Morgunblaðið - 25.05.1974, Side 3

Morgunblaðið - 25.05.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAI 1974 3 Jóhann Hafstein: Hvatning á örlagastund skulum áfram slá skjaldborg um Revkjavík meö því aö halda þar samstæöum og ötulum meirihluta sjálfstæöismanna í borgarstjórn, svo aö málefni hennar veröi ekki skotspónn sundurlyndis og glundroöa, sem seint yröi fyrir bætt. Ég árna hinum unga borgarstjóra, Birgi Isleifi Gunnarssyni, heilla og giftu í hinni örlagaríku baráttu, sem hann er nú oddviti fyrir. Ég bið þess, aö enginn úr sveit sjálfstæöismanna liggi á liöi ■sínu og hvet Reykvíkinga til aö veita styrkum málstaö brautar- gengi. Enginn á meira í húfi en hiö unga fólk, æska Revkjavíkur. Andvaraleysi má meö engu móti veröa til tjóns í kosningabar- áttunni. Sérhver verður þar að leggja sig fram af þeirri einurö og atorku, sem hann á mesta. í því mun felast gæfa Revkjavíkur. Leikslokin í höfuöborg landsins munu nú sem fvrr hafa ótvíræö áhrif á stjórnmálaþróunina í gjörvöllu landinu. Heilir hildar til! VIÐ lokasennu hinnar örlagaríku kosningabaráttu vil ég segja nokkur hvatningarorö. Frambjóöendur hafa þegar reifaö málstaö sinn. Fulltrúar Sjálfstæöisflokksins hafa haldiö uppi merki sjálf- stæðisstefnunnar meö heiöri og söma. Þaö er taliö sjálfstæðismönnum til áfellis aö hafa stjórnaö málefnum höfuöborgar landsins um hálfrar aldar skeið. Hitt mun sönnu nær, aö í því felist sæmd þeirra og viröing. Viö getum litiö yfir hina fögru borg okkar og séö, hvernig hún hefur þróazt úr litlu þorpi í myndarlega höfuöborg. Sú þróun hefur veriö ævintýri líkust, en bærinn hefur aö sönnu ekki losnað viö ýmsa vaxtarverki, svo sem eölilegt veröur aö teljast. Stefnufesta og einbeitni hafa ríkt. Borgin hefur oröiö íbúunum kær. Viö komumst ekki hjá því aö bera þetta saman viö þaö stefnulevsi og þann úrræðaskort, sem einkennt hefur feril andstæöinga okkar sjálfstæöismanna. Ekki hvaö sízt hefur sú oröiö raunin, þegar þeir hafa tekiö höndum saman á þjóðmálasviöinu. Oft hefur þaö endaö meö skelfingu og þó líklega aldrei eins og nú, enda ofbýður mörgum þeim, sem áöur höföu nokkra trú á vinstra samstarfi svonefndu. Viö sjálfstæðismenn skulum ganga einaröir og einbeittir til kosninganna á morgun og láta engan bilbug á okkur finna. Viö Hvers vegna ég kgs Sjálfstœðisflokkinn Því er fljótsvarað. Frjálslyndari flokkur er ennþá ófæddur. í þessum samtökum hef ég liðinn aldar- fjórðung kynnzt fjöl- mörgu fólki á öllum aldri, heilbrigðu og iðjusömu frjálshyggjufólki, sem eins og ég er að basla við að rækta garðholuna sína og reyna að láta sér fara það sæmilega úr hendi. Hér sitja við sama borð bændur og kaupsýslu- menn, verkamenn og iðjuhöldar, útgerðar- menn og listamenn og annað skapandi fólk, sumt með fangið yfirfullt af risa áformum. En það hefur flest öðrum og skemmtilegri áhugamál- uin að sinna en níða skóinn niður af náungan- um, þó að það haldi fast i þann geðfellda, íslenzka veikleika að langa til að eiga í pokahorni fyrir fjölunum, sem þaó að síðustu veröur flutt á héðan, ef ,,Ríkið“ leyfir þá áfram svo góða for- sjálni. Mér lýst ágætlega á listann okkar. Þó að framfarir hafi orðið meiri hér undanfarin ár en nokkurn gat dreymt um, gæti þetta unga, glæsilega fólk átt eftir að Ivfta Grettistaki. r.j, y Ragnar Jónsson í Smára. Hóflega bjartsýnir á úrslitin segir Theodór Blöndal efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði „Eitt brýnasta verkefni ný- kjörinnar bæjarstjórnar veröur aö koma betra skipulagi á fram- kvæindir hæjarins, en stærstu verkefnin eru á sviöi heilbrigöis- mála og húsnæöismála." Þetta sagöi Theoilór Blöndal tæknifræöingur, efsti maöur á lista Sjálfstæöisflokksins á Seyðisfirði f samtaii viö Morgun blaöiö í gær. „Atvinnuástand hér er mjög gott" hélt Theodór áfram „og hefur svo veriö sföustu árin, enda allur atvinnurekstur í hönd- um einstaklinga og hlutafélaga. IVIá þar helst nefna frystihúsin, útgeröina og skipasmlöar. Fram- kvæmdir á vegum bæjarins hafa ekki verið aö sama skapi miklar. en þó hefur veriö byrjaö í ýmsum frainkvæmdum. en þeim miöaö Iftiö áfram." ,,Á Seyöisfirði bjóöa nú fjórir aöilar fram lista til bæjar- stjórnar; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Fram- boðsflokkurinn og sameiginlegur listi kommúnista, Alþýöuflokks og óháðra kjósenda. — Síðasta kjörtímabil höföu meirihluta í hæjarstjórn Alþýðuflokkur og svokallaðir óháðir kjósendur." sagði Theodór, ,,en sfðar kom í ljós að þeir voru stuðningsmenn Hannibals i SFV, en óljóst er hvar þeir lenda nú i öllum þeitn sviptingum sem eiga sér stað hjá vinstri tnönnum siðustu daga." — Hvaða verkefni verða stærst á sviói heilbrigðismála? „F.vrir dyrum stendur að byggja heilsugæzlustöð og hjúkrunarheimili, sem taka á við verkefni sjúkrahúss Seyðis- fjarðar, sem nú er orðið 70 ára gömul stofnun. Einnig er nýtt holræsakerfi og umhverfismál ofarlega í hugum okkar þegar heilbrigðismál eru annars vegar.” — Hvað um önnur verkefni? „Húsnæöisskorturinn er mál- efni sem kaupstaðurinn verð- ur að láta til sin taka í æ ríkari mæli á næstunni. Einnig er bygging nýs barnaskóla orðið að- kallandi verkefni svo og gatna- gerð og skipulagsmál. Þaö er alveg augljóst að á næstu árum veröa miklar framkvæmdir á veg- um kaupstaðarins og þvi að- kallandi aö styrkur meirihluti fáist út úr þessum kosningum. Við sjálfstæöismenn vorum eini flokkurinn sem viðhafði prófkjör og stillti upp samkvæmt því. Við erum hóflega bjartsýnir á úrslitin og tilbúnir að takast á vió verkefnin eftir kosningar." sagöi Theodór að lokum. Efstu menn á lista Sjálfstæðis- flokksins á Seyðisfirði eru. auk Theodórs Blöndal. Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir húsmöðir; Jón Gunnþórsson bifreiðastjóri; Bjarni B. Halldórsson símritari og Ingibjörg Einarsdóttir húsmöðir. Kosninga- sjóður Tvennar kosningar eru framundan. Sjálfstæði.s- flokkurinn þarf á miklu fé að halda til að standa straum af kostn aði við kosn- ingarnar. Því leitar flokkurinn til stuðnings- fólks síns um fjárframlög til baráttunnar og hvetur flokksmenn til að samein- ast um að leggja fé af mörkum til að ná sem bezt- um árangri. Þeir. sem vilja leggja eitthvað af mörkum nú eða í næsta mánuði, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til skrifstofu flokksins, Laufásvegi 46, sími 17100, en þar er framlögum veitt móttaka. Sjálfstæðisflokkurinn. Theodór Blöndal A % KJOSUM PAL GISLASON í BORGARSTJÓRN — X-D m ' >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.