Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNl 1974 Sjö sögur af Villa Rudolf 0. Wiemer „Ég sé það,“ segir Villi. Haninn blakar vængjunum í hugaræsing. „Og hann gleymdi hvað eftir annað að opna lúguna á hænsnakof- anum á kvöldin. Þess vegna verð ég stundum að þrauka af nóttina undir berum himni og hænurnar sitja á vagnslánni." „Leiöindagaur þessi Krulli,“ segir Villi og hristir höfuðið. „Ég hefði verið búinn að reka hann fyrir löngu.“ „Ég líka,“ segir haninn. „En það getur líka farið illa fyrir Jóni bónda. Um leið og Krulli hélt burt, skók hann hnefana að honum og hafði í hótunum við hann.“ „Hvað skyldi hann ætlast fyrir?“ „Gagg, gagg, ég heyrði að hann tautaði eitthvað fyrir munni sér.“ „Hvað tautaði hann?“ „Að hann ætlaði að hefna sín á Jóni bónda. Ég held, að hann ætli að kveikja í hlöðunni hérna.“ „Menneruistundum stórorðir. Heldurðu að hann láti verða af því?“ „Krulli er vís til alls.“ „Er hann með eldspýtur?“ „Að sjálfsögöu. Hann er, gagg, gagg, meö tvo stokka í hverjum vasa.“ „Hvert í hoppandi.“ Villi hugsar sig um og segir svo: „Nú, Jón bóndi á þetta ef til vill skilið?“ „Þar skjátlast þér,“ segir haninn. „Jón bóndi er góður maður. Satt að segja er hann dálítið lfkur þér, Villi ræningi.“ „Þegiðu,“ segir Villi, „annars sný ég þig úr hálsliðn- um.“ Haninn getur ekki hlegið, þótt hann langi til þess, en segir: „Gagg, gagg, heldurðu að það sé ekki hræðilegt að láta brenna sig lifandi?“ „Má vera,“ segir Villi. „Ég hef aldrei upplifað það. En þú getur þá bara vakið Jón bónda.“ „Nei. Hann sefur svo yfirmáta fast... Eða bornin hans níu. Ég get blátt áfram ímyndað mér, hvernig þau munu hrópa og gráta í logunum.“ Haninn teygir úr hálsinum og verður stöðugt órólegri. „Hvað er nú?“ spyr Villi. „Gagg, gagg, mér finnst þegar vera farið að brenna.“ Villi skimar í allar áttir. Jú, mikið rétt, litlir logar kvikna í hálmknippum við hlöðuvegginn. Þar sést líka móta fyrir manni, sem liggur á hnjánum. Logarnir teygjast upp timburvegginn. Svo kemur vindhviða. Villi sér, að sá, sem hefur kveikt eldinn, ætlar að bæta hálmi á. „Hættu,“ öskrar Villi. „Stattu kyrr annars skýt ég Þig“ Hann dregur byssuna sína upp og er kominn í þremur stökkum að þeim hrokkinhærða, sem missir hálmbrúskinn úr höndum sér. „Heitirþú Krulli?“ Náunginn kinkar kolli. Hann er svo furðu lostinn, að hann lætur Villa draga sig möglunarlaust að eplatrénu og binda sig þar fastan. Síðan sækir Villi vatnsfötu úr brunninum og hellir vatni á eldinn. Það hvissar í logunum og þeir lognast út af. Villi slekkur í síðustu glóðunum undir hælum sér. £}Vonni ogcTVlanni Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi En við það varð ég djarfari og djarfari. Að síðustu ætlaði ég að ráðast á hann með Trygg. Fyrst kallaði ég fáein uppörvunarorð til Manna. Síðan kallaði ég á Trygg. Hann kom undir eins hlaup- andi og hoppaði upp á steininn til mín. Tungan lafði út úr honiun, og hann var lafmóður. Ég tók nú fimm eða sex hvassa steina í vinstri hönd- ina og benti á nautið með þeirri hægri. Tryggur skildi mig undir eins. Hann hvessti augun og gelti hátt í mesta vígamóði. Við stukkum báðir niður af steininum og óðum að nautinu. Tryggur vék fimlega undan hornunum og reyndi að bíta bola í afturlappirnar. Ég nálgaðist hann með mestu varkárni og kastaði steinunum í hausinn á honum. Einu sinni hitti ég hann beint á granirnar. Það hreif. Hann rak hausinn upp í loftið, gaut síðan á mig blóðhlaupnum augunum og grimmdarlegum og kom síðan móti mér, með hausinn niður við jörð. Manni rak upp hátt hljóð og kallaði til mín laf- hræddur: „Nonni, Nonni, farðu frá, stökktu, flýttu þér! Hann fer í þig!“ Sem betur fór tafði trjákubburinn fyrir nautinu, svo að mér tókst að skjóta mér undan á bak við næsta stein. Og nú fór ég að orðum Manna og gafst upp við árásina. En á meðan boli var að glíma við Trygg, hljóp ég í stórum boga að steininum, sem Manni var á, og stökk upp á hann. Manni tók á móti mér með útbreiddum örmum og gleðitárin í augunum. „Komdu, Nonni, komdu“, kallaði hann og rétti báð- ar hendurnar á móti mér. „Skelfing er ég feginn, að þú ert kominn til mín aftur“. ( ^ I Á ~Æ R. flki1mof9UAkQfflAu Dóttir mín hefur fengið stór- kostiegt tilboð sem fyrirsæta hjá skopteiknara .. . Ég sagði þér að vera ekki með teygjubyssuna þarna inni... — Það er líklega pósturinn aö koma með stóran pakka til okkar... — Jæja, þar fóru síðustu húsgögnin .. . loksins erum við þá skuldiaus ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.