Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNl 1974 21 Geír fékk góð tilboð EINS og skýrt hefur veriö frá í Morgunblaðinu hefur Geir Hallsteinsson tekið þá ákvörð- un að hætta að leika með þýzka 1. deildar liðinu F.A. Göpp- ingen og koma heim í sumar. Mun Geir þjálfa FH-liðið, ásamt Birgi Björnssyni, næsta vetur og væntanlega leika með því líka. Margar ástæður munu hafa spilað inn i það að Geir tók þessa ákvörðun, en af hálfu F.A. Göppingen var gert allt sem unnt var til þess að fá Geir til að leika með liðinu næsta vetur. Þá munu og fjögur önnur þýzk lið hafa gert Geir góð tilboð, en hann hafnaði þeim öllum. Hjá Göppingen verður mikil sveifla í liðinu næsta ár. Fjórir leikmenn hætta keppni með þvi, fyrir utan Geir. Mun þeim ýmist hafa verið boðið betur hjá öðrum félögum eða telja álagið í 1. deildar keppninni of mikið. Sem kunnugt er, þá hefur hingað til verið heldur hljótt um atvinnumennskuna í hand- knattleiknum. Greiðslur til leikmanna hafa verið óopinber- ar og farið fram undir borðið, oft í formi hlunninda og þess háttar. Nú hefur þögnin hins vegar verið rofin, og má búast við að ýmislegt muni á eftir fara. Þýzka blaðið Bild skýrði ný- lega frá því að einn af leik- mönnum liðsins Rintheim, sem leikur í Suður-Bundesligunni í Þýzkalandi, hinn 23 ára gamli Bechler, hefði gert samning við Hofeifer, sem vann sig upp í 1. deild í ár og leikur einnig í Suður-Bundesligunni, og hljóð- ar samningur þessi upp á 100.000 þýzk mörk fyrir þrjú ár. Fær hann 30.000 mörk fyrsta árið, 30.000 mörk annað árið og 40.000 mörk þriðja árið. Leik- maður þessi þykir ekkert sér- stakur, og má búast við að miklu hærri upphæðir komi'til fyrir góða leikmenn. Mál þetta hefur orðið mjög umtalað í Þýzkalandi og óttast handknattleiksleiðtogar þar, að það kunni að draga dilk á eftir sér. Atvinnumennska í hand- knattleik er almennt ekki viðurkennd ennþá, og hafa því hverjir sem er getað leikið i Olympíuliðum þjóðanna. Hætt er við, eftir að atvinnumennsk- an er orðin opinber, að Olympíunefndin fari betur að fylgjast með þessum málum en hingað til. Vestur-Þjóðverjar eru þegar farnir að búa lið sit't undir þátt- töku í Olympíuleikunum í Montreal 1976. Er liðið f æf- ingabúðum eina viku í mánuði hverjum. Hafa orðið töluverð mannaskipti í landsliðshópn- um. Nokkrir þekktir leikmenn, eins og t.d. Hansi Schmidt og Klaus Kater, frá Gummersbach, eru ekki lengur í landsliðs- hópnum. Landsliðsþjálfarinn sem heitir Braun, á að byggja upp nýtt Iið með yngri mönn- um, og talið er líklegt, að Vlado Stenzil, fyrrverandi þjálfari júgóslavneska landsliðsins, muni einnig hafa eitthvað með þjálfun vestur-þýzka landsliðs- ins að gera, þegar fram líða stundir. Jafnt hjá Fylki og Stjörnu STJARNAN og Fylkir eru af mörgum talin tvö sterkustu liðin í þriðju deildinni I knattspyrnu. Þessi lið mættust á laugardaginn á Árbæjarvellinum, heimavelli Fylkis. Var hart barizt en úrslitin urðu þau, að liðin skiptu með sér stigum, hvort liðið gerði eitt mark. Stjörnumenn voru heldur at- kvæðameiri lengst af leiktíman- um, en eigi að síður var það F.vlk- ir, sem gerði fyrsta mark leiksins. Það kom á 14. mínútu leiksins eftir aukaspyrnu, knötturinn var gefinn inn í vítateig Stjörnunnar og Olafur Br.vnjólfsson, fvrrver- andi leikmaður Þróttar, kom að á fuilri ferð og sendi knöttinn ( netið með góðu skoti. Litlu síðar jafnaði Stjarnan. Gunnar Björns- son fylgdi vel eftir sendingu fram völlinn og náði til knattarins sekúndubroti á undan markverði Fylkis og f netið fór knötturinn. I síðari hálfleiknum tókst hvor- ugu liðinu að skora, en áfram var barizt af krafti og bæði lið áttu mikið af marktækifærum. Beztu menn liðanna í þessuni leik voru Guðmundur Ingvason hjá Stjörn- unni og þeir Gunnar Baldursson, markvörður Fylkis, og Stefán Hjálmarsson. — Markakóngur Framhald af bls. 15 tala við mig strax, vildi vera alveg viss um að ég væri rétti maður- inn. Hann ákvað að elta mig og tók leigubíl, en ekki tókst betur til en svo að ég stakk hann fljót- lega af. Daginn eftír fór hann svo niður á lögreglustöð og þar fékk hann upplýsingar um mig. Við ræddum síðan saman fimmtudag og föstudag og á laugardag fórum við með honum til Þýzkalands. Þar skoðuðum við aðstöðu félags- ins og urðum strax mjög hrifin. Þar var gengið frá málunum og við komum síðan heim á þriðju- deginum. Þrfr landsliðsmenn Ekki hitti Axel verðandi félaga sína, leikmenn Grunweis Danker- sen. Þeir voru i Afríku á keppnis- HM-liðin voru lögð að velli - England sigraði Búlgaríu og Belgía sigraði Skotland LIÐIN sem taka þátt í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu halda áfram að leika æfingaleiki og búa sig þannig undir keppnina. Nokkrir slfkir leikir fóru fram um helgina, og sá er vakti einna mesta athygli var viðureign skozka landsliðsins við Belgfu, en sem kunnugt er var lið Belgfu slegið út f undankeppn- Golfkeppni Á föstudag og laugardag fer fram opin golfkeppni hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur. Hefst hún kl. 5 á föstudaginn. Leikinn verður fjórleikur, þ.e. tveir kylfingar leika saman með sama bolta og slá hann til skiptis. Fjórir leika saman í hverjum hópi og verður því í hverjum hópi keppni milli tveggja ,,para“. Keppnin ber nafn Slazenger- firmans, sem framleiðir golf- áhöld, og öll verðlaun eru fram- leiðsluvörur firmans. Rætt hafði verið um að hafa Coca-Cola-keppnina um næstu helgi en frá því var horfið vegna valiarframkvæmda og verður hún 27. — 29. júní. EOP- mótið Keppnísgreinar á E.Ö.P.- mótinu sem fram fer nú f vik- unni verða eftirtaldar: KÁRLAR: 200 metra hlaup, 800 metra hlaup, 3000 metra hlaup, 110 metra grindahlaup, kúluvarp, kringlukast, spjót- kast, hástökk, langstökk, stangastökk og 4x100 metra boðhlaup. KONUR: 100 metra hlaup, 800 metra hlaup, 4x100 metra hlaup og hástökk. PILTAR: 100 metra hlaup og 600 metra hlaup. Mótið fer fram á Laugardals- vellinum. inni, án þess þó að fá þar á sig mark. Leikurinn fór fram í Brugge og lauk honum með sigri Belga, 2:1, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 1:1. Það voru þeir Henrotay og Labert sem skoruðu fyrir Belgana, en Jimmy John- stone skoraði mark Skotanna. Skotarnir sóttu nær án afláts allan leikinn, en vörn þeirra var hins vegar ekki sem bezt á verði, og gaf Belgum færi á skyndisókn- um. Fyrsta markið kom á 23. minútu, eftir slík varnarmistök. Skömmu síðar jafnaði Skotland, eftir að belgíski markvörðurinn hafði hálfvarið þrumuskot frá Replogle- golfkeppnin 1 DAG, miðvikudaginn 5. júní, fer fram á velli GK í Hafnarfirði og GN á Seltjarnarnesi undankeppni Replogle-golfkeppninnar. Leiknar verða 18 holur, án for- gjafar, og hefst keppnin á báðum stöðum kl. 17.00, en hægt veróur að komast út til kl. 19.30. Þegar undankeppninni er lokið halda 16 beztu frá báðum völlum áfram keppni og leika þá holu- keppni, einn á móti einum. Fer öll sú keppni fram á Nesvellinum og mun standa yfir næstu vikur, þó þannig, að menn fá nægan tíma til að leika hverja umferð. Keppni þessi er öllum kylf- ingum opin og geta þeir valið um á hvorum vellinum þeir vilja leika undankeppnina. Þetta er þriðja árið sem þessi keppni fer fram. Það var Luthern Replogle, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, sem gaf Nesklúbbnum mjög vandaðan silfurbikar til ráðstöfunar, og varð þetta keppnisfyrirkomulag fyrir valinu. Þeir sem sigrað hafa i keppninni til þessa eru Jóhann Benediktsson, GS, og Július R. Júliusson, GK. Billy Bremner. Sigurmark sitt skoruðu Belgar úr "hijög svo um- deildri vítaspyrnu. Bar hún þann- ig að, að Paul van Himst, hinn hættulegi sóknarleikmaður Belgiu, var kominn inn fyrir víta- teig meðknöttinn.er Ken Dalgilsh stöðvaði hánn nokkuð harkalega, en tæplega svo, að það réttlætti vitaspyrnu. í Sofia í Búlgaríu léku heima- menn við Englendinga. Leikur þessi var nokkuð jafn úti á vell- inum, en Englendingar áttu til muna hættulegri færi upp við markið. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks átti Workingthon mjög fast vinstri fótar skot að búlg- arska markinu, eftir góða send- ingu frá Keegan, og Rumen Goranov, markvörður Búlgaranna, átti enga möguleika á að ná skotinu. Reyndist þetta sigurmark leiksins. Um 65.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Levski-leikvanginum og hvöttu þeir heimamennina ákaft, en allt kom fyrir ekki. Hollenzka landsliðið var einnig á ferðinni um helgina, en það lét sér nægja að leika við vestur- þýzka 1. deildar lióið Kickers Off- enbach. Leikið var i Den Bosch i Hollandi og lauk leiknum með sigri heimamanna, 2:1. Fyrsta mark leiksins skoraði Rep á 40. mínútu. Kostedde jafnaði fyrir þýzka liðið á 8. mínútu seinni hálfleiks, en 10 mínútum fyrir lok leiksins skoraði Neeskes sigur- mark Hollendinganna. Júgóslavneska landsliðið lét sér einnig nægja að mæta félagsliði. Lék það við franska liðið Troye og fór leikurinn fram á heimavelli Frakkanna. Lauk honum með jafntefli 1:1, eftir að Frakkarnir höfðu náð forystu í hálfleik með marki Bukals. Júgóslavinn sem jafnaði heitir Dzajic. ferðalagi og ferðalögin eru eitt af því bjarta sem Axel og kona hans sjá við það að búa í Þýzkalandi. — Liðið ferðast mikið bæði innan Þýzkalands og utan og næsta sum- ar verður farið i mikið ferðalag — jafnvel til Kína, segir Axel. — Það er ekki aðeins að ég fái tæki- færi til að leika með einu bezta félagsliði í Þýzkalandi, og þá um leið i heiminum, heldur fæ ég einnig einstakt tækifæri til að skoða mig um. I liði Grúnweis Dankersehn eru þrír landsliðsmenn. Mayer mark- vörður, vinstri handar skyttan Munck og Kramer. Þjálfari liðsins heitir Spannuth og er hann einnig aðstoðarþjálfari þýzka landsliðs- ins. íþróttahöll á félagið og er hún hin glæsilegasta, tekur 2500 manns í sæti. Félagið á stóran hóp aðdáenda eins og sést á því að næsta vetur er uppselt f hvert einasta sætí á heimaleiki félags- ins. Félagarnir fórnuðu sér fvrir mig. Axel varð markakóngur i síð- asta Islandsmóti í handknattleik. Hann skoraði 105 mörk þrátt fyrir það að hans væri vel gætt í öllum leikjum Framliðsins. — Það er í sjálfu sér ekkert afrek að skora 105 mörk, segir Axel. — Félagarnir fórnuðu sér fyrir mig, ég fæ allt hólið meðan þeir falla í skuggann. — Hvernig mér lfzt á Framliðið næsta vetur? Ja, ég veit að strák- arnir geta náð árangri og ef til vill gera þeir það. Ungu strákarnir eru að taka við þessu og þeir hafa alla burði til að verða góðir hand- knattleiksmenn. Fyrst þurfa þeir samt að hleypa i sig meiri hörku, og hætta að vera eins kærulausir og ýmsir þeirra eru. — Ég hef trú á að FH og Valur berjist um Is- landsmeistaratitilinn næsta vet- ur, ef tíl vill ná Víkingur og Fram að gera þeim einhverja skráveifu, tæplega önnur lið. Að þeim orðum sögðum þökk- um við Morgunblaðsmenn fyrir spjallið og kvöddum Axel og konu hans, enda í mörgu að snúast hjá þeim, áður en lagt er upp í ferð- ina til Spánar og síðan Þýzka- lands. -aij. Íþróttír á þjóðhátíð I tilefni þjóðhátíðar verður efnt til mikillar iþróttahátíðar i lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Þátt i mótinu taka væntanlega allir beztu íþrótta- menn landsins og auk þess góó- ir gestir frá hinum Norðurlönd- unum. Á hátíðinni verður keppt eða haldnar sýningar í öllum þeim greinum, sem iðk- aðar eru innan vébanda ÍSÍ og auk þess í hestamennsku og skák. Dagskrá mótsins verður þessi: Laugardagur 29. júní. Laugardalsvöllur kl. 14.00. Frjálsar íþróttir, Reykjavík — UMSK — IBH — HSK, drengir og stúlkur 13—14 ára og 12 ára og yngri. Laugardalshöll kl. 17.00 Lúðrasveit leikur. Fimleikar, drengir úr Armanni undir stjórn Guðna Sigfússonar. Júdó. Lyftingar. Bændaglíma, Reykjavík — Landið. Skerjafjörður kl. 14.00 Siglingar, félagar úr Siglinga- klúbbnum Brokey og unglingar frá Æslulýðsráði Reykjavikur. Grafarholt kl. 14.00. Golfkeppni á vegum Golf- klúbbs Reykjavíkur og Golf- klúbbs Ness. Sunnudagur 30. júní Laugardalsvöllur kl. 14.00 Knattspyrna, Reykjavík — Landið. Sunlaugarnar Laugardal kl. 16.00 Sundmót með þátttöku gesta frá Stokkhólmi. iYlánudagur 1. júlf Laugardalshöll kl. 17.00 Badminton, Reykjavík — Þórs- höfn Borðtennis, Reykjavík — Þórs- höfn. Laugardalshöll kl. 20.00 Körfuknattleikur, Reykjavík — Helsinki Handknattleikur, Reykjavík — Ósló. Þriðjudagur 2. júlí Sundlaugarnar i Laugardal kl. 19.00 Sundmót með þátttöku gesta frá Stokkhólmi. Laugardalshöll kl. 18.30 Blak. Reykjavík — Landið kl. 20 Körfuknattleikur, Reykjavík — Heisinki. kl. 21.15, Handknattleikur, Reykjavik — Osló. Miðvikudagur 3. júlí. Laugardalsvöllur kl. 20.00 Knattspyrna, Reykjavík — Landið 2. fl. Sunnudagur 4. ágúst, Iþróttir og fleira Laugardalsvöllur: kl. 15.00 Trimmhljómsveitin (18 manna hljómsveit FlH) kl. 15.30 Skákkeppni með lif- andi skákmönnum, Friðrik Ólafsson og skákmeistari Noregs. kl. 16.00 Iþróttir ??? kl. 16.40 Fallhlífarstökk og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.