Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1974 Mark á lokamínútu í fyrsta heimaleiknum IBV— Valur 1:0 Vestmanneyingar tryggdu sér tvö stig á laugardaginn úr fyrsta opinbera knattspyrnuleiknum f Eyjum eftir gos. Það voru Vals- menn, sem heimsóttu Vestmanna- eyinga, en það voru einnig þeir er síðastir léku f Eyjum fyrir gos, það var f bikarkeppninni 1972. Leikið var á grasvellinum við Hástein og er völlurinn í furðan- lega góðu ástandi. Að vfsu er hann ekki grasmikili að norðan- verðu, en þó furðanlega sléttur. Umhverfið við Hástein er talsvert öðru vfsi en þegar knattspyrnu- menn voru þar sfðast á ferðinni, umrót eldgossins er mikið og sunnanmegin við grasvöllinn hef- ur verið hafist handa við nýjan fþróttaleikvang. Sigurmark Eyjamanna í leikn- um við Val á laugardaginn var skorað á elleftu stundu. Það var á 90 mínútu leiksins að Vestmanna- eyingar fengu dæmda auka- spyrnu mitt á milli vítateigs og miðlfnu úti við hliðarlínu. Nýlið- inn Valþór Sigþórsson sendi knöttinn vel inn í teiginn, Jóhannes Eðvaldsson hljóp fram og hugðist skalla knöttinn frá marki, en misreiknaði sending- una og knötturinn lenti í þvög- unni fyrir aftan hann. Jón Gísla- son gerði tilraun til að hreinsa frá, en tókst ekki betur til en svo að boltinn hrökk af honum og rann eftir markteigslfnunni. Friðfinnur Finnbogason átti ekki f erfiðleikum með að te.vgja sig í knöttinn og rúlla honum f netið, framhjá Sigurði Haraldssyni, sem ekki gat komið neinum vörn- um við. Leiktfminn var í rauninni á enda, aðeins viðbótartfmi vegna meiðsla eftir. Það voru vonsviknir Valsmenn sem yfirgáfu leikvanginn þegar flautað var til ieiksloka, en heimamenn fögnuðu að sama skapi innilega. Jafntefli hefðu ekki verið ósanngjörn úrslit í þessum leik, þó svo að tækifæri ÍBV hafi verið heldur hættulegri, það litla sem það var. Ekki var þessi leikur stórmerkilegur knatt- spyrnulega og að leik loknum kvörtuðu leikmenn yfir því að völlurinn hefði verið þungur. Enda var það svo að þann neista sem gerir knattspyrnuna skemmtilega vantaði i þennan leik. Sprengikrafturinn var ekki til og því leikurinn hálfgerð logn- molla í golunni og kuldanum við Hástein. Ef litið er á helztu tækifæri leiksins, þá kom það fyrsta á 28. mínútu leiksins. Vestmanna- eyingar náðu hörkusókn og Tómas Pálsson gaf fyrir markið frá hægri kanti. Eyjamenn voru atkvæðameiri í vítateignum og hvert skotið rak annað. Fyrst átti Örn skot að marki, þá Sveinn Sveinsson og loks Haraldur Júlíusson. Skot þessi voru ýmist stöðvuð af höndum Sigurðar markvarðar eða útileíkmanna, eða þá að enn önnur brögð voru notuð til að binda enda á sóknar- lotuna. Það tókst Valsmönnum að lokum og þeir sluppu við þá víta- spyrnu, sem undirrituðum fannst augljóst að yrði dæmd. Tíu mínútum síðar fengu Vals- menn svo marktækifæri og það jafnvel enn hættulegra, en tæki- Texti: Ágúst I. Jónsson Myndir: Sigurgeir Jónasson færi Eyjamanna, sem nefnt er hér að framan — og er þá mikið sagt. Alexander fékk knöttinn aleinn á markteig ÍBV, varnarmenn IBV voru víðsfjarri og frekar að fjar- lægjast en að koma nær Vals- manninum. Það var eins og Alexander áttaði sig ekki á því að hann hafði nægan tfma og sendi knöttinn í flýti í átt að marki IBV, en Ársæll gerði sér lítið fyrir og varði laust skotið. Bezta tækifæri Valsmanna var runnið út i sandinn og það undraði engan að Alexander skyldi taka um höfuð sér. I síðari hálfleiknum kom aðeins eitt virkilega hættulegt tækifæri. Það átti Örn Óskarsson er hann skaut þrumuskoti í utanverða stöngina úr skáfæri. Mark IBV kom svo á 90. mínútu leiksins og hefur þess áður verið getið. Varnir beggja liðanna stóðu vei fyrir sínu að þessu sinni. Hjá Val voru einkum Jóhannes Eðvalds- son og Grímur Sæmundsson at- kvæðamestir, Jóhannes var þó ekki eins nákvæmur í upp- byggingunni og á Akranesi síðast- liðinn laugardag og hann var óþarflega grófur í sínum mörgu skallaeinvígjum, en komst upp með það. Grimur lék nú sinn bezta leik og virðist vera á góðri leið með að festa sig í liðinu. Á miðjunni var Sigurður Jónsson einna drýgstur, en annars finnst manni furðanlega lítið koma út úr miðjuleikmönnum Valsliðsins, maður veit að þeir geta svo miklu .meira en þeir sýndu að þessu sinni. Framlína Valsliðsins var alveg bitlaus, enda hafðar góðar gætur á sóknarleikmönnunum, Framhald á bls. 22. PUMA HANDBOLTA- 06 ÆFINGA- Helgi Benediktsson hefur sent knöttinn f burtu frá þeim Val Andersen og Erni Óskarssyni, Haraldur Júlfusson fylgist með. Á forsfðu fþrótta- blaðsins sézt Friðfinnur Finnbogason skora mark ÍBV í leiknum. Eins og sést á myndinni hefur Sigurður reiknað með knettinum f hægra hornið. Þór Hreiðarsson og Jón Gfslason fá ekki komið neinum vörnum við heldur. GÓÐ BYRJUN HJÁ ÍBV Lið íþróttabandalags Vest- mannaeyja byrjar íslandsmótið í 1. deild óvenju vel. Liðið hefur nú leikið tvo ieiki náð úr þeim þrem- ur stigum, jafntefli gegn Víkingi 1:1 og svo 1:0 sigurinn gegn Val síðastliðinn laugardag. Venjan hefur verið sú, að Eyjakseggjarn- ir byrjuðu mjög illa og obba þeirra stiga, sem liðið hefur hlotið hefur það fengið í seinni umferð- inni. Hermann Jónsson, sem lengi og mikið hefur starfað í Knatt- spyrnuráði IBV, en hefur nú tek- ið sér frí, lét þau orð falla fyrir nokkru síðan að það væri langt síðan ,,strákarnir“ hefðu komið eins sterkir til leiks og að þessu sinni. Víst er að aðstæðurnar sem Iiðið bjó við í fyrrasumar voru hinar erfiðustu og í rauninni má telja það furðulegt að liðið skyldi eigi að síður ná þriðja sætinu í 1. deildinni. Æfingaferð tBV til Sví- þjóðar á dögunum hefur örugg- lega gert leíkmönnum tBV mikið gott, þar gátu þeir æft af krafti í hálfan mánuð við ágætar aðstæð- ur. Einn Eyjamann hittum við, sem var svo bjartsýnn að segja að IBV ynni bæði Islandsmótið og bikar- keppnina. Máli sínu til sönnunar sagði hann að nú væri ÍBV tvöfalt í roðinu hvað auglýsingar varðaði, hefði bæði auglýsingar frá Gest- gjafanum og Hótelinu. Til aö standa undir merki yrði liðið að ná í tvo meistaratitla, sinn fyrir hvor auglýsandann. Yngri flokkar iBV voru um ára- bil meðal alsterkustu yngri knatt- spyrnuflokka á landinu, enda var vel staðið að unglingamálunum hjá þeim í tBV. 1 sumar er þó hætt við að árangurinn verði lítill, þar sem enn eru mjög margir af yngstu Vestmannaeyingunum uppi á fastalandinu. Hilmar Hjálmarsson, nýliði I liði Keflvíkinga, sækir að marki KR-inga, en Ölaf Þorvarður Höskuldsson fylg.iast með framvindu mála. KR-ingar ko o g lögðu mei í áttina að endamörkum, gaf góða sendingu fyrir markið, og þar stóð Jóhann Torfason á markteig og renndi boltanum viðstöðulaust i markið. Þarna var annars sterk vörn ÍBK illa á verði, því bæði Jóhann og Atli Þór voru algjörlega óvaldaðir í markteignum. Þor- steinn hreyfði hvorki legg né lið til varnar. Eftir þessa snaggaralegu byrjun sóttu KR-ingar mun meira, og léku þeir oft á tíðum mjög góóa knatt- spyrnu.. Atli Þór gerði oft usla í vörn tBK, án þess það skapaði þó verulega hættuleg tækifæri. Hættulegasta tækifæri KR, að markinu undanskildu, kom á 33. mínútu, þegar Jóhann Torfason fékk boltann í dauðafæri, en sneri ella við marki og skaut yfir. Hættulegasta tækifæri, IBK kom eftir hornspyrnu sem Ólafur Júlí- usson tók á 25. mínútu, en upp úr henni var tvisvar bjargað á mark- lfnu KR. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri, en eigi að sfður góð skemmtun á köflum. Keflvíkingar sóttu þá meira en í f .h., en vörn KR var þétt fyrir, með Ottó Guðmundsson langbeztan. Þá var Magnús markvörður einnig mjög góöur. Hættuleg tækifæri fengust á báða bóga, en þau nýtt- ust ekki, og KR-ingar hrósuðu sigri í leikslok, — sigri sem aug- ljóslega gladdi þá mjög. Liðin Sem fyrr segir var vörn KR afar sterk, og var Ottó Guðmundsson þar fremstur í flokki. Hann gerði ekki mistök leikinn út í gegn, var hreint frábær. Þá er sérstök ástæða til að nefna Magnús, Ólaf og Atla Þór, en í heild átti liðið góðan dag. Lið ÍBK var langt frá því sem maður átti að venjast af því í fyrra, og munar þar mest um Guðna. Gísli Torfason og Einar Gunnarsson voru beztu menn ÍBK, en Einar meiddist í s.h. og var borinn út af vellinum. Ekki er KR—ÍBK 1:0 Við erum áþreifanlega minnt á það annað slagið, að knattspyrnan er óútreiknanlegt fyrirbæri. Um sfðustu helgi tapaði KR óvænt fyr- ir Akureyringum, og á laugardag- inn varð þetta sama lið til þess að leggja sjálfa íslandsmeistara Keflavíkur að velli. Þetta er fyrsta tap ÍBK sfðan 1972, og væntanlega (og vonandi) fyrirboði þess, að keppnin í 1. deild verði meira spennandi nú en f fyrra, bæði á toppi og botni. Lið KR var óþekkjanlegt frá fyrri leiknum, og sigur þess yfir islandsmeisturun- um fyllilega verðskuldaður. Bæði liðin hafa átt við meiðsli að strfða, og virðast þau hafa komið harðar niður á ÍBK, sem lék langt undir getu í þessum leik. Mér segir svo hugur, að Keflvíkingar eigi eftir að koma sterkir upp áður en langt um líður, og mér segir einnig svo hugur, að KR-ingar eigi eftir að gera mörgum liðum skráveifu í sumar. Laugardalsvöllurinn var i þessum leik í fyrsta skipti notaður til keppni í sumar, og voru leik- menn afar óánægðir með hann. Enda var hann ekki frýnilegur að sjá ofan úr blaðamannastúkunni, kafloðinn á blettum, en ekki sting- andi strá að sjá annars staðar. Væntanlega verður þetta síðasta sumarið sem þetta ófremdar- ástand ríkir í grasvallarmálum Reykvfkinga, því verið er að útbúa nýjan grasvöll í Laugardalnum, og þegar hann kemst í gagnið, verður Laugardalsvöllurinn endurnýjað- ur frá grunni og lagðar í hann hitapípur. Markið Leikmenn voru hinir sprækustu í byrjun, og sótt var mjög á báða bóga. Og strax á 6. mínútu kom úrslitamark leiksins. Boltinn barst óvænt frá Hauki Ottesen yfir til , Gunnars Gunnarssonar sem var óvaldaður hægra megin. Hann lék

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.