Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAI 1974 13 Gunnar Gunnarsson skáld, 85 ára í dag Gunnar skáld Gunnarsson á áttatíu og fimm ára afmæli i dag. Hver íslendingur, sem lætur sig bækur einhverju varða, þekkir til verka hans og nú á allra siðustu árum eru þau að koma út í endur- útgáfu og þýðingu skáldsins sjálfs hjá Almenna bókafélaginu. Marg- ar af bókum hans hafa fyrir löngu verið þýddar á mál stórþjóða og skipa þar virðulegan sess. Gunnar er bóndasonur af Aust- urlandi. Hann fæddist 18. mai 1889 að Valþjófsstað i Fljótsdal, sonur Gunnars H. Gunnarssonar bónda og hreppstjöra, sem lengst af bjó á Ljótsstöðum i Vopnafirði og konu hans, Katrínar Þórarins- dóttur, en hún lézt, þegar Gunnar var í bernsku. Átján ára að aldri réðst Gunnar í að fara utan. Hann hélt til Danmerkur og stundaði nám við lýðháskólann í Askov í tvo Vetur. Þá þegar mun það hafa verið ætlan hans að gerast rithöf- undur. Eftir honum er haft fyrir löngu: „Ég varð að fara heiman til þess að leita lífsins og lukkunnar, til þess að vera einsamall, til þess að verða sjálfs min herra, til þess að gefa örlögunum færi á því að buga mig eða bjóða mér í hátíð lífsins." Áður en hann fór að heiman hafði hann gefið út tvær litlar ljóðabækur „Vorljóð" og „Móður- minningu". Þegar Gunnar Gunnarsson hafði lokið námi í Askov dvaldist hann um skeið á ýmsum stöðum við margs konar störf. Hann flutti fyrirlestra um Island, skrifaði smávegis í blöð, stundaði garð- yrkju, var í vegavinnu og vann i bókasafni í Arósum. Munu þessi ár á ýmsan hátt hafa verið honum erfið, en hvorki fjárkröggur né sultur megnaði að drepa kjark hins unga manns. Þessum erfiðu árum lýsir hann I fjórða og fimmta bindi Fjallkirkjunnar. Eftir nokkra dvöl á Jótlandi flutt- ist hann til Kaupmannahafnar og árið 1912 gekk hann að eiga danska stúlku, Franciscu Jörgen- sen. Eignuðust þau tvo syni, Úlf lækni og Gunnar listmálara, sem báðir eru búsettir hérlendis. Lengst af bjuggu þau hjónin skammt utan við Kaupmanna- höfn, I Birkeröd, eða þar til þau fluttust til tslands árið 1939 Eins og margir vita tóku nokkr- ir ungir Islendingar að gefa út skáldrit eftir sig á dönsku á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar. Jóhann Sigurjónsson hafði verið fyrstur og höfðu komið út eftir hann tvö leikrit, þegar Gunnar Gunnarsson kom fram á sjónar- sviðið. Sfðar bættust þeir Jónas Guðlaugsson og Guðmundur Kamban i þennan hóp. Ekki verð- ur því neitað, að heldur mun hafa andað köldu til ungu skáldanna héðan frá Islandi í byrjun. Vil- hjálmur Þ. Gíslason segir í afmæl- isgrein um Gunnar fimmtugan í Mbl. árið 1939 um það efni: „Þvi er ekki að leyna, þó að nú sé yfir það gróið, að ýmislegur kurr varð út af fyrstu bókum Gunnars — bæði af því að þær voru skrifaðar á dönsku og af því að ýmsum þótti ekki i hóf stillt frásögnum hans um islenzkt líf eða lýsingum hans á sumu fólkinu, sem menn þóttust þekkja fyrirmyndir hans að. Þetta var stundum rétt, stundum óþarfa viðkvæmni eins og gengur. Hitt var og er efalaust, að Gunnar Gunnarsson var góður íslending- ur og rótgróið I honum íslenzkt eðli, fornt, austfirzkt bændaeðli, sem víða hefur einnig verið slung- ið saman við veraldlegan og and- legan höfðingsbrag og listræna lund.“ Fyrsta bók Gunnars á dönsku kom út árið 1911. Það var lítið ljóðasafn „Digte“. Árið eftir kom siðan fyrsta bindi „Sögu Borgar- ættarinnar" og siðan hinar þrjár bækurnar hver af annarri. Árið 1915 kom svo sagan út í heild. Hún náði feiknamiklum vinsæld- um og hefur verið gefin út hvað eftir annað og nokkrum árum síð- ar gerð eftir henni kvikmynd, sem hefur verið sýnd hér öðru hverju. Með „Sögu Borgarættarinnar“ er óhætt að segja, að Gunnar hafi lagt grundvöllinn að skáldfrægð sinni og er hún enn eitt af önd- vegisritum hans. Skáldið lét á næstu árum skammt stórra högga i millum. Sama ár og heildarútgáfa Borgar- ættarinnar kom út gaf hann út skáldsöguna „Ströndina" og kom hún út í fyrsta skipti á Islenzku tveimur árum siðar íþýðingu Ein- ars H. Kvaran. Næsta saga var „Vargur í véum“ og siðan „Fóst- bræður“, sem var fyrst sögulegra sagna hans og kom út 1918. Er þetta saga landnámsmannanna Ingólfs og Hjörleifs, byggð á frá- sögn Landnámu. Sagan náði strax mikilli útbreiðslu og var meðal annars gefin út I sérstakri útgáfu fyrir danska menntaskóla. Árið 1919 dvaldi Gunnar á Italiu, en hann hafði hlotið rithöf- undastyrk til þeirrar ferðar. Á meðan hann var á Italiu ritaði hann skáldsögu sína „Sælir eru einfaldir“, sem enn varð til að auka hróður skáldsins. Hún gerist á einni viku í Reykjavík, þegar spánska veikin geisar og Katla spýr eldi og vatnsflóðum yfir um- hverfi sitt. Innan þessa ramma gerast átök sögupersóna hans og ýmsir hafa haldið því fram, að fáir skáldsagnahöfundar hafi kaf- að jafn djúpt í sálarfylgsnin og gert er i þessari bók. I þeim skáldsögum, sem hér hefur verið minnzt á, þótti gæta bölsýni og hefur það kannski orð- ið til þess, að landar Gunnars virt- ust dálitið seinir að viðurkenna hann. Varla þarf orðum að því að eyða, að slík sjónarmið eru óvið- komandi listrænu mati. Gunnar var nú þritugur að aldri, var orðinn þekktur um öll Norðurlönd og Danir litu á hann sem einn bezta stílista þar I landi. Munu þess sjálfsagt fá eða engin dæmi, að útlendingur hafi náð svo góðum tökum á erlendu máli. Bækur hans voru jafnóðum gefn- ar út á fjölmörgum öðrum Evrópumálum. Gunnar lagði jafnan áherzlu á, að hann væri islenzkur höfundur og yrkisefni hans eru nær undan- tekningalaust íslenzk. En eftir því sem árin liðu varð hann einnig norrænn — hann trúði á mátt norræns anda og gildi norrænnar menningar og hann lagði ekki sízt áherzlu á þann þátt, sem íslenzk- ur er í þeim anda. „Norðurlönd er föðurland okkar,“ hefur hann sagt „æskan er takmark okkar og i norðurveg liggur leið okkar." Arið 1917 gaf Gunnar út fyrir- ferðarlitla bók „Drengurinn", sem er ljóðræn lýsing á lífi ungs drengs, skrifuð af miklum skiln- ingi á samlífi barns við náttúruna og áhrifum þeim, sem barnið verður fyrir, þegar nýir heimar ljúka upp leyndardómum sinum fyrir forvitnum barnsaugum. Þessi bók er að nokkru kveikjan að stóru verki, sem byrjaði að koma út sex árum síðar „Fjall- kirkjunni", en það kom út I fimm bindum á árunum 1923—1928. Svo þekkt er þetta verk Gunnars, að óþarft er að fara um það mörg- um orðum, en enginn vafi er á þvi, að „Fjallkirkjan" mun verða talin til meginrita bókmennta á íslandi. Af snilld er lýst byggðar- laginu, fólkinu, hugsunum þess og athöfnum, náttúrunni og bar- áttu mannanna við hana — allt séð frá sjónarmiði barnsins í fyrstu bindunum. Síðustu tvö bindin gerast siðan I öðru um- hverfi, en þar er lýst baráttu ungs manns og tilraunum hans á rithöf- undabrautinni í fjarlægu landi. Ekki er unnt að rita bók- menntaverk Gunnars ef ekki er getið sögulegra verka hans. Aður er minnzt á „Fóstbræður" og tiu ár líða unz hin næsta, „Svartfugl" kemur út, eða 1929. Uppistaða hennar eru hin umtöluðu Sjöund- ármál. Og árið eftir kemur út verkið um „Jón Arason“. Þar er sá munur á og I Fóstbræðrum, að svo miklar heimildir eru fyrir hendi, að höfundur hefur ekki jafn frjálsar hendur og þar. Að margra dómi er bókin verðugur minnisvarði yfir hinn mikla pisl- arvott, siðasta kaþólska biskup Is- lands, og svo djarfur vottur um sjálfstæðisvitund Islendinga. I grein, sem Matthías Johannes- sen ritaði I tilefni af því, að af- hjúpuð var brjóstmynd af Gunn- ari I Stofnun Árna Magnússonar, er fjallað um sögulegar skálfsög- ur Gunnars og þar sagt m.a. að Bjarni heitinn Benediktsson hafi í ræðu lagt áherzlu á sögulegt gildi skáldverka Gunnars. Síðan segir: „I sögulegum skáldverkum lifa sagnapersónurnar I réttu um- hverfi. Aðferð Gunnars Gunnars- sonar hefur gjarna verið sú að færa lifsanda sögunnar til samtíð- arinnar. Dr. Bjarni minntist þess sérstaklega af hve næmum skiln- ingi farið væri með líf og hugsjón- ir Jóns Arasonar í skáldsögunni og hvergi væri Jóni Arasyni og samtíð hans betur eða réttar lýst en hjá Gunnari. Gildi sögulegra skáldverka er að gera þau svo úr garði, að okkur komi efni þeirra við. Þannig eiga beztu verk Gunn- ars Gunnarssonar ávallt eftir að mæla sér mót við nýja lesendur og nýja samtíð. Gunnar Gunnars- son hefur öðrum fremur á vorum dögum tekið við merki fornrar skáldskaparlistar Islendinga. Hann hefur sótt þrótt, áræði og fyrirmyndir í íslenzka sögu og samið margra binda sögulegan skáldsagnabálk úr einstökum þáttum hennar. Gunnar Gunnars- son er að því leyti Islendinga- sagnahöfundur.“ Á eftir Jóni Arasyni kemur „Jörð“, sem er að nokkru fram- hald af „Fóstbræðrum" og síðan „Hviti Kristur," er fjallar um átök heiðinna og kristinna manna I kringum árið 1000. „Grámaður" er svo gefin út 1936 og er hún samin upp úr Þorgils sögu og Haf- liða og er aðalsöguhetjan Ölafur Hildisson. Hér hafa æðimargar bækur ver- ið upp taldar og er þó ekki tæmt Arið 1931 kom „Vikivaki“ út, „Aðventa" 1937 og svo Heiða- harmur", sem hann mun hafa frumritað á íslenzku eftir að hann var fluttur hingað heim. „Sálu- messa“ kom út 1948 og „Brim- henda“ 1954. Auk þess hefur Gunnar ritað nokkur leikrit, ljóða hans er áður getið, fjöldann allan af greinum og ritgerðum, bæði í innlend og erlend rit. Áður er minnzt þess, að hann hóf að flytja fyrirlestra um Island á fyrstu árum sínum í Danmörku. Það tók hann upp á ný árið 1926 og hvatti hann þá jafnan til nánari samvinnu Norðurlanda. Örvunarorð hans fengu lítinn hljómgrunn í fyrstu, enda þótt norræn samvinna hafi nú löngu sannað gildi sitt. Þá þýddi Gunnar nokkrar íslenzkar bækur á dönsku, t.d. „Gull“ eftir Einar H. Kvaran og siðan kom þýðing hans á „Sölku Völku" Laxness. Gunnar kom alkominn heim til Islands árið 1939. Hann settist þá að I átthögum sinum I Fljótsdal I tiu ár og bjó stórbúi á Skriðu- klaustri, en þá fluttust þau hjónin til Reykjavíkur og hafa búið hér allar götur siðan. Á síðari árum hefur Gunnar m.a. unnið við endurþýðingar á bókum sínum. Hann hefur einnig látið iðulega I sér heyra með greinaskrifum. Honum hefur ver- ið margvíslegur sómi sýndur á rithöfundaferli sínum. Hann hef- ur verið sæmdur stórriddara- krossi fálkaorðunnar, hann var fyrir nokkru sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við Háskóla Is- lands og hafði áður fengið slika sæmd við háskólann í Heidelberg. Hann hefur starfað í samtökum listamanna og meðan hann bjó á Skriðuklaustri átti hann hlut að stofnun Bandalags islenzkra lista- manna og hann var einnig einn af stofnendum Almenna bókafélags- ins og lengi form. bókmenntaráðs þess. Á áttræðisafmæli hans á- kvað B.I.L. að láta gera brjóst- mynd af honum, sem Sigurjón Ólafsson vann, og var henni kom- ið fyrir í Árnasafni, eins og fyrr er að vikið, þann 17. nóvember 1972. Gunnar Gunnarsson hefur ver- ið vandvirkur og eljusamur alla tið. Og segja má, að rauði þráður- inn I verkum hans hafi verið: Staða mannsins I tilverunni — og stefið hið sama; tilveran og glím- an við engilinn. I grein, sem birtist I Lesbók Mbl. I tilefni áttræðisafmælis Gunnars Gunnarssonar, segir skáldið við gr'einarhöfund Matt- hías Johannessen: „Varla er hægt að skilja átök vorra tíma, án þess að gera sér ljóst, að þetta er eins og tilbúin eldraun fyrir mannkyn- ið. Og það er varla vafi á því, að ef mannkynið stenzt hana ekki, þá á það fyrir sér skelfilega göngu. Þó vil ég bæta því við, að ég hef ekki trú á, að ofbeldi verði síðasti sig- urvegarinn ef þaðólíklegagerðist, að það færi um stund með sigur af hólmi I þessum örlagariku átök- um. En það verða menn að hafa i huga, að sá, sem ekki reynir að spyrna við fótum og sigrast á of- beldinu, ber, ef illa fer, þunga ábyrgð á herðum sér, hvort sem hann sér það og skilur eða ekki.“ Og greinarhöfundur bætir við: „Að vera ábyrgur, leita sann- leikans og kjarna tilverunnar, reyna að skilja stöðu mannsins, — þá glimu hefur Gunnar Gunnars- son háð í öllum verkum sinum og hann hefur séð margt öðruvísi og betur en aðrir." (h.k. tók saman). Þjóðhátiðarkvikmyndir um byggðir landsins KVIK s.f. undirbýr gerð heimildakvikmynda Kvikmyndafyrirtækið KVIK s.f. er um þessar mundir að dreifa hugmynd að þjóðhátíðarkvik- mynd til flestra bæjar- og sveitar- félaga landsins. Hugmyndin er sú að gera 10—15 mín. kvikmynd um hverja byggó á árinu 1974 til þess að varðveita og setja ef til vill saman í eina heildarkvikmynd. Kvikmyndin á að gefa sem gleggsta mynd af viðkomandi stað, lýsa landslagi, atvinnuhátt- um, skiptingu í atvinnustéttir, stjórnun og framkvæmdum. Sér- stæðir einstaklingar og listafólk á hverjum stað verðureinnig kallað til i sambandi við vinnslu og gerð myndarinnar. Þau bæjar-og sveit- arfélög, sem sameinast um þetta fá eintak af myndinni og geta Gígjan heldur 3 söngskemmtanir SÖNGFÉLAGIÐ Gígjan heldur samsöng í samkomuhúsinu á Akureyri í dag klukkan 16 og á sunnudag og mánudag klukk- an 21 báða daga. Söngstjóri er Jakob Tryggvason og undirleikari á pianó Dýrleif Bjarnadóttir. notað hana til kynningar innan lands og utan, en kvikmyndin verður 16 mm í litum og með tali. Sýslur eða hreppar gætu samein- azt um gerð slikrar myndar og þannig eru ýmsir möguleikar að gera þessa framkvaand auðveld- lega fjárhagsléga. Kveikjan að þessari hugmynd var sú, að Hafnarf jörður ákvað að gera slíka mynd og hefur KVIK þegar hafizt handa fyrir Hafnar- fjörð. Raddþjálfari kórsins er Sigurður Demetz Franzson. Einsöngvarar eru Helga Alfreðsdóttir og Gunn- fríður Hreiðarsdóttir. Söngfélagið Gigjan er skipað 47 söngkonum, en á söngskrá eru lög eftir Jakob Tryggvason, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Inga T. Lárusson, Arna Thorsteinsson, J. Barnby, Leonard Bernstein, Jan Sibelius og Richard Wagner. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.