Morgunblaðið - 21.03.1974, Side 28

Morgunblaðið - 21.03.1974, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Karl Þórhallason bif- reiðarstjóri - Minning I DAG fer fram frá Kapellunni í Reykjavík útför Karls Þörhalla- sonar bifreiðastjóra. Hann var fæddur 25. febrúar 1896, f Reykjavík, en andaðist í Borgar- spítalanum 11. marz 1974. For- eldrar hans voru Þórhalli Þór- hallason frá Tungu Hörðudals- hreppi í Dölum og konu hans Guð- rúnar Hjálmarsdóttur, Hagaseli, Staðarsveit. Karl Þdrhallason stundaði mestan hluta ævi sinnar vöruflutninga. Fyrst var hann ár- um saman með hestvagna til flutninga og flutti þá alls konar vörur um bæinn. Hann átti þá oft marga hesta, sem hann notaði til vinnu og var oft með fleiri og færri aðstoðarmenn. Þegar svo vörubifreiðarnar koma til sög- unnar eftir 1920 var hann ekki seinn til að læra bifreiðaakstur og kaupa sér vörubil, sem varð óðara hans atvinnutæki. Seinna fjölgaði hann vörubílunum og hafði þá bílstjóra í þjónustu sinni. Vöru- bflarnir útrýmdu svo að kalla flutningum með hestum og vögn- um. Karl reyndist frábær bifreið- arstjóri. Duglegur og öruggur stjórnari. Enda verðlaunaður fyr- ir ágætan akstur. Karl var og mik- ill hestamaður og átti marga góða reiðhesta um áratuga skeið. Hann var dugnaðarmaður mikill enda þurfti mikið til að sjá farborða sínu stóra heimili. Hann eignaðist níu börn, sem nú er öll uppkomin og búin að stofna sín heimili og hafa öll reynst hinir nýtustu borg- arar. Nú eru barnabörnin hans orðin fimmtíu og þrjú og barna- barnabörnin 18 talsins. Þetta er mikið og gott ævistarf að koma vel upp þessum stóra barnahópi sem öll hafa reynst sérstaklega vel uppalin og háttvís, og tel ég þar hafi ekki átt minni hlut að máli hans góða kona, sem mér virtist vera mikil móðir og uppal- andi af guðs náð. Fyrir nokkrum áratugum kynntist ég þessum heiðurshjónum, það var vegna þess að börn þeirra voru þá að koma til mín í barnaskólann. Orsökin til þess að ég lagði leið mína fyrst á þetta heimili var sú að eitt barnið vantaði í skólann, þetta barn þeirra var þá veikt. Einhvern vegin var það svo að mér féll vel við þessi hjón, við fyrstu sýn. Þau voru svo samhent i öllu. Bæði töluðu þau vel um kennarana og skólann. Þetta gera almennt foreldrar, sem eiga góð og vel uppalin börn. Ef til vill sýndu þau mér meiri velvild og virðingu en ég átti skilið, en eitt er víst og það er það að hinn góði kunningsskapur minn við þetta heimili rof.naði ekki í áratugi. Nú eru þ -ss: hsíðurshjón dáin. Karl Þorhallason var maður, sem vakti athygli hvar sem hann fór. Hann var vel meðal maður á hæð, þrek- lega vaxinn og léttur í hreyfing- um, svipmikill. Hann var máls- vari allra þeirra, sem stóðu höll- um fæti í lifinu og hjálpsamur. Skapstór, en kunni flestum betur að stjórna skapi sínu. Greindur og gætinn í orði og orðheldin i bezta lagi. Eg heyrði hann aldrei tala illa um nokkurn mann. Hann hafði á hinn bóginn samúð með mönnum sem misheppnuðust jafnvel margt í lífinu sökum yfir- sjónar og umkomuleysis. Það var alltaf eitthvað hressandi og skemmtilegt að spjalla við Karl Þórhallason. Eg er honum og heimilisfólki hans öllu þakklátur fyrir allar gleðistundirnar á hinu góða heimili hans og sendi börn- um hans og öllum vandamönnum mínar beztu samúðarkveðjur. Böðvar Pétursson kennari. Margrét Austmann Jóhannsdóttir - Kœðja F. 30. desember 1946 D. 2. marz 1974. Mig langar til að þakka Maddý fyrir okkar stuttu, en ógleyman- legu kynni. Hún var alltaf svo kát og skemmtileg þegar við hittumst, og mér fannst ég hafa þekkt hana í fjölda ára. Ég mun ætíð muna okkar síðasta fund, þegar ég kom sl. haust, ásamt vinkonum mín- um, að heimsækja þau Ömar í Malmö. Við fórum í gönguferð og röbbuðum saman langt fram á nótt. Það var svo ánægjulegt að hitta þau og sjá hvað þeim leið vel. Engu okkar kom þá víst til hugar, að það yrði í síðasta skipti, sem við yrðum öll saman. En eins og skáldið segir: Svo örskammt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds. Nú hefur hún svo skyndilega og óvænt verið burt kölluð í blóma lífsins frá ástvinum sínum öllum. Ekkert okkar getur skilið hvers vegna, en vegir Guðs eru órann- sakanlegir. Huggun okkar, sem eftir lifum, er sú að eiga um hana svo bjartar og góðar minningar, og trúna á það, að: „Vort líf, sem svo stutt og stopult er, þó stefnir á æðri leiðir.“ Ég votta eiginmanni hennar Ömari, litlu dætrunum Sigrúnu og Helenu, svo og öllum öðrum ættingjum hennar, mína dýpstu samúð. Guð geymi hana. Ó.K. Meistaramót 1 Leningrad MEISTAR AMÓT ýmissa stór- borga í Sovétrfkjunum jafnast oft á við alþjóðleg skákmót að styrk- leika, enda koma stórmeistarar framtíðarinnar oft fyrst fram á sjónarsviðið á slikum mótum. Mót þessi eru því býsna athyglis- verð og yfirleitt er teflt þar af mikilli hörku. Hæst ber auðvitað meistaramót Moskvuborgar, en ýmsar aðrar borgirgeta oft státað af þátttöku stórmeistaranna, t.d. Leningrad, Kiev, Riga o.fl. Nú er nýlokið meistaramóti Leningradborgar 1974 og urðu úr- siit sem hér segirí efsta flokki: 1. V. Karasev 10!4, 2. A. Chasin 10v., 3. A. Lukin 9'A v., 4.—5. V. Koslov og E. Buchman 9 v. o.s.frv. Þátt- takendur voru alls 16. Sterkasti skákmaður Leningrad 1 dag er vafalaust stórmeistarinn Viktor Kortsnoj, en á meðal annarra frægra meistara frá Leningrad má nefna þá Spassky, Taimanov og Botvinnik. Hér kemur ein skák úr ofan- greindu móti. Hvítt: V. Koslov Svart: I. Ivanov Enskur leikur. 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — d5, 3. cxd5 — Rxd5, 4. g3 — c5, 5. Bg2 — Rc7, (Annar möguleiki er hér 5. — Rxc3, 6. bxc3 — g6). 6. d3 (Vilji hvítur hindra 6. — e5 leikur hann hér 6. Rf3, en sumir meistar- SKáK eftir JÓN Þ. ÞÓR ar eru svo lítillátir að leika ein- faldlega 6. b3 í stöðunni). 6. — e5, 7. f4 (Með rólegri taflmennsku hefði hvítur ekki uppskorið ýkja mikið, t.d. 7. Rf3 — Rc6, 8. 0-0 — Be7, og svartur stendur vel). 7. — exf4, 8. Bxf4 — Re6, (Algengara er 8. — Be7, en eftir 9. Da4+ — Rd7, 10. Rf3 — 0-0 11. 0-0 er hvíta staðan mun virkari). 9. Rh3 (Eftir 9. Bxb8 — Hxb8, 10. Da4 + — Bd7, 11. Dxa7 — Rd4 hefði svartur haft frumkvæðið í sínum höndum). 9. — Be7, (Skemmtilegur möguleiki var hér 9. — Rxf4, 10. Rxf4 — Bd6). 10. 0-0 — 0-0, 11. Rd5 — Rc6, 12. Bd2! (Biskupinn á heima á skálínunni al —h8). 12. — Bd7, 13. e3 —Hc8, (Hér kom sterklega til greina að leika 13. — Bd6, t.d. 14. Bc3 — Rc7, 15. Dh5 — Be5!). 14. Bc3 — Rb4, 15. Dh5 — Bc6, (15. — Rxd5, 16. Bxd5 — b6 kom einnig til greina). 16. Be4! (Nú vinnur hvítur þvingað). 16. — h6, 17. Df5 — g6, 18. De5 — Kh7, 19. Hxf7 + ! — Hxf7, 20. Dxe6 — Dg8, 21. Rhf4! — Hxf4, (21. — Hg7 hefðu engu bjargað vegna 22. Bxg6 — Hxg6, 23. Dxe7). 22. Dxe7 — Df7, 23. Bxg6+ og svartur gafst upp. Dr. Þórður Þorbjarn- arson - Kveðjuorð Þörðar Þorbjarnarsonar verður minnzt sem vísindamanns og fræðimanns á sviði fiskvinnslu og fiskefnafræði. Saga fiskiðnaðar- rannsókna á Islandi er nátengd sögu Þörðar. Skipulegar fisk- iðnaðarrannsóknir á íslandi hóf- ust, er Þórður réðst til Fiskifélags íslands 1934. Hann veitti forstöðu Rannsóknastofu Fiskifélags is- lands frá upphafi og síðan Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, er hún tók við af Fiskifélag- inu 1965. Þáttur Þórðar var úr- vinnsla aflans, en þeir Bjarni Sæmundsson og Arni Friðriksson stunduðu fiskrannsóknir einnig á vegum Fiskifélagsins. Nöfn þessara þriggja frumherja á sviði rannsókna á tslandi mun sagan geyma. Það er ekki ætlun mfn með þessum kveðjuorðum að tíunda störf Þórðar á sviði fiskiðnaðar- rannsókna og ráðgjafaþjónustu við fiskiðnaðinn. Það verk mun reynast tímafrekt, krefjast veru- legra rannsókna og mun vafalaust verða unnið síðar. Þó skulu aðeins talin einstök störf, sem hátt hefur borið. Afskipti Þórðar af þorskalifrar- bræðslu og vitamínmælingum f lifrarlýsi urðu til þess, að island varð Ieiðandi á því sviði. Erindi, sem Þórður flutti á ráðstefnu Verkfræðingafélags íslands 1967 og prentað er í ráðstefnuriti félagsins, ber glöggan vott um þá þekkingu Þórðar. Vélvæðing saltfiskþurrkunar gjörbreytti saltfiskverkun frá þvf, sem var, er breiða þurfti fisk að morgni, ef þurrkur var, og taka saman að kvöldi. Þórður átti drjúgan þátt þar í ásamt starfsliði sínu. Ahugi Þórðar var mikill á því, að hagnýttir yrðu allír hlutar fisksins, þar með talið allt slóg. Að hans tilstuðlan voru kannaðir ýmsir möguleikar til hagnýtingar innyfla, einkum i efna- og lyfja- iðnaði. Nú er mest allt slóg hirt, en framfarir f efnaiðnaði hafa valdið því, að innyfli eru minna virði en áður, önnur en þau, sem notuð eru beint til manneldis. Þórður hafði alla tíð afskipti af fiskmjölsiðnaðinum og var aðal tæknilegur ráðunautur samtaka fiskmjölsframleiðenda til dauða- dags. Þórður var áhugasamur um næringarefnafræði og hollustu fiskafurða, og lauk Ph D-prófi í lífefnafræði. Störf hans að hollustumálum eru þjóðkunn. Þegar karfavinnsla hófst á Sól- bakka 1935, var það að tilstuðlan Þórðar, og sá hann um tæknihlið þeirrar vinnslu. Undirritaður átti því láni að fagna að starfa sem sérfræðingur hjá dr. Þórði á Rannsóknasofu Fiskifélags íslands að afloknu námi, og eftir að hafa hætt störf- um þar að vinna að mörgum mál- um f nánu samstarfi við Þo'rð. Á kveðjustund er það maðurinn sjálfur og persónulegir eigin- leikar, sem verða minnisstæðast- ir. Þá er efst í huga, að þakka þá vináttu og tryggð, sem enzt hefirí tvo áratugi. Eg votta eftirlifandi eiginkonu Þórðar, Sigríði Claessen, syni þeirra, tengdadóttur, barnabörn- um og öðrum ættingjum inni- legustu samúð mfna. Hjalti Einarsson. SVAR MÍTT ° EFTIR BILLY GRAHAM Eru predikarar ekki rétt eins og annað fólk? Láta þeir ekki stjórnast af gróðafíkn eins og aðrir? Þeir segja, að svo sé ekki, en ég held, að svo sé. Ég get náttúrulega ekki svarað fyrir hönd allra predikara. En ég hef hitt mörg hundruð þeirra, og ég þekki ekki einn, sem hefur gengið inn í þjónustuna af „gróðafíkn", — enda væri slíkt mesta heimska. Nú hafa laun presta hækkað síðustu árin. Samt eru prestalaun hjá okkur töluvert lægri en laun lækna og löglærðra manna. Ég tel líka, að svo eigi að vera, þó ekki væri nema til þess, að þeir, sem eru ekki sannir prestar í hjarta sér, hyllist ekki til að sækja um prestsstöðu. Charles Wesley hét mikið enskt sálmaskáld og vakningapredikari. Þegar hann var drengur i skóia, heimsótti hann rfkur frændi hans frá Irlandi. Hann var barnlaus. Hann mælti við drenginn: „Komdu heim með mér og vertu sonur minn. Þú skalt fá allt, sem þú girnist f þessum heimi. Sá dagur rennur, þegar þú verður eigandi allra jarðeigna minna.“ Hinn ungi Charles virtist verða hrifinn af þessu um stund, en svo hristi hann höfuðið og sagði: „Þakka yður fyrir, herra, en ég vil heldur verða prestur eins og hann faðir minn.“ Wesley-feðgarnir þekktu vel skort og fátækt en þeir fluttu heiminum nýjan boðskap um Guð og ruddu hinni miklu siðbót í Bretlandi braut. Guðsmenn segja, hvort sem þeir eru leikir eða lærðir: „Hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni?“ Jón Þ. Þ<)r.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.