Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1974 JÓHANN HJÁLMARSSON ^^STIKUR Hundrað og fimmtíu þúsund naglbítar MEDAL efnis í nýjasta hefti Skírnis, tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags, eru þrettán áður óprentuð ljóð eftir Stein Steinarr. Sveinn Skorri Höskuldsson hefur valið ljóðin og búið til prentunar sam- kvæmt handritum, sem ekkja skáldsins, Ásthildur Björns- dóttir, gaf Landsbókasafninu. í greinargerð segir Sveinn Skorri m.a.: „Steinn Steinarr er þvílík stærð í íslenzkri ljóðlist á þessari öld, að allt, sem eftir hann liggur, er merkilegt, ef ekki sem skáldskapur, þá sem heimild um mikið skáld. Með því er ekki sagt, að prenta skuli og gefa út sér öll óprentuð ljóð hans, en sú tíð hlýtur að koma, að i fræðilegri heildarútgáfu af verkum hans verði hverjum stafkrók til haga haldið.“ Eins og Sveinn Skorri tekur fram sýna ljóðin þrettán ekki nýja hlið á skáldskap Steins. Skiljanlegt er, að Steinn hafi ekki talið þau eiga brýnt erindi á prent. Engu að síður er gaman að velta þeim fyrir sér, bera þau saman við skyld ljóð, þar sem Steinn náði eftirminni- legri árangri. Sum ljóðin minna á Tímann og vatnið: Yfir hlæjandi auðmýkt hins óendanlega reis hin innhverfa neitun mín. I ömennskri ró lét ég eitur mitt drjúpa í augu þín. Og nóttin gekk framhjá í nýmánans skini eins og nafnlaus sýn. Ljóð eins og Amerískur hermaður og American style minna á hin snjöllu háðkvæði Steins. I síðarnefnda ljóðinu leikur skáldið sér að fyndni fáránleikans eins og því var svo tamt. Ljóðið fjallar um Joe Louis og sigur hans yfir Max Schmeling. Louis situr heima hjá sér og virðir fyrir sér mynd af Schmeling. Hann mælir að lokum: Max Schmeling hefði ef til vi 11 sigrað mig, hefði ég ekki sigrað Max Schmeling. í Hundrað og fimmtíu þús- und naglbítar er ort um „harm hins Iiðna“, .Jiamingju kom- andi dags“ og hvernig skáldið hefur dulið sjálft sig „í dýrð þess sem aldrei má ske“; allt eru þetta gamalkunn minni hjá Steini. Ljóðagerð kemur víða við sögu í Skírni að þessu sinni. I greininni Hvar eru þín stræti? fjallar Hannes Pétursson um Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson og verður tíðrætt um biblíulegt orðalag Ijóðsins, tengsl þess við Opinberunarbókina. Hannes snýst gegn þeirri skoðun, að Sorg sé fyrsta íslenska nútíma- ljóðið, segist ekki sjá „hvf Sorg ætti að marka upphaf fslenzkr- ar nútímaljóðagerðar, ef unnt er að setja slík mörk viðtiltekið ljóð, fremur en til að mynda Bikarinn eða viss ljóð Einars Benediktssonar — nema frá svo yfirborðslegu sjónarmiði, að nútímaljöð geti hvorki verið háttbundin né rimuð“. ígreininni Einkenni nútíma í ljóðum Þorgeirs Sveinbjarnar- sonar svarar Fríða Á. Sigurðar- Steinn Steinarr dóttir Hannesi. Hún segir: „Munur hefðbundinnar Ijóð- listar og nútímalegrar liggur að mestu leyti í ytri gerð ljöðsins, uppbyggingu, málnotkun og stíl, en slíkt hefur auðvitað um leið áhrif á innri gerð þess, því að svokallað form og efni eru ekki aðskildir heldur sam- slungnir þættir ljóðs.“ Fríða tekur enn djúpar í árinni með eftirfarandi fullyrðingu: „Fyrsta megineinkenni nútíma- ljóðs, og það sem mest er áber- andi, er splundrun hins hefð- bundna ljóðforms." Vel fer á því, að Þorgeiri Sveinbjarnar- syni skuli gerð jafn ítarleg skil og f grein Fríðu Á. Sigurðar- dóttur. Þróun Þorgeirs sem skálds er einmitt dæmigerð fyrir heillavænleg áhrif nýj- unga í skáldskap. Gegnum múrinn. Athuga- semdir um gerð ljóða árið 1972 nefnistgrein eftirHelgu Kress. Helga gerir sér far um að brjóta form ljóðanna til mergjar, varpa ljósi á byggingu þeirra. Hún grípur til fræðilegra orða til skýringar og virðist hafa sér- stakt dálæti á að tala um klifan- ir þegar hefðbundin ljóð eru á dagskrá. Niðurstaða Helgu Kress er sú, að skáldum ársins 1972 hafi oft tekist að tjá persónulega og algilda reynslu eftirminnilega, „þjóðfélags- legan veruleika og ádeilu hins vegar ekki“. Vel getur verið, að skáldum eins og til dæmis M-atthfasi Johannessen og Þor- steini frá Hamri hafi ekki tek- ist að yrkja nógu magnaða ádeilu i bókum sínum Mörg eru dags augu og Veðrahjálmi, en það eru öfugmæli að þjóð- félagslegur veruleiki sé ekki tjáður eftirminnilega í þessum bókum. Eins og að líkum lætur er fleira athyglisvert efni í Skfrni en það, sem hér hefur verið talið. Halldór Laxness á grein- ina Forneskjutaut, Andrés Björnsson segir frá Grími Thomsen, Þorsteinn Gylfason skrifar hugvekju, sem hann nefnir Að hugsa á íslenzku og Þór Whitehead á yfirgrips- mikla og fróðlega grein: Stór- veldin og lýðveldið. Fleira mætti nefna. Þetta Skírnishefti er hið frísklegasta, sem komið hefur út síðan Ölafur Jónsson tók við ritstjórn tímaritsins. Sýning Vilhjálms Bergssonar Myndllst eftir VALTÝ PETURSSON Þaö er ekki oft. að okkur gefst tækifærí til að sjá yfirlitssýningar á verkum okkar yngri myndlistar- manna. Vilhjálmur Bergsson hefur nú efnt til sýningar á verk- um, sem spanna tíu ár af listferli hans. Þessi sýning er þvi nokkuð sérstæð og forvitnileg. Hún sýnir glöggt að list þessa málara hefur þróast og tekið miklum stakka- skiptum á þeim áratug, sem um ræðir. Yfirlitssýningar eru sannarlega nytsamar, hvað þekkingu á einstökum listamönn- um snerlir, og ef til vill er það ekki hvað síst fyrir listamennina sjálfa nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, hvað hefur gerst hið innra með þeim, og þannig fá þeir tækifæri til að gera upp við sig ýmislegt, sem ekki verður annars kostur á að meta og yfírvega. Listamenn gera að mínum dómi of lítið af því að safna saman fyrri verkum og sýna þau ásamt því, er þeir hafa nýlega lokið við. Vilhjálmur Bergsson hefur haldið margar sýningar á verkum sínum bæði hér i borg og í Kaup- mannahöfn, en þar hefur hann dvalið langdvölum og mun vera nýkominn heim þaðan. Hann er reyndar málari og hefur farið stundum á kostum sem slíkur, og má nefna myndir hans frá 1968 sérstakiega i því tilfelli. Ég held, að þau verk tali einna mest til mín og gefi hugmynd um vönduð vinnubrögð í hérumbil klassísk- um stíl, þar sem öllu er haldið í skefjum, bæði lit og formi. Stund- um verða þessi verk nokkuð þung, en þau hafa eitthvert sér- stakt aðhald, sem oft vill vanta í myndgerð af sama tagi. í nýrri verkum hans er liturinn stundum spenntur um of, og formið hefur tekið á sig aðrar eigindir, sem geta verkað svolítið fráhrindandi og skera í augu. Það eru um fjörutíu oliumál- verk á þessari sýningu og þar að auki nokkrar teikningar, sem eru gerðar af mikilli natni og vand- virkni. Sumar þeirra eru ef til vill með því besta, er Vilhjálmur hefur gert. Vilhjálmur hefur valið samheiti j fyrir þessi verk: „Samlífrænar I víddir". Ekki er ég viss um, að ég ' skilji hvað hann á við með þessu heiti, en það má fullyrða, að hann hefur nokkra sérstöðu í myndlist okkar og jafnvel þótt viða væri leitað. Hann hefur auðsjáanlega vist prógram í myndlist sinni, sem tengt er lífsskoðun, sem orðið hefur til með honum á löngum tíma, og ég efast ekki um, að gildar ástæður liggi að baki þessu heiti þótt ég persónulega eigi erfitt með aó skilja það. Eins og gefur að skilja, er þessi sýning Vilhjálms Bergssonar nokkuð misjöfn, enda ekki við öðru að búast, þar sem tíu ára vinna er efniviður þess, sem sýnt er. Heildarsvipur sýningarinnar er nokkuð þungur, og það hefði mátt vera glaðlegri blær yfir henni, en ' hún sannar áþreifanlega, að Vil- hjálmur vinnur af mikilli alvöru, og ‘vinnubrögð hans bera vitni vandaðri vinnu við sjálfa mynd- gerðina. Mér virðist val verka á þessa sýningu hafa tekist vel hjá Vilhjálmi, og ég hafði gaman af að sjá þessi listaverk í heild. Ekki skal ég fjölyrða um þessa sýningu Vilhjálms Bergssonar, en það má mæla með því, að fólk kynnist þessum verkum og geri sér grein fyrir, hvar Vilhjálmur Bergsson er á vegi staddur. Það er í Norræna húsinu, sem þessi sýning stendur. Karpov sigraði Spassky Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Með sígri sínum í 11. einvígis- skákinni gegn Borís Spassky tryggði sovézki stórmeistarinn Anatoli Karpov sér rétt til þess að tefla úrslitaeinvígi áskorenda- keppninnar við landa sinn Viktor Kortsnoj. Einvígí þeirra Karpovs og Spasskys fór fram í Leningrad og iauk með sigri Karpovs, 4—1, en sex skákir urðu jafntefli. Ohætt mun að fullyrða, að þessi úrsiit hafi komió mjög á óvart, þar sem fiestir sérfræðingar höfðu spáð Spassky næsta örugg- um sigri. I upphafi benti margt til þess, að þessar spár myndu ræt- ast, Spassky vann fyrstu skákina örugglega og önnur varð jafntefli. I 3. skákinni sigraði Karpov og eftir það átti Spassky sér ekki viðreisnar von. Við skulum nú líta á 9. skákina úr einvíginu. Hún er dæmigerð fyrir skákstil Karpovs, sem ein- kennist af festu, öryggi og djúp- sæu stöðumati. Hvftt: A. Karpov. Svart: B. Spassk.v Sikile.vjarvörn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Be2 — Be7, 7. 0-0 — 0-0, 8. f4 — Rc6, 9. Be3 — Bd7, (I 1. einvígísskákinni lék Spassky hér 9. — e5. Aframhaldið varð: 10. Rb3 — a5, 11. a4 — Rb4, 12. Bf3 — Be6, og svartur náði fljót- lega undirtökunum. Spassky bregður nú út af, enda hefur hann vafalítið óttazt, að Karpov biði með endurbót á taflmennsku sinni í 1. skákinni). 10. Rb3 — a5, 11. a4 — Rb4, 12. Bf3 — Bc6. (Einnig kom til greina að leika hér 12. — e5. 13. Rd4 — g6. 14. Hf2! (Mjög sterkur leikur. Hrókurinn stefnir til d2, þar sem hann þrýst- ir á svarta peðið á d6, eins og skákin teflist verður veldi hans mest á f-línunni). 14. — e5 (?), (Nú opnast taflið hvítum í hag. Hér hefði svartur vafalítið gert betur með að bíða átekta og leika t.d. 14. — Dc7 og síðan Had8). 15. Rxc6 — bxcö, 16. fxe5 — dxe5, 17. Dfl! (Annar mjög sterkur leikur. Hvíta stórskotaliðið stefnir nú á peðið á il og drottningarhrókur- inn getur brugðið sér til dl, hve- nær sem á þarf að halda. Auk þessa er c4 reiturinn kjörinn fyrir drottninguna). 17. — Dc8, 18. h3 — Rd7, 19. Bg4 — h5, 20. Bxd7 (Einfaldast og öruggast. Tal hefði sennilega ekki hikað við að fórna á h5). 21. Dc4! (Hér stendur drottningin mjög vel og ræður lögum og lofum á borðinu). 21. — Bh4, 22. Hd2 — De7, 23. Hfl! (Mun sterkara en 23. Bc5 — Dg5, 24. Hd7 — Rxc2, 25. Bxf8 — Hxf8 og svartur hefur sóknarmögu- leika fyrir skiptamuninn). 23. — Hfd8. 24. Rb 1!! (Mjög djúphugsaður leikur. Ridd- arinn stefnir til d2, en þaðan get- ur hann brugðiö sér til c4, b3 eða f3 eftir þörfum). 24. — Db7, 25. Kh2! (Enn einn frábær leikur. Eftir 25. Hxd8 — Hxd8, 26. Rd2 hefði svartur getað létt sér vörnina með 26. — Bg3). 25. — Kg7. 26. c3 — Re6, 27. He2! — Hdf8, 28. Rd2 — Bd8, 29. Rf3 — f6, 30. IId2 — Be7, 31. De6! (Nú hrynur svarta staðan í fáum leikjum). 31. — Had8, 32. Hxd8! — Bxd8, (Ekki 32. — Hxd8 vegna 33. Rxe5). 33. Hdl! — Rb8, 34. Bc5 — Hh8, 35. Hxd8! og svartur gafst upp, þar sem Ilxd8 yrði svarað með 36. Be7.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.