Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 31 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, ÞÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 1 l.kafli. Loksins. Við erum lögð af stað. Og nú liði ekki á löngu unz við værum komin heim aftur. Heim. .. í myrkrið og haustrign- inguna... Auðvitað hlaut ég að vera í meira lagi skrítin að taka sænska veðráttu framyfir eilíft Afrikusólskinið, en hvort sem ég átti að teljast eðlileg eða ekki, þá vissi ég, að ég hlakkaði öumræði- lega til að koma heim í hlýlegu litlu ibúðina okkar, hvað sem öll- um rigningum liði. Flugvélin hóf sig á loft frá Kastrupvelli og ég hlustaði ann- ars hugar á malið við hliðina á mér. Að vísu var það tjáð á þess- £ Umsjón með barnatímum útvarpsins Húsmóðir í Breiðholti hafði samband við Velvakanda, vegna stöðuveitingar við útvarpið. Sagði hún, að síðastliðið haust hefði verið auglýst eftir starfsmanni til að sjá um barnatímaefni, en síðan hefði ekkert frétzt, og langaði. sig nú til að vita, hvort ráðið hefði verið í stöðu þessa og hvert verk- svið þess starfsmanns yrði. Velvakandi hafði samband við Hjört Pálsson dagskrárstjóra. Sagði hann, að nokkrar umsóknir um stöðuna hefðu borizt, og hefði Gunnvör Braga Sigurðardóttir verið ráðin, hefði hún hafið störf um miðjan janúar sl. Hér væri um að ræða dagskrárfulltrúastarf og væri ætlazt til, að fulltrúinn hefði yfirumsjón með öllu efni fyrir börn og unglinga. Hins vegar hefði Silja Aðalsteinsdóttir verið fengin til að velja sögur í Morgun- stund barnanna sl. haust, og hefði hún nú valið nokkrar sögur „fram í tímann“, þannig að Gunnvör Braga hefði enn ekki tekið við þeim þætti efnisvals fyrir barna- tímana. 0 Miðjarðarhafs- botnar Sigurveig Guðmundsdóttir, Bjarmastíg 11, Akureyri, skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri fyrirspurn til útvarpsins um það, hver frétta- manna þess eigi heiðurinn af orð- inu Miðjarðarhafsbotnar. Má kannski vænta þess, að ör- lætið nái einnig til Atlantshafs og Kyrrahafs, þannig að framvegis verði t.d. sagt frá oliuborun á Atlantshafsbotnum og rannsókn- um á Kyrrahafsbotnum? Um leið langar mig til að þakka ari stundu einmitt það sem ég var að hugsa sjálf, en hvort tveggja var að ég var þreytt og dálítið flugveik og auk þess er ekki að neita að gráhærða glaðlynda kon- an, sem hafði komið um borð með mér i Kairó og verið sessunautur minn alla þessa löngu leið var á góðri leið með að kaffæra mig i málæði sínu. Það var mér hulin gáta, hvernig hún hafði farið að því að borða einnig máltíðir, prjóna fljókna peysu á eitt barna- barn sitt og auk þess hafði henni tekizt að toga upp úr mér allt það helzta um mig og fjölskyldu mfna. En þegar við — eftir svefnlausa nótt — millilentum í Rómaborg vissi hún meðal annars þetta: — að maðurinn minn hafði alveg ný- lega verið skipaður dósent í sögu þulum sjónvarpsins, hversu vel þeir fara með móðurmálið, og mættu ýmsir taka þá sér til fyrir- myndar. Sigurveig Guðmundsdóttir.“ # Vill leggja ráðherrum og þingmönnum til stultur Lesandi hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Ég sting upp á því, að þjóðin slái saman í stultur handa ráð- herrum og þingmönnum svo að þeir geti hækkað eins og allt annað.“ 0 Boðskapur vorsins Sigurður Pétursson, Framnes- vegi 38, Reykjavík, sendi okkur þessa visu: „Allir verða að hlýða, þegar lífsins lúður gellur og lögmálsorðin birta hinn endanlega dóm. Vegurinn er að kveðja og vinstri stjórnin fellur og vorið er að koma með fuglasöng og blóm.“ 0 Refadráp Viktoría Guðmundsdóttir skrifar: „Velvakandi góður. Verið svo vinsamlegir að gefa linum þessum rúm í dálkum yðar. Fimm „vaskir" Akureyringar bönuðu tófum með vélsleða. Þannig hljómaði frétt í Morgun- blaðinu 13. þ.m. Ég marglas þessa frétt. Það er erfitt að skilja, að svo mikil fólska, villimennska og mannúðarleysi skuli eiga sér stað. Dýrin voru elt uppi miskunnar- laust þar til þau voru að þrotum komin, og hvað gerðist þá? „Hetjur" Akureyrar óku yfir þau á vélsleðum. við Stokkhólmarháskóla — að við vorum tiltölulega nýgift og mjög hrifin hvort af öðru — að faðir minn var fornleifafræðingurinn Johannes M. Ekstedt, — að hann var við störf í Egyptalandi um þessar mundir, en hann hafði veikzt í byrjun september og það var ástæðan fyrir því, að ég hafði lagt land undir fót og haldið til Egyptalands, — að hann hafði nú náð sér allsæmilega, svo að éggat haldið heim til Svíþjóðar til eigin- manns míns, sem beið mín þar i óþreyju. Þegar við lögðum upp frá Rómaborg var röðin komin að mér að hlusta. Og ég varð margs vísari um hagi frú Sandebergs, enda þótt mikið skorti á, að ég væri eins rösk að spyrja og hún. Dóttirin var gift í Egyptalandi — og hún og fjölskylda hennar ent- ust alla leið til Múnchen. Síðan tóku við synimir og sonarsynirnir sem voru búsettir í Sokkhólmi og langt var frá, að það mál væri tæmt, þegar við skiptum um vél í Frankfurt. Þar urðum við að bíða í þrjár klukkustundir vegna seinkunar á vélinni sem við áttum að fara með til Kaupmannahafn- ar. Tíminn leið og frú Sandeberg talaði linnulaust og kringum okk- ur heyrðum við talað á dönsku. sænsku, itölsku, ensku. Mér var ákaflega illt f höfðinu og ég reyndi að skilja, að ég væri á leiðinni heim og ég yrði komin þangað áður en við væri litið... Og loksins komumst við af stað og nú var sem sagt síðasti áfanginn eftir. Nú voru liðnir meira en tuttugu klukkutímar frá því við fórum frá Kairó. Og sennunautur minn var jafn skrafhreifinn og eiturhress og fyrr. En nú virtist hún ekki beinlínis ætlast til þess lengur, að ég svar- aði sér. hallaði mér aftur í stólnum, lokaði augunum og lét hugann reika. Fljótlega yrðum við komin heim. Ég færi úr vélinni og fyrsti maðurinn, sem ég sæi væri Einar (ég vonaði hann hefði haft rænu á að hringja og frétta þanning um seinkunina, en annars þóttist ég þess fullviss, að hann myndi ekki telja eftir sér að bíða) . . . Einar með karlmannlegt, alvörugefið andlitið og brúnt hárið, sem hafði áreiðanlega hrokknazt upp í rign- ingunni. — Frú Bure, flugfreyjan spyr, hvort þér viljið kaffi eða te eða einhverja hressingu, en ég verð nú að segja, að mig langar einna helzt í einn bjór og kannski snaps með, bara fáeina dropa, náttúr- lega. .. eftir að við höfum nú orð- ið að bfða svona lengi, held ég, að við hefðum gott af. .. — Þökk fyrir. En ég hef ekki lyst á neinu. Við höfum ekki gert annað alla ferðina heldur en að borða og drekka. En mér finnst þér ættuð að fá yður einn bjór, frú Sandeberg, ég er viss um þér hefðuð gott af þvi. — Svona hvar var ég nú stödd? Ég var komin til Bromma... í fangið á Einari. Hann myndi þrýsta mér að sér og knúskyssa mig og svo segði hann: Aldrei hafði mig órað fyrir því, að tveir mánuðir gætu verið svona lengi að líða. .. og ég segði: En nú eru þeir liðnir, elskan mín! Og siðan settumst við inn i bílinn og ækj- um inn í borgina og töluðum hvort i kapp við annað, dálítið feimin, en ósköp og skelfing ham- ingjusöm, um hvernig ég hefði Timbur- menn ÞAÐ ER hroðaleg sjón að sjá iUa leikinn mann liggja í timbur- mönnum eftir slæmt fyllirí. Þetta skeður því miður stundum. En því hefði maður aldrei trúað að eiga eftir að sjá heila þjóð liggja f rúst eftir eitt allsherjar ölæði, stjórnað af þeim, sem þóttust ætla að hafa vit fyrir henni. Þegar ný rfkisstjórn tók við völdum 1971, hún hafði þann ein- kennilega húmor að kalla sig „stjórn hinna vinnandi stétta", var eins og hendi væri veifað, komið á eitt allsherjarríkis- stjórnarfyllirí. Sjóðum var ausið í allar áttir, ráðherrafrúr fluttar ókeypis á fyrsta farrými landa á milli, ekki átti að vinna nema 40 tíma á viku (raunverulega 37), samt áttu allir að fá 20% meira af lífsgæðum f sinn hlut. Til að sanna hvað óhætt væri að vera flott á þvf, var reist raflína milli landshluta, þótt rafmagn væri á hvorugum enda hennar.l leiðinni átti að slást samtímis við Breta og Bandarík jamenn og reka hornin í aðrar vinveittar þjóðir, þ. á m. Norðurlöndin. Sjálfur forsætis- ráðherrann hóf þann leik, þótt sfðar yrði honum slegið við, í þvf sem öðru. Jafnvel menntamála- ráðherra sem einhvern veginn virtist utan við veizluna, sumir héldu jafnvel „allsgáðan", tók þá ákvörðun einn daginn að delera hressilega og strikaði einn bók- stafinn út úr móðurmálinu. Þrátt fyrir stórhöpp f þjóðarhd- inu, loðnuveizlu og methækkun á öllu fslenzku verðlagi erlendis, gat fyllirfið ekki farið nema á einn veg. Það hlaut að enda með timburmönnum á æðra stigi. Nú er málið að nálgast þetta stig. Þessi orð eru ekki rituð til að koma með neina patent lausn. Þó rifjast upp að lokum, að stundum, þegar allt hefur um þrotið, hefur ekki verið annað eftir að gera, en „taka menn út umferð“. 17. marz 1974. Magnús Óskarsson, hrl. 639?.. C)PIB COSPFR VELV/VKAIMOI Góðir lesendur, hugleiðið þetta smástund. Nú er mér fullljóst, að nauðsyn ber til að bana þessum dýrum, en það er siðferðileg skylda allra að framkvæma slíkt á eins sársaukalausan hátt og kost- ur er. Kristið siðgæði boðar virðingu fyrir öllu lífi, og þá einnig lífi tófunnar. Með þökk fyrir birtinguna. Viktoría Guðmundsdóttir." 0 Vélvædd grimmd Sigurður Aðalsteinsson, Asa- byggð 1, Akureyri, skrifar og hefur hann sjálfur sett sér fyrir- sögnina: „Undanfarin ár hafa birzt í dag- blöðum frásagnir (oft prýddar ljósmyndum) af refadrápi vél- sleðagarpa. Greinargóðar eru þar lýsingarnar á vonlausum flótta tófunnar undan óþreytandi vél- inni. Endalokin eru ávallt þau sömu. tslendingurinn forni lætur lífið, kvalinn undir skriðbelti vél- sleðans. Fækkun refa er af flestum talin nauðsynjaverk. 111 nauðsyn, mætti ef til vill segja. Þó virðist sumum vélsleðastjórum, að grimmdarverk slík, sem hér eru nefnd, séu hið mesta gaman og jafnvel hetjudáðir. Helzt væri hægt að ímynda sér, að þeir hinir sömu ættu þá ósk heitasta, að heiðarlönd öll væru kvik af ref svo veturinn yrði þeim eitt sam- fellt ævintýri. Jafnvel þau dýr og fulglar, sem við höfum nefnt varga, eiga sinn rétt. Notkun vélsleðans til þess að elta uppi og drepa dýr, er ekki 1 anda íslenzkra laga. Það er von mín, að þeir óvitar, sem stundað hafa þessa viðurstyggilegu iðju, láti af henni. Égveit, að hér mæli ég fyrir munn margra. Sigurður Aðalsteinsson." 0 Veðurblíðan um helgina Ástæða er til að taka upp léttara hjal að loknum athuga- semdum um refadráp nyrðra. Um síðustu helgi var hið bezta veður í Reykjavík og nágrenni, enda virtist svo sem flestir borgarbúar væru á ferli i blessaðri blíðunni. Mikil umferð var í borginni og nágrenni, en þessi umferð bar ekki mikinn keim af því, sem við eigum að venjast á virkum dögum. Enginn var að flýta sér, heldur virtist svo sem menn reyndu að fara sér eins hægt og unnt var. Annai’s fannst Velvakanda sem hann væri kom- inn á bifreiðasýningu, því að svo mikið er nú af nýjum bifreiðum á götum borgarinnar. Bifreiðir í höfuðborginni munu nú vera um fjörtíu þúsund talsins svo að engan þarf að undra þótt ekki gangi alltaf greiðlega að komast leiðar sinnar. Velvakandi lagði leið sína suður í Skerjafjörð, vestur á Seltjarnar- nes og upp í Breiðholt, og sá lík- lega mestan hluta landnáms Ingólfs. Erindið upp i Breiðholt var þó ekki sízt það að líta með eigin augum þetta stóra hverfi, sem sumir spekingar eru að reyna að ófrægja um þessar mundir. Sagt er, að þarna sé risin „ómanneskjuleg" byggð, þar sem ekki sé útlit fyrir, að mannlíf geti þrifizt með góðu móti. Velvakanda lízt þó svo á Breið- holtið, að ekki séu mörg nýbyggð hverfi f stórborgum, sem taki Breiðholtshverfinu fram. Utsýni er þar fagurt til allra átta, til- breytingarleysi eins og vfða sést í stórborgum, er ekki fyrir að fara, vegna þess hversu margar húsa- gerðir standa þarna saman. Að vísu eru sum fjölbýlishúsin all- hrikaleg og minna mann fyrst á kommóðu, þar sem skúffa er fyrir hvern hlut, en við íslendingar er- um svo miklir einstaklingar að eðlisfari, að fremur er óliklegt, að fólkið, sem í Breiðholtinu býr, eigi eftir að verða jafn staðlað og húsin, sem það býr í. * — A kambinum Framhald af bls. 5 veiðimálum, þá átti hinn að gera sér ljóst, hvert stefndi. Hann er þó aítjent uppalinn við að éta fisk, þó hann hafi kannski aldrei veitt hann, og hann virðist af síðustu fregnum að dæma, vita að olíukyntar miðstöðvar á Vestfjörðum þurfa olíu, og er því sennilega með tiltölulega háa greindar- vísitölu miðað við alþingis- menn. Hinir aðrir þingmenn Vestfirðinga eiga sér heldur enga afsökun að berjast ekki eins og Ijón gegn fiskveiðilaga- frumvarpinu. Hvar voru þeir Hannibal stormur og Matthfas harðihnýfill? Önnur megin orsökin fyrir því, hvernig málum er komið á miðum Vestfirðinga er svo nátt- úrlega útfærslumistök vinstri stjórnarinnar. Þeir hefðu átt að fara af stað með meiri látum þessir menn, háværari striðs- yfirlýsingum og siguröskrum. Það er reisn yfir því, að belgja sig upp með stóryrðum og lemja sjálfan sig utan, hafna dómstólum og beita valdi og gera sig að viðundri í augum heimsins, og lyppast svo saman eins og blaðra sem stungið er á og gera hreinan uppgjafar- samning, þar sem hólfaskipt- ingin var með þeim hætti, að ekki er annað sýnna en hún eyðileggi fiskveiðar í þeim landsfjórðungi, sem mest á undir þeim. Þegar svo vinstri stjórnin kórónaði sinn styrjaldarósigur með því að þjarma að sínum eigin fiskimönnum með lögum, sem gera nýja togaraflotann að hálfu óvix-kan, þá rná segja, að þessir góðu menn liafi full- sannað, það sem skyniborarnir menn sáu fyrir, að aðrir eins ólukkufuglar i fiskveiðimálum hafa aldrei setið i stjórnarstól- unum eins og þessir sem nú ríghalda sér í brikurnar og krækja bffunum aftur fyrir stólfæturna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.