunum? Iíver veit nema við finnum eitthvert skarð, þar sem við komumst upp“. „Nei, það hugsa ég ekki, Manni. Og ef það skyldi nú hrynja grjót úr hömrunum, hvernig lízt þér á það? Við verðum víst að fara annaðhvort norður eða suður til þess að krækja fyrir hamrana“. „En það verður voðalega stór krókur“. „Já, það tefur okkur auðvitað mikið, sjálfsagt eina tvo tíma“. „Og þá kommnst við ekki upp á efsta tindinn, Nonni“. ” — Nú komu tárin fram í augun á Manna. Hann var orðinn bæði svangur og þreyttur og þráði ekkert heitara en að kornast alla leið upp. Ærnar í hellinum Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera til þess að hug- hreysta Manna litla. En þá datt honum sjálfum gott ráð í hug. „Eigum við ekki að falla á kné og biðja guð að hjálpa okkur?“ sagði hann. „Þú veizt það, að hann getur allt“. „Það var ágætt ráð. Það skulum við gera og það undir eins“. Við féllum nú báðir á kné á stórum liellusteini. Þar var svo mikið af fjallagrösum, að það var eins og við lægjum á fiðursæng. Fyrst báðumst við fyrir í hljóði stutta stund. Svo sagði Manni: flkÖlmoí9unkQffinu — Ég tel upp að þremur og svo kippir þú stólnum eidsnöggt undan ... — Er ekki einhver frammi, sem vill þurrsteikt buff??? — Ef hann fær annan af sömu tegund í afmælisgjöf, geri ég ráð fyrir, að hann megi skipta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.