Morgunblaðið - 25.05.1974, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.05.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAI 1974 7 ~jpr ( V.Í—; THE OBSERVER c?:^'w<s Eftir Roland Huntford i 7 ------- 'M& THE OBSERVER C?'!KJZi* Olof Palme forsætisráðherra. Andstæðingar Palme eru engin andstaða EINRÆÐISHERRAR og forsætis- ráðherrar koma og fara, en í Sví- þjóð — sem ber oll einkenni þing bundins lýðræðis — situr sami flokkurinn endalaust að voldum. Eftir 42 ára stjórn virðist sænski jafnaðarmannaflokkurinn enn fastur í sessi þótt fylgi lians liafi rýrnað nokkuð. Erlendir fréttamenn verða oft furðu lostnir, er þeir kynnast sænska þinginu þar sem stjórnar- andstaðan virðist bráðna í burtu í hvert skipti, sem stjórnin er í hættu. Einn vonsvikinn sænskur íhaldsmaður orðaði þetta svo: „í öðrum londum vinnur stjórnarand- staðan að því að koma ríkisstjórn- inni á kné; hér slakar hún á kröf- um sínum til að jafna deilurnar. " Þessi skýring er jafn góð öðrum skýringum á ástandinu í Svíþjóð. Á óllum stigum þjóðfélagsins, í ollum samskiptum — opinberra aðila jafnt sem einkaaðila — ríkir ötti við að þurfa að eiga í deilum til að standa fyrir máli sínu. Á þessum ótta byggist styrkur þess, sem heldur um stjórnartaumana. Alls eiga 3 50 þingmenn sæti á sænska þinginu, Riksdagen. Borgaraflokkarnir eiga þar 175 fulltrúa, og jafnaðarmenn og stuðningsmenn þeirra einnig 175. Samkvæmt stjórnarskránni ber að láta hlutkesti ráða þegar atkvæði eru jofn við afgreiðslu mála á þingi. Til þessa hefur stjórnin haft heppnina með sér þegar þannig hefur staðið á, en engum dettur í hug, að heppnin verði Olof Palme forsætisráðherra alltaf jafn hlið- holl. En allt frá þingkosningunum í september í fyrra hefur stjórnar- andstaðan vísvitandi forðazt að vera í andstoðu. Greinilegast hefur þetta komið fram hjá Miðflokknum. Fylgi hans jókst mjog i kosningunum, og hef- ur styrkur hans ekki verið jafn mikill undanfarna hálfa old Hlaut flokkurinn 90 þingsæti, og jók atkvæðamagn sitt um 5%, þannig að hann hlaut nú 26% heildarat- kvæðanna. Er flokkurinn nú lang stærstur andstoðuflokkanna. En mjog hefur verið hljótt um Tor- bjorn Falldin flokksleiðtoga frá þvi á kosningadaginn. í hvert skipti, sem ríkisstjórnin hefur átt i erfiðleikum, hefur hann gripið til tilslakana til að styðja við bakið á Palme. Gott dæmi um það er frumvarpið um að rikið keypti hlutabréf i einkafyrirtækjum. Þetta frumvarp jafnaðarmanna fól i raun i sér nýja leið til þjóðnýting- ar, og flokkur Falldins á að heita andvigur hvers konar þjóðnýtingu. Fálldin greip þó til þess ráðs að semja við Palme á bak við tjoldin um orðalag frumvarpsins þannig að Palme fékk sinu fram. Komið var i veg fyrir atkvæðagreiðslu um vantraust, og stjórninni forðað frá falli. Þótt undarlegt megi virðast hlaut Fálldin mikið lof fyrir frammistoðu sína, ekki sízt frá stuðningsmónnum sinum, þvi ,,til- slokun er lykilorðið i sænskum stjórnmálum Almenningur i Svíþjóð er hræddur við breytingar. Hann ótt- ast þær af því liann trúir því, að þær geti stofnað óryggi hans i hættu. Oryggi — „trygghet" á sænsku — er undirstaða stjórn- málarekstursins í landinu. Það er oryggi móðurlifsins. Að sumu, en ekki ollu leyti, er þac' afleiðing velferðarrikisins. I óratíma hef- ur hver Svii vanizt þvi að njóta umhugsunar, ekki aðeins líkam legrar, heldur ekki siður andlegr- ar, og þannig vill hann hafa það. Allt, sem ógnar þessu oryggi hans, er bannfært, og vei hverjum þeim stjórnmálamanni, sem þvi gleym- ir. Reyndir stjórnniálamenn á borð við Fálldin gleyma því ekki. Þegar Palme og flokki hans hafði tekizt að fá samþykkt log um ýmsar breytingar á almanna tryggingum, sem fela meðal ann- ars i sér lækkun eftirlaunaaldurs úr 67 i 65 ár og hækkun tryggingabóta, boðuðu þeir stjórn- arandstoðuna til ráðstefnu til að finna leiðir til að fjármagna þessi nýju log. Litið var svo á, að úr þvi þingið hefði samþykkt lógin, væri frekari andstaða tilgangslaus, ef ekki hreint og beint siðlaus. Stjórnarandstaðan þáði boð Palme um viðræður, og samkomu- lag um leiðir til fjármögnunar náð ist. Það er á þennan hátt, sem jafn- aðarmenn liafa getað haldið vold- um allan þennan tíma. Þeir eru raunar i minnihluta á þingi. Af þeim 175 þingmönnum, sem I styðja Palme, eru aðeins 1 56 jafn | aðarmenn; 19 eru þingmenn kommúnista. Enginn kommúnisti á sæti i rikisstjórninni, en sam- vinna rikir milli flokkanna. Úr því Palme getur farið sínar leiðir við þessi skilyrði, er skiljanlegt, að jafnaðarmenn skuli hafa setið að völd um i Sviþjóð lengur en svo til allar aðrar rikisstjórnir, i austri eða vestri, en stjórn Sovétrikjanna er sú eina, sem á sér fleiri ár að baki. Eldhúsinnrétting til sölu er meðalstór eldhúsmn- rétting nýleg, stálvaskur og elda- vél fylgja. Til sölu á sama stað er Hansahurð. Upplýsmgar í sima 24642 eftir kl. 6. BIRKIPLÖNTUR Tll SÖLU Urvals birkiplöntur í morgum verð- flokkum. Opið til kl. 10 virka daga og til 6 á sunnudogum JÓN MAGNÚSSON, Lynghvammi 4, Hafnarfj. Sími 50572. Til sölu 1 3,8 fm hústjald. Nýlegt Copper reiðhjól og notaður barnavagn. Upplýsingar i sima 37650 CITROEN 2 CV árg. 71 til sölu. — Hagstæður bill. Upplýsingar i sima 27808 og 31070 Keflavík — IVIjarðvík Húsnæði vantar 1. herbergi eða litla ibúð Upplýsingar i sima 92 — 1 188—2740. 2VÍ tonna góð trilla til sölu. Veiðarfæri geta fylgt. Uppl. í síma 51 608. Pingoin-garn Margar gerðir, þolir þvottavéla- þvott. VERZL HOF, ÞINGHOLTSSTRÆTI Bókhaldsþjónusta Get bæ.tt við bókhaldi fyrir smærri fyrirtæki. Upplýsingar í sima 38233 frá kL 1 7 — 19. Sendibtlstjórar Nýlegur gjaídmælir ásamt laus- merki til sölu. Einnig talstöð á sama stað. Upplýsingar í síma 5241 8. Vörubilstjórar. Til sölu 18 feta stálpallur og 10 tonna santi poul sturtur, hvoru- tveggia mjög gott Simi 96—61309. Keflavík Til sölu ný 2ja herb. ibúð. Stærð 75 fm. Fullfrágengm, sérmngang- ur. Laus fljótlega. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1263 og 2890. Rakarastofa til leigu á góðum stað á Suðurnesjum. Upplýsingar i sima 1185, Kefla- vik, eftir kl. 1 9.00. Hiaf—krani 2'/2 tonn miðjukrant. Verð kr. 200 þús. Aðalbílasalan, Skúlagötu 40, sími 1 5014. Gerum við kaldavatnskrana og WC-kassa. Vatnsveita Reykjavíkur, Sími 27522. Flutningavagn (stólvagn) 2ja hásinga, 1 2 m. langur. Skjól- borð 1. m. (sturtulaus). 22ja tonna. Verð kr. 450 þús. Aðalbilasalan, sími 15014. Vil kaupa Mazda 818 eða 6 16 coupe árg. 72 til '73. Uppl. í síma 92-8066 Til sölu sendiferðabifreið þriggja tonna Ford (bensin). Bif- reiðin er lítið ekin og með ágætu álhúsi. Uppl. i sima 25592. 10—13 ára telpa óskast til að gæta 2ja ára drengs i sumar I Hvassaleitishverfi. Upplýs- ingar í sima 82770. Til sölu er nýleg sjálfvirk BTH þvottavél. Uppl. i síma 72448. Til sölu gamalt enskt sófasett, 2ja sæta sófi. Notaður kvenfatnaður nr. 14. Uppl. i sima 1 2 502 Til sölu Volkswagen 1300 L, árg. '69, ný vél, hiti á afturrúðu, bólstrað mælaborð, upphá sætisbök. Mjög hágst. greiðsluskilm. Uppl. i S. 37093 kl. 1 6 —21 i dag og næstu daga. Ferðaútvarpstæki (Radionette — Kurer) tapaðist frá Víðimel 60 þann 29. marz s.l. Skilvís finnandi hringi í síma 1 5443 eða 50661. Fundarlaun. Til sölu ný ensk heilsárskápa. Frekar stórt númer. Á kr. 5000-. Einnig nýtt gólfteppi kr. 15000-, 3.70x3.70. Upplýsingar i sima 1 9046. Vörubifreið 3ja—-5 tonna óskast til kaups. Sími 21296 og 42540. Sunbeam Alpina sport model til sölu strax. Uppl. i sima 34839. |Ror0unbIöbib ÍNmBRCFBLDBR I ITtBRKflÐVÐBR Aðalfundur félags áhugamanna um sjávarútvegsmál verður haldinn fimmtudaginn 30. maí í Tjarnarbúð uppi kl. 20.30. 1 . Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar. 3. Stjórnarkjör 4. Jón Arnalds ráðuneytisstjóri heldur erindi um stöðu mála á væntanlegri hafréttarráð- stefnu í CARACAS og svarar fyrirspurnum. Stjórnm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.