Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.1974, Blaðsíða 35
35 fagnaðarefni.. .Góður g bæjarmálum... Andúð ija ekki vinstri stjórn... GRINDAVÍK ,,Hér var ötullega unniö“ Dagbjartur Einarsson efsti maðurinn á lista Sjálfstæðis- flokksins í Grindavík hafði þetta að segja: ,,Hér hefur verið mjög ötullega unnið að þvi að gera veg flokksins sent mestan i þessum kosningum og vil ég þar sérstaklega nefna þau Ólínu Ragnarsdóttur og Sigurpál Einarsson, en sjálf- stæðismenn hér allir sýndu mikinn áhuga og dugnað. Landsmálin hafa einhver áhrif haft og svo einnig það, að við höfum aldrei haft áhrif á bæjarmálin hér fyrr en sl. 4 ár og nú þegar fólk sér, að þetta gengur þótt Alþýðuflokkurinn sé ekki einráður, þá skilar sér það fylgi, sem við vitum, að við eigum hér og höfum fengið i alþingiskosningum. En við erum óneitanlega mjög stoltir yfir þessum glæsilega sigri, sem hér vannst. Það er lika enginn vafi á þvi, að Alþýðu- bandalag og framsóknarmenn stóreyðilögðu fyrir sér með þvi að bjóða fram saman." KÓPAVOGUR ,,Þökkum frábært og óeigingjarnt starf“ Sigurður Helgason efsti rnaður á lista Sjálfstæðisflokks- ins i Kópavogi sagði: „Við erum ánægðir yfir að hafa aukið fylgi okkar hér um 5,2%, en ég get ekki neitað þvi, að ég vonaðist til að Samtök frjálslyndra og vinstri ntanna rnyndu koma betur út úr kosningunum en raun ber vitni, þar sem ég tel, að framfarir i Kópavogi séu fyrst og fremst þessum tveimur aðilum að þakka. Það er alveg greinilegt að minu mati, að ein- hverjar hreyfingar, ekki flokks- legar, innan þeirra raða hafa brugðizt. Að öðru leyti vil ég þakka sjálfstæðisfólki, einkum þeirn, sem unnu frábært og óeigingjarnt starf á skrifstofum okkar og sem ég þakka sigurinn fyrst og fremst. Ég þakka einn- ig óflokksbundnum Kópavogs- búum fyrir stuðning þeirra við stjórnvöld i Kópavogi, en fylgið sýnir, að þeir hafa kunnaó að meta hið mikla uppbyggingar- starf i Kópavogi undanfarin ár.“ HUSAVÍK „Höfðum góðan mann í baráttusætinu“ Jóhann Kr. Jónsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins á Húsavik sagði: „Égþakka útkomuna því, að við höfðum mjög góðan mann í baráttusæt- inu og mikill áhugi var á þess- um kosningum. Ástæðan er einkum sú, að allir listar börð- ust raunverulega gegn okkur og því unnum við mikið og árangurinn er eftir því góður." STYKKISHÓLMUR „Innanhéraðsmál réðu mestu“ Agúst Bjartmars, efsti maður á lista sjálfstæðismanna og óháðra i Stykkishólmi, sagði: „Þetta snerist nú mest um rnenn og ntálefni hérna innan- héraðs hjá okkur. En þó má vera að þær miklu flokkasvipt- ingar sem átt hafa sér stað á vinstra kanti stjórnmálanna hafi ráðið þar einhverju -> Við buðum nú fram með ,rjáio lyndum, og það þýddi nokkra fylgisaukningu, en hinir voru svo á móti. Það kann þvi að hafa hvarflað að kjósendum að það sama kynni að eiga sér stað hérna ef vinc mennirnir þyrftu að fa>-- ■ ,uma sérsam- an. En við <_ ,i mjög ánægðir með þessi úrsiit, og þau komu okkur að nokkru leyti á óvart, þvi það munaði aðeins 15 at- kvæðum að við kæmum fimmta manninum ir t.“ GARÐAHREPPUR „Fólklét skynsemina ráða“ Ólafur G. Einarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins i Garðahreppi sagði m.a.: „Við erum að sjálfsögðu afar ánægðir með þennan sigur okk- ar. Við teljum, að áróður and- stæðinganna hafi algjörlega misst marks, sérstaklega þegar þeir voru að deila á skipulagið hér. Þá fóru þeir með rangt mál, og það fann fólk. Éólkið hér heíur þvi látið skynsemina ráða í þessum kosningum og viljum við þakka öllum fyrir góðan stuðning." ÞINGEYRI „Búist við þessum úrslitum“ Jónas Ólafsson efsti ntaður á lista Sjálfstæðisflokksins á Þingeyri sagði: „Það hafði verið búist við þessum úrslit- um, og kom tap Sjálfstæðis- flokksins mér ekki á óvart. Það er ekki hægt að segja að við höfum beint tapað hér. þvi nú var einnig í framboði Iisti óháðra kjósénda, sem fékk mann frá okkur. Efsti maður á þeim lista var í öðru sæti hjá Sjálfstæðisflokknum við sið- ustu sveitarstjórnarkosningar. Þá buðu vinstri flokkarnir fram sameiginlega nú, og at- kvæðahlutfallið varð þeim hag- stætt.“ FLATEYRI „Stjórna til skiptis“ Einar O. Kristjánsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins á Flateyri sagði: „Við áttum von á þessum úrslitum, og þvi miður tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn hér fylgi og er það leiðinlegt, því flokkurinn bætti við sig, nær alls staðar annars staðar á landinu. En hér á Flat- eyri hefur það gengið þannig siðastliðin 16 ár, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft meiri- hluta annað kjörtímabilið, en vinstri flokkarnir hitt. Fólk hefur á þennan hátt skipt mjög oft um hreppsnefnd, og við von- um að einnig verði skipt eftir fjögur ár.“ BORGARNES „Óhagstætt hlutfall gagnvart kommúnistum réð úrslitum.“ Björn Arason, efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Borgar- nesi, sagði: „Ég lít svo á, að við sjálfstæðismenn þurfum ekki að vera óánægðir þegar á heild- ina er litið hvað varðar at- 1 ■r-ðair ign. Við bættum við ok. • svo til jafn ntiklu og fram. ikn, eða 25 atkvæðum á móti 2h. Hins vegar töpuðum við manni vegna óhagstæðs hlutfalls gagnvart kontmún- istum, og rná það að mestu rekja til mikils innflutnings til Borgarness, sem verið hefur þeim i hag. En kannski hafa ekki sizt persónulegar orsakir ráðið hér vmsu." AKUREYRI „Andúð á ríkisstjórninni“ Jón Sólnes 4. ntaður á lista Sjálfstæðisflokksins á Akur- eyri sagði i örstuttu samtali: „Við lýsum gleði okkar og ánægju yfir þessum glæsilegu úrslitum. Við þökkum sigurinn m.a. þvi, að við vorum eini flokkurinn hér í algerri and- stöðu við ríkisstjórnina og teljum, að úrslitin séu yfirlýs- ing um ótviræðan vilja kjós- enda. Við vitum, að við nutum stuónings fólks úr öllum flokk- um. Varið land naut mikils stuðnings hér í vetur og það er fyrst og fremst andstaðan við rikisstjörnina, sem speglast i úrslitunum." KEFLAVÍK „Bæjarbúar jákvæðir“ Tómas Tómasson lögfræð- ingur efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins i Keflavik sagði í samtali við Mbl.: „Sú von okkar rættist, að flokkurinn varð stærsti flokkurinn í bæn- um, eins og hann hafði áður verið um árabil. Þessi úrslit komu okkur ekkert á óvart, við stefndum að fjórum mönnum og það tókst með ötulli vinnu og áhuga stuðningsmanna okkar og svo er greinilegt. að lands- málapólitikin hafði sin áhrif. Framsókn tapaði og Alþýðu- bandalagið bætti ekkert við sig, en það gerðum við og Alþýðu- flokkurinn. Við erum auðvitað mjög ánægðir með úrslitin.“ VEST- MANNAEYJAR „Héldum okkar hlut og góðlega það“ Einar H. Eiriksson skatt- stjóri, sem skipaði efsta sæti D-listans i Vestmannaeyjum sagði um úrslitin: „Við erum út af fyrir sig ánægðir með útkom- una, héldum okkar hlut og góð- lega það, þrátt fyrir þetta at- kvæðamagn samtakanna. Hvað nú tekur við er enn óráðin gáta." SAUÐARKRÓKUR „Vilja greinilega ekki vinstri stjórn yfir sig“ „Það dugði ekki vinstri mönnum, að þeir Ólafur Jó- han' . .,on og Ragnar Arnalds mættu hér tveimur dögunt fyrir kosningar til að hjálpa sínum mönnum," sagði Halldór Þ. Jónsson lögfræðingur, sem var efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins á Sauðárkróki. „Þetta var raunar óvæntur sigur fyrir okkur, þvi að við jukum fylgið unt 26% og tókum alla atkvæða- fjölgunina og einnig fylgi af öðrpm flokkum. Þetta teljum við vitnisburð um þá forystu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur haft i bæjarntálum hér sl, 4 Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.