Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 93. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 8. JUNÍ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mál nú höfðað gegn Glistrup Kaupmannahöfn. 7. júní, NTB MÁL verrtur höföað gegn Mogens Glistrup leiðtoga Framfara- flokksins. þar sem þingskapa- nefnd þjóðþingsins ákvað í dag að svipta hann þinghelgi. Glistrup er sviptur þinghelgi að beiðni dómsmálaráðherra. þar sem hann hefur verið ákærður fvrir skattsvik og fjárdrátt og það verður líklega gert 12. júnf. Þinginenn Framfaraflokksins eru einir andvfgir því. að Glistrup verði sviptur þinghelgi og telja ekki næga ástæðu til þess á grundvelli þeirra gagna. sem hafa verið lögð fram. Meirihlutinn telur hins vegar ekki ástæðu til þess að víkja frá viðtekinni venju í málum sem þessu og leggur því til. að þing- helginni verði aflétt. Hervert Grell rikissaksóknari segir. að málið verði flutt eins og venjulegt sakamál. Málið verður síðan aftur sent ríkissaksóknara. sem sfðan semur ákæruna. Að svo húnu fær Glistrup tilkvnningu um málshöfðun og stefnan verður lögð fram i borgarrétti Kaup- mannahafnar. Hungurfangi hætt kominn London. 7. júni. AP IRSKl lýðveldisherinn (IRA) ht'lt þvf fram í dag, að enn einn írskur fangi. sem er í hungur- verkfalli í hrezku fangelsi. va'ri að dauða kominn. Þessi fangi, Frank Stagg. hætti að horða um santa leyti og fang- inn Michael Gaughan, sem lézt á mánudaginn. Nú segir IR.V. að honum Ifði eins illa og Gaughan leið í sfðustu viku og ef ekkert verði að gert muni hann deyja um helgina. Stagg er einn fimm IRA-félaga. sem hafa gert hungurverkíall til þess að leggja áherzlu á kröfu um að verða taldir pólitiskir fangar og fluttir i fangelsi á Norður- Irlandi. Þar gætu þeir átt von á því að verða náðaðir. ef friður vrði saminn. Tveir þessara fanga eru sagðir langt leiddir. en liðan hinna er betri. Friðarsinninn Brockwa.v lávarður hefur re.vnt að fá s.vsturnar Dolours og Marion Price. sem eru langt leiddar. til þess að hætta hungurverkfallinu og er vongóður um. að komizt verði að einhverju sainkomulagi. Rov Jenkis innanrikisráðherra vill ekki útiioka þann möguleika. að fangarnir verði fluttir til Bel- fast siðar meir, en vill ekki bevgja sig f.vrir kröfum, sem eru settar fram í krafti hungurverkfalls. Blöð i London segja. að Scot- land Yard hafi falið vopnuðum le.vnilögreglumönnum að vernda alla ráðherra brezku stjórnar- innar, 21 að tölu. gegn hefndum. sem IRA getur re.vnt að koma fram f.vrir dauða Gaughans. Jafnframt óttast frska lögreglan. að bvssumennirnir, sem rændu jarlinum af Donoughmore og konu hans fyrir þremur dögum, hafi mvrt hjónin i fáti. Víðtæk leit hefur þvi verið gerð. meðal annars i stöðuvötnum og ám. Ólafur V Noregskonungur á barmi Almannagjár í gær. Sjá frásögn af heimsókn konungs á bls. 3. Dómsmálaráðherra fær fangelsisdóm Washington. 7. júní. AP. NTB. RICHARI) (L Kleindienst. fyrr- verandi dómsmálaráðherra Bandarfkjanna. var í dag dæmdur í eins mánaðar fangelsi skilorðs- hundið og til þess að greiða 100 dollara sekt fvrir að neita að svara nákvæmlega spurningum um mál alþjóðasímafyrirtækisins ITT, sem er fyrir einni nefnd öldungardeildarinnar. Þar nteð hefur fvrrverandi ráð- BRATTELI LÆTUR AF FLOKKSFORMENNSKU Osló, 7. júní. NTB. AP. TRYGVE Bratteli forsætisráð- herra tilk.vnnti í dag, að hann mundi láta af formennsku f Verkamannaflokknum á þingi flokksins á næsta ári. Líklegustu eftirmenn hans eru Reiulf Steen, varaformaður flokksins. Oddvar Nordli, formað- tir þingflokksins, og Bjartmar Gjerde, menntamálaráðherra. Flokksþingið verður líklega haldið i febrúar. Bratteli hefur verið flokksformaður siðan 1965 og forsætisráðherra síðan í marz 1971. Þótt hann láti af for- mennskunni þýðir það ekki, að hann hætti starfi forsætisráð- herra. Bratteli segir í viðtali við Ar- beiderbladet, að hann hafi aldrei ætlað að verða formaður flokks- ins lengur en fram að næsta flokksþingi. ..Þessi afstaða stafar ekki af nokkrum sérstökum stjórnmálaatburðum. Eg get kannski sagt. að það séu takmörk fyrir því hvað kraftar mínir megni,“ sagði hann. Aðspurður kvað hann mögu- leika á sameiningu ..lýðræðis- sinna í verkalýðshre.vfingunni'' áður en langt um liði. Hann sagði. að „stærstu hópar þjóðíélagsins" mundu læra af klofningi hinnar lýðræðislegu verkalýðshreyfingar og þeim „vanmætti og þeirri póli- tísku og þjóðfélagslegu auðmýk- ingu". sem honum óhjákvæmi- lega fylgdi. Þess vegna mundu þeir aftur sameinast í flokki. sem b.vggðist á lýðræðislegri jafnaðar- stefnu. Bratteli vísaði á bug „vanga- veltum um valdabaráttu" þótt hann viðurkenndi. að kjör nýs flokksformanns mundi „vekja áhuga". Hann kvaðst telja. að all- ir þeir, sem kæmtu til greina í formannsstöðuna. ættu heima í „sömu pólitisku f.vlkingunni". Aðspurður um samvinnu við aðra flokka sagði hann, að erfitt væri að dæma sambandið milli flokkanna nú og framvegis rneðal annars vegna þeirrar „afturhalds- Franthald á bls. herra bandarfsku stjórnarinnar verið dæmdur fyrir glæp í annaö skipti á þessari öld. Kleindinest var niðurbrotinn og grél. þegar dómurinn var kveðinn upp. segir fréttaritari NTB. Kleindienst hafði áður játað sig sekan af því að leyna dóinsmálanefnd öldunga- deildarinnar mikilvægum upplýs- ingum. Jafnframt fór alrfkisdómarinn Gerhard Gesell hörðum orðum um Nixon forseta í dag vegna þeirrar afstöðu hans að neita að standa við samkomulag þess efn- is. að John Ehrlichman fái aðgang að skjölum fyrrverandi aðstoðar- manna forsetans. er voru skilin eftir í Hvita húsinu. Gesell dómari var greimlega reiður og kvað fast að orði. Svo getur farið. að hann veiti Nixon forseta áminningu fyrir að sýna dómstólnum litilsvirðingu og Hearst ákærð Washington. 7. júnf, NTB. ALRlKISDOMSTÓLL hefur ákveðið að höfða mál gegn Patrieiu Hearst fvrir þátttöku í bankaráni í San Francisco í aprfl að sögn dómsmálaráöu- nevtisins í Washington. Ef hún verður handtekin og fundin sek um þátttöku í ráninu á hún 25 ára fangelsi yfir höl'ði sér. Framhald á bls. 18 Kleindienst skipa honiim að afhenda skjölin. sem Ehrlichman krefst að skoða. Dómarinn sagði við .laines St Clair. lögfræðing Nixons. að hann hefði lofað þvf i réttarsalnum. að Ehrlichman fengi aðgang að uin- ræddum skjölum en gengid á bak orða sinna. Samkomulag, sem Gesell og St. Clair gerðu. byggðist á bréfi frá Nixon þar sem forsetinn sagði. að Ehr.líchman og lögfræðingar hans gætu skoðað skjalasafn Ehrlich- mans í Hvíta húsinu og valid úr því skjöl til að nota í málaferlun- um vegna inn'brotsins í skrifstofu sálfræðings Daniels Ellsbergs. Nixon kvaðst síðan mimdu taka endanlega ákvörðun um hvaða gögn mætti leggja fram. Dómarinn i máli Kleindienst. (íeorge L. Hart. Jr„ sagði. að Kleindienst ætti skilið að fá aðeins lágmarksrefsingu þar sem Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.