Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 15
TVöfaldur sigur Hans Isebarns HIN árlega Bridgestone-Camel golfkeppni hjá Golfklúbbi Suðurnesja var háð á laugardag og sunnudag. Rok og rigning sfðari dag keppninnar gerði kylfingum erfitt fyrir, en þeir mættu 68 til keppninnar og þrátt fyrir veður var keppnin hörð og tvísýn og skemmtileg. Keppnin varð frá byrjun tví- sýn og að fyrri degi loknum (18 holur) voru þrír efstir og jafn- ir, þeir Hans Isebarn, Björgvin Þorsteinsson og Jóhann Bene- diktsson, allir með 75 högg eða 3 yfir pari. I næstu sætum voru Þorbjörn Kjærbo, Öttar Yngva- son og Einar Guðnason, allir með 77 högg. Síðari daginn tókst ýmsum illa upp i rigningunni, einkum þó Björgvin, en hann notar gleraugu, sem eru mjög óþjál þá er rignir. En við hinar erfiðu aðstæður reyndust þeir beztir Hans Isebarn og Þorbjörn Kjærbo, sem báðir léku síðari 18 holurnar á'77 höggum. (Jr- slitin um Bridgestoneverð- launin, þ.e. keppni án forgjafar urðu: 1. Hans Isebarn G.R. 75 og 77 = 152 2. Þorbjörn Kjærbo, GS, 77 og 77 = 154 3. Björgvin Þorsteinsson, GA, 75 og 81 = 156 4. Jóhann Benediktsson, GS, 75 og 81 = 156 5. Öttar Yngvason, GR, 77—81 = 158 Einar Guðnason, GR, 77— 81 = 158 Ragnar Ölafsson, GR, 78— 80 = 158 8. Sig. Albertsson, GS, 78—81 = 159 1 Camel-keppninni (keppni með forgjöf) urðu úrslit þessi. 1. Hans Isebarn 138 högg nettó 2—3 Sig. Albertsson 145 högg nettó. ' Sk&rphéðinn Skarphéðinsson, GS, 145 högg nettó. Arni og Margrét sigurvegarar í bikarkeppni Skíðasambandsins Skarðsmótið fór fram á Siglu- firði nú um hvítasunnuna og var síðasta skíðamótið á þessu keppnistimabili skíðamanna að venju. Verðlaun dreifðust nokkuð I karlaflokki, en í kvennaflokki var Margrét Baldvinsdóttir hinn öruggi sigurvegari. Ágætt veður var fyrri dag keppninnar, en þann síðari, hvítasunnudag, var svarta þoka í Siglufjarðarskarði og skyggni afleitt. Færi var nokkuð gott báða dagana. Verðlaun voru nú í annað skipti veitt í bikarkeppni SKl, en þau hlutu að þessu sinni Árni Óðinsson, Akureyri, og Margrét Baldvinsdóttir, Akureyri. Eru verðlaunin veitt þeim, sem sigra í flestum af punktamótum Skíða- sambandsins. Var Margrét búinn að tryggja sér sigurinn í kvenna- flokki fyrir Skarðsmótið, en Árni Þau stóðu sig bezt f skíðamótum vetrarins. Margrét Baldvinsdóttir til vinstri og Arni Óðinsson til hægri. hlaut aðeins fleiri stig en Haf- steinn Sigurðsson frá Isafirði. Úrslit í Skarðsmótinu urðu sem hér segir: Svig kvenna: Margrét Baldvinsdóttir, AK.,86.50 Jórunn Viggósdóttir, R. 86.50 Margrét Vilhelmsdóttir, AK„ 88.10 Margrét Þorvaldsdóttir, AK.,91.00 Áslaug Sigurðardóttir, R, 94.00 Störsvig kvenna: Margrét Baldvinsdóttir, AK.,64.62 Margrét Vilhelmsdóttir, AK„ 64.84 Margrét Þorvaldsdóttir, AK.,67.29 Jórunn Viggósdóttir, R, 68.55 Sigrún Grimsdóttir. í, 71.05 Alpatvfkeppni kvenna: Margrét Baldvinsdóttir. AK„ 0.00 Margrét Vilhelmsdóttir, AK„ 12.60 Jórunn Viggósdóttir, I, 37.14 Margrét Þorvaldsdóttir, AK.,53.72 Aslaug Sigurðardóttir, R, 127.97 Svig Karla: Arnór Magnússon, í, 98.48 Hafsteinn Sigurðsson. Í, 98.75 Arni Öðinsson, AK„ 100.73 Gunnar Jónsson, I, 101.81 Tómas Leifsson, 102.57 Stórsvig karla Haukur Jóhannsson, AK„ 69.70 Tómas Leifsson, AK„ 72.13 Albert Jensen, AK„ 72.62 Hafsteinn Sigurðsson, 1, 73.33 Árni Öðinsson, Ak„ 77.43 Alpatvíkeppni karla Hafsteinn Sigurðsson, I, 33.28 Tómas Leifsson, AK„ 43.60 Albert Jensen, Ak„ 71.81 Árni Öðinsson, AK„ 77.58 Gunnar Jónsson, í, 83.95 Markakóngur tíl móts við eitt af beztu liðum Evrópu FRAMARAR munu ekki njóta sfns sterkasta leikmanns næsta vetur. Axel Axelsson hefur gert samning við þýzka handknatt- leiksliðið Grúnweis Dankersehn og með þvf félagi leikur hann næsta vetur. t gær hélt Axel til Spánar ásamt félögum sfnum í Fram. Þar verður dvalið f hálfan mánuð. Þá koma Framararnir heim, en Axel og kona hans Krist- björg Magnúsdóttir halda út f hið ókunna í Þýzkalandi. — Ég held að þetta sé einstakl tækifæri sem ég fékk. Tækifæri. sem ég hefði aldrei fengið aftur. Þvf var annað hvort að drffa sig eða hætta að láta sig dreyma um meiri frama f handknattleik. Ég veit það verður erfitt að standa sig f hinni hörðu keppni f Þýzka- landi. en ég er bjartsýnn. Ég geri mitt bezta og svo er bara að vona að það verði nógu gott. Við ræddum við Axel á laugar- daginn þar sem hann stóð í því að rýma íbúð sina í Breiðholti. Hús- gögnunum var komið í geymslu hjá vinum og vandamönnum. En hve lengi verða þau þar spurðum við Axel ? — Það er alveg óráðið. Ég verð í Þýzkalandi meðan mér líkar vel þar og vel líkar við mig. Það var ekki talað um neinn ákveðinn dvalartíma er ég ræddi viö for- ráðamenn Grúnweis Dankersehn. Báðum aðilum fannst betra að hafa samningana lausa. Þekkti Axel af mynd Félagið Grúnweis Dankersehn er frá borginni Minden, sem er vest- ur af Hannover og leikur liðið i norðurdeildinni þýzku. Liðið er mjög sterkt, hefur tvívegis orðið Evrópumeistari undanfarin ár og nú í vetur varð liðið i þriðja sæti i norðurriðlinum. Talið var að liðið hefði orðið enn sterkara hefði það haft yfir sterkri hægri handar skyttu að ráða. Úr þvi vildu for- ráðamenn liðsins bæta og festu sér því Axcl Axelsson og ekki aðeins hann, heldur er mjög efni- legur Þjóðverji genginn i raðir félagsins. Félagið Grúnweis Dankersehn hefur orðið Evrópu- meistari og það skal verða það aftur innan tíóar segja forráða- menn félagsins. Eins og fram hefur komið í fréttum var annað þýzkt félag, Dietzenbach, lengi vel á höttun- um eftir Axel. Er það féll niður í 2. deild minnkaði áhugi Axels til muna á að leika með þvi félagi og svo var tilboð Grúnweis Danker- sehn hið glæsilegasta. — Ég tel mig hafa komist í gullnámu segir Axel. Við fáum góða íbúð og megum kaupa í hana húsgögn að eigin vild og hafa með okkur heim — hvenær sem það verður. Fleira gæti ég talið upp, en það er óþarfi að ræða slíkt opinberlega. Það er talað um að ég vinni í verksmiðju, sem forseti félagsins á. Mér skilst að ég eigi að kynna mér starfsemina þar fyrstu mánuðina, — ætli þetta sé ekki einhver feluleikur í kringum áhugamannalögin í Þýzkalandi? Er forráðamenn Grúnweis Dankersehn fréttu að Axel hefði áhuga á að leika handknattleik í Þýzkalandi voru þeir ekkert að tvfnóna við hlutina, heldur sendu framkvæmdastjóra félagsins hingað til lands. Hafði sá ekkert í höndunum annað en mynd af Axel f þann veg að skora eitt af sfnum fjölmörgu mörkum. Axel og auk þess vissi hann að maðurinn sem hann leitaði að var Axelsson og starfaði sem lög- reglumaður. Fyrsta kvöldið sitt hér á landi sá framkvæmdastjór- inn, sem heitir Griefer, Axel i Laugardalshöllinni. Það var á leik Arhus KFUM og landsliðsins. — Ég var þarna sem áhorfandi, sagði Axel. Þegar Griefer sá míg á leiðinni út úr Höllinni, kannaðist hann við mig af myndinni sem hann hafði. Ekki þorði hann þó að Framhald á bls. 21. Axel Axelsson og Kristbjörg Magnúsdóttir kona hans. Hún er kunn handknattleikskona úr KR og sagði að vel gæti komið til greina að æfa með Þýzkalandsmeisturunum, sem eru frá borginni Minden, en þar munu þau búa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.