Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1974 verk í eigu Keflavíkurbæjar, en bærinn á stórt og veglegt lista- safn. Þá er þar sérstök sýningar- deild með málverkum þekktustu listamanna þjóöarinnar í eigu Keflvíkinga og önnur deild, þar sem eru verk eftir keflvlska mál- ara. Þá er í iónskólanum og sér- stök sýningardeild, sem nefnd er alþýöulist, og er hún á vegum Baðstofunnar, sem er sérstakt keflvískt fyrirbrigði. Baðstofan stendur einnig fyrir sýningu á keramik I iðnskólanum. Að lokum þágu gestir veitingar og bæjarstjórinn, Jóhann Ein- varðsson, ávarpaði forsetahjónin og færði þeim gjafir til minningar um komuna til Keflavíkur. For- setinn ávarpaði síðan gesti og lét þess getið m.a., að hann hefði búizt við góðu af Keflvíkingum, Forseti Islands, herra Kristján Kldjárn, og forsetafrú Halldóra Eld- járn ásamt Jóhanni Einvarðss.vni bæjarstjóra við opnun Keflavíkur- hátíðar '74. þess heimilisiðnaðarsýning, sögu- sýning barnaskólans, náttúru- gripasýning og frímerkja- og tækjasýning Pósts og síma í til- efni 100 ára afmælis póstþjónust- unnar i Keflavík. Sérstakt póst- hús er opið í skólanum, þar sem stimplun fer fram alla daga. Þá er Minjasafnið með stóra deild í barnaskólanum. Er gestir höfðu skoðað sýning- Við opnun listahátíðar verður frumflutt verkið Athvarf eftir Herbert H. Agústsson. Sinfóníu- hljómsveit Islands flvtur það und- ir stjórn Páls P. Pálssonar. Ein- söng syngur Elísabet Erlingsdótt- ir og upplestur annast Gunnar Eyjólfsson. Þá flytur borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir Isleifur Gunn- arsson, ávarp, en hann er formað- ur listahátíðar. Forseti Islands flytur ræðu og Sinfóníuhljóm- sveitin flytur Passacaglíu eftir Pái Isólfsson. en ekki slíku afreki sem þessi I Séð yfir eina sýningardeildina I barnaskólanum. (Ljósm. H. Stfgss.) sýning bæri með sér. En Keflavíkurhátíðin '74 er ekki eingöngu sýningar. A laugar- dagskvöldið var hátíðarsamkoma í Félagsbíói með þátttöku Karla- kórs Keflavikur, Kvennakórs Suðurnesja, strengjasveitar Tón- listarskólans í Keflavík og Leik- félags Keflavíkur. Hátíðarræðu flutti Ragnar Guðleifsson og Hilmar Jónsson las upp. Skemmtunin var svo endurtekin óbreytt á annan í hvítasunnu í Félagsbíói. í gærkvöldi fór svo fram bókmennta- og tónlistar- kynning í salarkynnum Tónlistar- skólans þar sem allt efni var af keflvískum rótum runnið. Sýningarnar á Keflavíkur- hátíðinni verða lokaðar í dag og á föstudaginn n.k., en á fimmtu- daginn verður opið frá kl. 20.00 um kvöldið til 23.00 og á laugar- dag frá kl. 1.00 — 22.00. A sunnu- dag verða sýningarnar opnar frá 'kl. 1.00 — 20.00, en þá verður hátíðinni slitið. Að sögn Lúðvíks Jónssonar er búizt við miklu fjölmenni á hátið- ina um næstu helgi, enda höfðu margir, sem komu um hvíta- sunnuhelgina, haft á orði, að full ástæða væri til að koma aftur. Sagði Lúðvík, að menn hefðu al- mennt ekki búizt við svo mikilli sýningu en þessi sýning skæri sig úr öðrum vegna þess, hve hinn félagslegi og mannlegi þáttur í lífi eins bæjarfélags kæmi þar vel fram. Halla Hall ásamt nokkrum verkanna á sýningunni að Hallveigarstöð- um. (Ljósm. Mbl. Br. H.) Eftirprentanir heims- frægra listaverka Um þessar mundir stendur yfir sýning á innrömmuðum Opnun listahátíðar seinkar um einn dag OPNUN listahátfðar var fvrirhug- uð á föstudagskvöld, en hefur nú verið frestað þar til síðdegis á laugardag, þar eð dagskrá vegna heimsóknar Ólafs Noregskonungs seinkaði um einn sólarhring og forseti tslands hefur þvf skvldum að sinna í því sambandi á föstu- dagskvöld. Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn, mun halda ræðu við opnun listahátfðar. Listahátfð hefst þvf laugardaginn 8. júnf kl. 16, en aðrar listasýn- ingar hennar verða opnaðar þann sama dag eins og ákveðið hafði verið. Kór félags íslenzkra einsöngv- ara syngur undir stjórn Garðars Cortes og athöfninni lýkur með þvf, að kórinn syngur Island eftir Sigfús Einarsson við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Islands undir stjórn Garðars Cortes. Aðgöngumiðar. sem seldir voru á opnunarhátíðina, gilda eftir sem áður, en þeir, sem kjósa að skila miðum, geta gert það í miða- sölu listahátíðar á Laufásvegi 8. Þeir, sem fengið hafa boðskort, eru beðnir um að athuga breyttan tima. eftirprentunum heimsfrægra listaverka að Hallveigarstöðum. Á sýningunni eru á annað hundrað verk eftir marga þekktustu meistara listasögunnar og má þar nefna m.a. Leonardo Da Vinci, Rembrandt, Rafael. Van Gogh, Picasso, Paul Gougin, Munch og Salvador I)ali. Hjónin Halla og Hannes Hall standa að þessari sýningu og er þetta í þriðja sinn, sem þau setja upp sýningu sem þessa. Verkin eru öil keypt innrömmuð frá Englandi og er verð þeirra allt frá 2000 upp í 25.400 krónur, en það er verðið á hinu þekkta listaverki Rembrandts .Stúlkan með sóp- tnn". Af öðrum þekktum verkuni á sýningunni má nefna ..Beatrice D'Este" eftir Leonardo Da Vinct „Július II páfi" eftir Rafael. „Guernica" Picassos, „Der Erhabene Moment" eftir Salvador Dali „Uppskeran" eftir Paul Gougin og „Blómaakur i Hol- landi" eftir Van Gogh. Sýningin er opin frá kl. 2—10 hvern dag og stendur fram til sunnudags- kvöldsins 9. júní n.k. „Á ÞESSARI hátíð hefur sannazt, að f Keflavík er til fleira en fisk- ur og flugvöllur," sagði Lúðvfk Jónsson framkvæmdastjóri Keflavíkurhátíðar ‘74, þegar Mbl. hafði samband við hann vegna hinnar veglegu hátíðar, sem Kefl- víkingar halda nú f tilefni 25 ára afmælis Keflavíkurkaupstaðar og 1100 ára afmælis Islandsbyggðar. — „Og ég get bætt því við, að mjög almenn ánægja er með há- tíðina, enda hefur hún heppnzt með afbrigðum vel og mun láta nærri, að milli 5—6000 manns hafi komið á sýningarnar yfir helgina." Keflavíkurhátiðin '74 hófst kl. 14.00 á laugardaginn með mót- töku forseta Islands. Bæjarstjór- inn, Jóhann Einvarðsson, tök á móti forsetahjónunum fyrir fram- an barnaskólann að viðstöddum miklum fjölda gesta bæjarstjórn- ar. Þá flutti Lúðvík Jónsson ávarp og bæjarstjórinn setti hátíðina. Að setningu lokinni var gengið með gesti um hin ýmsu sýningar- svæði og þeim kynntar sýning- ardeildir, þar sem fulltrúar hvers sýningaraðila voru til staðar. í barnaskólanum eru sýningar- deildir þjónustustofnana, kaup- mannasamtakanna, útgerðarinn- ar og yfir 40 félagasamtaka, auk Frá opnun Keflavíkur- hátíðar ’74 una í barnaskólanum var farið með þá í gagnfræðaskólann, þar sem skólastjóri og starfslið tóku á móti þeim og sýndu þeim skóla- sýningar. Þá var haldið í iðnskól- ann þar sem komið hefur verið upp mjög fjölbreyttri málverka- sýningu. Má þar nefna m.a. mál- Skóla- slit á r Isa- firði Isafirði 4. júní MENNTASKÖLANUM á Isafirði var slitið við hátíð- lega athiifn í Alþýðuhúsinu á annan í hvftasunnu. Skól- inn brautskráði nú sína fyrstu stúdenta, 30 að tölu. Hæstu einkunn á stúdents- prófi hlaut Halldór Jónsson frá Ísafirði, 8.00, og næst- hæstu einkunn Margrét Gunnarsdóttir frá ísafirði, 7.8. Skólameistari, Jön Bald- vin Hannibalsson, flutti ræðu við skólaslitin og menntamálaráðherra, Magnús Torfi Olafsson, flutti ávarp. Mikið fjöl- menni var við uppsögn skól- ans, enda er hér um að ræða mcrkan áfanga í skólamál- um Vestfirðinga. S.S. „í Keflavík er fleira enfiskur og flugvöllur”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.