Morgunblaðið - 25.05.1974, Side 16

Morgunblaðið - 25.05.1974, Side 16
MORGUNBLAÐI), LAUGARDAGUR 25. MAl 1974 Velferðarborg — Velferðarborg — Velferðarborg Miklar nýbyggingar dagvistunarstofnana Myndin er tekin f nýja dagheimilinu við Háaleitisbraut og sést þar i hinn sameiginlegi leiksalur barnanna. Eiga börnin að hafa þar nóg athafnarými. VEIGAMIKILL þáttur félags- málastarfs Reykjavíkurborgar er uppbygging dagvistunarstofnana og rekstur þeirra. Félagsmála- stofnun Reykjavíkur annast upp- byggingu stofnananna, en Barna- vinafélagið Sumargjöf rekstur þeirra á vegum Reykjavíkurborg- ar. 1 þessum efnum hefur Reykja- vfk gert stórátak á síðustu árum, eins og frarn kernur f annarri frétt hér á opnunni. Eftirspurn eftir rými á dagvistunarstofnun- um er mikil og I viðtali við Morg- unblaðið sagði Sveinn Ragnars- son félagsmálastjóri, að 1000 manns byðu nú eftir rými fyrir börn sín f leikskólum borgarinn- ar og um 300 börn væru á biðlista hjá dagvistunarheimiium eftir að börn háskólastúdenta hefðu nú nýlega verið tekin á biðlista Barnavinafélagsins Sumargjafar. Á næstu mánuðum eykst vist- rými dagvistunarstofnana f Revkjavík verulega, því að ekki færri en fimm slík munu þá verða tekin í notkun. Þannig er verið að leggja síðustu hönd á dagheimili. er stendur við Háaleitisbraut sunnan Miklubrautar. Heimili þetta er byggt eftir nýjum teikn- ingum og er það ætlað 74 börnum. Því er skipt í fjórar deildir og ætlað fyrir börn allt frá 3ja mán- aða aldri til 6 ára aldurs. Þarna er áformað að reyna ýmsar nýjungar f rekstri. Á heimilinu er mikið sameiginlegt leikrými fyrir börn- in, þar sem allar deildirnar eiga að geta leikið sér saman og haft nóg athafnarými. Að hluta er þetta sameiginlega rými hólfað niður og þar sköpuð aðstaða til ýmiss konar iðju, verður þar t.d. smfðastofa, leskrókur og fleira. Sams konar heimili er nú í smíðum við Ármúla og verður það væntanlega fullgert í haust. Dagheimili þetta stendur við /Efingastöð iamaðra og fatlaðra og mun ein deild heimilisins verða fyrir fötluð börn. Er stefnt að því, að þarna gefist fötluðum börnum tækifæri til að taka þátt í leikjum og starfi heilbrigðra barna í stað þess, að þau séu ein- angruð eins og lengi hefur tíðk- azt. Þetta heimiii er einnig ætlað fyrir 74 börn. Þá er áformað að taka f notkun í næsta mánuði nýtt dagheimili við Völvufell í Breiðholti. Hér er um að ræða innflutt timburhús frá Noregi og verður þar rými fyrir u.þ.b. 50 börn. Því verður skipt í þrjár deildir og mun vista börn frá 3ja mánaða aldri til 6 ára aldurs. Heimilið er b.vggt f sam- vinnu við Rauða kross Islands og Vestmannaeyjakaupstað vegna Vestmannaeyjabarna. Reykjavfk- urborg leggur til lóðina og sökkla hússins, en heimilið sjálft er keypt til landsins fyrir söfnunar- fé Rauða kross tslands vegna eld- gossins i Eyjum. Heimiii þetta er þó fyrst og fremst fyrir börn f Breiðholti, en á móti tryggir Reykjavíkurborg Vestmanna- eyjabörnum dagvistun á hinum ýmsu dagvistunarstofnum borg- arinnar. Við hlið þessa heimilis stendur leikskóli, er tekinn var í notkun á síðasta ári og rúmar 110 börn. Um þessar mundir er ennfrem- ur verið að undirbúa til útboðs leikskóla, sem rísa mun við Suð- urhóla f norðurdeild Breiðholts III. Hér er um að ræða 3ja deilda skóla, er mun rúma um 110 börn. Reikna má með, að smíði þessa skóla taki um 12—14 mánuði, þannig að hann ætti að vera kom- inn í notkun um mitt næsta ár. Ennfremur er nú unnið að undir- búningi dagheimilis fyrir 74 börn, er verður samliggjandi þessum leikskóla við Suðurhóla. Þá standa yfir þessa daga breyt- ingar á vistvöggustofu Thorvald- sensfélagsins í dagvöggustofu. Með þessum breytingum verður unnt að taka þar 38 börn til dag- vistunar, en hluti af heimilinu verður engu að sfður áfram vist- heimili. Ennfremur er þess að geta að árið 1970 var á vegum borgarinnar gerð áætlun um byggingu skóla- dagheimila og var í henni miðað við, að eitt slíkt heimili yrði reist á ári næstu fimm árin. Fyrsta heimilið var sett á laggirnar í Framhald á bls. 40 10 ára áætlun 1 málefnum aldraðs fólks Aldraðir hafa fengið aðstöðu til félagsstarfsemi í vesturálmu íbúða- byggingu aldraðra við Norðurbrún. Myndin var tekin, þegar félags- heimilið þar var opnað. Vel ætti að vera séð f.vrir vel- ferð aldraðra Revkvíkinga á kom- andi árum. Ber þar fvrst til, að fyrir frumkvæði sjálfstæðis- manna var í borgarstjórn á liðnu hausti samþvkkt tillaga þess efnis, að jafnan verði 7!4% af útsvörum Reykjavíkur varið til bvgginga nýrra íbúða, dvalar- heimila og hjúkrunarheimila, í þágu aldraðra eða til endur- greiðslu á stórlánum, er tekin vrðu til að hraða framkvæmdum. Skipuð var nefnd til að annast undirbúning og sjá um b.vgg- ingarframkvæmdir í samráði við borgarstjóra. Eiga í hinni sæti Gísli Halldórsson, formaður, Gísli Sigurbjörnsson, Adda Bára Sig- fúsdóttir, Árni Björnsson og Páll Lfndal. Auk þess voru tilnefnd þau Steinunn Finnbogadóttir og Björgvin Guðmundsson sem áhe.vrnarfulltrúar. Þessi byggingarnefnd aldraðra hefur samið mikla greinargerð um málefni aldraðra jafnframt því sem nefndin leggur til, að starfað verði eftir 10 ára áætlun — sem þó verði endurskoðuð á 2ja ára fresti. Áætlunin er á þessa leið: 1. Byggðar verði hentugar íbúðir. sérstaklega ætlaðar öldruðu fólki. Stefnt skal að því, að byggðar verði 350 íbúðir í þessu augna- miði á næstu 10 árum. íbúðirnar verði f.vrst og fremst leigufbúðir. Ef henta þykir mætti selja hluta þeirra, en þá verði settir sérstakir skilmálar, er tryggi, að þær verði notaðar af öldruðu fólki. 2. Ef sjálfseignarstofnanir reisa slíkar íbúðir, þá styrkir Re.vkja- víkurborg félögin með allt að 30% af byggingarkostnaði. Ef samtök aldraðra, eða önnur slík félög vilja reisa sjálfseignaríbúð- ir, þá lánar Revkjavfkurborg til þeirra allt að 30% af byggingar- kostnaði með hagkvæmum kjör- um, enda hafi Re.vkjavíkurborg forkaupsrétt að þeim. Þeir, sem lána eða st.vrkja njóta, skulu hlíta reglugerð, er sett verður um þessi atriði, og skal lánsupphæð miðuð við áætl- un, sem aðili gerir, en borgarráð samþvkkir. 3. Byggð verði 500 vistrými fyrir aldraða á næstu 10 árum. Er hér um að ræða bæði hjúkrunar- heimili fyrir þá, sem eru við rúm- ið og þá, sem hafa fótavist, en geta ekki dvalið í heimahúsum. 4. Þær sjálfseignarstofnanir, sem viija reisa vistheimili, skulu njóta allt að 30% styrks hjá Reykjavíkurborg miðað við áætlaðan byggingarkostnað, sbr. 2. mgr. 2. gr. Styrkur þessi greið- ist eftir því sem framkvæmdum miðar áfram og samkvæmt samn- ingi, er gerður verður þar um. 5. Lagt er til, að þeim 85 millj. kr., sem verja skal á þessu ári til b.vgginga vegna aldraðra, verði ráðstafað þannig: 1. Vegna þess hversu mikil og brýn þörf er á, að fá aðhlynn- ingu og hjúkrun f.vrir aldrað fólk, er lagt til, að keypt verði tilhúið hjúkrunarheimili fyrir 40 manns, sem fáanlegt er frá Danmörku og mun kosta um 85 millj. kr. — miðað við verð- lag í marz 1974. Húsinu verði komið upp á lóð Borgarsjúkra- hússins, enda verði það starf- rækt í samhandi við það. — Fyrsta greiðsla af þrem 25 millj. kr. 2. (jryrkjabandalag tslands hefur í bvggingu stórhýsi við Hátún og er kleift að fullgera 48 fbúðir í því húsi f.vrir 20 millj. kr. — Er lagt til að sú upphæð verði óafturkræft framlag samkv. nánara sam- komulagi borgarinnar og Öryrkjabandalagsins. 3. Til þéss að flýta f.vrir fram- kvæmdum við Borgarsjúkra- húsið er lagt til að leggja fram 35 millj. kr. til B-álmu, enda verði þvf fé varið til lang- Framhald á bls. 40 Háhýsi fyrir aldraða 1 Furugerði UNDANFARIN níu ár hefur starfað deild innan Félagsmála- stofnunar Revkjavíkurborgar til að annast velferðarmál aldraðra. I verkahring deildarinnar hafa verið vistun á hæli og sjúkrahús, aðstoð við aldraða, t.d. efling og samræming á starfi safnaða og félaga. I nýlegri greinargerð Félags- málastofnunar um starf f þágu aldraðra í Reykjavík kemur fram, að jafnframt því að veita öldruð- um aðstoð við lausn persónu- og fjárhagslegra vandamála, séu þar gefnar upplýsingar um velferðar- mál aldraðra almennt og þá aðila, sem að þeim málum vinna í borg- inni. Mikil vinna starfsmanna deildarinnar er fólgin í fyrir- greiðslu við ellilífeyrisþega vegna beiðna um Iffeyrishækkan- ir og lækkun skatta eða fasteigna- skatta. Ennfremur kemur þar fram, að unnið hefur verið að þvf, að efla samstarf við kvenfélög safnaða í Reykjavík um málefni aldraðra, en kvenfélögin hafa haldið uppi ýmiss konar starfsemi f.vrir aldraða undanfarin ár. Reykja- víkurborg hóf að styrkja þessa starfsemi árið 1968, og er veittur rekstrarstyrkur til þeirra kven- félaga, sem annast skipulagða starfsemi f.vrir aldraða — a.m.k. einu sinni í viku. Jafnframt var samþykkt að veita kvenfélögum safnaðanna aðstoð í sambandi við fótaaðgerða- og hársnyrtingar- þjónustu. Þannig var í fyrra rek- in fótaaðgerðaþjónusta f.vrir aldraða á vegum flestra safnaða í Reykjavík og hársnyrting hjá einu félagi. Kvennadeild Rauða kross Islands hefur tekið upp á stefnuskrá sfna þjónustu við aldraða, þar á meðal heimsóknar- þjónustu. Hefur ellimálafulltrúi Revkjávíkurborgar veitt leið- beiningar og aðstoð í samhandi við þessa starfsemi. Einnig hefur á vegum Reykjavíkurborgar verið rekið mikið tómstundastarf fyrir aldraða, en ítarlega var frá því skýrt í Morgunblaðinu nú fyrir skömmu. Húsnæðismálin Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum lagt áherzlu á útvegun hentugra fbúða fyrir aldraða, sem geta eða vilja dveljast utan sjúkrahúsa og hæla. Reykjavíkurborg tók í notkun árið 1966 69 íbúðir fyrir aldraða, öryrkja og eínstæðar mæður að Austurbrún 6. Var 30 fbúðum þar úthlutað til aldraðra, og hefur reynslan af þessu orðið mjög góð. Á árinu 1968 var byrjað að vinna að teikningum og undir- búningi að byggingu 60 íbúða fyrir aldraða við Norðurhrún og voru íbúðirnar teknar í notkun í febrúar 1972. Húsið er hið fyrsta sinnar tegundar, sem hér er b.vggt miðað við þarfir aldraðra. Það er tvær hæðir og þriðja hæðin norðanvert að hluta vegna halla lóðar. A hvorri hæð eru 26 fbúðir einstaklinga og 4 hjónafbúðir, en auk þess er á 1. hæð húsvarðar- íbúð og á 2. hæð setustofur ætlaðar íhúum hússins. Samtals eru þetta þvf um 60 fbúðir. A jarðhæð er einnig ýmiss konar þjónustuaðstaða, t.d. fullkomið þvottahús, en jafnframt er þar reiknað með ýmiss konar starf- semi í þágu aldraðra, jafnt þeirra er í húsinu búa og utan þess. Þessi hluti hússins var tekinn f notkun fyrr á þessu ári og er þar aðstaða til tómstundastarfs, fundarhalds, skemmtana, fótaað- gerða, hárgreiðslu o.fl. Þá er nú verið að ganga frá útboði á 74 fhúðum við Furu- gerði, sem ætlaðar eru öldruðum. Verða íbúðirnar svipaðar að gerð Framhald á bls. 40 ÍffW**4 Loftmynd af byggingu aldraðra f Norðurbrún.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.