Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNl 1974 Dugnaður og barátta KR-ínga færði þeim 2:1 sigur yfirVíkingi KR-INGAR bættu tveimur stigum í sarpinn á föstudagskvöldið er þeir sigruðu Vfkinga með tveimur mörkum gegn einu í miklum baráttuleik, sem fram fór á Laugardalsvellinum. Eftir gangi leiksins og tækifærum voru þetta sanngjörn úrslit. KR-ingar voru fvið sterkari aðilinn, venju- lega fljótari á knöttinn og bar- áttuglaðari. Ekkert efamál er að hinn nýi þjálfari KR, Ton.v Knapp, hefur gjörbreytt svip liðs- ins frá því sem var f fyrra. Það leikur ef til vill ekki betri knatt- sp.vrnu en þá, nema síður sé, en allar hreyfingar leikmannanna eru mikli kvikari og ákveðnari en þá var. Það svipmót sem ensku þjálfar- arnir hafa sett á lið KR og Víkings er fyrst og fremst í því fólgið, að liðin berjast af miklu meiri krafti en áóur, og úthald leikmanna virðist betra. Þetta eru vitanlega frumskilyrði til þess að ná árangri, og oft einu skilyrðin hjá íslenzkum knattspyrnuliðum til þess að vera hér í fremstu röð. Knattspyrnan sem liðin bjóða upp á er hins vegar ekki upp á marga fiska. Þessi leikur var t.d. eitt allsherjarþóf á miðjunni, einkum þó hjá Víkingsliðinu, en það mátti teljast til viðburða, ef það gerði tilraun til þess að sækja upp kant- ana. Þessi sóknarleikur Víking- anna gerði KR-ingum vitanlega auðveldara fyrir að verjast, enda var það svo, jafnvel þegar KRing- ar höfðu dregið sig töluvert i vörn, að aldrei skapaðist veruleg hætta við mark þeirra. KR nær forystu Það var á 28. minútu leiksins sem KR-ingar náðu forystu í leiknum. Aður höfðu bæði liðin Atli Þór Héðinsson, hinn eitilharði framherji KR-inga, hefur betur í viðureign sinni við Pál Björgvinsson og markið blasir við honum. Að baki Páls og Atla er Helgi Helgason, hann meiddist f leiknum og verður ekki með Víkingsliðinu fyrst um sinn. LIÐ VIKUNNAR Magnús Guðmundsson, KR Ottó Guðmundsson, KR 3jörn Lárusson, ÍA Jón Gunnlaugsson, ÍA Magnús Þorvaldsson, Víkingi Öskar Valtýsson, IBV Eyleifur Hafsteinsson, ÍA Teitur Þórðarsson, IA | Ölafur Júlíusson, ÍBK Sumarliði Guðbjartsson, Self. EINKUNNAGJÖFIN ÍBK: VÍKINGUR: ÍBV: Þorsteinn Ölafsson 2 Diðrik Ólafsson 2 Ársæll Sveinsson 2 Gunnar Jónsson 2 Eiríkur Þorsteinsson 2 Ólafur Sigurvinsson 2 Astráður Gunnarsson 2 Magnús Þorvaldsson 3 Einar Friðþjófsson 1 Gísli Torfason 2 Páll Björgvinsson 2 Þórður Hallgrímsson 2 Karl Hermannsson 2 Helgi Helgason 1 Friðfinnur Finnbogason 2 Grétar Magnússon 2 Þórhallur Jónasson 2 Valur Andersen 2 Hörður Ragnarsson 1 Gunnar Gunnarsson 1 Örn Oskarsson 3 Jón Olafur Jónsson 1 GunnarOrn Kristjánsson 1 Öskar Valtýsson 3 Steinar Jóhannsson 1 Hafliði Pétursson 2 Tómas Pálsson 2 Lúðvík Gunnarsson 1 Kári Kaaber 2 Ilaraldur Júlfusson 2 Hilmar Hjálmarsson (varam. ) 2 Jóhannes Bárðarson 3 Sveinn Sveinsson 1 Olafur Júlfusson 3 Óskar Tómasson (varam.) Viðar Elíasson (varam.) 1 ÍBA: Samúel Jóhannsson 2 Aðalsteinn Sigurgeirsson 1 Árni Gunnarsson 2 ÍA: Steinþór Þórarinsson I KR Davíð Kristjánsson 2 Gunnar Austfjörð 2 Magnús Guðmundsson 2 Björn Lárusson 3 Sigurður Lárusson 1 Sigurður Indriðason 2 Benedikt Valtýsson 2 Sævar Jónatansson 1 Þorvarður Höskuldsson 2 Þröstur Stefánsson 3 Eyjólfur Ágústsson 1 Ottó Guðmundsson 3 Jón Gunnlaugsson 4 Jóhann Jakobsson 1 Ólafur Ólafsson 2 Eyleifur Hafsteinsson 3 Benedikt Guðmundsson 1 Haukur Ottesen 2 Karl Þórðarson 2 Gunnar Blöndal 2 Gunnar Gunnarsson 2 Árni Sveinssan 2 Sigbjörn Gunnarsson Björn Pétursson 2 Teitur Þórðarson 3 (varam.) 2 Jóhann Torfason 1 Haraldur Sturlaugsson 2 Þormóður Einarsson Arni Steinsson 2 Matthías Hallgrímsson 2 (varam.) I. Atli Þ. Héðinsson 3 Sigþór Omarsson (varam.) 2 átt þokkaleg tækifæri, og þessar fyrstu mínútur leiksins voru reyndar beztar af hálfu beggja liðanna. Þannig hafði KR t.d. átt dauðafæri / á 9. mínútu, þegar knötturinn skoppaði fyrir framan opið Víkingsmarkið eftir mikinn Texti: Steinar J. Lúðvfksson. Myndir: Ragnar Axelsson. þunga í sókn KR. En það var sem sóknarleikmennirnir ,,frysu“ og Diðrik tókst að skríða eftir knettinum. Á 20. mínútu höfðu svo Vikingar átt gott marktæki- færi, er Jóhannes Bárðarson komst inn fyrir KR-vörnina, en Magnús Guðmundsson mark- vörður var þá vel á verði og bjargaði með úthlaupi á hárréttu augnabliki. Mark KR-inga sem kom á 28. mínútu bar að með þeim hætti að Atli Þór Héðinsson fékk knöttinn við miðju og óð síðan upp allan völl, tókst að losa sig við varnar- menn Víkinga, sem reyndar brutu á honum innan vítateigs, og skora með fallegu skoti, sem Diðrik átti enga möguleika á að ná. Aukið forskot KR-ingar voru heldur meira í sókn í fyrri hálfleiknum, enda höfðu þeir þá strekkingsvind í liði með sér. Vörn Víkinga stóð sig ágætlega og ,,dekkaði“ mennina vel upp, þannig að þeim tókst sárasjaldan að skapa sér tæki- færi. A 31. mínútu urðu vörninni samt á afdrifarík mistök. Knöttur- inn barst þá fyrir Víkingsmarkið frá hægri, beint til Ólafs Ólafs- sonar sem stóð einn sér í góðu færi og var fljótur að senda knött- inn í Víkingsmarkið með góðu skoti út við stöng. Barátta Mikil barátta var í leiknum í seinni hálfleik og fór hún mest fram á vallarmiðjunni. KR-ingar þéttu vörn sína og var ekki óal- gengt að sjá 21 leikmann á vallar- helmingi KR, þar sem knötturinn gekk mótherja á milli. Virtust Víkingar aldrei gera tilraun til þess að draga varnarmennina út, og reyna þannig að opna sér leið gegnum múrinn. Mitt i öllu þessu þófi kom þó fallegt mark. Jóhannes Bárðarson fékk knöttinn sendan út til vinstri, þar sem honum tókst á skemmtilegan hátt að vippa honum framhjá Ottó Guðmunds- syni og skjóta góðu skoti af stuttu færi sem hafnaði í KR-markinu, án þess að Magnús kæmi við vörn- um. Eftir mark þetta lifnaði svo- litla stund yfir leiknum. Vík- ingarnir reyndu allt hvað af tók að ná öðru stiginu, en KR-ingar slökuðu hvergi á, börðust vel i vörninni og áttu svo af og til hættuleg upphlaup. Liðin Vel kann að vera að erfið vallar- skilyrði hafi sett sinn svip á knatt- spyrnuna i þessum leik, en völlur- inn var mjög blautur og þungur. Bæði liðin eru að stofni til skipuð ungum Ieikmönnum, sem allir eru í mikilli framför, og ef svo heldur sem horfir, þurfa hvorki KR né Vikingur að kvíða framtíð- inni. Þetta var fyrsti leikur Vík- inga á grasi i sumar, en sem kunn- ugt er hefur liðið jafnan náð betri árangri á malarvöllum. Beztu leikmenn Vikings í þessum l,eik voru þeir Magnús Þorvaldsspn bakvörður, sem reynir jafnan að byggja upp með varnarleik sinuVn og hinn fríski og harði framherji Jóhannes Bárðarson, sem aldrei gaf neitt eftir. Beztu leikmenn KR að þessu sinni voru Ottó Guð- mundsson, sem átti þarna prýðis- leik, þótt honum yrðu reyndar einu sinni á mistök, og þau nokkuð afdrifarík, en hann dreif KR-liðið áfram. Þá stóð Atli Þór Héðinsson sig mjög vel, og er hann að verða einn duglegasti framlínumaður okkar. 1 STUTTU MÁLI: islandsmótið 1. deild Laugardalsvöllur 31. maí: ÚRSLIT: Víkingur—KR 1:2 (0:2) Mörk KR: Atli Þór Héðinsson á 28. mín. og Ólafur Ólafsson á 31. min. Mark Víkings: Jóhannes Bárðarson á 65. mín. Dómari: Steinn Guðmundsson. Hann hafði góð tök á leiknum og lét ekkert meiri háttar brot fram- hjá sér fara. Ahorfendur: 587. MARKHÆSTIR Matthías Hallgrfmsson, ÍA, 3 Guðgeir Leifsson, Fram, 1 Steinar Jóhannsson, ÍBK, 3 Gunnar Blöndal ÍBA, 1 Teitur Þórðarson, ÍA, 2 Hafliði Pétursson, Víkingi, 1 Afli Þór Héðinsson, KR, 1 Haraldur Júlfusson, ÍBV, 1 Birgir Einarsson, Val, 1 Hörður Ragnarsson, ÍBK, 1 Friðfinnur Finnbogason, IBV, 1 Jóhann Torfason, KR, 1 1. DEILD L Heima Úti Stig Akranes 3 1 1 0 4:0 1 0 0 2:1 5 Keflavík 3 2 0 0 5:1 0 0 1 0:1 4 KR 3 1 0 1 1:1 1 0 0 1:1 4 Vestmannaeyjar 3 1 0 1 2:2 0 10 1:1 3 Valur 3 0 1 0 2:2 0 1 1 0:1 2 Akureyri 3 0 0 0 0:0 1 0 2 1:7 2 Fram 2 0 0 0 0:0 0 1 1 3:4 1 Víkingur 2 0 1 1 2:3 0 0 0 0:0 1 , ... 2. DEILD Breiðablik 3 I 0 0 3:0 0 2 0 1:1 4 Selfoss 3 2 0 0 6:2 0 0 1 0:3 4 FH 2 1 1 0 7:1 0 0 0 0:0 3 Þróttur 2 1 1 0 3:1 0 0 0 0:0 3 Haukar 3 0 1 0 1:1 1 0 1 3:3 3 Völsungar 3 1 0 0 4:1 0 1 1 1:7 3 Isafjörður 2 0 0 1 1:2 0 0 1 0:2 0 Armann 2 0 0 0 0:0 0 0 2 3:8 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.