Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNl 1974 23 Kommúnistar mega muna fífil sinn fegri iFréttirl vikunna Eftir Magnús Finnsson ÞEGAR kannað er fylgi stjórn- málaflokka við fyrstu bæjarstjórn- arkosningar í Reykjavfk og sfðar borgarstjórnarkosningar f 10 kosningum eða allt frá árinu 1938, kemur mjög greinilega f Ijós, að hlutfallið milli Sjálfstsðis- flokksins og vinstri flokkanna hef- ur stöðugt breytzt Sjálfstæðis- flokknum f hag. Tveir flokkar, sem boðið hafa fram öll þessi ár, mega svo sannarlega muna fffil sinn fegri, Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag — áður Sósfalistaflokk- urinn og þar áður Kommúnista- flokkur fslands. Eins og greinilega sést á Ifnuritinu, sem fylgir þess- ari grein. var vegur komm- únista I bæjarstjórn Reykja- víkur eins og hún hét þá mestur árið 1938. Þá fengu þeir 5 menn kjörna ásamt Alþýðuflokkn- um, en þessir tveir flokkar buðu þá fram sameiginlegan lista til bæjarstjórnar Reykjavfkur. Fékk Sjálfstæðisflokkurinn þá 9 menn kjörna og Framsóknarflokkurinn einn. f raun kemur f þessum tölum ekki fram hve marga menn komm- únistar hefðu átt að fá f þessum kosningum, þar sem þeir hafa sameiginlegt fylgi með Alþýðu- flokksmönnum, en Ifnur skýrðust við næstu bæjarstjórnarkosningar. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 8 menn kjörna. kommúnistar 4 og urðu þar með næststærsti flokkur- inn f borgarstjórn, Alþýðuflokkur- inn 3, en Framsóknarflokkurinn tapaði sfnum eina fulltrúa. Þess- um fjórum fulltrúum héldu komm- únistar f kosningunum 1946, sjálfstæðismenn héldu sfnum 8. en Framsóknarflokkurinn vann mann af Alþýðuflokknum, sem að- eins fékk 2 menn kjörna. Kosningabandalag Alþýðu- flokksins og Kommúnistaflokks ís- lands f kosningunum 1938 nefnd- ist Samfylking kommúnista og Al- þýðuflokks. Þessir flokkar fengu þá 6.464 atkvæði og voru það 35,8% af gildum atkvæðum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá 9.893 atkvæði og 54,7% gildra atkvæða og Framsóknarflokkur- inn 1.442 atkvæði eða 8,0% gildra atkvæða. f þessum kosning- um buðufram þjóðernissinnar, sem voru nazistar, og fengu þeir 277 atkvæði eða 1,5%gildra atkvæða. Kommúnistar fengu f borgar- stjórnarkosningunum 1942 23,4% gildra atkvæða eða 4.558 atkvæði. Alþýðuflokkurinn hafði þá fvið minna fylgi eða 4.212 atkvæði og 21,6% gildra at- kvæða. Sjálfstæðisflokkurinn missti við þessar kosningar meiri- hluta gildra atkvæða, en hélt þó meirihlutanum, 8 mönnum f borgarstjórn. Hlutfall flokksins var þá 47,8%, en Framsókn, sem tap- aði manni f kosningunum eins og áður er sagt hlaut 1.074 atkvæði eða 5.5% gildra atkvæða. Fylgi kommúnista — eða sem nú hétu Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósfalistaflokkur — komst hæst f kosningunum 1946 og hafa þeir hvorki fyrr né sfðar náð slfku hlutfalli. Þá hlutu þeir hvorki meira né minna en 28,5% gildra atkvæða eða 6.946 at- kvæði. Til samanburðar má geta þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá 11.833 atkvæði eða 48,6% gildra atkvæða. Alþýðu- flokkurinn fékk þá 16,2% gildra atkvæða og Framsókn 6,6%. Eina breytingin við kosningarnar var sú. að Framsóknarflokkurinn vann menn af Alþýðuflokknum. Hlutfall Sósfalistaflokksins af atkvæðum Sjálfstæðisflokksins var þá hvorki meira né minna en 58,7%, svo sem sfðar verður vikið að. Með kosningunum 1950 fer fyrst að gæta hinna miklu yfir- burða, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt f fylgi meðal Reykvfk- inga, svo sem bezt sést á Ifnuriti, sem hér fylgir. Sjálfstæðisflokkur- inn fær þá yfir 50% gildra at- kvæða, en slfkt fylgi hafði hann ekki haft frá kosningunum 1938 eða um 12 ára skeið. Flokkurinn fær þá 14.367 atkvæði, en næst- stærsti flokkurinn, Sósfalista- flokkurinn fær þá 7.501 atkvæði og 26,5% gildra atkvæða. í raun er það rannsóknarefni, hvers vegna breyting verður á við þessar kosningar og enginn vinstri flokk- anna verður áberandi stærstur, þótt kommúnistar hefðu þó lengstum vinninginn. Allan þennan tfma og fram til nýafstaðinna kosninga hafa og vinstri flokkarnir klifað á þvf, að þörf sé breytinga f stjórn borgar- innar og sami flokkur hafi allt of lengi farið þar með völd. En ávallt hefur kjósendum sýnst annað. i kosningunum 1954 fer Sjálf- stæðisflokkurinn aðeins niður fyr- ir helming gildra atkvæða. Við þessar kosningar fer Sósfalista- flokkurinn fyrsta sinni niður fyrir 20% gildra atkvæða, en þá hafði hann boðið fram C-listann f þrenn- um kosningum. Nú voru góð ráð dýr og rétt eins og við kosningarn- ar 1946 var ráðizt f að skipta um andlit — Alþýðubandalagið var stofnað og bauð fram G-listann f kosningunum 1958. En andlitssnyrtingin 1958 mis- tókst gjörsamlega og flokkurinn fékk aðeins sama hlutfall gildra atkvæða, 19,3% og bætti aðeins við sig 591 atkvæði frá kosning- unum 1954. Annars sá nýr flokk- ur dagsins Ijós f borgarstjórnar- kosningum 1954. Það var Þjóð- varnarflokkurinn, sem hlaut 10,3% gildra atkvæða, sem var hærra hlutfall en hlutfall Fram- sóknarflokksins f þeim kosning- um, sem hlaut 7,3%. Fylgi Þjóð- varnarflokksins, F-listans, hrapaði þó f kosningunum 1958 f 5,3% og sfðar f 4,1% 1962 og var hans saga i borgarstjórnarkosningum ekki lengri. f kosningunum 1958 vann Sjálfstæðisflokkurinn sinn stærsta sigur f borgarstjórn. þegar frá eru skildar kosningarnar nú, en þá hlaut hann 57,7% gildra at- kvæða og hagstæð skipting at- kvæða tryggði honum 10 menn f borgarstjórn. Alþýðuflokkurinn galt þá mikið afhroð og fékk að- eins 8,2 gildra atkvæða og varð fyrsta sinni fylgisminni en Fram- I93Í "W Línurit þetta sýnir hlutfall af gildum atkvæðum komm- únista, Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins miðað við fylgi Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnar- kosningum frá 1938 til 1974. sóknarflokkurinn, sem hlaut 9,4%. Þennan sigur, sem D-list- inn, listi Sjálfstæðisflokksins vann I þessum kosningum, má þakka eða kenna — ef menn heldur vilja nota þá sögn — vinstri stjórn Hermanns Jónassonar. Flokkurinn vann sigurinn undir kjörorðinu: „Aldrei aftur vinstri stjórnl". Þetta kjörorð hreif svo að um munaði og rfkisstjórn Hermanns flosnaði upp nokkru sfðar. Tók þá við minnihlutastjórn Alþýðu- flokks, undanfari 12 ára við- reisnarstjórnar. Næstu borgarstjórnarkosningar voru 1962. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins dalaði svolftið frá stór- sigrinum 1958. en þó var fylgi flokksins 4,2% yfir helming gildra atkvæða. Alþýðuflokkurinn réttir aðeins út kútnum eftir afhroðið f kosningunum á undan, en þó nær hann ekki að verða stærri en Framsóknarflokkurinn. Það hefur Alþýðuflokknum raunar aldrei tek- izt eftir kosningarnar 1958. f kosningunum 1966 unnu Alþýðu- bandalagsmenn nokkuð á og hlutu 19,7% atkvæða, en sá draumur, sem nafnabreytingin f kosningun- um 1958, fól i sér. að koma fylg- inu upp fyrir 20% gildra atkvæða hefur enn ekki rætzt. I þessum kosningum, 1966, fer fylgi Sjálf- stæðisflokksins f fyrsta sfnn f 12 ár niður fyrir helming gildra at- kvæða, en flokkurinn fékk 48.5% gildra atkvæða. Kosningarnar 1970 mörkuðu að vissu leyti tfmamót, þv! að þá tapa kommúnistar ! fyrsta sinni frá 1942 forystuhlutverki sinu meðal minnihlutaflokkanna ! borgar- stjórn og Framsóknarflokkurinn verður stærstur vinstri flokkanna. Þetta gerðist þó með þeim hætti. að Framsóknarflokksfylgið stóð gjörsamlega f stað frá kosningun- um þar áður, en það var i báðum kosningunum 17,2%. Forystunni töpuðu kommúnistar við það að fylgi þeirra minnkaði stórlega — þeir töpuðu 501 atkvæði milli kosninganna og hlutfall þeirra i gildum atkvæðum hrapaði úr 19,7% í 16,3% eða um 3,4%. Annað er athyglivert við þessar kosningar að hlutfall Sjálfstæðis- flokksins fer við þessar kosningar niður f 47,7% og hefur það aldrei verið minna en þá. Nýr flokkur sér dagsins Ijós f þessum kosningum, Samtök frjálslyndra og vinstri manna og býður fram undir sama listabókstaf og Þjóðvarnarflokkur- inn hafði gert á sfnum tfma, F- listanum. Sé Ifnuritið skoðað, sem hér fylgir, er talsverð samfylgni með fylgi þessara tveggja flokka ! fyrstu tveimur kosningunum, sem þeir taka þátt f, nema hvað fylgi Þjóðvarnarflokksins var hlutfalls- lega talsvert meira en Samtak- anna. Kannski Samtökin deyi i næstu borgarstjórnarkosningum og fái ekki nema tæplega 2% atkvæða. Um það getur þó enginn sagt. en undarlega mikil Ifkindi eru milli þessara tveggja flokka og fylgi þeirra í fyrstu tveimur kosn- ingunum, sem þeir eru þátttak- endur f. f kosningunum 1970 nær Sjálf- stæðisflokkurinn öðru sinni at- kvæðatölu. sem er yfir 20 þúsund. f fyrra skiptið náði flokkurinn þessari tölu 1958. Sfðustu kosningarnar, sem rætt verður um f þessari grein eru svo nýafstðnar kosningar. f þeim vinn- ur Sjálfstæðisflokkurinn sinn mesta sigur, þótt ekki tækist hon- um að fá 10 menn kjörna eins og 1958. 10. maðurinn var þó ekki fjarri, en atkvæðahlutfall flokks- ins miðað við gild atkvæði hefur aldrei orðið hærra eða 57.8%. Aukning á fylgi flokksins milli þessa lægsta hlutfalls hans f kosn- ingunum 1970 og hins hæsta 1974 er hvorki meira né minna en 10% af gildum atkvæðum. Flokk- inn vantaði aðeins 27 atkvæði til þess að hafa 27 þúsund atkvæði. f þessum kosningum galt Alþýðu- flokkurinn sitt mesta afhroð I borgarstjórnarkosningum — svo mikið að afhroðið mikla frá 1958 fellur algjörlega I skuggann. Loks er athyglivert að gera samanburð á kjörfylgi komm- únista. siðarSósialistaflokksinsog siðast Alþýðubandalagsins annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Sé þessi samanburður sett- ur upp i IFnurit, sést að sifellt sigur á ógæfuhliðina fyrir Alþýðubanda- laginu og nú siðast eru þeir komn- ir neðar i fylgi miðað við Sjálf- stæðisflokkinn en þeir hafa nokkru sinni verið. Árið 1966 virðist sem- þeir rétti örlítið úr kútnum. f kosningunum 1938 er fylgi Samfylkingar kommúnista og Al- þýðuflokksins hvorki meira né minna en 65,34% af fylgi Sjálf- stæðisflokksins og f kosningunum 1942 er fylgi kommúnista einna 48,83% af fylgi Sjálfstæðisflokks- ins. f kosningunum 1946 nær Sósialistaflokkurinn, en þá hafði Kommúnistaflokkinum nýlega verið gefið það nafn, 58,70% af fylgi Sjáifstæðisf lokksins. Þetta hlutfall fer sfðan lækkandi með hverjum kosningum, sem verða, 1950 fá kommúnistar 52.21% af fylgi Sjálfstæðisflokksins, 1954, 39,04%, 1960 fá þeir 33,44%, 1962 aðeins 31,81% og 1966 40.51. Þar rétta þeir eins og áður er sagt aðeins við. en það er þó skammgóður vermir, þvf að i kosningunum 1970 dettur fylgi þeirra miðað við Sjálfstæðis- flokksfylgið niður f 34,19% og loks f kosningunum 1974, sem nýafstaðnar eru, fá þeir aðeins fylgi, sem er 31,56% af fylgi Sjálf- stæðisflokksins. Þrátt fyrir þetta afhroð, sem þeir I raun biða gagn- vart Sjálfstæðisflokknum streitist Þjóðviljinn við að halda þvf fram af Alþýðubandalagið sé eina stjórnmálaaflið f landinu, sem veitt geti Sjálfstæðisflokknum verðugt viðnám. Þessar tölur sýna allt annað. Hefðu þeir sagt þetta fyrir 28 árum. hefði ef til vill verið unnt að taka mark á þeim. en ! dag — nei það er af og frá. rm w "<& v' t"« |<?3g ‘HX‘Hb'50‘Vi 'fí 'bZU'To 'W Þetta línurit sýnir hlutfallsfylgi stjórnmálaflokkanna í borgar stjórnarkosningum frá 1 938 — miðað við gild atkvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.