Morgunblaðið - 07.06.1974, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNÍ 1974
EKKI SJÓNVARP FRÁ OL?
ENN ER allt í óvissu með hvort
sjónvarpað verður frá Olympíu-
leikunum í Kanada 1976 til
Evrópu. Kanadamenn ætla sér að
vera mjög dýrir á sjónvarpsrétt-
indunum, svo dýrir, að allt útlit
er á þvf, að ekki verði gengið að
kröfum þeirra. Þeir hafa þó þegar
samið við bandarfskar sjónvarps-
stöðvar og greiða þær 25 milljónir
dollara fyrir réttinn.
Framkvæmdastjóri BBC sjón-
varpsstöðvanna, Charles Curran,
sem einnig er formaður Evrópu-
sambands sjónvarpsstöðva, segir,
að Kanadamenn vilji ekki selja
réttinn til Evrópu fyrir minna en
15 milljónir dollara, en það er 10
sinnum hærri upphæð en greitt
var fyrir réttinn f leikunum í
Mtinchen, og segir Curran, að ef
verð þetta eigi að standa, muni
fáar sjónvarðsstöðvar í Evrópu
hafa efni á að kaupa myndir frá
leikunum, sem þó sé ekkert vafa-
mál, að sé það efni, sem mest er
horft á í sjónvarpinu.
Afmælissundið gegn Svíunum í kvöld
ÞAÐ ER í kvöid, sem afmælis-
mót Ármanns og KR f sundi fer
fram í Laugardaislauginni
Eins og frá hefur verið skýrt
taka þátt í mótinu nokkrir af
sterkustu sundmönnum Svfa.
Þeir koma hér við á leið sinni
frá Bahama og Miami, þar sem
þeir hafa verið í æfinga- og
keppnisferð að undanförnu.
Allt okkar bezta sundfólk,
sem fær þvf við komið, tekur
þátt f mótinu og má búast við
skemmtilegri keppni í ýmsum
greinum.
iVlótið hefst klukkan 20.00.
-------------->
Bakkanum náð — í kvöld mun
fslenzka sundfólkið reyna hvað
það getur til að verða á undan
hinum öflugu sænsku sund-
mönnum.
V-Þjóðverjar
með leynivopn
VESTUR-Þjóðverjar hafa ieyni-
vopn f pokahorninu f lokakeppn-
inni í heimsmeistarakeppninni f
knattspyrnu. Þar er um að ræða
nýja gerð af knattspyrnuskóm,
sem að sögn þeirra, sem fengið
hafa að reyna þá, er gjörbvlting
frá þvf, sem verið hefur.
Skór þessir eru framleiddir af
hinni þekktu verksmiðju Adidas
og hefur verið unnið að gerð
þeirra í þrjú ár. Eftir miklar til-
raunir og vangaveltur sérfræð-
inga er um það bil að hefjast
framleiðsla á skóm, sem vega að-
eins 125 grömm. Léttustu knatt-
spyrnuskór, sem hingað til hafa
verið framleiddir, eru svonefndir
„Adidas Golden“ skór, en þeir
vega 400 grömm.
Samkvæmt útreikningum
þýzkra, sem þekktir eru fyrir
ánægju sína í talnameðferð og
útreikningum, þarf knattspyrnu-
maður að „bera“ einu tonni
minna í leik, ef hann klæðist hin-
um nýju skóm.
Þeir knattspyrnumenn, sem
notað hafa skó þessa, ljúka allir
miklu lofsorði á þá. „Það er sama
tilfinningin, sem grípur mann,
þegar maður fer í þá, og þegar
maður klæðir sig í þægilegan
skinnhanzka,“ hafa þeir sagt.
Skór þessir heita „Adidas Top
Star“, og verða þeir ekki á sölu á
frjálsum markaði fyrr en eftir 7.
Jöfnunarmark
rétt fyrir
leikslok
JUGOSLAVAR léku upphitunar-
leik fyrir átök HM við Englend-
inga í Belgrad f gærkvöldi. Lauk
ieiknum með jafntefli, hvort liðið
skoraði tvö mörk.
Mike Channon tók forystu fyrir
Englendinga strax f upphafi
leiksins, Petkovic jafnaði
skömmu sfðar.
1 upphafi sfðari hálfieiksins
skoraði Oblak annað mark gest-
gjafanna. Hinn markheppni Liv-
erpool-leikmaður Kevin Keegan
skoraði svo jöfnunarmark Eng-
lendinganna litlu fyrir leikslok.
júlí n.k„ þ.e. eftir úrslitaleikinn í
heimsmeistarakeppninni, en
vestur-þýzka landsliðið mun hins
vegar nota þá í keppninni. Verk-
smiðjurnar munu hins vegar
dreifa þessum skóm til umboðs-
manna sinna í júní n.k., með þeim
fyrirmælum, að ekki megi selja
þá fyrr en eftir þennan ákveðna
dag.
En það mun svo auðvitað kosta
sitt að klæðast þessum undra-
skóm. Samkvæmt því sem verk-
smiðjan hefur gefið upp, mun
verðið vera frá upphæð sem svar-
ar til 6.200,00 fsl. króna.
ROY Rees til hægri á myndinni, í miðið er Oskar Tómasson, sem að dómi Rees er eitt mesta
knattspyrnumannsefni hér á landi, og til hægri á myndinni er Vfkingsþjálfarinn Anthony Sanders.
(Ijósm. R. AX.)
Rætt við Roy Rees um íþróttahús,
íslenzka knattspyrnu og fleira
HÉR á landi dvaldist sfðustu 10
daga Englendingurinn Roy Rees
og var hann hér í boði Knatt-
spyrnuféiagsins Víkings. Auk
þess sem Rees aðstoðaði við
þjálfun meistaraflokks Vfkings,
gaf hann Vfkingum góð ráð f sam-
bandi við uppbyggingu fþrótta-
svæðis félagsins og fþróttahús, en
Rees hefur taisvert fengizt við að
hanna slfk verk í Englandi. Roy
Rees er fyrrverandi atvinnuleik-
maður f knattspyrnu og lék með
Swansea f 2. deild árin 1955—57.
Nú er hann kennari við
Háskóiann í Norður-Wales og hef-
ur undir sinni stjórn 20 manna
starfslið. Rees var hér á ferðinni í
fjórða skiptið og er orðinn hnút-
um vel kunnugur í sambandi við
fþróttamál hér á landi þvf hann
vinnur að ritgerð um samanburð
á fþróttum á Bretlandi, Þýzka-
landi og Norðurlöndunum.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Rees í vikunni og
spurði fyrst hvað hann vildi segja
um byggingu íþróttahúsa hér á
landi.
— Mér finnst það liggja ljóst
fyrir, að hús eins og KR og Valur
hafa upp á að bjóða, eru byggð
fyrir nútiðina, en ekki framtíðina.
I þessum húsum er í rauninni
ekkert, sem laðar fólk að, og
íþróttafélög verða að hafa upp á
eitthvað að bjóða, sagði Rees. —
Það er ekki nóg að fólk komi á
æfingar, aðstaða verður að vera
fyrir veitingasölu og gufubað svo
eitthvað sé nefnt. Þvi stærri sem
íþróttahúsin eru, því betra og um-
fram allt verður að vera i þeim
aðstaða fyrir áhorfendur. Iþrótta-
félög eru ekki lengur byggð ein-
göngu upp á þeim, sem iðka
íþróttirnar, heldur einnig af fólk-
inu, sem stendur að baki keppnis-
fólkinu.
Roy Rees hefur kynnt sér áform
Víkinga í sambandi við byggingu
íþróttahúss og vallagerð. Hafði
hann með sér hugmyndir Víkinga
út til Englands, vinnur úr þeim
næstu vikur sendir síðan Víking-
um sínar tillögur. Um knattspyrn-
una hér á landi sagði Rees, að
Islendingar væru talsvert á eftir
flestum öðrum Evrópuþjóðum
hvað leikskipulag snerti og eins
skilning leikmanna á leiknum.
Hins vegar hefðu íslenzk lið stgrk-
um leikmönnum á að skipa og
hann sagðist öfunda okkur af
þeim mikla fjölda ungra pilta,
sem æfa knattspyrnu hér á landi.
Sagði, að fjöldinn væri meiri hér
en margar stórar þjóðir gætu
státað af.
Við vikum tali okkar að ritgerð
þeirri, sem Rees vinnur að, og
sagði Rees, sem er frá Wales, en
ekki Bretlandi, eins og hann sagði
sjálfur, að ótrúlega margt væri
líkt í fari Islendinga og Walesbúa.
— Það er ekki aðeins útlitið, sem
ýmsir skapgerðareiginleikar og f
íþróttunum er auðvelt að finna
hliðstæðu á milli Wales og
tslands. Tökum sem dæmi
glímuna, hún var mikið iðkuð í
Wales og er enn iðkuð hér á landi.
Þá má ekki gleyma þjóðarstolt-
inu, sem þjóðirnar eiga sameigin-
legt og er líklega komið frá því, að
þær hafa verið undirokaðar um
aldir og Walesbúar eru í rauninni
enn þá. Ef Walesbúi er kallaður
Englendingur spennir hann út
brjóstkassann og tilkynnir hvert
sé sitt rétta föðurland og það
sama gerir Islendingurinn að þvi
að mér er sagt. — Það hefur verið
gaman að vinna að þessari rit-
gerð, en ég á enn miklu verki
ólokið, ef til á ég eftir að koma
hingað aftur fljótlega í efnissöfn-
un, sagði Rees að lokum.
Hvað gera Ármenningar
á heimavelli sínum?
— VIÐ höfum hugsað okkur að
vinna FH-ingana í kvöld, það er
víst kominn tími til að við vinn-
um. Þetta sagði Bragi Jónsson
formaður Knattspyrnudeildar Ár-
manns er við ræddum við hann 1
gær.
Ármenningar leika á heima-
velli sfnum við Sigtún í kvöld og
mótherjarnir verða FH-ingarnir,
sem um sfðustu helgi lögðu Völs-
unga að veili með 6 mörkum gegn
engu.
Armenningar hafa vægast sagt
leikið illa það sem af er tslands-
mótinu að þessu sinni, en spurn-
ingin er hvort þeir standa sig
betur á heimavelli.
Opin kvenna-
keppni hjá GR
Sunnudaginn 7. júní fer fram
18 holu opin golfkeppni hjá GR í
Grafarholti fyrir konur. Keppt
verður með og án forgjafar og
hefst keppnin klukkan 13.30.
Iþróttahús hér á landi ekki
byggð með framtíðina í huga