Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JUNI 1974 Ölafur konungur J ÓLAFUR Noregskonungur fór í gærmorgun í Arnagarð og skoðaði gömul íslenzk handrit. A móti konungi við Arnagarð tóku Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar á Islandi, Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráð- herra og Ólafur Björnsson vararektor Háskóla íslands. Sýndu þeir konungi safnið og var hann tnjóg áhugasamur. Þá var konungi sýndur hluti hóka- gjafar Norðmanna í tilefni 1100 ára hyggðar á íslandi. Jón- as Kristjánsson færði konungi að gjöf Ijósrit af handritum Is- lendingabókar, en annað hand- ritið sá konungur í safninu. Gengu konungur og fylgdar- menn hans um safnið og ræddi konungur við starfsfólk og gesti á ensku og norsku, sló á létta strengi og var hinn alþýð- legasti. • Úr Arnagarði var haldið í Norræna húsið, þar sem Ar- mann Snævarr fyrrverandi há- skólarektor bauð konung vel- kominn með stuttri ræðu. Þá færði Mai-Britt Imnander for- stjóri Norræna hússins kon- ungi að gjöf eintak af Korta- sögu Islands, en að því búnu var konungi sýnt húsið. Frá Norræna húsinu var ekið f Laugardal þar sem Birgir ís- leifur Gunnarsson borgarstjóri sýndi konungi íþróttamann- virkin. Þaðan var ekið rakleitt að myndaði Þingvelli Almannagjá, þar sem konung- ur gekk út ásamt Einari Agústssyni utanrfkirráðherra, Pétri Thorsteinssyni ráðuneyt- isstjóra og fleirum og virti fyr- ir sér útsýnið góða stund. Var konungur mjög skrafhreyfinn og ræddi við tigna og ótigna. Báðu blaðamenn hann um að fara fram á brún og snúa að þeim, til að mynd næðist að houum með vellina í baksýn og gerði hann það. A gjárbarmin- um tók Ölafur konungur upp litla myndavél og tók sínar eig- in myndir. Einn norsku Ijós- myndaranna, sem lengi hefur fylgt konungi hljóp um á bakk anuni og sagði konungur við Jónas Kristjánsson for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á ís- landi sýnir Ólafi Noregs- konungi forn íslenzk handrit í Árnagardi. Ólafur Noregskonungur gengur í hlað að Hótel Val- höll. Með honum eru Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra og frú Dóra Guðbjartsdóttir. JÉ hann, að nú gætu þeir tekið myndir hver af öðrum. Sagðist konungur muna vel eftir þegar hann var sfðast á gjárbarmin- um og ók niður gjána. Einn blaðamanna spurði hvort hann vildi ekki ganga niður gjána í þetta sinn. Hann sagðist gjarn- an vilja það, en ákveðið hefði verið að aka hringinn og niður að Þingvallabænum. Þegar komið var að Þing- vallabænum fór konungur inn og hvfldist smástuud en kom stuttu sfðar f hádegisverð ríkis- stjórnarinnar í Valhöll, þar sem Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra og frú Dðra Guð- bjartsdóttir tóku á móti hon- um. Nutu konungur og aðrir gestir í veizlu stjórnarinnar þess að borða Þingvallasilung og lambalæri með viðeigandi eftirmat. Að loknum hádegisverði var ekið til Hveragerðis og í Reykjadal, þar sem opnuð var ný borhola, sem boruð hefur verið á vegum Orkustofnunar og gaus þar upp gufustrókur með miklum krafti. Olafur Sig- urjónsson starfsmaður Orku- stofnunar skýrði framkvæmd- irnar fyrir konungi. Frá Reykjadal var ekið sem leið lá til Reykjavíkur þar sem konungur hélt móttóku í Frf- múrarahúsinufyrir Norðmenn búsetta á lslandi. Var þar sam- an komið margt manna. þar á meðal margir eldri Norðmenn, sem fögnuðu konungi sfnum vel. Heilsaði konungur öllum persónulega, en fyrst heilsaði hann frú iYIarie Ellingsen. sem mun vera elzt Norðmanna á ís- landi, 92 ára gómul. Var mót- takan vel heppnuð og ræddi konungur við marga við- staddra. Frú Else Aas formaður Nordmanslaget í Reykjavík færði konungi að gjöf frá félag- inu bókahníf úr silfri, skreytt- um fslenzkum eðalsteini. Kl. 18 hófst veizla konungs til heiðurs forseta Islands um borð f konungssnekkjunni en að henni lokinni lagði snekkj- an úr Reykjavfkurhöfn. i dag kl. 9 var ráðgert að skipið kæmi til Vestmannaeyja, þar sem fyr- irhugað var að konungur skoð- aði sig um. Bifreið Ólafs konungs öslar yfir Varmá í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Sigríður og Jónas halda tón- leika í Félagsstofnun stúdenta 0 „Það er sérstaklega stærðin á þessum sal, sem er hrífandi. Við höfðum einmitt verið að leita að stað af hæfilegri stærð hér í Reykjavík og við erum mjög þakklát fyrir að fá þenn- an sal fyrir hljómleikana." Þetta sagði Sigríður E. Magnús- dóttir. söngkona á blaðamanna- fundi f gær. en þau Jónas Ingi- mundarson pfanóleikari ætla að ljúka hljómleikaferð sinni um landið með hljómleikum f aðalsal Félagsstofnunar stúd- enta við Hringbraut á sunnu- daginn kl. 17.00 % Þetta eru fyrstu meiri hátt- ar hljómleikarnir, sem haldnir eru f þessum sal, en það kom fram á blaðamannafundinum í gær. að Félagsstofnunin og Há- skóli lsiands hafa í hyggju að koma á reglulegu hljómleika- haldi innan háskólans næsta vetur í þessum sal, sem hefur Sigríður E. Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson fengið háa einkunn tónlistar- manna fyrir hljómburð, að sögn forráðamanna. Er talið, að salurinn geti rúmað um 200 manns í sæti. Sögðu þeir há- skólamenn, að stefnt væri að því að halda allt að 10 slfka hljómleika næsta vetur. Hljómleikar þeirra Sign'ðar og Jónasar eru hins vegar á þeirra vegum. en Háskólinn leggur til húsakynnin og hljóð- færið. Þau hafa eins og kunn- ugt er haldið hljómleika úti á landi að undanförnu og létu þau afar vel af undirtektun áheyrenda þar. Ymislegt hefði þó tafið og torveldað. einkum verkföll og færð. Hljómleika- ferðin hófst i febrúar. og hafa þau m.a. komið f'ram á l.safirði. Akureyri, Egilsstöðum. Sel- fossi, Keflavík og viðar. LögðU þau áherzlu á gildi slíks hljóm- leikahalds utan Keykjavikur. Hins vegar sögðu Sigriður og Jónas. aö mjög skorti á alla skipulagningu hljómleikaferða af þessu tagi. bau hefðu gert þetta meira og minna upp á eigin spýtur. og notað oft á tið- um ..happa-og-glappa aðferð- ina" eins og þau orðuðu það. Væri brýn þórf á einhvers kon- ar opinberri umboðsmiðstöð. sem samræmdi og auðveldaði hljómleikahald islenzkra tón- listarmahna um landið. t.d. vegna erfiðs fjárhags margra tónlistarf'élaganna. Á hljómleikunum í Félags- stofnun stúdenta á sunnudag- ínn munu þau flytja verulegan hluta eínisskrár þeirrar. sem þau voru með í ferðinni. og hún er að miklu leyti samsett úr verkum fslenzkra höfunda. t.d. verða frumflutt tvo fslenzk lög. bæði við þjóðvísur. annað eftir Jórunni Viðar. hitt eftir Skúla Halldórsson. Af öðrum innlend- um höfundum iná nefna Fál Isólfsson og Jón Nordal. og af erlendum höfundum eru Dvo- rák. Kiehard Strauss og Sibeli- us. Miðasala á hljómleikana verður við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.