Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAI 1974 Miðsvæðið og gagnfræðaskólinn næstu stórverkefni Garðahrepps Viðtal við Ólaf G. Einarsson oddvita ,ÆUi við séum ekki haldnir einhvers konar sveitarómantfk hérna í Garðahreppnum,“ sagði ÓlafurG. Einarsson oddviti hlæj- andi, þegar hlaðamaður Morgun- hlaðsins spurði hann á dögunum, hvers vegna Garðahreppur sækti ekki um kaupstaðaréttindi — það virtist svo mjög í tízku um þær mundir, sem við riihhuðum sam- an á fyrri vikum verkfalls. Fjölg- um fbúa Garðahrepps hefur verið býsna ör á undanförnum árum, hreppurinn er hinn fjölmennasti á landinu og gæti þess vegna æskt kaupstaðarréttinda. Annað mál er, að íbúar eiga ekki ýkja langt að sækja þá þjónustu, sem þeim réttindum fylgja og sennilega mundu fleiri taka undir gaman- semi Ólafs með sveitarómantfk- ina, því að vafalaust hefur obbi þeirra einmitt verið að flýja borg- arinnar ys og þys, þegar þeir fluttust í Garðahreppinn. Því verður þó ekki neitað, að margir, sem b.vrjuðu að byggja í holtinu, eiga nú sýnu lengra að sækja út úr byggðinni til gönguferða, þar sem aðeins smáfuglatfst og lóu- kvak rjúfa kyrrðina, — því að byggðin hefur teygt sig inn eftir öllu. Með aukinni byggð hafa við- fangsefni og vandamál sveitarfé- lagsins aukizt mjög. Þörfin fyrir ýmiss konar þjónustu fer vaxandi frá ári til árs. Börnin og ungling- arnir sprengja af sér skólana, með aukinni umferð verður meiri þörf fyrir leikskóla fyrir yngstu börn- in, nauðsyn ber til að koma upp aðstöðu til að nýta frístundimar og þar fram eftirgötunum. Eitt vandamál býst ég við, að flestum Garðhreppingum sé ofar- lega í huga, a.m.k. þeim, sem þurfa að sækja vinnu til Reykja- víkur, en það er umferðin um Hafnarfjarðarveginn. Sannarlega gefst nægur tími til að velta því fyrir sér, hversu lengi ráðamenn nkisvaldsins ætli að láta reka á reiðanum í þessum efnum, meðan maður sniglastáframeftirþessari einu nothæfu samgönguleið til borgarinnar á 30 — 40 km hraða, annað hvort eftir einhverri traktorsgröfunni eða dæmalaust rólegri manneskju, sem hefur miklu meira en nógan tíma og kærir sig kollótta um þá, sem þurfa að hafa hraðan á. Þar sem seinagangur á þessari leið hefur tíðum angrað blaða- menn Mbl., sem biisettir eru í Garðahreppi, freistaðist undirrit- uð til að beina þeirri spurningu fyrst að Ólafi, hvað stæði til að gera til úrbóta í þessum efnum, málið ætti að standa honum nokk- uð nærri, þar sem hann væri jafn- framt einn af þingmönnum Reykjaneskjördæmis. Olafur upplýsti, að um lausn þessa máls væru menn ekki á eitt sáttir. Hann og a.m.k. sumir aðrir þingmenn kjördæmisins væru á einu máli um, að áður en Hafnar- fjarðarvegurinn væri breikkaður, ætti að leggja fyrirhugaðan veg úr Breiðholti yfir á Reykjanes- braut um Vífílsstaði og tengiveg að honum úr Arnarnesi, suður yfir hálsinn. Ráðamenn vega- framkvæmda væru hins vegar á þeirri skoðun, að fyrst skyldi ljúka Hafnarfjarðarveginum og rökstyddu hana með því, að fólk mundi hreint ekki nota Breið- holtsveginn, þó að hann kæmi á undan. ,JVú er fyrirsjáanlegt,“ sagði Ölafur, „að til þess að Ijúka Hafnarfjarðarveginum þarf að vinna þrjú meiri háttar umferðar- mannvirki, fyrir utan breikkun og endurbyggingu sjálfrar ak- brautarinnar, og hvert þeirra um sig mun kosta hundruð milljóna króna. A vegaáætlun fyrir árið 1974—75 er reiknað með 50 millj. króna fjárveitingu i þessa mann- virkjagerð og því fé verður vænt- anlega varið til að ljúka kaflanum úr Kópavogi suður að læknum — kannski næst einnig að leggja brú yfir hann. Má nokkuð sjá í hvert óéfni stefnir f þessu á því, að nú er talið, að um 18.500 bifreiðar fari um Hafnarfjarðarveg á degi hverjum og má búast við, að sú tala hækki óðfíuga á næstu árum. Við þykjumst hafa sýnt fram á, að tekjur ríkisstjóðs af þessum veg- arspotta nemi um 125 milljónum króna á ári — og er þá miðað við tolltekjur, bensínskatta, afskriftir af bifreiðum o.sv.frv. og finnst okkur tiltölulega Jitlu fé varið af hálfu ríkísins til þess að koma þessari mestu umferðarbraut landsins í viðunandi horf, vart meira en 15 millj. kr. síðustu 5 ár. Önnur hlið þessa máls varðar um- ferðaröryggi. Við getum rétt hugsað okkur hverjar yrðu afleið- ingarnar af meiriháttar umferð- arslysi á Hafnarfjarðarveginum. Hvað mundi til dæmis gerast, ef olíubíll ylti þar og upp kæmi eld- ur? Þjónustumiðstöð í vændum Aðalerindið á fund Ólafs var annars að fá upplýsingar um helztu viðfangsefni sveitarstjórn- arinnar sl. kjörtfmabil og gera lesendum nokkra grein fyrir mál- um sveitarfélagsins. Garðahreppur nær yfir um 4000 hektara landsvæði, að því er Ólaf- ur upplýsti, en þar af munu byggðir um 100 hektarar. Mörkin milli Garðahrepps og Álftaness eru þar sem mjóst er milli Skóg- tjarnar og Lambhúsatjarnar á Álftanesi, Hafnarfjörður tekur við í Balaklöpp og þaðan lína í Engidal, Kópavogur norðan við Kópavogslæk og í austri eru mörkin um syðri hluta Heiðmerk- ur en um þriðjungur hennar er í Garðahrepp. Ibúar hreppsins eru 3.660 talsins og hús samtals um 750. Helztu byggðarkjarnar í Garða- hreppi eru þessir: Flatir, Lundir, Búðir, Byggðir, Tún, Fitjar, Ásar, Grundir, Nes, Garðahverfi á Álftanesi og Setberg fyrir ofan Hafnarfjörð. Grundvöllur var lagður að heildarskipulagi Garða- hrepps fyrir um 10 árum en síð- ustu árin hefur verið unnið að deiliskipulagi í Hofstaðalandi og þar tekin í byggð ný hverfi, Búða- og Byggðahverfi, fyrir utan efstu hluta Lundahverfis. Unnið hefur verið að endurskoðun miðsvæðis Garðahrepps og er gert ráð fyrir, að framkvæmdir þar hefjist á þessu ári eða því næsta. Á þessu miðsvæði, sem verður f Hofstaða- landi, vestan Vifilsstaðavegar, er gert ráð fyrir þjónustumiðstöðv- um, bæði opinberra aðila og einkaaðila, verzlunum veitingaað- stöðu og svo framvegis og þar verður einnig safnaðarheimili Garðakirkju. Að skipulagsstarfi þessu hafa þeir unnið Gestur Ölafsson og Pálmar Ólason og gera þeir ráð fyrir, að þjónustu- svæðið verði ein yfirbýggð heild, lokuð bifreiðum — þeim verði lagt utan svæðisins en síðan teng- ist hinar ýmsu stofnanir með yfir- byggðum göngugötum eða göngu- stígum. Hitaveitan komin 1976—77 Garðahreppur var í eina tíð annálaður fyrir skjótan frágang gatna og lóða en síðustu árin hef- ur gatnagerðin ekki gengið alveg eins hratt fyrir sig, að því er Ólaf- ur sagði. „Við höfum þó lokið við að setja slitlag á götur i Túnun- um, öllu Flatahverfinu í suður- hluta Arnarness og erum byrjaðir í Lundahverfi. Jafnframt hefur verið sett upp lýsing á Vífilsstaða- vegi. Gangstéttir eru unnar nokkurn veginn jafnóðum og göturnar og verður þessum fram- kvæmdum haldið áfram efúr þvi sem unnt er. Að vnsu grípa væntanlegar hitaveitufram- kvæmdireitthvað inn í gatnagerð- ina, við munum reyna að leggja hitaveituna áður en slitlag er sett á göturnar, sem eftireru. — Verður ekki að rifa eitthvað upp vegna hitaveitunnar, þar sem götur eru frágengnar? — Það verður væntanlega ekki svo slæmt, því að við ætluðum lögnunum ákveðinn stað frá upp- hafi, gerðum ráð fyrir, að hita- veita kæmi í hreppinn fyrr eða síðar. Þó er óhjákvæmilegt, að þær valdi einhverju raski. — Hvenær gerið þið ráð fyrir að hitaveita verði komin i allan hreppinn? — Vonandi verður það síðari hluta árs 1976 eða fyrri hluta árs- ins 1977. Við gerum ráð fyrir, að þessum framkvæmdum verði hraóað eftir því sem frekast er unnt, því að þetta skiptir íbúana miklu máli, sérstaklega eftir hina gífurlegu hækkunolíu úl húsahit- unar. I sumar verður byrjað á lagningu aðalæðarinnar meðfram Vífilsstaðavegi og um barnaskóla- lóðina að mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar. Sfðan verður haldið áfram svo hratt sem auðið er. — Einhverjar útbætur hafið þið gert í vatnsveitumálunum að undanförnu.? — Já, við höfum náð vissum áfanga í þeim efnum með því að leggja rafmagn upp að vatnslind- um hreppsins. Þar hefur verið tekin í notkun borholudæla en efúr er þó að byggja miðlunar- geymi úl að jafna þrýsúng og tryggja, að ekki komi til óþæginda af völdum rafmagns- truf lana, eins og fyrir kemur öðru hverju. Þá er verið að vinna að u.þ.b. 15 millj. kr. verkefni í frárennslislögnum, þ.e. lögn frá- rennslisæða frá nýja miðsvæðis- hverfinu og frá Búða- og Byggða- hverfum. Hvað því viðkemur að koma frárerrnslinu nógu langt út, verður að koma til samvinna bæjarfélaganna allra hér um slóð- ir. Verða framkvæmdir í þeim efnum háðar niðurstöðum rannsókna á straumum og öðrum aðstæðum hér í voginum. Gengið hefur verið frá skipun nefndar bæjarfélaganna til að fjalla um þetta mál. Óðaverðbólgan dregið úr framkvæmdahraða Sem fyrr segir, hefur vaxandi byggð haft í för með sér mikla aukningu skólanemenda f Garða- hreppi enda talsvert af ungu barnafólki, sem þar byggir. „Láta mun nærri,“ sagði Ölafur, „að um 35% af íbúum hreppsins séu hér f skólum. Gagnfræðaskólinn má heita sprunginn utan af nemend- um, þeir eru nú á fimmta hundr- að talsins, en þó ber þess að gæta, að enn er hægt að koma nemend- um fyrir með sæmilegu móti með því að allar stofur séu nýttar sem fagkennslustofur. En nú er verið að hanna nýjan gagnfræðaskóla, sem byrjað verður á í sumar og standa vonir til að hægt verði að taka fyrsta áfanga hans í notkun skólaárið 1975—76. Gert er ráð fyrir, að hann verði fjölbrauta- skóli og miðað við, að hann hafi samvinnu við væntanlegan fjöl- brautaskóla í Hafnarfirði. Nýi gagnfræðaskölinn verður um 5000 fm. að flatarmáli og ætlaður fyrir 600 nemendur. Aætlaður kostnaður við byggingu hans var upphaflega 230 milljónir króna, en það hefur vfst ekki farið fram- hjá neinum, að nokkrar verð- hækkanir hafa orðið í landinu á undanförnum mánuðum, svo að einsýnt er, að hann verður tals- vert dýrari." Einaf eldri fbúðargötum Flatahverfis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.