Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1974 19 GADDASKÓR Einnig sérskór fyrir langstökk, kringlukast, kúluvarp, hástökk, þrístökk o.fl. Verð kr. 1.940.- 5.600,- Póstsendum. Ölafur Júlfusson stormar ad marki Akureyringa kominn framhjá Arna Uunnarssyni. Karl Hermannsson fylgist með. Islandsmeistararnír UMA KNATTSPYRNAN sem islands- meistarar ÍBK sýndu f leik sfnum gegn Akureyri f 1. deildar keppni islandsmótsins f Keflavfk á laug- ardaginn var nánast eins og rang- hverfan af þvf sem liðið gerði bezt í fyrra. En það merkilega var. Hnoð Keflvfkinganna nægði þeim til þess að vinna 3:0 sigur yfir Akureyringum. Segir það mesta söguna um getu Akur- eyrarliðsins, en hún er sannar- lega ekki upp á marga fiska um þessar mundir 0:7 f tveimur sfð- ustu leikjunum er allt annað en glæsilegur árangur. Ástæðulaust er þó fyrir Akureyringa að örvænta. Það er gömul saga og ný, að þeir byrja venjulega keppnis- tfmabilið illa, en sækja sig síðan liða mest þegar á mótið líður. Stafar þetta m.a. af þvf að Akur- eyringar hafa næstum engin tæki- færi til æfingjaleikja, áður en að alvöru Isiandsmótsins kemur. Keflavíkurliðið er örugglega mest í molum um þessar mundir vegna þess að þeir tveir leikmenn sem borið hafa hitann og þung- ann í leik þess, Guðni Kjartans- son og Einar Gunnarsson, eru báðir meiddir. Ekki þar fyrir, að leikmennirnir sem koma inn í stað þeirra hafa nokkra reynslu og virðast vera í bærilegri æf- ingu. Það kemur einungis í ljós, betur en nokkru sinni fyrr, að það eru þeir Einar og Guðni sem eru og hafa verið máttarstólpar Kefla- víkurliðsins — máttarstólpar sem liðið getur ekki verið án í erfiðari leikjum en gegn Akureyri. Leikurinn í Keflavík á laugar- daginn var allan tímann bæði þóf- kenndur og daufur. Sjaldan eða aldrei komu leikkaflar, þar sem leikmennirnir virtust hugsa um það sem þeir voru að gera. Allt var tilviljunum háð, og lang- tímunum saman gekk knötturinn mótherja á milli. Slíkt sem þetta er tæpast sæmandi 1. deildar lið- um, enda verður að ætla að bæði þessi lið geti betur, og það miklu betur. Keflvíkingarnir voru samt áberandi betri aðilinn í leiknum. Leikmenn þeirra bæði líkamlega sterkari og ákveðnari. Virtust Akureyringarnir jafnvel bera of mikla virðingu fyrir þeim, og reyndu harla litið til þess að sækja. inga sem tókst að bægja hættunni frá. , Á 41. mínú'u háifleiksins tókst Keflvíkingum hins vegar að reka smiðshöggið á verkið. Ölafur Júliusson fékk þá knöttinn nokk- urn veginn óvaldaður inni í vita- teignum og skoraði með góðu skoti út við stöng. VÆNGBROTIÐ fBK-LIÐ Sem fyrr greinir verður fjar- vera Guðna og Einars til þess að ÍBK-liðið er ekki svipur hjá sjón. Guðni mun verða töluvert frá í sumar, en Einar mun hins vegar komast fljótlega í baráttuna að nýju. — Ég er að vona að ég verði búinn að ná mér sæmilega i næstu viku, sagði Einar, á laugardaginn, — er reyndar búinn að fara á eina æfingu eftir að ég meiddist, og fann þá að ég var hvergi nærri orðinn nógu góður. Vörnin var betri hluti Keflavík- urliðsins í þessum leik, og gætti sóknarmanna Akureyringanna mjög vel. Karl Hermannsson og Grétar Magnússon börðust vel og sýndu áhuga að vanda, en ein- hvern veginn fannst manni sem þeir hefðu ekki árangur sem erfiði. Bezti leikmaður Kefla- víkurliðsins i leiknum var tví- mælalaust Ölafur Júliusson, en hann hefur hreinni spyrnur og hnitmiðaðri en flestir aðrir is- lenzkir knattspyrnumenn. AKUREYRI Lið Akureyringa virkar mjög sundurlaust, og varnarmennirnir og miðsvæðismennirnir reyndu lítið í þessum leik til þess að byggja upp fyrir sóknarmennina. Athyglisverðasti leikmaður Akur- eyrar f þessum ieik var Gunnar Blöndal, sem er fljótur leikmaður og fylginn sér. Þá átti Gunnar Austfjörð einnig allgóðan leik og tókst að stöðva margar sóknarlot- ur Kefivíkinga.I STUTTU MÁLI: Keflavfkurvöllur 1. júní. tslandsmótið 1. deild. Úrslit: ÍBK — IBA 3:0 (2:0). Mörk IBK: Hörður Ragnarsson á 30. mín., Steinar Jóhannsson á 42. mín. og Öiafur Júlíusson á 86. mín. Áminningar: Engar. Dómari: Guðmundur Haralds- son og hafði hann góð tök á léikn- um. Áhorfendur: 756. úthald hans virtist þorrið f seinni hálfleik. Einnig virtist Haraldur Sturlaugsson úthaldslítill. I fram- línunni var Teitur mjög ógnandi meðan hans naut við, og sömu- leiðis Matthías, en hann var f strangri gæzlu Ólafs Sigurvins- sonar allan leikinn. Lið ÍBV átti að mörgu leyti ágætan leik, þótt ekki jafnaðist hann á við leik ÍA. Vörnin var óörugg í byrjun, en batnaði þegar á leið. Á miðjunni var Óskar Valtýsson sívinnandi, og í fram- lfnunni var Örn að vanda mjög ógnandi, enda þótt hann væri nýstiginn upp úr veikindum. Eyjamenn börðust alveg til síðustu minútu, en heppnin var ekki r eð þeim í þetta sinn. 1 stuttu máli: Vestmannaeyjavöllur 1. júnf. Islandsmótið 1. deild. IBV—IA 1:2 (0:1). Mörk IA: Matthias Hallgríms- son á 17. minútu og Sigþór Omars- son á 82. mínútu. Mark IBV: Haraldur Júlíusson á 82. mínútu. Aminning: Þorði Hallgims- syni sýnt gula spjaldið á 80. mínútu, eftir að hafa brugðið Matthíasi illa. Þriðja bókun Þórðar, og fer hann þvf í keppnis- 'oann. Dómari:Hannes Þ. Sigurðsson, og dæmdi hann af röggsemi eins og hans er vandi. GJAFAMÖRK Og mörkin sem Keflvíkingar skoruðu í fyrri hálfleik voru sann- kölluð gjafamörk, einkum það síð- ara. Fyrra markið kom á 30. mín- útu, eftir að Keflvikingar höfðu ákaft pressað að marki ÍBA. Knötturinn barst fyrir markið frá vinstri og Hörður Ragnarsson fékk ákjósanlegan tíma til þess að stökkva upp og skalla í netið. Þarna var vörn Akureyringa sof- andi á verðinum og of mikið fát á henni. Tveimur mínútum áður en mark þetta var skorað, hefðu Keflvíkingar hins vegar verð- skuldað að gera mark. Þá átti Ólafur Júlíusson skot af um 30 metra færi og lenti knötturinn í Texti: Steinar J. Lúðvfksson. Myndir: Ragnar Axelsson. þverslá og aftur fyrir markið. Þetta skot Ölafs var það fallegasta sem í þessum leik sást — hrein og föst spyrna. Á 42. mínútu bættu Keflvíking- ar svo öðru marki við. Þá lögðu varnarleikmenn Akureyringa, tveir fremur en einn, knöttinn fyrir fætur Steinars Jóhanns- sonar inni f markteignum og markakóngurinn gat vitanlega ekki þakkað fyrir svo höfðinglegt boð með öðru en að skora. BÆTTU ÞRIÐJA MARKINU VIÐ Svo mikið klúður sem sézt hafði í fyrri hálfleiknum var það jafn- vel ennþá meira í seinni hálf- leiknum. Þá höfðu Akureyringar vindinn í liði með sér, og til að byrja með reyndu þeir að sækja og komust nokkrum sinnum nærri Keflavíkurmarkinu, án þess þó að setja það í hættu. Að- eins einu sinni í hálfleiknum má segja að Akureyringar hafi fengið marktækifæri, en þá komst Gunnar Blöndal inn fyrir Kefla- víkurvörnina, sennilega rang- stæður. Lenti hann í árekstri við Þorstein Ólafsson, sem hljóp út úr markinu, og virtist mörgum sem Þorsteinn bryti af sér. En frá þeim barst knötturinn til Keflvík- unnu ÍBA í þófleik gur í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.