Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1974 nuGivsmGnR ^-»22480 Geir Hallgrímsson: Stórfelldur ingavíxill - og ósvífinn kosn- - en hver borgar? IÞannig leit brakið af frönsku fiugvSttnni út, þegar flugmenn TF-GNA komu að því. Ótrúlegt má teljast að flugmaðurinn skyldi komast af. Sjá viðtal við hann neðar á síðunni. Ljósm. Mbl. Helgi Hallvarðsson. Ekkert þing — Eysteinn samt handhafi f orsetavalds! „ÞETTA er stðrfelldur og ósvífinn kosningavíxill," sagði Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, er Morgunblaðið Ieitaði álits hans í gærkvöldi á ráðstöfunum rfkisstjðrnarinnar. Bendir Geir Hallgrfmsson á, að áður en hinar nýju niðurgreiðslur voru boðaðar hafi rfkissjðð vantað um 2000 milljðnir krðna en til áramðta muni niðurgreiðslurnar kosta 1275 milljðnir krðna þannig að stefnt er í halla rekstur rfkissjððs er nemur um 3300 milljðnum krðna. Gylfi Þ. Gfslason, formaður Al- þýðuflokksins, sagði f viðtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, að nið- urgreiðslur væru nú störauknar úr galtðmum rfkissjóði, hér væru neytendum gefnar gjafir, sem þeir yrðu sjálfir látnir borga sfð- ar. Ummæli Geirs Hallgrfmssonar fara hér á eftir og sfðan ummæli Gylfa Þ. Gfslasonar: Geir Hallgrfmsson: Varðandi auknar niðurgreiðsl- ur er það að segja, að þetta er stórfelldur og ósvífinn kosn- ingavíxill, sem kann að falla, gagnstætt fyrirætlan ríkisstjórn- arinnar, fyrir kjördag. En hver á að borga? Auðvitað lendir víxillinn ekki á öðrum en þjóðinni í heild og því verður ailur almenningur að gera sér grein fyrir þeim leikaraskap, sem mú er í frammi hafður. Upplýst er, að halli ríkissjóðs á árinu mun nema um 2000 milljónum króna, en í þeirri tölu er innifalin fjár- vöntun til þess að standa undir þeim niðurgreiðslum og fjöl- skyldubótum, sem nú tíðkast að upphæð 800 milljónir króna. Ef þær niðurgreiðslur, sem nú hafa verið ákveðnar ættu að gilda til ársloka mundi fjárvöntunin nema 1275 milljónum kröna til viðbótar þeim 2000 milljónum, sem áður var getið. Mundi þá hallarekstur ríkissjóðs á árinu nema um 3275 milljónum króna. Á ársgrundvelli þýða þessar auknu niðurgreiðslur aukin út- gjöld fyrir ríkissjóð, sem nema 2000 milljónum króna og sjá þá allir f hvert fen er stefnt. Lækkað verð á búvöru fram til kosninga munu neytendur og landsmenn allir þurfa að borga ýmist f hækkuðum sköttum eða með vaxandi verðbólgu og rýrn- andi verðgildi krónunnar. I dag var líka tilkynnt gengis- lækkun um 4%, sem jafngildir 50—100% hærri gengisfellingu en forsætisráðherra hafði tjáð þjóðinni að yrði en hörmulegt er, að jafnvel í þeirri gengisfellingu felst blekking. Því miður mun hún ekki leiða til þess að útflutn- ingsatvinnuvegirnir geti staðið undir kostnaði. Og meira þarf til að koma eins og bezt sézt af því, að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hér eftir verði krafizt innborgun- ar vegna innflutningsvara er nemi 25% af verði þeirra og eru þá undanþegnir aðeins mjög fáir vöruflokkar. Þetta innborgunarhlutfall, 25% sýnir í rauninni hvert mat stjórn- valda er á nauðsynlegri gengis- lækkun íslenzku krónunnar ef hjól atvinnulffsins eiga að snúast. Hins vegar mun afleiðingin af þvf verða sú, að iðnaður og verzlun munu lenda í óyfirstíganlegum erfiðleikum vegna lána- og fjár- magnsskorts er leiða mun til vöruþurrðar er að lokum bitnar á öllum almenningi i landinu. Rfkisstjórnin hefur bersýnilega tekið þann kost að dylja þjóðina eðli þeirra ráðstafana, sem til er gripið og ófullkomleika þeirra Aframhaldandi hallarekstur rfkissjóðs kyndir eld verðbólgu jafnmikið og áður, ef ekki meira og vandinn verður þeim mun meiri, sem seinna er við honum snúizt. Ekki er upplýst á þessu stigi málsins, hver hækkun kaup- greiðsluvfsitölu hefði orðið án Framhald á bls. 2. FORSETI Islands og forsetafrúin héldu utan til Danmerkur f gær- dag, en þar mun forsetinn flytja fyrirlestur við háskólann f Óðins- véum, auk þess sem hann verður við það tækifæri sæmdur heiðurs- doktorsnafnbðt. Forsetahjðnin eru væntanleg aftur til landsins næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt venju fylgdu hand- hafar forsetavalds forsetanum til flugvallarins, en þeir eru forseti sameinaðs þings, forsætisráð- herra og forseti hæstaréttar. Vakti það nokkra athygli, að Ey- steinn Jðnsson skyldi þar mæta sem forseti sameinaðs þings, því að sem kunnugt er, telja ýmsir lögfrððir menn, að með þingrofi Ólafs Jðhannessonar hafi Ey- steinn ekki aðeins verið sviptur umboði sfnu sem alþingismaður heldur einnig embætti þingfor- seta og handhafar forsetavalds þessa stundina séu þvf aðeins tveir. Af þessu tilefni hafði Morgun- blaðið samband við Eystein Jóns- son og spurði hann í krafti hvaða umboðs hann hefði f.vlgt forseta Islands sem forseti sameinaðs þings. Hann svaraði þvi til, að hann liti þannig á málið, að sér væri skylt að gegna embætti for- seta sameinaðs þings áfram, enda gerði stjórnarskráin ráð fyrir þremur handhöfum forsetavalds í fjarveru forseta Islands. „Mér ber því brotalaust að gegna þessu embætti áfram og mun standa minn póst þangað til nýr forseti sameinaðs þings hefur verið kjör- inn. Sú er afstaða mln,“ sagði Eysteinn. „Ætlaði að snúa við en þá rakst vélin utan í hlíðina” „ÞAÐ, sem kom fyrir, var, að veður var mjög vont og ég ætl- aði að snúa við og fljúga út að ströndinni aftur og fylgja henni til Keflavfkur eða Reykjavíkur. En rétt f þann mund, sem ég hafði snúið við, átti ðhappið sér stað og ég vissi ekkert fyrr en ég rankaði aftur við mér f flugvélinni á hvolfi. Ég hef víst verið mjög hepp- inn,“ sagði Walter Claude frá Beuvais f Frakklandi, en hann var flugmaður Rally 5894 flug- vélarinnar, sem leitað var að f fyrrakvöld og f gærmorgun, en þá fundu björgunarmenn Claude á gangi, þar sem hann var á Ieið til Reykjavíkur. Það var vél frá flugskóla Þóris, sem fann flak frönsku flugvélarinnar laust upp úr klukkan 8 í gærmorgun. Vélin lá þá á hvolfi f suðausturhlíð Lönguhlíðar, en það er fjall- garður, sem teygir sig frá Blá- fjöllum í átt að Kleifarvatni. — Þyrla Landhelgisgæzlunnar og Slysavarnafélagsins, TF-GNÁ, hafði hafið leit þegar franska vélin fannst og hélt hún þegar á Walter Claude á Borgarspítal- anum í gær. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. staðinn. Um borð f GNA voru Björn Jónsson, Pálmi Hlöðvers- son og Helgi Hallvarðsson. 1 viðtali við Mbl. f gær sagði Helgi, að þegar þeir hefðu kom- ið á staðinn hefðu þeir séð, að vélin hafði magalent og sfðan hvoift. Brak úr vélinni var dreift yfir nokkuð stórt svæði. „Við fórum strax að skyggn- ast eftir flugmanninum," sagði Helgi, „en hann var hvergi sjá- anlegur. Við nánari athugun sá- um við, að flugmannssætið var heilt og öryggisbeltið var opið. Við stjórnborðsdyrnar fundum við svo annan skó flugmannsins og var auðséð, að hælnum hafði verið spyrnt f vélina. Hinn skó- inn fundum við síðan inni í vélinni." „Þegar við vorum þess full- vissir, að flugmaðurinn væri hvergi nærri, létum við flug- stjórn vita,“ sagði Björn. „Leitarflokkum var beint nær þessu svæði og við fórum á þyrlunni til Reykjavíkur til að sækja leitarflokka frá Flug- björgunarsveitinni og Hjálpar- sveit skáta í Hafnarfirði, en þeir höfðu með sér sporhund. Þessar sveitir fluttum við að flakinu og lögðum síðan aftur af stað til Reykjavíkur til að ná í fleiri leitarmenn. Þegar við erum svo komnir nokkuð áleið- is fréttum við, að menn úr Flug- björgunarsveitinni hefðu fundið hann, rétt austan við veginn, sem liggur frá Kleifar- vatni til Reykjavíkur. Við snerum þegar við, og þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn að gefa flugmanninum heitt kaffi. Virt- ist hann vera hress, þó var hann alblóðugur og stakk við fæti. Hann sagði lítið, en var því auðsjáanlega mjög feginn að hafa hitt menn. Síðan fórum við með hann til Reykjavíkur, þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús," sagði Helgi. Claude sagði við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að hann hefði verið að ferja flugvélina frá Frakklandi til Bandaríkj- anna og flugið hefði gengið mjög vel allt til þess, að óhappið átti sér stað. Þegar hann kom inn yfir suðurströnd- ina fór veður stöðugt versn- andi. Dimmviðri var einnig mikið og él í skýjum, auk þess sem þoka var víða. Hann sagð- ist lítið muna frá þvl, að hann sneri vélinni við, þar til hann rankaði við sér í vélinni. „Þarna, sem ég var í vélinni," sagði Claude, „gat ég litið séð, því þoka var mikil og ég gat ekki reiknað með, að ég fyndist strax. Óhappið átti sér stað rétt um kl. 15 í gær og eftir þvi sem leið á kvöldið versnaði veðrið. Öðru hvoru snjóaði en þess á milli rigndi mikið. Þar af leiðandi sótti mikinn kulda að mér, en ég reyndi að halda á mér hita eftir beztu getu, en það reyndist stundum erfitt. Eðlilega var þetta löng nótt fyrir mig, sérstaklega þar sem mér leið illa í vinstri fæti og kjálka, enda er komið í Ijós, að ég er öklabrotinn og með sprunpinn kjálka." Veður fór svo batnandi, þeg- ar birta tók I morgun og var komið sæmilegasta veður þegar albjart var orðið. Ég bjóst fljót- lega við, að sjá flugvélar eða þyrlur, en þegar ég hafði beðið um stund, án þess að sjá flug- vélar, ákvað ég að leggja af stað gangandi til Reykjavíkur, þvi ég hélt mig vera nær Reykjavik en siðar kom í ljós. Ég veit ekki Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.