Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1974 Minning hjóna: Asgrímur Gíslason Lovísa Tómasdóttir Ásgrímur Fæddur 31. desember 1893 Dáinn 16. maf 1974 Loufsa Fædd 21. september 1895 Dáin 16. október 1973 Þegar mér barst til eyrna lát Asgríms Gíslasonar bifreiðar- stjóra og fyrrum stýrimanns, minntist ég þess, að aðeins voru liðnir sjö mánuðir frá andláti konu hans, Louísu Tómasdóttur. Þótti mér, að ekki hefði reynzt langt milli þessara mætu hjóna í dauða fremur en í lífi. Þau voru bæði í heiminn borin áður en fyrri öld var til loka gengin. Þau urðu lífsförunautar, er fjórðung- ur var liðinn af þessari öld, og samfylgd þeirra varði um nær hálfrar aldar skeið. Lífsskeið þeirra var lffsferill alþýðufólks, sem leggur sinn skerf af mörkum til fegurra mannlífs, hlúir að heimili sínu og kemur börnum sínum til manns, en víkur sér í engu undan þeim vanda, sem samfélagið leggur þeim á herðar. — Ég kynntist þeim hjónum fyrir röskum þrem áratugum, er ég gekk að eiga frændkonu Louísu. Milli heimila okkar varð fljótt traust vinátta, sem aldrei rofnaði, þótt samfundir yrðu á stundum færri en æskilegt var. Oft er það svo að leiðarlokum, að manni finnst, að vináttuna hefði mátt betur rækja. Louísa var fædd i Sveinsbæ við Bakkastíg, dóttir hjónanna Tómasar Jónssonar skipstjóra og siðar fiskmatsmanns frá Seli i Grímsnesi og Vilhelmínu Soffíu Sveinsdóttur Guðmundssonar, en kona Sveins var Þuríður Jóhannesdóttir, bæði fæddir Reykvikingar. Vilhelmína og Tómas bjuggu lengst af á Bræðra- borgarstíg 35, að undanskildum árunum 1924—’27, er þau fluttust til Viðeyjar vegna atvinnu Tómas- Fæddur 9. janúar 1909. Dáinn 25. aprfl 1974. HANN er dáinn hann Svanberg Magnússon. Þessi frétt barst mér á öldum ljósvakans þann 25. apríl sl. Þetta virtist ótrúlegt, þar sem við höfðum skilið kátir og hressir nokkrum dögum áður. En svona er lífið, að fæðast og deyja, heils- ast og kveðjast en orðstír deyr aldrei, hveim sér góðan getur og roðstír þessa mæta manns deyr aldrei. Svanberg Magnússon var fæddur að Skarði i Skutulsfirði við Isafjarðardjúp 9. janúar 1909. Hann var hvers manns hugljúfi, vandaður til orðs og æðis, hann var mjög greindur maður og svo var hann leikinn í höndunum, að manni virtist hann geta allt, völ- undur eins og sagt er og verknaðurinn eftir þvi á aðra hluti. Ég undirritaður kynntist Svan- berg ekki fyrr en fyrir rúmum tveimur árum, er ég gerðist sam- verkamaður hans í því fyrirtæki, sem ég er deildarstjóri í, Kaup- félagi Hafnfirðinga. Svanberg hér, Svanberg þar, Svanberg alls staðar, það var segin saga. Hann málaði, dittaði að brotnum hlut- um, hann skúraði og hreinsaði allt til með hinni elskulegu konu sinni Guðrúnu Sigfúsdóttur. Ef eitthvað fór úrskeiðis annars staðar hjá fyrirtækinu var Svan- berg sóttur þangað þótt dagur væri að kveldi kominn eða sunnudagur, ekki var andað á móti, „sjálfsagt”. Svona var þessi elskulegi maður, sem nú er kvaddur, boðinn og búinn til alls góðs fyrir aðra. * ar, en þar voru þá mikil umsvif Kárafélagsins og talsvert þorp austast í eynni. Louísa var því Reykvíkingur og sannur vestur- bæingur, þvf á þeim slóðum ólst hún upp í foreldrahúsum og bjó siðan allan sinn aldur. Hún var fríð og handhög myndarkona, sem ekki var horft fram hjá, félags- lynd og hafði áhuga á félagsmál- um, einkum goodtepmlararegl- unni og Reykvíkingafélaginu, en í því var hún heiðursfélagi siðustu árin. Meðan Louisa var í Viðey kynntist hún Ásgrimi Gislasyni, sem þá var 1. stýrimaður á togar- anum Austra. Ásgrímur var Grindvíkingur, fæddur í Litla- Nýjabæ i Krýsuvikurhverfi. Hann var þannig í heiminn bor- inn, að ekki beið hans purpura- klædd vagga. Til tíu ára aldurs var hann i ýmsum stöðum hjá vandalausum, en þá tóku hann i fóstur sæmdarhjónin Guðjón Guðmundsson og Engilbertína Hafliðadóttir á Hrauni í Grinda- vik. Hjá þeim var hann langt fram á fullorðinsár. Minntist hann þeirra ætíð með hlýhug og leit á þau sem foreldra sina. Á uppvaxtarárum Ásgríms var ekki upp á að hlaupa félagslega aðstoð á þann veg, sem við eigum nú á að kjósa, barnafræðsla var af skorn- um skammti, en vinna, ráðdeild, atorka og meðfædd greind voru þau vopn, sem skarpast dugðu til að verða ekki undir í lifsbarátt- unni. Öllum þessum eiginleikum var Ásgrímur vel búinn. Sextán ára gamall hóf hann sjósókn og hugði til sjómennsku sem lífs- starfs. Til þess að verða þar vel hlutgengur settist hann svo fljótt sem verða mátti í Stýrimanna- skólann og lauk þaðan prófi. En sjómennskan er áfallasöm, og fór Ásgrímur ekki varhluta af því. Eins og fyrr segir, var hann orð- inn 1. stýrimaður á togaranum Austra árið 1926. Þá vildi svo til. Og nú er þessi ágæti maður og vinnufélagi horfinn yfir móðuna miklu, kært kvaddur af vinnu- félögum, vinum og vandamönn- um, hartkærri eiginkonu, er kveður nú sinn lífsförunaut, börnum og barnabörnum og kvaddur af mér undirrituðum með hjartans þökk fyrir allt, allt, sem þú varst okkur hér i Kaup- félagi Hafnfirðinga. Vertu sæll vinur. blessuð sé minning þín. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. M.J. Baldvin Albertsson. er þeir voru nýlagðir í veiðiferð, veður vont, og stýrimaður á þil- fari við að huga að vírnum, sem honum þóttu ekki í lagi, að ólag reið undir skipið. Vírarnir slitn- uðu, slógust í stýrimann og möl- brutu báða lærleggi, og var það opið brot á báðum. Við slík áföll kemur best í ljós, hvað i mannin- um býr. Með karlmennsku og þol- gæði, hjálp hins valinkunna læknis, Matthiasar Einarssonar, og ást og umhyggja Louisu, heit- konu sinnar, tókst Ásgrimi að ná starfsorku á ný. Tók þó langan tima og margar aðgerðir að ná þeim bata, sem kostur var á, og menjar slyssins bar Ásgrimur alla tið. Á þeim tíma urðu menn að ráða sjálfir fram úr þeim vanda, sem þeir hlutu af slíkum áföllum. Þótt betur tækist til en á horfði, var þó sýnt, að Asgrímur yrði að leggja sjómennskuna á hilluna og leita sér annars starfa. Árið 1929 keypti Ásgrimur vörubifreið, og akstur slíkra bifreiða var siðan atvinna hans, meðan starfsþrek entist. Hann var einn af stofnend- um vörubifreiðastöðvarinnar Þróttar, og í þeim félagsskap, svo sem annars staðar, ávann hann sér traust og virðingu. Hann var lengi í stjórn Þróttar, og um skeið formaður, en um þetta efni mun ég fara fljótt yfir sögu, þvi ég veit að aðrir, mér kunnugri, munu um það fjalla. Louisa og Ásgrímur gengu í hjónaband árið 1927. Bjuggu þau lengi að Framnesvegi 42 og síðar á Öldugötu 54. Þangað var gott að koma og njóta gestrisni húsráð- enda og hlýleika heimilisins. Duldist engum, að samstaða þeirra og ástúð var slik sem þau hefðu einn huga. Þau hafa nú verið lögð til hinztu hvíldar i Fossvogskirkjugarði, en þar fór útför Ásgríms fram í gær. Börn Louísu og Ásgríms eru Soffía og Engilbertína, báðar gift- ar og búsettar í Bandaríkjunum, Asgeir flugvirki, kvæntur og bú- settur i Kópavogi, og Ásdis sem reist hefur sitt heimili í Reykja- vik. Enn fremur ólu þau hjónin upp tvö dótturbörn sin, sem bera nöfn þeirra, Louisa og Asgrimur. Þeim vil ég sérstaklega votta sam- úð mína, þar sem þau hafa nú ung misst á skömmum tíma aðhlynn- ingu og handleiðslu bæði afa og ömmu. Hluttekningu mína votta ég börnum þeirra hjóna, tengda- og barnabörnum og öðrum ná- komnum ættingjum. Hlýjustu hugsanir mínar fylgja þeim hjónum yfir á hið ókunna svið handan móðunnar miklu. Jónas Jónasson. Ekki fer það á milli mála, að þeir menn, sem á fyrstu tugum þessarar aldar skipuðu sér i sveit meðal verkafólks til sjós og lands, og eru nú óóum að hverfa, skilja eftir sig merk spor í félagsmála- sögu verkalýðssamtakanna, og ef þáttur þeirra væri skráður geymdi hann sanna mynd af því hugarfari, er á bak við áhugann og einbeitnina bjó. Víst er að timabil kreppuár- anna mótaði mjög lifsviðhorf þessa fólks og þá ekki sist þann hópinn er stóð i forustu. Það voru ár mikiliar reynslu og mikill skóli, sem að gagni kom þessu fólki siðar í lífinu. Það er þvi næsta eðlilegt, að margir úr þess- um hópi hafi gjarnan annað mat á hínum ýmsu viðfangsefnum, sem við er að fást, en hinir yngri, sem vinna að þessum málum í dag. Ásgrfmur Gíslason vöru- bifreiðastjóri, sem var til moldar borinn í gær, var einn þeirra manna, sem þekktu mæta vel þann mismun, sem orðinn er á kjörum fólks í þessu landi siðustu áratugina. Það má segja, að hann hafi staðið mitt i starfi bæði til LAUGARDAGINN 4. mai var til moldar borin frá Breiðabólsstað- arkirkju mágkona mín Guðný Guðjónsdóttir. Hún andaðist á Landspítalanum að morgni sum- ardagsins fyrsta. Barn vorsins var hún frá vöggu til grafar, hún var fædd 4. maf 1905 á Brekkum i Hvolhreppi, dóttir heiðurshjónanna Guðbjarg- ar Guðnadóttur og Guðjóns Jón- geirs'sonar, sem þar bjuggu á fimmta áratug. Guðnú var sú fimmta í röóinni af níu börnum þeirra hjóna. Það má með sanni segja, að þessi hjón máttu ekki vamm sitt vita í neinu. Þarna undir brekk- unni var æskuheimili Guðnýjar, og þar ríkti sá andi, sem þún sótti sina lífsnæringu i meðan ævin entist. Ég minnist þess, að þegar ég kom fyrst á æskuheimili Guðnýj- ar, hvað mér fannst hún vera glæsileg á íslenzka búningnum sínum, krýnd hinu mikla jarpa hári, sem uppsett tók henni i belt- isstað. En ég sá fljótt, að vtra útlit Guðnýjar var litið borið saman við manngildi hennar. Hún tók að erfðum frá foreldrum sinum þá eðliskosti, sem eru gulli dýrri, trúmennsku og heiðarleika, sem fylgdu henni til hinstu stundar. Á leið sinni i gegnum lífið ávann hún sér alls staðar traust og virðingu. Aldrei lagói hún öðru fólki misjafnt tii, en vildi létta byrðar samferðamanna sinna eft- ir getu. Ekkert særði hana þvi eins djúpt og varanlega, eins og ef henni fannst komið ódrengilega fram, hvort heldur var í orði eða athöfn. Þannig fer gjarnan þeim, sem sjálfir bera djúpa virðingu fyrir hinum raunverulegu verðmætum lifsins. Guðný átti marga og góða vini sem hún hafði yndi af að hitta og sækja heim, og var hún nú í einni slíkri ferð þegar kallið kom, um að nú skyldi lagt upp í hina hinstu för. Guðný giftist aldrei og átti ekki börn, en hún átti þess fleiri börn að vinum, þau fundu hlýju umhyggjuna og löðuðust að henni. Astæðan fyrir því, aó ég festi þessar hugsanir mínar á blað, er þakklæti, hjartans þakk- læti fyrir tryggð hennar og vin- áttu við okkur hjónin og ást henn- ar á börnununt og tengdabörnun- um okkar, og siðan á þeirra börn- um. 27 sjós og lands allt mesta framfara- tímabil i atvinnusögu þjóðar- innar. Eg, sem þessar linur rita, starf- aði um mörg ár með Ásgrfmi að sameiginlegum áhugamálum, sem bundin voru við hagsmuni þeirra manna, sem við störfuðum með. Með Asgrími var gott að starfa, hann var athugull og fróður um marga hluti, en um fram allt var hann skyldurækinn og fús að taka á sig erfið viðfangsefni ef hann taldi lausn þeirra verða stéttar- félaginu til hagsbóta. Ásgrímur var ávallt vinsæll meðal stéttarbræðra sinna og var því um áratugi einn af aðalfor- ustumönnum vörubifr.stj. Hann var um skeið form. Vörubílstjóra- félagsins Þróttar og i stjórn þess félags um langan tima. Hann var heiðursfélagi í Þrótti og var sýnd- ur margs konar annar sómi fyrir margháttuð og heillarik störf. Ás- grímur sat fjöldamörg þing Al- þýðusambandsins og naut þess mjög að fylgjast með framgangi hinna margþættu verkefna, er verkalýðshreyfingin vinnur að. Eg kveð þennan ágæta vin minn með miklu þakklæti fyrir náið samstarf um áratuga skeið. Ástvinum Ásgrims, börnum, barnabörnum og öðru skyldfólki eru færðar samúðarkveðjur, og hann er kvaddur af stéttarbræðr- um sinum með mikilli virðingu og þökk. E.Ö. Minning hennar lifir í hjörtum hennar ungu vina. Siðustu árin dvaldi hún í Þor- lákshöfn og eignaðist þar sem annars staðar trausta og góða vini. Á heimíli Sigríðar Helga- dóttur var hún nokkur ár og að- stoðaði hana með börnin sem þá voru ung. Við þetta heimilí tók hún órofa tryggð og Sigríður og börnin hennar reyndust henni sannir vinir æ síðan. Á heimili Ingibjargar og Davíðs heitins Friórikssonar var hún einnig tii aðstoðar, þar fann hún fljó.tt hina hlýju vináttu, sem hún kunni svo vel að meta. En siðast var hún á heimili hjónanna Val- gerðar og Gunnars Snorrasonar, þau voru henni svo góð sem væri hún þeirra nánasti ættingi. Eg veit, að ef hún nú mætti mæla, þá yrði bæn hennar sú. að guð vildi launa þessum vanda- lausu vinum allt það, sem þeir gerðu f.vrir hana. Ég sat við hvílu Guðnýjar sió- asta daginn, sem hún hafði ráð og rænu. Þá sagði hún m.a.: Eg ótt- ast ekki dauðann, en ég óttast að lifa og verða öðrum til óþæginda. Þetta lýsir best Iffsviðhorfi henn- ar og trú. — Hvar sem Guðný dvaldist stóð hugurinn. alltaf heim, heim i Rangárþing, hún átti þar alla ævi lögheimili sitt. Og nú er Guðný, á afmælisdegi sínum með hækk- andi sól, komin heim að söknar- kirkjunni sinni. þar sem hún ung Framhald á bls. 35 Svanberg Magnússon skipstjóri — Minning Guðrún Guðbjörns- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.