Morgunblaðið - 07.06.1974, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNÍ 1974
Fa
/1 Itíl. t l.í li.X V
4 LUUl'
22-0*22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
iHverfisgötu 18g
SENDUM 0 27060
/pt BÍLALEIGAN
V&IEYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIOIMŒŒR
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
FERÐABILAR HF.
Bílaleiga — Sími 81 260
Fimm manna Citroen G.S.
station. Fimm manna Citroen
G S. 8—22 manna Mercedes
Benz hópferðabílar (m bílstjór-
um).
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodb
LfíOAH
AUÐBREKKU 44-46.
SiMI 42600.
Bílaleiga
CAR RENTAL
Sendum
41660 -42902
Að spara með
smjöri
Að undanförnu hefur verið
einkar fróðlegt að fylgjast með
stjðrnmálaskrifum ritstjóra
Tímans. Þó að efnahagsmáia
ringulreið vinstristjórnar-
innar sé f raun réttri eitt alvar-
iegasta vandamái, sem þjóðin
hefur átt við að glíma á þessu
sviði, er háif kátlegt að horfa
upp á talsmenn stjórnarinnar
syngja henni lof og dýrð fyrir
svonefndar bráðabirgðaráð-
stafanir til viðnáms gegn verð-
bólgu. Engu er líkara en að
ritstjórar Tímans haidi sjálfir,
að hér sé um raunverulegar
efnahagsráðstafanir að ræða.
Halda mætti, að þessir tals-
menn stjórnarinnar gerðu sér
ekki grein fyrir þvf, að hvert
mannsbarn veit, að hér er ein-
ungis um að ræða auðvirði-
legan sjónleik. Raunverulegum
aðgerðum er frestað fram yfir
kosningar; þá fyrst á fólkið að
fá að kenna á afleiðingum
efnahagsringulreiðar vinstri-
stjórnarinnar. Þetta er gert
með því að ausa fjármagni úr
gaitómum ríkissjðði. Einstakl-
ingar, sem gefa út innstæðu-
lausar ávfsanir, sæta þungum
viðurlögum. Hins vegar ná eng-
in lög yfir fjármálaráðherra,
sem gefur út innstæðuiausar
ávfsanir á rfkissjðð. Iionum er
ekki unnt að refsa nema með
þvf eina mðti að koma í veg
fyrir að unnt verði að mynda
vinstri stjðrn að kosningum
ioknum.
Eftir að vinstri stjórnin
missti endanlega þingmeiri-
hiuta sinn, reyndi Ólafur
Jðhannesson að þvinga stjórn-
arandstöðuflokkanna til sam-
starfs við sig, ella mundi hann
rjúfa þing. Auðvitað kom ekki
til máia að ganga að slfkum
afarkostum, enda var forsætis-
ráðherrann þá löngu rúinn öllu
trausti þings og þjóðar. Við
þessar aðstæður var hið mesta
ábyrgðarleysi af Ólafi
Jðhannessyni að segja ekki
þegar f stað af sér. Afleiðingar
þingrofsins eru þær, að nú
dregst úr hömlu, að unnt verði
að gera raunhæfar aðgerðir í
efnahagsmálum. Þjððin situr
uppi með rfkisstjórn, sem leyf-
ir sér að gera sýndarmennsku-
ráðstafanir einar, þegar mest
liggur við að gera skjótt raun-
hæfar aðgerðir.
Ólafur Jðhannesson valdi
hins vegar þann kost, sem
þjónaði bezt hans eigin póli-
tfsku hagsmunum, en skeytti
engu um brýna hagsmuni
þjóðarinnar. Afleiðingin er sú,
að nú Ifða mánuðir áður en
unnt er að gera þær ráðstafan-
ir, er duga. Ólafur knúði hins
vegar fram kosningar, áður en
holskeflan sjálf ríður yfir.
Þannig ætlar hann að reyna að
bjarga eigin skinni.
Meðan Ólafur Jóhannesson
kemur þannig f veg fyrir, að
ábyrg stjórnmálaöff snúi við
blaðinu f efnahagsmálum, er
þjóðin látin spara með þvf að
kaupa fremur smjör en smjör-
Hki og kartöflur á verði, sem
rétt hrekkur fyrir umbúð-
unum. Auðvitað er það
óskammfeilni að halda þvf
fram, að hér sé um að ræða
ábyrgar aðgerðir. Flestum, —
jafnvel framsðknarmönnum —
þykir það kynlegt, þegar ríkis-
stjórnin krefst þess, að fólkið
spari með þvf að kaupa fremur
dýrar neysluvörur en ódýrar.
Nýstárleg hugmynd
Hugvitsamur ritstjóri
Alþýðublaðsins hefur enn
fundið haldreipi fyrir Alþýðu-
flokkinn tii þess að hanga f f
næstu kosningum. I ritstjórnar-
grein Alþýðublaðsins í gær er
farið mörgum orðum um
endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Þar segir að Alþingi og
stjórnmálaflokkarnir hafi
aigerlega brugðizt f stjórnar-
skrármálinu í 30 ár og hafi
mörgum áhugamanni um
stjðrnskipun blöskrað þetta.
En Aiþýðublaðið hefur lausn
á reiðum höndum og skýrir frá
þvf, að varaformaður Alþýðu-
flokksins hafi gert að tillögu
sinni, að sett verði á fót sér-
stakt stjórnlagaþing, hvorki
meira né minna. Og ritstjðrinn
segir: „Hér er um að ræða
snjaila og nýstárlega hugmynd,
sem mikil ástæða er til
að gaumgæfa ftarlega."
Sannleikurinn er hins vegar sá,
að hugmyndin er svo nýstárleg,
að hér á iandi lögðu fram-
sðknarmenn hana á hilluna
fyrir áratugum. Ritstjðrinn
þyrfti endilega að finna
snjallari og nýstárlegri hug-
myndir en þetta til að bjarga
flokknum.
spurt og svarad Hringlð í sima 10100 kl 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs-
1 Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS1 ins.
Rúnar Valdimarsson, Skipa-
sundi 81, Reykjavík, spyr:
,,Það kom fram í Mbl. fyrir
nokkru undir fyrirsögninni
,,Græn bylting", að silungur i
Rauðavatni væri allverulega
sýktur. Þarna er talsvert veitt,
en margur hefur hætt því,
vegna fyrrgreindrar greinar
Mhl.
Er silungurinn hættulegur til
átu?“
Jón Kristjánsson, fiskifræð-
ingur hjá Veiðimálastofnun-
inni, svarar:
,,Fiskurinn í Rauðavatni er
talsvert sýktur af fiski-
bandormi og bandormalirfum.
Þessir bandormar eru mjög al-
gengir í silungi hérlendis, en
misjafnt er hve sýkingin er
mikil.
Lífsferill bandormanna er sá,
að fullorðnu ormarnir lifa i
þörmum fugla sem éta silunga
og hornsýli, t.d. máva, him-
brima, lóma og fiskianda. Egg
bandormsins koma út með saur
fuglanna og eru étin af örsmá-
um krabbadýrum, svifi, sem
eru svo aftur étin af vatnafisk-
um. Lirfurnar skriða svo úr
þörmum fiskanna og út í
kviðarholið, þar sem þær setj-
ast að utan á ýmsum liffærum
og mynda um sig hvít hylki.
Fuglar éta síðan fiskana, og þar
þroskast lirfurnar í fullorðna
bandorma. Sníkjudýrin draga
talsvert úr þroska fiskanna.
Óhætt er að borða fiskinn soð-
inn. Erfitt er að benda á
framkvæmanleg ráð til að losna
vió sníkjudýrin, en sé fiskur
slægður við vatnið, ber að
ganga þannig frá innyflum, að
fuglar eða aðrir fiskar nái ekki
í þau. í ofsetnum vötnum, eins
og t.d. Rauðavatni, er sýking af
völdum bandorma oft mikil,
vegna þess að fiskurinn neyóist
til að lifa meira á svifi en hon-
um er eðlilegt.“
Þórður Óskarsson, Vitastíg 2,
Akranesi, spyr:
„Ætlar bæjarstjórn Akranes
að láta framkvæma þá sam-
þykkt, sem hún hefur gert, að
ferjubryggja verði gerð við
aðalhafnargarðinn á Akranesi,
þótt allir aðilar, tengdir sjávar-
útvegi á Ákranesi, hafi eindreg-
ið mótmælt þeirri fram-
kvæmd?"
Gylfi Isaksson, bæjarstjóri á
Akranesi, svarar:
„Nei, eftir ítarlega athugun
bæjarstjórnar, hafnarstjórnar
og Vitamálastofnunarinnar,
hefur verið ákveðið aó byggja
ferjulægi í innri höfninni á
Akranesi."
ÞORIR S.
GUÐBERGSSON:
Stavanger í maí
ARIÐ 1969 varð meðal annars
gerð könnun á því hér í Noregi
hversu mikill hluti kjósenda
voru meðlimir í einhverjum
stjórnmálaflokkanna. I ljós
kom, að 16% voru félagar í
einhverjum stjórnmálaflokki,
36% tilheyrðu stéttarfélögum
og 47% einhverjum öðrum
félagsskap. En svo kom einnig í
ljós, að aðeins um 4% tóku
virkan þátt í starfseminni inn-
an stjórnmálaflokksins, en 22%
virkan þátt í öðrum eða annars
konar félagsskap.
Hvað veldur því, að þátttaka í
stjórnmálaflokkunum er svo
rýr? Er fólkið leiðinlegra eða
þarf meiri hæfileika og þarf að
uppfylla önnur skilyrði til þess
að geta tekið verulega virkan
þátt í stjórnmálum?
STJÓRNMÁLAMENN
FORNALDAR
„Prófessorar fornaldar“ voru
gömlu sófistarnir kallaðir, sem
ferðuðust um til þess að kenna
og höfðu það þá meðal annars
að markmiði að „búá ti!“ stjórn-
Hverjir stjórna
málamenn. Hvaða skilyrði
þurftu þeir að uppfylla til þess
að ná langt á þeirri braut? Þeir
þurftu fyrst og fremst að hafa
menntun, þeir þurftu að vera
vel færir í rökfræði og mælsku-
list og auk þess að hafa þekk-
ingu á lögum, hagfræði, at-
vinnu og háttum þjóðfélagsins.
Segja má, að þessu sé mjög
líkt farið á okkar dögum. Fáir
ná langt á þessu sviði án mennt-
unar, sem ein nægir þó engan
veginn til framgangs. Það þarf
meira til en menntun eina. Eng-
inn kemst framarlega í stjórn-
málum, ef hann tilheyrir ekki
neinum stjórnmálaflokki og til
þess að svo megi fara, þarf
hann að hafa áhuga á stjórn-
málum og geta gert sér grein
fyrir öllu því, sem þar gerist
leynt og ljóst.
1 Apenu lögðu menn mikla
áherslu á „heilbrigða sál í
hraustum líkama" og þeim var
oft mest hampað þar sem þetta
tvennt fór saman, viturleiki og
líkamlegir yfirburðir. Og þó að
ekki sé vegið og metið í dag,
hvort stjórnmálamennirnir geti
stokkið hæð sína í öllum her-
klæðum eða ekki, skiptir líkam-
legt afl og hæfileikar miklu.
Engum dylst, að stjórnmála-
menn þurfa helst að vera góð-
um hæfileikum búnir bæði and-
legum og líkamlegum, ef þeir
eiga að standast þá eldraun,
sem því fylgir oft að standa í
„stjórnmáiastríðinu". Menntun
og mælska skipta miklu, fram-
koma og útlit skipta oft miklu
ásamt efnahag og þjóðfélags-
legri aðstöðu.
Flestir sem taka þátt í kosn-
ingum gera það til þess að hafa
áhrif bein eða óbein á kjör full-
trúa og almennar ákvarðanír og
stefnu. Hverjir stjórna.
Flestir þeirra, sem taka virk-
an þátt í stjórnmálum vilja
reyna að hafa áhrif á framtíðar-
áform og velferð þjóðfélagsins.
Það er greinilegt af því, sem
áður hefur verið sagt, að eins
og málum er háttað í dag er
útilokað að allir geti tekið veru-
legan þátt i stjórnmálabarátt-
unni, þó aö sjálfsagt sé að not-
færa sér þann rétt, sem vió höf-
um við kosningar og önnur
tækifæri eins og vikið verður
að síðar.
Frá skaparans hendi eru
mennirnir ólíkir, sumir litli’r,
aðrir stórir, sumir hvftir, aðrir
svartir, sumir heilbrigðir, aðrir
veikir á einn eða annan hátt.
Stjórnmálamönnum hættir þvi
miður oft til þess að gleyma
„hinum hljóðlátu" í Iandinu,
þeim sem litil eða engin tæki-
færi hafa til þess að segja álit
sitt og hafa e.t.v. litla hæfileika
til þess að koma skoðunum sín-
um á framfæri. Það hlýtur að
teljast eðlilegt í nútíma sam-
félagi, að hinn þögli einstakl-
ingur gleymist ekki, að hann
hljóti þá menntun og upplýs-
ingar, sem þarf til þess að lifa
mannsæmandi lífi, svo að hann
finni að hann hafi eitthvert
gildi, sé einhvers virði.
Ef menn eru yngri en 20 ára
og eldri en 67 ára er varla hlust-
aó á þá og hver þekkir ekki
aðstöðu hins sjúka, fangans,
drykkjumannsins, öryrkjans og
aldraða fólksins. Margt gott
hefur verið gert á undanförn-
um árum og fyrir það her að
þakka, en mörg verkefni eru
enn óleyst.