Morgunblaðið - 23.03.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 23.03.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 23 Fordstofnunin styrkir Bamamúsikskólann 0 Svo sem fram hefur komið f Morgunblaðinu hefur Fordstofnunin í Bandaríkjunum veitt Barnamúsíkskól- anum f Reykjavík styrk til endurskipulagningar á tón- listarnámi innan skólans með það fyrir augum, að það nýtist síðar meir til eflingar almennri undirstöðumennt- un á þessu sviði, fyrst í tóniistarskólum landsins og síðar meir væntanlega íhinu almenna skólakerfi. # Styrkur þessi nemur 20.000 doliurum á ári í tvö ár, eða samtals um 3.5 millj. kr. miðað við núverandi gengi, en hugsanlegt er, að styrkurinn verði veittur þriðja árið einnig. Miðað er við, að verkefnið verði unnið í sam- vinnu við bandaríska kennara og námsefnishöfunda og að árangurinn verði nýttur bæði á tslandi og í Banda- ríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn, sem Fordstofnunin veitir fslenzkri stofnun styrk, en áður hafa íslenzkir einstaklingar hlotið þar styrki. Skólastjóri Barnamúsikskólans, Stefán Edelstein, og bandaríski hljómsveitarstjórinn, Richard Kapp, skýrðu blaðamönnum í gær frá tildrögum þessa máls og mark- miðum starfsins, sem styrkurinn er veittur ti. Kapp, sem hér hefur verið á hljómleikaferð ásamt konu sinni, Nancy Deering, svo sem kunnugt er, starfar hjá Menningar- og listadeild Fordstofnunarinnar, samhliða tónlistarstörfum. Má rekja styrk- veitingu þessa til þess áhuga, er hann fékk á starfi Barnamúsik- skólans, sem Stefán Edelstein hafði skýrt stofnuninni frá bréf- lega. Arið 1972 fékk Stefán ferða- styrk frá stofnuninni til að kynna sér tónlistarmál í Bandaríkjun- um, aðallega kennslu tónmennta i almenna skólakerfinu og í sér- skólum, m.a. í undirbúningsdeild- um tónlistarháskóla og tónlistar- háskólunum sjálfum. Einnig kynnti hann sér nýjungar í náms- efnisgerð í sambandi við tónlist- arkennslu. Hann komst að raun um, að fræðsla I tónmennt var afar mismunandi í bandaríska skólakerfinu og víðast háð fram- taki og menntun einstakra kenn- ara og fjárframlögum einstakl- inga og foreldra til skólanna hvers um sig. Hann fékk mikinn áhuga á því að reyna að setja saman marklýsingu á tónlistar- námi og þróa námsefni fyrir und- irbúningsdeildir að æðra tónlist- arnámi þ.e. fyrir aldurinn 5—15 ára, eða þar um bil. Hann sótti um styrk frá stofn-uninni f þessu skyni og var hann veittur í september sl. Samkvæmt skilyrðum stofnun- arinnar og skilgreiningu verk- efnisins á að verja styrknum til að greiða laun íslenzkra og banda- rískra kennara, sem vinna sam- eiginlega að gerð námsefnisins, styrkja þá til ferðalaga hér og í Bandarfkjunum, gréiða fyrir til- raunakennslu og standa straum af ýmsum öðrum kostnaðarliðum. Gert er ráð fyrir, að kennararnir, sem að þessu vinna, 4 íslenzkir og 3 bandarískir, komi saman tvisvar á ári til að bera saman hugmyndir sfnar, til skiptis á Islandi og í Bandaríkjunum. Undirbúningsstarf hófst þegar í október sl. og hefur, að sögn Ste- fáns Edelstein, verið lögð talsverð vinna í marklýsingar. Miði verk- efninu vel, má búast við, að náms- skrá fyrir tónmennt liggi fyrir eftir 2—3 ár, en tilraunakennslu í hluta kennsluefnisins innan ramma hennar ætti að vera hægt að hefja eftir eitt ár. Stefán vildi þó fara varlega í að fullyrða um niðurstöður og árangur þessa verkefnis, sagði, að það væri sein- unnið þar sem það væri í eðli sfnu nýjung og skipti miklu, að vel væri á því haldið frá upphafi. Sömuleiðis færi framvinda þess mjög eftir aðstæðum og benti hann á í því sambandi, að Barna- músíkskólinn væri nú bókstaflega að kafna f núverandi húsnæði sínu og væri ekki sjáanleg nein lausn á því ástandi. Því hefði það nú gerzt, að meðan skólinn fengi viðurkenningu erlendis frá og möguleika til að endurnýja inn- tak kennslunnar, skorti hann ytri aðstöðu hér heima til að geta inn- leitt og nýtt þessar nýjungar, þeg- ar þær skapast. Kapp hljómsveitarstjóri skýrði frá þvf, að Menningar- og lista- deild Fordstofnunarinnar hefði hafið starfsemi sfna af fullum krafti fyrir tólf árum og þá verið stærsti styrktaraðili lista- og menningar í Bandarikjunum. Hefði sú afstaða legið að baki þessu starfi, að listir væru samfé- lagi manna lífsnauðsyn og starf listamanna svo mikils virði, að nauðsyn bæri til að skapa þeim starfsbettvang og skilyrði. Kapp kvað stofnunina hafa fengið mikinnáhuga á hugmynd- um Stefáns, meðal annars vegna þess samræmis, sem væri í náms efni íslenzkra skóla á skyldu- námsstigi — en það gerði hugsan- legt að gera hér tilraunir með músikmennt, sem ekki yrði við komið í Bandaríkjunum, eins og skipan barna- og unglingafræðslu væri þar nú. Hann sagði, að margs konar hugmyndir væru uppi í Bandarikjunum um það, hvernig háttað skyldi tónlistarfræðslu, en meginstefnurnar væru tvær. Ann- ars vegar væru þeir, sem vildu leggja áherzlu á þjálfun í hljóð- færaleik og hefðbundið músik- uppeldi; hins vegar þeir, sem vildu umfram allt ýta undir sköpunarþörf barna i músik. j«,Menn gera sér ekki Ijóst,“ sagði Kapp, „að þetta tvennt verður að fara sam- an; þeir síðarnefndu gera sér ekki alltaf grein fyrir þvf, að skapandi tónlistarstarf verður að byggjast á tónmennt og þjálfun, og þeir fyrrnefndu gleyma þvi gjarnan, að markmið þjálfunarinnar er að stuðla að sköpun. Það, sem koma þarf, er skilningur á þvf, að lifandi tónlistarstarfsemi bygg- ist á almennri und- irstöðumenntun í músik, þar sem börn og unglingar læra að lesa músik.hlustaá músik, tileinka sér hana og skilja þannig, að mat þeirra Verði byggt á eigin þekkingu og reynslu. Rétt eins og lifandi bókmenntastarfsemi bygg- ist á almennri kunnáttu í lestri og skrift.“ Tvær sýningar Anna Sigríður Björnsdótt- ir: Q Norræna húsið. □ Jónas E. Svafár Q og Hrafn Helgi: □ Breiðfirð- ingabúð. Anna Sigriður Björnsdóttir, sem um þessar mundir sýnir í sýningarsölum Norræna hússins, mun upprunalega hafa stundað tónlistarnám, lokið prófi í píanó- leils: og um lan'gt skeið tekið nem- endur áður en hún fór að fást við pentskúfinn og seinna hina vand- meðförnu ætinál. Frúin hætti allri kennslu fyrir 20 árum, er fjölskylduannir urðu of viðamikl- ar, en tók að leita athafnaþörf sinni á listasviðinu útrásar í lín- um og litum. Sé tilgangurinn á bak við slíka þróun mála leikur og afslöppun f arristri dægranna eru málin vel skiljanleg og framtakið vert allrar aðdáunar, en sé um að ræða löngun til sóknar á bratt- ann, til alvarlegrar listsköpunar fara málin að verða flóknari fyrir alla þá, sem þekkja af eigin raun kröfur þær, sem myndlistin gerir til iðkenda sinna. Myndlistin krefst ekki síður mikillrar tækni og þekkingar í huglægum atriðum en tónHstin, og jafnvel ennþá meiri, því að það virðist vera meiri hörgull á fram- bærilegum myndlistarmönnum en tónlistarmönnum, þótt báðar listgreinarnar hafi það sameigin- legt á fáir klífa tindana. Ég nefni þetta hér einungis vegna þess, að sá misskilningur er algengur hér á landi, að eigi þurfi mikið af handföstum lærdómi til þess að geta málað, og engir verða betur varir við það en þeir, sem við listkennslu og gagnrýni fást. Sé ekki um náttúrugáfu að ræða, sem hefur að bakhjarli vægðar- lausa sjálfsskólun og rúman tíma, er það algjör misskilningur að ætla, að stopult kvöldskólanám sé næg undirstaða til að glíma við hin vandasamari stig myndlistar- innar. Þannig verð ég því miður að segja, að ég skil ekki tilgang- inn með þessari sýningu Önnu Sigríðar í sölum Norræna húss- ins, því að flest málverkin, sem eru í meirihluta á sýningunni, bera ekki vott um djúpan skilning á eigindum myndlistarinnar, og skólun er vart merkjanleg i út- færslu þeirra. Litir, lfnur, form, ryþmi og myndbygging — allt byltist þetta í hendi Önnu i óstýri- látum Ieik, sem hún ræður harla litið við, því að kjarkur er ekki einhlftur né löngun til að sækja á brattann, hér þarf fleira til. Þá er auðsæ tilhneiging Önnu til að tengja tónlist við myndlist, en hún gerir það að mfnu mati á alrangan hátt, — táknræn yfir- borðstákn, er kunna að vera í ætt við tónlist, hafa í þessu sambandi litið að segja, en hins vegar ryþmi, tóngæði lita, dýpt og gagn- sæi þeirra, ásamt hnitmiðuðum tónaþrepum öllu meira. Og á eitt vil ég leggja sérstaka áherzlu og það er, að í ríki litarins eru ekki einungis hnitmiðuð, greinileg tónaþrep, heldur einnig ósjaldan nær ómerkjanlegir yfirgangar eða tóngæðabreytingar, sem þó gegna mikilvægu hlutverki og eru hliðstæða þess, sem fagmenn nefna „glissando" í tónlist. Það eru einnig til greinilegar hlið- stæður í lit og tónum og hefur enda verið visindalega kannað, en i ytri og tilbúnum táknum eru hliðstæðurnar stórum færri og þá aðallega i grafískum atriðum. Grafíkin er hér langásjálegasti hluti sýningarinnar og kemur þar fram ýmislegt, sem rekja má til skyldleika við tónlistina, og þykir mér einsýnt, að Anna Sigriður eigi hér nokkurt erindi, því að einmitt hér fær tónlistargáfa hennar eðlilegan farveg. Grafík er einnig svo viðamikil listgrein, að verkefnin eru óþrjótandi, og vildi ég í þessu tilviki mæla með sáldþrykki, dúk- og tréristu til að auka við svið málmætimyndarinn- ar. Með þessari sýningu hefur Anna Sigríður, að mfnum dómi, reist sér hurðarás um öxl og eru það leið mistök, verkin hefðu komið betur til skila í minni sal, en listakonan á hrós skilið fyrir, að hún leitar ekki á náðir vin- sælla viðfangsefna og framleiðslu girnilegrar söluvöru, sem stað- festir, að henni liggur ýmislegt á hjarta og kemur til dyra svo sem hún er klædd. — Það er annarleg stemmning yfir sýningu hins frun;lega skálds Jönasar E. Svafárs og vinar hans Hrafns Helga í vistarveru þeirra í Breiðfirðingarbuð. Er hér um að ræða teikningar, eða öllu heldur eftirprentanir á teikningum þeirra félaga, og stendur sýningin um óákveðinn tima, sem ætti að vera mjög til fyrirmyndar og eft- irbreytni innan um þessar viða miklu skyndisýningar þekktari myndlistarmanna, sem er höfuð- verkur okkar listrýna, því að erf- Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON itt er að gera þeim viðhlítandi skil í tæka tíð. Er hér um íslenzkt sérfyrirbæri að ræða. Myndir þeirra félaga orka meir á mig sem tillegg við frumleg ljóð eða hugdettur en sem sjálfstæð sköpunarverk, og njóta þær sin heldur ekki svo dreifðar sem þær eru um alla veggi. Listamennirnir munu vera það, sem SUM-menn nefna ,,náttúrulistamenn,“ sem er frumlegt orð þótt óvitað sé, hve mikil náttúra fylgir iðkendum liststefnunnar. Nýyrðið er ágætt, en ég held því fram, að slíkir komi jafnvel einnig úr listaskól- um, viðhorfið til þess, hvað skól- un er gildirmestu og náttúrulista- menn munu einnig þurfa á skólun að halda, þótt hún sé annars eðlis, ella verður viðleitni þeirra ein- ungis kák. — I heild fannst mér framtak félaganna líkt og tilraun til frum- legrar „environments" og jafnvel framlenging af viðleitni Summ- era í þeim efnum. Vinningur þeirra félaga er sá, sem hér skað- ar ekki að geta, að heilt dýrasafn er á neðri hæðinni. Atvinna Vantar netagerðarmann eða mann vanan netum. Upplýsingar hjá verkstjóra, ekki í síma. Hampiðjan h.f., Stakkholti 4. Logsuöumaður Viljum ráða vanan logsuðumann nú þegar. Upplýsingar hjá verkstjóra. Panelofnar h.f., Vífuhvammsvegi 23. Afgreiðslustarf Stúlka, helzt vön, óskast til afgreiðslustarfa á veitingahúsi í Miðborginni. Umsóknir sendist á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „4945“ fyrir 27. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.