Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 15
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAl 1974 15 SlaldraA \i<^ í Kt‘lla\íl\ . • 0. ’ , . 4„. Verkefni eru mörg, en áræði og dugnaður einkenna Keflvíkinga Þann 22. marz sfðastliðinn voru Keflavfkurhöfn og nokkur hluti Keflavfkurkaupstaðar. liðin 25 ár síðan samþykkt voru lög á Alþingi um kaupstaðarrétt- indi til handa Keflavík, og stuttu síðar.eða 1. apríl 1949, varskipta- samningur gerður milli Keflavfk- ur og Njarðvíkurhrepps. Þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi áttu 2067 manns heima f víkinni, en um þessar mundir búa þar 6000 manns. Af þeim 25 árum, sem Keflavík hefur haft kaup- staðarréttindi, hefur Sjálfstæðis- flokkurinn staðið að meirihluta bæjarstjórnar í 21 ár. Eitt kjör- tímabil hafði flokkurinn meiri- hluta í bæjarstjórn, en annars hefur hann myndað meirihluta bæjarstjórnar með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki, en núver- andi meirihluti bæjarstjórnar er einmitt skipaður þremur sjálf- stæðismönnum og þremur fram- sóknarmönnum. Fá verk hafa ver- ið unnin á vegum bæjarins svo að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi ekki þar við sögu og lengst af undir forystu Alfreðs Gfslasonar bæjar- fógeta og Guðmundar Guðmunds- sonar sparisjóðsstjóra. Við áttum leið um Keflavík fyr- ir skömmu og litum fyrst inn á bæjarstjórnarskrifstofurnar, en þar hittum við að máli Jóhann Einvarðsson bæjarstjóra og þrjá bæjarfulltrúa Sjástæðisflokksins, þá Tómas Tómasson forseta bæj- arstjórnar, Ingólf Halldórsson og Árna R. Árnason. Fyrsta spurn- ingin, sem við lögðum fyrir þá, var.hvert stærsta verkefni bæjar- ins hefði verið til þessa? ,,Að mínu áliti eru það landa- kaupin á árinu 1971,“ sagði Jó- hann Einvarðsson og bætti við, „iandakaupin vorulengi á döfinni og að samningunum, sem gerðir voru 1971, hafði verið unnið í þrjú ár, þegar gengið var frá þeim. Alls keyptum við 500 hekt- ara lands af Keflavík h.f., Njarð- víkurhreppi og ríkinu, en alls er bærinn búinn að kaupa land fyrir 50 milljónir á sfðustu árum, og er það ekki svo lftil upphæð fyrir ekki stærra sveitarfélag. Nú er svo komið, sem betur fer, að bær- inn á svo til allt óbyggða landið í kringum kaupstaðinn. Samstaða í bæjarstjórn var mjöggóð. Þannig var komið áður en landakaupin voru gerð, að bærinn gat ekki úthlutað byggingalóðum. Að landakaupunum loknum var kleift að undirbúa ný bygginga- svæði, enda þörfin orðin brýn eft- ir alllangt hlé á úthlutun lóða. Til að hægt væri að byggja á nýja landinu þurfti að leggja nýtt hol- ræsi í gegnum bæinn, og var því verki að mestu lokið, þegar Eyja- byggðin var reist.“ „Hvenær hófst varanleg gatna- gerð í Keflavík og hvernig miðar henni áfram?“ „Malbikað var í fyrsta sinn í Keflavík á árunum 1954 og 1955, síðan hefur þvf verið haldið áfram og nú sfðustu ár hefur ver- ið lagt mikið af olfumöl á göt- urnar. Samanlögð lengd gatna kaupstaðarins er nú 25,9 km, þar af er búið að leggja slitlag á 13,9 km og jarðvegsskiptingu er búið að framkvæma á 5 km. Að sjálf- sögðu munum við halda áfram varanlegri gatnagerð eftir fremsta megni, og í sumar verður olíumöl lögð á nokkrargötur.“ Hitaveitan viðamesta framkvæmdin „Hvaða mál eru nú efst á baugi hjá ykkur?“ „Það fer vart milli mála, að það er hitaveitan, sfðan kemur áfram- haldandi byggð, bygging íþrótta- húss og skóla, sem eru gífurleg verkefni, og stækkun Sjúkrahúss Suðurnesja, en það verður gert í sameiningu með öðrum sveitafé- lögum á Suðurnesjum. Hitaveituframkvæmdirnar, sem eru fyrirhugaðar á Suðurnesjum, eru taldar kosta um 100 millj. króna, en að þessum framkvæmd- um standa sjö sveitarfélög, þ.e. Njarðvík, Grindavík, Gerðahrepp- ur, Vatnsleysustrandarhreppur, Hafnir, Miðneshreppur og að auki ríkissjóður, sem mun standa að þessum framkvæmdum vegna Keflavikurflugvallar. Byrjað er að bora eftir heitu vatni við Svartsengi í Grindavík, og er stóri gufuborinn þegar búinn að bora þar með góðum árangri. Ekki er enn nákvæmlega vitað, hvenær hitaveita frá Svartsengi verður að veruleika, en björtustu vonir manna eru þær, að Grindavík fái hitaveitu á næsta ári og Keflavík og Njarðvíkur skömmu sfðar. Vissulega má gera ráð fyrir, að þessi áætlun standist ekki alveg, því að hún er byggð á hámarks framkvæmdahraða." „Hvernig verður rekstri hita- veitunnar háttað?" „Sveitarfélögin ásamt nkissjóði eru um þessar mundir að stofna sameignarfélag um rekstur hita- veitunnar, og eignaraðild að fé- laginu fer í meginatriðum eftir fbúafjölda hvers staðar. Framlag Keflavíkurkaupstaðar er talið þurfa nema um 272 millj. kr.,en lang stærsti hluti þessarar upp- hæðar fer til að leggja hitalagnir f kaupstaðnum sjálfum. Ef gert verður ráð fyrir, að ríkissjóður eigi 50% stofnfjár og sveitarfé- lögin 50%, þá mun Keflavíkur- kaupstaður eiga um 30% af stofn- fénu, en þó liggur þetta ekki al- veg ljóst fyrir. Djúpholurnar, sem verða borað- ar við Svartsengi, verða um 1800 metra djúpar, og vonandi gengur vel að bora niður á þetta dýpi. í sumar verður hafizt handa um að ganga frá hitaveitulögnum í götur Keflavíkur og af þeim sökum verður ekki hægt að leggja eins mikið af varanlegu slitlagi á göt- urnar og æskilegt hefði verið.“ Skóli, íþróttahús og lista- safn „En aðrar framkvæmdir, hvað er að segja af þeim?" „Það er margt, sem liggur fyrir. en mest aðkallandi er stækkun gagnfræðaskólans og bygging íþróttahúss. Hvort tveggja verður mjög dýr og mikil framkvæmd. Byggja á nýja álmu við gagn- fræðaskólann. I henni verða sjö kennslustofur, bókasafn, handa- vinnudeild og aðstaða fyrirlækni. i útboði, sem þegar hefur farið fram, er reiknað með, að bygging- in verði fokheld fyrir áramót, en ekki vitum við, hvenær hægt verður að hefja kennslu í þessari nýju álmu. Þá er stefnt að þvi að byggja nýjan barnaskóla. Sú bygging mun rísa í nýja Heiðar- hverfinu. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um, hve stór sá skóli verður, en talað er um, að hann taki 600—700 börn. iþróttahúsið nýja verður með 22x44 metra leikvelli og hægt verður að skipta leiksalnum í þrennt. Þessi salur er löglegur keppnisvöllur og i húsinu verða áhorfendastæði fyrir 600—800 manns. iþróttahúsið verður mjög dýrt í byggingu og síðasta kostn- aðaráætlun hljóðar upp á 100 millj. kr. A afmæhsfundi bæjarstjornar- innar, sem haldinn var 2. april sl., var samþykkt að setja á stofn Listasafn Keflavíkur, en á siðustu árum hefur bærinn gert dálítið af því að kaupa góð listaverk. Bygg- inganefnd hefur verið falið ad úthluta lóð undir nýtt ráðhús bæj- arins og til greina kemur, að i því húsi verði annaðhvort bókasafn eða listasafn." „Er ekki mikil ásókn í byggingalóðir um þessar mundir?“ „Ásóknin er meiri en hægt hefur verið að anna, fyrst og fremst vegna þess, að skipulagið að nýja Heiðahverfinu er ekki tilbúið. En nú horfir svo, að hægt verði að auglýsa skipulagið á næstunni og framkvæmdir í því hverfi ættu því að geta hafj/t að fullu á næsta ári. í þessu hverfi er gert ráð fyrir, að reistar verði 250 íbúðir. Flest verða húsin einbýlis- hús.enda ásókn f einbýlishúsalóð ir lang mest, en nokkuð verður byggt af garð- og raðhúsum og blokkum. 1 Eyjabyggðinni, sem er þarna rétt hjá, er búið að reisa dagheimili, sem er gjöf frá stofn- uninni „Redd barna" f Svíþjóð til Vestmannaeyinga. Keflavíkur- kaupstaður er nú búinn að gera samning við forráðamenn Vest- mannaeyinga um, að Keflavfk kaupi síðar húsið af Vestmanna- eyingum." „En hvernig er þá með sjálf við- lagasjóðshúsin, eru ekki einhver þeirra Iaus um þessar mundir." „Nokkur þeirra munu vera laus nú. Fyrir skömmu auglýsti Við- lagasjóður húsin til sölu. Kefla- víkurkaupstað hafði verið gefinn forkaupsréttur á 10 fyrstu húsun- um, en þennan rétt notfærði bæjarfélagið sér ekki, enda búizt við, að þessi hús seljist mjög fljót- lega Vestmannaeyingum eða ein- hverjum öðrum. Yfirleitt höldum vnð, að þau hafi reynzt vel, alla- vega hafa ekki borizt neinar kvartanir yfirað búa í þeim.“ Fjölþætt félagslíf en aðstöðu þarf að bæta „Æskulýðsstarfsemi hefur ver- ið með miklum blóma, a.rn.k. á mörgum sviðum, í Keflavík síðustu ár. Hvernig er félagsstarf- semi almennt háttað hér?“ „Revnt hefur verið að hlúa að Unnið að lagningu nýs skolpræsis. Framhald á bls. 18 Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri á skrifstofu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.