Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR SVIINNIHLUTASTJÓRN Ólafs Jóhannessonar tilkvnnti f gær þríþættar ráðstafanir í efnahagsmálum. Kjarni þeirra er þessi: 0 Gengislækkun um 4% og hefur þá gengi krónunnar lækkað um 10% frá áramótum 0 Stórfelldar niðurgreiðslur, sem kosta ríkissjóð á ársgrundvelli um 2000 milljónir króna og vantaði rfkissjóð þó um 2000 milljónir til að tryggja hallalausan rekstur í ár, áður en þessi ákvörðun var tekin 0 Innflutningshömlur í því formi, að innfl.vtjendur verða að leggja 25% af innkaupsverði vöru inn á bankareikning, þar sem féð verður bundið f þrjá mánuði vaxtalaust. Með niðurgreiðslum þeim, sem rfkisstjórnin tilk.vnnti í gær, er 8 stiga hækkun kaupgjaldsvfsitölu greidd niður en gert hefur verið ráð fyrir, að vfsitalan mundi hækka um næstu mánaðamót um 13—15%. Ekki hefur verið upplýst hvað gert verður við mismuninn, hvort launþegar eiga að taka hann á sig, hvort greiðslu hans verður „frestað" eða með hverjum hætti honum verður „eytt“. Hér fer á eftir yfirlit yfir þær ráðstafanir sem tilkynntar voru í gær af rfkisstjórn og Seðlahanka Islands: GengisIækKun SEÐLABANKI íslands tilkynnti i gær, að gengi islenzku krónunnar hefði verið fellt um sem næst 4% gagnvart Bandaríkjadollar. Kaup- gengi hvers dollars er nú 92.80 krónur og hækkaði hann þvi í gær um kr. 3.70 gagnvart íslenzkri krónu. Gengisfall íslenzku krón- unnar frá áramótum er þá orðið um 10%, þvi að við síðustu gengisskráningu ársins 1973 var kaupgengi dollarsins 83.60 kr. Hins vegar er fall krónunnar Framhald á hls. 31 Jerúsalem, Beirut, Damaskus 17. maí AP-NTB 0 fSRAELSKAR orrustuþotur gerðu enn árásir á arabfskar skæruliðastöðvar f suðurhluta Lfbanon, svo og sex smáþorp við fsraelsku landamærin, tæplega sólarhring eftir að hafa gert heiftúðugar hefndarárásir á sömu svæði, þar sem allt að 242 menn biðu bana, særðust eða er saknað, að þvf er lfbanönsk yfir- völd segja. A.m.k. ein kona beið bana f loftárásunum f dag f Lfbanon. Þá lenti fsraelskum og sýrlenzkum herþotum saman yfir þessu svæði, og sögðust Sýrlend- ingar hafa skotið niður eina fsra- elska þotu og hrakið hinar burt, en fsrael hefur vfsað þvf á bug. Orrustudrunurnar heyrðust f Beirut, og greip ótti um sig f borginni. Gífurleg sorg og reiði hefur gripið um sig í Arabalöndunum vegna hefndarárása Israela. „Hryllilegt," sagði Fahmy Sva- hin, upplýsingamálaráðherra Líbanon, og forseti landsins, Suleiman Franjid, á að hafa líkt aðgerðum Israela við aðferðir Hitlers, og skorað á Sameinuðu þjóðirnar að skerast i leikinn. Skæruliðasamtök hafa víða hótað grimmilegum hefndum. A meðan á þessum hildarleik stóð, hélt Henry Kissinger, utan- ríkisráðherra Bandarikjanna, áfram sáttatilraunum sínum, en almennt er talið, að sfðustu at- burðir hafi gert honum mun erf- iðara fyrir. Ræddi Kissinger í dag við Goldu Meir og aðra Israelska leiðtoga, og herma fréttir, að hann hafi orðið að koma fram með „bandarískar hugmyndir" til lausnar, vegna yfirvofandi sjálf- heldu samningaviðræðnanna. Ráðgerir Kissinger að fljúga til Damaskus á morgun, og síðan aft- ur annað kvöld til ísraels með svör Sýrlendinga við siðustu til- lögum Israela. Er talið, að þetta bendi til þess, að Kissinger sé þrátt fyrir allt enn vongóður um að lausn á vandanum um aðskiln- að herja í Golanhæðum sé ekki langt undan. Glistrup sviptur þinghelgi og kærður fyrir skattsvik? Kaupmannahöfn 17. maí. Frá fréttaritara Mbl. Jörgen Harboe: 0 DANSKI rfkissaksóknarinn ákvað í dag að leggja fram ákæru á hendur Mogens Glistrup, lög- fræðingi og formanni Framfara- flokksins, fyrir að hafa gerzt mörg hundruð sinnum sekur um gróf skattsvik og falsanir. Akæran er lögð fram með þvf skilyrði, að þjóðþingið veiti sam- þykki sitt til að svipta þingmann- ir.n þinghelgi, en til þess þarf meirihluta við atkvæðagreiðslu. Sjálfur segist Glistrup ætla að greiða atkvæði gegn sviptingu þinghelgi, en hingað til hafa slfk tilmæli dómsvaldsins ávallt verið samþykkt. 0 Þessi ákvörðun saksóknarans var tilkynnt minna en tveimur sólarhringum eftir að Glistrup og þingflokkur hans höfðu bjargað rfkisstjórn Poul Hartlings frá falli f atkvæðagreiðslu um efna- hagsmálafrumvarp hennar. Enn f dag voru verkföll og mótmælaað- gerðir f Danmörku vegna þessa sama frumvarps, en þau voru samt ekki eins vfðtæk og f gær, þegar stór hluti atvinnurekstrar Danmarkar var lamaður. 1 gær gerðu allt að 200.000 manns verk- fall en f dag voru það um 50.000. Verkföllin f dag náðu m.a. til skipasmiðastöðvanna og hluta flutningakerfisins. Næstum engin blöð komu út í dag, og aðeins nokkur hluti pósts var borinn út. Hins vegar er búizt við, að á morg- un verði póst- og flutningakerfið komið í eðlilegt horf. i Orsök þessara verkfalla hefur mjög verið rædd manna á meðal í Danmörku þessa daga. Hin beina orsök eru þær efnahagsaðgerðir, sem ríkisstjórnin með hjálp hinna borgaralegu flokkanna á þinginu Framhald á bls. 31 Blóðbað í Dyflinni STRÆTI f miðborg Dyflinnar voru f kvöld blóði drifin og Ifkams- hlutar og fatatjásur lágu eins og hráviði um göturnar, eftir að fjöldi sprengja sprakk á háanna- tfmanum sfðdegis með þeim afleiðingum, að allt að 30 manns biðu bana, og a.m.k. 100 særðust. Sprengjunum hafði verið komið fyrir f kyrrstæðum bifreiðum, og sprungu þær allar svo til samtfm- is, er fólk var á á leiðinni heim úr vinnunni. Þetta er hryllilegasta blóðbað, sem orðið hefur á fr- landi sfðan trúflokkadeilurnar hófust fyrir fimm árum. Irski lýð- veldisherinn (IRA) firrti sig f kvöld ábyrgð á sprengingunum, og fordæmdi þær. Verkföll 1 0 BÆÐI Palma Carlos, for- sætisráðherra hinnar nýju þjóðstjórnar Portúgal, og Alvaro Cunhal, æðsti leiðtogi portúgalskra kommúnista, sem er ráðherra án ráðuneytis f stjórninni, skoruðu f dag á verkalýðinn að láta af verkföll- um f landinu. A fyrsta starfs- degi hinnar nýju rfkisstjórnar virtist sem almenningur væri gripinn mikilli verkfallagleði. Til dæmis lögðu 10.000 starfs- menn skipasmiðastöðva niður vinnu f Lissabon, og um 79.000 verkamenn f vefnaðariðnað- inum mættu ekki til vinnu um Portúgal allt landið. Lestir og strætis- vagnar f höfuðborginni voru ókeypis f dag, þar eð vagn- stjórar neituðu að taka við far- gjöldum farþega. Krefjast þess- ir verkalýðshópar tafarlausrar leiðréttingar á kaupi og kjör- um. Rfkisstjórnin lýsti því yfir f dag, að Mario Soares, utanrfkis- ráðherra, sem nú er f Portú- gölsku Guineu, myndi 25. maf hefja vopnahlésviðræður f London við fulltrúa andspyrnu- hreyfingarinnar f Guiena Bissau. Hefndarstríð yfirvofandi? Gengislækkun - imiflutningshöml- ur - stórfeUdar niðurgreiðslur ,, ,,, . . O — sem ekkert fé er til fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.