Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1974 13 Sprengingin í Flixborough: OVIST UM ORSAKIR SLYSS- INS — A.M.K. 28 LATNIR London, 4. júní, i NTB. — AP. RÍKISSTJORN Bretlands hefur fyrirskipað mjög ítarlega rann- sókn á hinni miklu sprengingu, sem varð I efnaverksmiðjunni I Flixborough í NorðaustunEng- landi á laugardag, en þar létu 28 manns iífið og yfir hundrað manns slösuðust. Er þetta mesta slys I Englandi I háa herrans tíð. I dag höfðu þó aðeins fundizt tvö lík f rústum verksmiðjunnar. Verksmiðjan framleiddi hrá- efni, sem notað er við nylon- vinnslu. Ekki tókst að slökkva eldinn til fulls fyrr en á mánu- dag. Búizt er við, að flestir þeirra, Kambódía: MENNTAMÁLARÁÐ- HERRANN MYRTUR Phnom Penh, 4. júní, AP. STJÓRNARHERSVEITIR gerðu áhlaup á gagnfræðaskóla I Phnom Penh, þar sem nemendur höfðu haldið menntamálaráðherra landsins og aðstoðarráðherra hans f gfslingu sfðan f býtið I morgun. Um svipað leyti og her- mennirnir réðust inn I skólann skaut einn nemendanna mennta- málaráðherrann, Keo Sangkim, til bana og Thach Chea aðstoðar- ráðherra fékk skot í brjóstið og særðist hættulega. Vitað er, að tveir til viðbótar biðu bana og fimm særðust f þessum átökum. Nemendurnir gerðu innrás í bækistöðvar menntamálaráðu- neytisins og höfðu á braut með sér ráðherrann og aðstoðarmann hans. Héldu nemendurnir með þá til skólans og tilkynntu, að þeir myndu ekki sleppa þeim úr haldi fyrr en fimm nemendur, sem voru handteknir fyrir nokkru, yrðu látnir lausir. Lögreglan hafði gert tilraun til að ráðast til inngöngu í skólann fyrr í dag, en var hrakin á brott með grjótkasti frá nemendunum. Var þá ákveðið að grípa til vopna. Nemendurnir hrópuðu margir slagorð til að fagna því, að þeir hefðu ráðið niðurlögum menntamálaráð- herrans, þegar þeir voru leiddir út úr skólahúsinu. sem létust, hafi verið í eftiriitssal verksmiðj unnar, þegar spreng- ingin varð. Ekki er þess vænzt að niður- stöður úr þessari rannsókn liggi fyrir strax og mun sennilega taka að minnsta kosti hálfan mánuð að grafast fyrir um orsakir slyssins. Blaðið Evening Standard segir, að einn af þeim, sem komust lífs af hafi séð gas leka úr geymi hafi hann varað nokkra samstarfsfé- laga sína við og þeir komizt út á síðustu stundu. Talið er, að tjónið nemi um 60 milljónum punda og mun áhrifa þessa voðaatburðar. gæta á fjöl- mörgum sviðum á næstunni þar sem verksmiðjan vann mikið hrá- efni handa vefnaðariðnaðinum í Bretlandi. Enda þótt opinberar tölur um látna í slysinu séu 28 manns óttast margir, að miklu fleiri hafi látið lífið. Fljótiega eftir sprenginguna var hafizt handa um að flytja á brott íbúa í nærliggjandi þorpum vegna mikillar mengunar á slys- staðnum og þar I kring. Mjög fjöl- mennt slökkvilið vann sleitulaust alla helgina við að kæfa eldinn og björgunarsveitir og sjálfboðaliðar hafa unnið mikið starf og verður því haldið áfram. .tÉ ___'. SLATTUVELAR Það er leikur einn að slá grasflötinn með Nórlett 4 Nú fyrirliggjandi margar gerðir á hagstæðum verðum Björgunarsveitir að starfi við verksmiðjuna um helgina. Þá var byggingin að mestu hrunin, en eldar íoguðu enn og tókst ekki að slökkva þá að fullu fyrr en tveimur sólarhringum eftir að sprenging- in varð. Soares til Zambiu að ræða við skæruliða Lissabon, 4. júní, NTB. AP. MARIO SOARES utanríkisráð- herra Portúgals fer i kvöld flug- leiðis til Zambiu, þar sem hann mun eiga fundi með Ieiðtogum þjóðfrelsishreyfingar Mozam- bique — Frelimo — til að undirbúa væntanlega samninga um vopnahlé. Fara fundirnir fram i Lusaka, höfuðborg Zambiu, og Soares sagði áður en hann hélt frá Lossabon, að hann viídi minna á, að þetta væru undirbúningsviðræður. Ekki væri enn tímabært að segja til um. hvenær raunverulegar vopnahlés- viðræðurgætu hafizt. Soares sagði, að viðræðunum yrði hagað svipað og þeim, sem hann tók þátt í i Dakar fvrir þremur vikum. Þar náðist sam- komulag um frekari viðræður. Soares sagðist ekki geta sagt um það, hverjir færu tneð sér til þessara funda. Stjórnmálasamband USA og A-Þýzkalands fljótlega? Austur-Berlín, 4. júni, AP. ERIC Honecker flokksleiðtogi Austur-Þýzkalands gaf í dag í skyn, að hann byggist við því. að ekki liði á löngu unz Bandaríkin og Austur-Þýzkaland tækju upp Olíusölubanni aflétt á USA Kairó 3. júní NTB.AP. OLlUMÁLARÁÐHERRAR Araba samþvkktu á fundi í Kairó nú um helgina að afnema ekki olíusölubannið á Holland, Portú- gal, Ródesíu og S-Afríku á næst- unni, en ákveðinn var nýr fundur ráðherranna í júlf, þar sem sú afstaða verður endurskoðuð. Aft- ur á móti var samþ.vkkt að aflétta oliusölubanninu til Bandaríkj- anna og er sú samþvkkt sögð árangur af þeim niðurstöðum, sem fengust á fundum Kissingers og ráðamanna í Arabaríkjum, varðandi aðskilnað herja Sýrlend- inga og tsraela. Kennedy næði kjöri nú New Jerséy 4. júní AP. SAMKVÆMT niðurstöðum Gallupskoðanakönnunarinn- ar myndi Edward Kennedy verða fjörinn forseti Banda- ríkjanna, ef kosningar færu fram nú og frambjóðandi repúblikana yrði Gerald Ford, varaforseti. Fimmtíu prósent spurðra kváðust styðja Kennedy, Ford fékk 39% og óákveðnir voru 11%. Niðurstöður þessar vekja nokkra furðu, þar sem marg- ir höfðu búizt við, að Ford nyti meira fylgis, en þær gefa til kynna. stjórnmálasamband. Sagði hann þetta í viðtali og orðaði það svo. að ,,hann sæi enga ástæðu til að teljandi töf yrði á því. að slíku sambandi yrði komið á." Nú hafa rúmlega eitt hundrað þjóðir viðurkennt AustueÞýzka- land. Mestu hindruninni fvrir þvi, að Bandaríkin gætu viður- kennt það var rutt úr vegi fvrir tveimur árum, þegar þvzku ríkin undirrituðu samning. þar sem kveðið var á um. að þau stefndu að þvi, að eðlilegt samband yrði þeirra í millum. Tom Kristen- sen er látinn Kaupmannahöfn 4. júni NTB. DANSKI rithöfundurinn Tom Kristensen er látinn í Kaup- mannahöfn. áttræður að aldri. Hann hafði lengi átt við veikindi að stríða. Frægasta skáldverk Kristensen er .Hærverk". sem var gefin út á mörgurn tungumál- um, en kom fyrst út árið 1930. Tíu árum áður hafói fvrsta bók Krist- ensens komið út, ljóðasafnið „Fri- bytterdrömmé". Meðal þekktra bóka annarra má nefna „Livets arabesk". ferðasöguna „Hvad var mit ærinde" og endurminninga- bókina „Ábenhjærtige fortiels- er". Kristendsen lauk cand. mag. prófi 1919, og stundaði um hrið kennslu. Sfðar sneri hann sér ein- vörðungu að ritstörfum. Hann rit- aði um bókmenntir og listir í Poli- tiken i fjölda ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.